11. fundur 03. desember 2020 kl. 11:00 - 12:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fyrri hluta fundinn þann 3.12 Klara Viðarsdóttir.

1.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Verslunarrými á jarðhæð Suðurlandsvegar 1. Sigurður Elías kemur á fundinn og kynnir sín áform varðandi rekstur verslunar.
Gestir fundarins voru þeir Sigurður Elías Guðmundsson og Guðmundur Elíasson sem hafa gert samning við Festi/Krónuna um yfirtöku á rekstri Kjarvalsverslunar á Hellu. Þeir kynntu fyrirætlanir sínar og svöruðu spurningum um framtíðarplön. Fram kom að þeir hugsa sér að reka búðina í frekar óbreyttri mynd en byggja á því að um verði að ræða birgjasamning við vöruhús Krónunnar til 5 ára og leigusamning um verslunarrýmið til 10 ára. Eftir kynningu þeirra félaga var ákveðið að fresta fundi til morguns.

Fundi var fram haldið kl. 12:00 föstudaginn 4. desember. Málin rædd, frekari ákvarðanatöku frestað og ákveðið að afla frekari upplýsinga.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?