Sveitarstjórn Rangárþings ytra

13. fundur 13. maí 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
 • Yngvi Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fundinn sátu einnig undir lið 1 Eyþór Björnsson og Klara Viðarsdóttir. Oddviti lagði til dagskrárbreytingu þannig að liður 3 fellur út og við bætist liður 9 Atvinnu- og menningarmálanefnd - 3 með undirliðum. Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Ársreikningur 2014 - seinni umræða

1504033

Ársreikningur fyrir Rangárþing ytra 2014 - seinni umræða
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2014 var staðfestur af byggðaráði 29. apríl 2015 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 29. apríl 2015 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareingingar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu kr. 1.360.746.000. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 109.083.000. Eigið fé í árslok 2014 var kr. 1.056.183.000.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2014.Samþykkt samhljóða.Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

2.Sóknaráætlun 2015-2019

1505015

Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fjóra einstaklinga fyrir s.k. samráðsvettvang.
Tillaga er um að tilnefna Heklu Katarínu Kristinsdóttur, Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, Magnús H. Jóhannsson og Yngva Harðarson fyrir svokallaðan samráðsvettvang sóknaráætlunar 2015-2019

Samþykkt samhljóða

3.Austvaðsholt 1B, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1504046

Sýslumaður óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma nýs rekstraraðila að reka gistiskála í Austvaðsholti. Var í rekstri áður.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.Samþykkt samhljóða

4.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

1505005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

5.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 11

1505001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.5.fundur umhverfisnefndar

1505019

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar6.1 Hreinsunarátak í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn tekur undir hvatningu umhverfisnefndar um almennt hreinsunarátak í sveitarfélaginu á vori komanda. Jafnframt verði skoðað að koma upp snyrtilegu geymslusvæði á Hellu fyrir geymslugáma og fleira. Eignaumsjón verði falið að vinna að málinu og skila minnisblaði til sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða6.2 Skiltagerð við helstu ból á Rangárvallaafrétti

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.Samþykkt samhljóða6.3 Tillaga Á-lista um gámasvæði:

Fulltrúar Á-lista leggja til að gámasvæði í Þykkvabæ og við Meiri-Tungu verði afgirt og komið í rekstur fyrir 1. júlí 2015. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 og kostnaði mætt með eignasölu.Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Yngvi HarðarsonTillaga um að vísa málinu til heildarendurskoðunar sorpmála sem nú er verið að vinna hjá sveitarfélaginu og mun ljúka nú í maí.Samþykkt samhljóða

7.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81

1504005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lóðina. Tillaga að auglýsingu lögð fram og samþykkt. Bókun fundar Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lóðina. Tillaga að auglýsingu lögð fram og samþykkt.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Skipulagsnefnd leggur til að þar sem eigendur hafa lýst sig samþykka því að breytt verði úr landnotkun frístundasvæðis yfir í landbúnað að nýju, skuli gerð breyting á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að hefja þá vinnu sem fyrst. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa og landeigendum heimilað að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að þar sem eigendur hafa lýst sig samþykka því að breytt verði úr landnotkun frístundasvæðis yfir í landbúnað að nýju, skuli gerð breyting á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að hefja þá vinnu sem fyrst. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa og landeigendum heimilað að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Skipulagsnefnd leggur til að framkomnar hugmyndir verði kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að framkomnar hugmyndir verði kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Skipulagsnefnd leggur til að lóðarhöfum verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi, sem uppfylla þá skilmála sem felast í undanþágunni frá ráðuneyti Umhverfis- og auðlindamála. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að lóðarhöfum verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi, sem uppfylla þá skilmála sem felast í undanþágunni frá ráðuneyti Umhverfis- og auðlindamála.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 81 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

8.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 4

1505022

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.8.1 Fjarskiptamál

Sveitarstjórn telur mikilvægt að nýta alla möguleika til að koma ídráttarörum fyrir ljósleiðara þar sem verið er að koma fyrir jarðstrengjum á stofnleiðum.Tillaga er um að heimila sveitarstjóra að nýta allt að 10 milljónir til kaupa á ídráttarrörum og vegna annars tilfallandi frumkostnaðar fyrir þetta verkefni. Um þetta er gerður Viðauki I fyrir 2015. Fjárfestingu að fjárhæð 10.000 þús. kr. verði mætt með lækkun á handbæru fé og eignasölu.Samþykkt samhljóða

9.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 3

1505021

Fundargerð 110515
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.9.1 Töðugjöld

Tillaga er um að setja 1. milljón kr. í Töðugjöldin í ár og síðan verði reynt á næsta ári að upphefja þau til fyrri dýrðar.Samþykkt samhljóða9.2 Hátíðarhöld á 17. júní

Tillaga um að hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn verði með hefðbundnu sniði í ár en upphæð sem áætluð er til hátíðarhalda hækki úr 400 þkr í 600 þkr.Jafnframt verði kannað hvort áhugi sé fyrir að breyta sniði hátíðahaldanna með eftirfarandi hætti: Leitað verði til kvenfélaga og ungmennafélaga á Hellu, Laugalandi og Þykkvabæ um að sjá um hátíðarhöldin á 3ja ára fresti. Framlag sveitarfélagsins fari svo á þann stað sem hátíðarhöldin eru hverju sinni.

Sveitarstjóra verði falið að hafa samband við félögin og kanna hljómgrunn fyrir tillögunni.Samþykkt samhljóða9.3 Kynningar- og markaðsmál

Tillaga um að ráða markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir sveitarfélagið frá og með 1. september n.k. Sveitarfélagið leggi fram a.m.k. 50% kostnaðar en jafnframt verði leitað eftir þátttöku fyrirtækja í sveitarfélaginu í verkefninu. Sveitarstjóra falið að undirbúa málið í samvinnu við Atvinnu- og menningarmálanefnd og leggja fram útfærða tillögu á næsta sveitarstjórnarfundi.Samþykkt samhljóða

10.Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga - 142

1504044

Fundargerð 20042015
Lagt fram til kynningar

11.Aðalfundur Vatnsveitu Ry og Á bs 2014

1505014

Ársreikningur
Lagt fram til kynningar

13.Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs 2014

14.Vorfundur um málefni fatlaðra

1504037

Fundargerð 30042015
Lagt fram til kynningar

15.HES - stjórnarfundur 164

1505016

Fundargerð 30042015
Lagt fram til kynningar

16.Stjórnarfundur SSKS

1505017

Fundargerð 16042015
Lagt fram til kynningar

17.Oddastefna 2015

1505020

Fundarboð vegna ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti 28 maí 2015
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?