14. fundur 24. mars 2021 kl. 15:30 - 17:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Ársreikningur 2020 - S1-3 hf

2103056

Ársreikningur Suðurlandsvegar 1-3 hf. 2020 til samþykktar.
Lagður fram ársreikningur 2020 til samþykktar. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 987.655 kr. Tap ársins var 22,3 mkr. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 9 mkr. Eigið fé í árslok nam 398,2 mkr. Ársreikningur 2020 samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2021 S1-3 hf

2103057

Rekstraryfirlit jan-feb 2021.
KV fór yfir rekstur félagsins frá áramótum.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

.
Tvö rými eru laus í augnablikinu og hafa verið auglýst.

4.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda innanhúss.
HH fór yfir stöðu yfirstandandi framkvæmda og lagði fram minnisblað. Allri málun og trésmíði er lokið. Verk tengd brunavörnum eru á lokametrunum. Byrjað er að setja upp skilti utan á turn hússins. Ákveðið að fara í verðkönnun meðal 3-5 aðila um smíði útiskiltis. KV og HH falið að vinna að málinu. Einnig var rætt um aðkomu að Miðjunni norðanmegin.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 17:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?