14. fundur 10. júní 2015 kl. 16:50 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til breytingu á dagskrá. Að við bætist liður 3. Fundargerð samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps. Aðrir liðir færast niður. Samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Kosningar í embætti sveitarstjórnar

1506015

Kosning oddvita, varaoddvita, fulltrúa í byggðarráð, formanns og varaformanns byggðarráðs, formanns íþrótta- og tómstundanefndar.
1.1. Kosning oddvita

Tillaga er um að kjósa Þorgils Torfa Jónsson sem oddvita 2015-2018



Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá (YKJ,MHG,SO)





1.2 Kosning varaoddvita

Tillaga er um að kjósa Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttir sem varaoddvita 2015-2018



Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá (YKJ,MHG,SO)





1.3 Kosning byggðarráðs

Tillaga um að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn skipi byggðarráð 2015-2018



Aðalmenn:

Haraldur Eiríksson

Sólrún Helga Guðmundsdóttir

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir



Varamenn:

Þorgils Torfi Jónsson

Ágúst Sigurðsson

Sigdís Oddsdóttir



Samþykkt samhljóða





1.4 Kosning formanns byggðarráðs

Tillaga um að kjósa Harald Eiríksson sem formann byggðarráðs 2015-2018



Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá (YKJ,MHG,SO)





1.5 Kosning varaformanns byggðarráðs

Tillaga um að kjósa Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur sem varaformann byggðarráðs 2015-2018



Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá (YKJ,MHG,SO)





1.6 Kosning formanns Íþrótta- og tómstundanefndar

Tillaga um að kjósa Sindra Snæ Bjarnason sem formann Íþrótta- og tómstundanefndar í stað Yngva Karls Jónssonar sem hefur sagt sig frá formennsku og setu í nefndinni vegna anna. Jafnframt er tillaga um að kjósa Jóhönnu Hlöðversdóttur til setu í nefndinni í stað Yngva Karls Jónssonar.



Samþykkt samhljóða

2.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Tillaga að auglýsingu og samstarf við Ásahrepp
2.1 Auglýsing vegna lagningar ljósleiðara



Fyrir liggur tillaga að auglýsingu þar sem beint er auglýst eftir því hvort einhverjir hyggist fara í fjárfestingar í ljósleiðara á næstu þremur árum í Rangárþingi ytra. Lagt er til að tillagan verði samþykkt og birt sem fyrst á landsvísu í samræmi við leiðbeiningar stjórnvalda þar um.



Samþykkt samhljóða





2.2 Samstarf við Ásahrepp í fjarskiptamálum



Vísað er til liðar 3 varðandi afgreiðslu málsins.

3.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

1506002

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest



3.1 Endurskoðun samstarfssamninga sveitarfélaganna.

Daníel Gunnarsson (DG) ráðgjafi og verkefnastjóri í áfanga II sat fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir þá vinnu sem hann hefur unnið fram að þessu og kynnti nokkra minnispunkta sína. Hann hefur fyrst og fremst hugað að samstarfi í fræðslumálunum fram til þessa en einnig unnið í málefnum Hjúkrunarheimilisins Lundar.



DG greindi frá því að hann hafi rætt við skólastjórnendur og sveitarstjórnarfólk um þá möguleika sem bent er á í Áfangaskýrslu I, bæði um leiðandi sveitarfélag og mismunandi útfærslur á byggðasamlagi. Fram kom í máli DG að leiðandi sveitarfélag þykir almennt ekki kostur. Ljóst er að hugmyndin um eitt byggðasamlag um fræðslu-, íþrótta- og menningarstarf gengur lengst hugmynda um slíkt rekstrarform. Tillaga DG á fundinum var að það form yrði greint ítarlega og áhersla lögð á að fá fram þau tækifæri og hindranir sem gætu fylgt slíkri leið.



Tillagan borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum (YKJ og MHG sátu hjá)





Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu samráðsnefndar





3.2 Samvinna um fjarskiptamál

Guðmundur Daníelsson ráðgjafi sveitarfélaganna beggja í ljósleiðaramálum sat fundinn undir þessum lið. GD skýrði út þá samlegðarmöguleika sem felast í samstarfi sveitarfélaganna í þessum málum.



Fyrir liggja útfærðar tillögur í 8 liðum um samstarf til framtíðar milli Rangárþings ytra og Ásahrepps þar sem leitað er hagkvæmustu lausna við bætt fjarskipti í sveitarfélögunum báðum. Tillaga um að sveitarfélögin gangi til samninga um slíka útfærslu og sveitarstjórum falið að ganga frá slíku samkomulagi í samráði við ráðgjafa og lögfræðinga sveitarfélaganna.



Samþykkt samhljóða



Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu samráðsnefndar

4.Sorphirðumál í sveitarfélaginu

1503031

Endurskoðun á sorphirðumálum gagnvart sumarhúsaeigendum - tveir minni gámavellir
Fyrir liggur tillaga að úrbótum í sorpmálum í Rangárþingi ytra. Settir verða upp afgirtir og vaktaðir gámavellir á Hellu og Landvegamótum. Gámavellirnir verða afgirtir með gönguhliði sem verður alltaf opið og vaktaðir með myndavélum. Þar verða gámar fyrir heimilissorp sem eru fyrst og fremst hugsaðir til að þjónusta sumarhúsaeigendur. Einnig verða gámar fyrir endurvinnanlegan úrgang t.d. pappír, plast og fleira sem nýtist bæði sumarhúsaeigendum og íbúum sem vilja flokka meira.

Ekki verður tekið við öðrum úrgangi á þessum gámavöllum og þeim sem þurfa að losa sig við úrgang í meira magni verður áfram vísað á Strönd. Ekki er fyrirhugað að opna fleiri gámavelli að sinni. Áfram verða þó settir gámar fyrir grófari úrgang í hreinsunarátökum vor og haust á gámasvæði á Hellu, í Þykkvabæ, við Landvegamót, á Rangárvöllum við Þingskálaafleggjara og við Bakkabæi. Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður 4.8 m. á ársgrundvelli. Frekari greining mun liggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs um hvort hægt er að mæta kostnaði með hagræðingu innan málaflokksins eða hvort gera þurfi sérstakan viðauka vegna þess.



Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (YKJ,MHG, SO)



Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa máls og harma að ekki sé vilji til að opna gámavöll í Þykkvabæ þar sem nú er verið að leggja til útgjaldaraukningu og bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins í sorphirðumálum.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

5.Erindi frá Á-lista 10062015

1506017

Móttaka nýrra íbúa í Rangárþingi ytra
Fulltrúar Á-lista leggja til að gerð verði móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra og útbúið kynningarefni m.a. um hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða, bæði í þjónustu sem og félagsstarfi.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir



Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að hrinda þessu í framkvæmd.

6.Friðland að fjallabaki - stofnun starfshóps

1506012

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um málefni Friðlands að fjallabaki. Hugmyndin er að taka til endurskoðunar mörk svæðisins og friðlýsingarskilmála.
Tillaga um að tilnefna Þorgils Torfa Jónsson í starfshópinn



Samþykkt samhljóða

7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 11

1505010

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti staðfest



7.1 Kosningaréttur kvenna í 100 ár - 19 júní



Byggðarráð tekur heilshugar undir að ástæða er til að minnast þessara merku tímamóta með viðeigandi hætti. Af þessu tilefni verði öllu starfsfólki sveitarfélagsins, sem þess óska, gert mögulegt að taka frí frá vinnu frá hádegi þann 19 júní n.k.



Samþykkt samhljóða



Staðfest með 6 atkvæðum, einn situr hjá (SO)

8.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6

1505013

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

9.7.fundur Umhverfisnefndar

1506014

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

10.Félagsmálanefnd 26 fundur

1506020

Fundargerð frá 01062015
10.1 Reglur um félagslega liðveislu



Sveitarstjórn staðfestir reglurnar





10.2 Reglur um vinnu starfsmanna félagsmálanefndar



Sveitarstjórn staðfestir reglurnar

11.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 82

1505014

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

12.Fundargerð 828.fundar

1506008

Lagt fram til kynningar

13.Fundur 16 Félags- og skólaþjónusta

1506018

Fundargerð 04062015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

14.Lundur stjórnarfundur 11

15.SASS - 495 stjórn

1506023

Fundargerð frá 05062015
Lagt fram til kynningar

16.Leiðtogaskóli og ungmennavika NSU

17.Háskólafélag Suðurlands - Ársreikningur 2014

Fundargerð lesin yfir og samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?