223. fundur 29. ágúst 2022 kl. 08:15 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Klara Viðarsdóttir
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Nanna Jónsdóttir tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Eggert Valur formaður lagði til að við dagskránna bætist við liður 9, tilnefning fulltrúa á aðalfund SOS 2022, aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Rekstraryfirlit 2022

2203022

Rekstraryfirlit janúar - júlí 2022
Rekstraryfirlit frá janúar til júlí lagt fram til kynningar. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun en fjármagnsliðir hafa hækkað vegna aukinnar verðbólgu.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Einar Bárðarson fór yfir ýmis rekstrarmál.
Framkvæmdastjóra falið að gera verðkönnun á afsetningu úrgangsefna en núverandi samningur rennur út um næstu áramót.
Stefán Gíslason situr fundinn undir lið 3.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Lagt fram minnisblað vegna stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála með Stefáni Gíslasyni.
Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice fór yfir stöðu mála varðandi brennsluofn fyrir dýraleifar á Strönd.
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að starfshóp um uppbyggingu förgunar fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar á Strönd og leggja fyrir næsta fund.

4.Móttökustöð og gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs

1904010

Möguleikar á bættri starfsmannaaðstöðu á Strönd.
Möguleikar á móttöku fleiri úrgangsflokka á grenndarstöðvum.
Móttaka fyrir Endurvinnsluna.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að úrlausn að bættri flokkun á grenndarstöðvum með tilliti til nýrra laga sem taka gildi 1. janúar 2023. Jafnframt að ræða við Endurvinnsluna um mögulega móttöku á dósum og gleri.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögu um útfærslu á bættri starfsmannaaðstöðu og áætlaðan framkvæmdakostnað fyrir næsta fund.

5.Starfsmannamál

1901060

Tímabundin ráðning til áramóta. Samstarf Sorpstöðvarinnar, Vinnumálastofnunar og Viss vinnu- og hæfingarstöð.
Framkvæmdastjóra kynnti tilraunaverkefni í samstarfi við Viss vinnu- og hæfingarstöð.
Stjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

6.Þjónustukannanir

2208087

Tillaga að þjónustukönnun
Lögð fram tillaga að spurningum í þjónustukönnun sem leggja á fyrir íbúa. Framkvæmdastjóra falið að fullmóta og senda stjórn lokaútfærslu fyrir birtingu könnunar.

7.Sorphirða

2203024

Fyrirspurn um sérsöfnun á endurvinnsluefnum frá heimilum.
Úrvinnslusjóður óskar eftir upplýsingum um framkvæmd söfnunar á endurvinnsluefnum á starfssvæði Sorpstöðvarinnar, hvernig henni er háttað í dag og hvernig líklegt sé að hún breytist með þeim lagabreytingum sem samþykktar voru á alþingi í júní 2021 um flokkun, endurvinnslu, úrvinnslugjald o.fl. Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingarnar.

8.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Bokashi gerjun - styrkur frá Umhverfis, orku og auðlindaráðuneytinu.
Sorpstöð Rangárvallasýslu eru aðili að þróunarverkefninu Bokashi-gerjun sem fékk styrk að upphæð 12,5 m.kr. frá Umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytinu. Framkvæmdastjóri vinnur áfram að framvindu verkefnisins með samstarfsaðilum.

9.Aðalfundur SOS 2022

2208089

Tilnefning fulltrúa á aðalfund SOS 2022
Stjórn samþykkir að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður á aðalfundi SOS og Nanna Jónsdóttir varamður.

10.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

Aukaaðalfundur SOS
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?