224. fundur 17. október 2022 kl. 08:15 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Fjármálastjóri : Markaðs- og kynningarfulltrúi
Framkvæmdastjóri lagði til við upphafi fundar að við dagskránna bættist liður 4. Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Framkvæmdastjóri fer yfir ýmis rekstrarmál sem eru í gangi.
- fjárfesting í hakkavél v. lífrænnar vinnslu
- uppsetning myndavélakerfis á Strönd og grenndarstöð á Hvolsvelli
- tiltekt og framkvæmdir á Strönd
- viðgerð á pressu
- unnið er að kostnaðaráætlun vegna starfsmannarýmis
- starfsmannaviðtöl

2.Rekstraráætlun 2023

2210035

Forsendur rekstraráætlunar árið 2023
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu forsendur rekstraráætlunar vegna ársins 2023. Á næsta fundi verður farið yfir drög að rekstraráætlun og gjaldskrá.

3.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Björk Brynjarsdóttir verkefnastjóri bokashi jarðgerðar á Strönd, kynnir verkefnið fyrir stjórn.
Stjórn fagnar verkefninu og samþykkir að fela framkvæmdastjóra að vinna drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Jarðgerðarfélagið (Meltu) og leggja fyrir næsta fund.

4.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Skipun í starfshóp
Rætt um skipun starfshóps um brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar á Strönd, metið sem svo að það sé ekki tímabært á þessu stigi málsins. Ákveðið að stjórn haldi utanum verkefnið með framkvæmdastjóra. Starfslýsing fyrir verkefnið verði lögð fram á næsta fundi stjórnar.


5.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

Lagt fram til kynningar

6.Vettvangsferð

2210041

Stjórnar á Strönd
Vettvangsferð frestað.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?