31. fundur 14. ágúst 2024 kl. 08:15 - 09:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndu bætast við eitt mál, liður 7, Stækkun skólasvæðis Hellu 2. áfangi.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2401007

Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Milliþinganefndir SASS

2407024

Lagt fram erindi frá SASS þar sem sveitarstjórnarfólk er hvatt til að skrá sig í milliþinganefndir SASS sem starfa til undirbúnings fyrir ársþing SASS þann 31. október n.k.

Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um samning. Tónsmiðja Suðurlands

2408008

Lagt fram erindi frá Tónkjallarunum ehf sem rekur Tónsmiðju Suðurlands um beiðni um samning við Rangárþing ytra um tónlistarnám upp á 2-3 nemendagildi.

Lagt til að fela sveitarstjóra að kalla eftir betri kostnaðargreiningu og fyrirkomulags kennslu og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.

Samþykkt samhljóða.

4.Tillaga D-lista um nýbúaráð í sveitarfélaginu

2408012

Fulltrúar D-lista leggja til að komið verði á fót nýbúaráði Rangárþings ytra að fyrirmynd sambærilegs ráðs í Mýrdalshreppi og víðar. Ráðið verði enskumælandi og skipað einungis nýbúum af erlendum uppruna. Ráðið hafi það markmið að vinna að málefnum nýbúa. Byggðarráði verði falið að vinna að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins til samræmis við tillöguna og að gerð erindisbréfs og leggja tillögur þar að lútandi fyrir sveitarstjórn. Miðað verði við að ráðið taki til starfa 1. janúar 2025.

Bókun:
Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála hefur verið að safna saman upplýsingum um hvernig sveitarfélög hafa verið að nálgast lausnir til að sinna þessum málum með það að markmiði að leggja fram tillögur á næstu vikum um þá valkosti um fyrirkomulag sem gæti best nýst sveitarfélaginu.

Lagt til að tillögunni verði vísað til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar til umfjöllunar.

IPG og JGV tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

5.Fyrirspurnir fulltrúa D-lista

2408013

Lagðar fram fjórar fyrirspurnir frá fulltrúum D-lista.
1. Hvernig var staðið að vali á hönnuði á nýjum íþróttavelli á Hellu? Hver er heildarkostnaður við hönnun og liggur fyrir kostnaðarmat á framkvæmdinni í heild?

Svar:
Til upplýsinga þá eru tveir hönnuðir í vinnu út af nýjum íþróttavelli á Hellu. Annars vegar er það Hermann Ólafsson landslagsarkitekt hjá Landhönnun ehf. og hins vegar Verkfræðistofan VSÓ.
Vegna vinnu við kaup og síðar eignarnámsferil á 13 ha. spildu úr landi Helluvaðs, vegna stækkunar íþróttasvæðis á Hellu, var Landhönnun fengin til ráðgjafar við að vinna að afmörkun lands og deiliskipulagstillögu til að sýna fram á almannahagsmuni vegna eignarnámskröfunnar sem er nú í ferli, en Landhönnun hefur mikla reynslu af slíkum verkum og stjórnendur sveitarfélagins töldu það góðan valkost fyrir verkefnið.
Í framhaldinu var Landhönnun fengin til að halda áfram við hönnun gervigrasvallarins því það væri bæði samlegð í þessum verkefnum og Landhönnun hefur líka reynslu að koma að slíkri hönnun. Einnig rúmast kostnaður vegna þessarar vinnu innan innkaupareglna sveitarfélagsins.
Varðandi jarðvegshönnun þá var gerð verðkönnun hjá þremur verkfræðistofum og bauð VSÓ lægst og var samið við þá.
Hönnun gervigrasvallarins stendur nú í um 3,5 millj. og þar af er Landhönnun með 2 millj. og VSÓ 1,5 millj., en gera má ráð fyrir að kostnaður við hönnun sé um 6% af heildarkostnaði skv. reynslu sambærilegra verkefna. Hönnunarvinnu er ekki lokið en gera má ráð fyrir að heildar hönnunarkostnaður verði um 10 millj., sem er talsvert undir því sem þekkist í slíkum verkefnum. Einnig er gert ráð fyrir í sambærilegum verkefnum að verkeftirlit sé um 4 % af heildarkostnaði. Í þessu verkefni munu starfsmenn sveitarfélagsins sinna verkeftirliti svo ætla má að sá útgjaldaliður verði hagkvæmur.
Í fjárfestingaráætlun sem samþykkt var haustið 2021 var gert ráð fyrir 350 millj. vegna skóla og leiksvæðis og færslu íþróttavallarins. Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs hefur gert kostnaðaráætlun fyrir gervigrasvöllinn og frjálsíþróttasvæðið sem er um 280 millj kr. Þegar hefur verið boðin út jarðvinna vegna fergingar vallarins. Tvö tilboð bárust, það lægra kom frá Þjótanda og hljóðaði upp á rúmar 61 millj. sem var innan kostnaðaráætlunar. Í fjárhagsáætlun voru ætlaðar 240 millj. á árinu 2024 til uppbyggingar á íþróttasvæðinu á Hellu, 150 millj. á árinu 2025 og 50 millj. á árinu 2026, en inn í þeim tölum er þó einnig gert ráð fyrir fjármagni til kaupa á landi Helluvaðs.

MHG, IPG og EÞI tóku til máls.

Tekið stutt fundarhlé.

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista þakka fyrir veitt svör um hönnun og hönnunarkostnað við nýtt íþróttasvæði á Hellu. Fulltrúar D-lista hefðu viljað vera betur upplýstir varðandi val á hönnuði á þeim tíma sem ákvarðanir voru teknar án þess að vinna við hönnun sé gagnrýnd sérstaklega. Mikil samkeppni er á þessum markaði og eðlilegt hefði verið að ráðast í verðkönnun eða leita tilboða í verkið í anda vandaðrar stjórnsýslu og sýnileika fjármuna (IPG, EÞI, BG).

2. Á fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 var samþykkt að ráðast í þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra í sveitarfélaginu með það að markmiði að tryggja til framtíðar viðunandi húsnæði fyrir þá íbúa sveitarfélagsins. Nú hefur verið ákveðið að byggja slíkt úrræði í Hvolsvelli. Mikilvægt er að þarfagreining sem þessi liggi fyrir sem fyrst svo hægt sé að horfa til framtíðar í þessum málum í sveitarfélaginu og vinna að uppbyggingu slíks úrræðis. Hvað líður vinnu við þarfagreininguna? Hvenær má vænta að hún liggi fyrir?

Svar:
Á 61. stjórnarfundi Bergrisans bs. þann 12. júlí 2023 ákvað stjórn Bergrisans að unnin yrði uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk á starfssvæði Bergrisans, þar sem unnið yrði heildstætt mat á þörf fyrir mismunandi húsnæði og lagt til forgangsröðunar uppbyggingar með það að markmiði að fatlað fólk hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Stofnaður yrði starfshópur sem skipaður yrði kjörnum fulltrúum frá þjónustusvæðum Bergrisans auk fagaðilum og verkefnastjóra Bergrisans. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir var skipuð í starfshópinn fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Gert var ráð fyrir að fyrsti fundur starfshópsins yrði í desember 2023 en skv. upplýsingum verkefnastjóra Bergrisans bs. þá hefur það tafist m.a. vegna þess að ráðning nýs starfsmanns Bergrisans tafðist. Fulltrúi sveitarfélagsins hefur ítrekað verið að ýta á eftir boðun fundar með starfshópnum og sem ætti að verða núna í haust skv. nýjustu upplýsingum frá verkefnastjóra Bergrisans bs.

MHG, IPG og EÞI tóku til máls.

3. Hvað líður gerð mótttökuáætlunar fyrir nýbúa sem unnið hefur verið að nú í 23 mánuði? Hvenær má búast við að áætlunin verði klár til afgreiðslu í sveitarstjórn og hvað skýrir að það hafi tekið svo langan tíma að vinna að gerð áætlunarinnar?

Svar:
Drög að móttökuáætlun liggja fyrir og gögnin voru kynnt fyrir markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd þann 6. mars síðastliðinn. Áætlunin er enn í vinnslu og verkefnastjóri íþrótta- og fjölmenningarmála, sem hóf störf í apríl s.l., er að vinna í áætluninni, hugmyndum og útfærslum. Gert er ráð fyrir að kynna uppfærð gögn og tillögur fyrir markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd á næstu vikum og að sveitarstjórn taki málið í kjölfarið til frekari úrvinnslu og afgreiðslu. Skýring á töfum á afgreiðslu málsins skýrist fyrst og fremst af mannabreytingum í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

JGV tók til máls.

4. Í 27. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins sem finna má á heimasíðu Rangárþings ytra segir að byggðarráð skuli kosið árlega. Það var síðast kosið í júní 2022. Hvenær stendur til að kjósa að nýju í byggðarráð skv. samþykktum?

Svar:
Það er rétt að það hefur farist fyrir að endurskipa í byggðarráð og verður það gert á þessum sveitarstjórnarfundi. Fulltrúum D-lista er þakkað fyrir ábendinguna.

IPG tók til máls.

6.Kosning í byggðarráð

2408016

Tillaga er um að skipan byggðarráðs verði óbreytt fyrir árið 2024-2025.

Samþykkt samhljóða.

7.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöður verðkannana í efni og vinnu við þakfrágang og ísetningu glugga og utanhúss klæðningu.

Lagt er til að semja við lægstbjóðendur sem eru, Hamraborg ehf vegna þakfrágangs að fjárhæð kr. 87.443.500 og One Stop Shop North/Samhliða ehf vegna ísetningu glugga og utanhúss klæðningu að fjárhæð kr. 83.677.089 en bæði tilboð voru um 83% af kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að undirita samninga við viðkomandi aðila.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

8.Rangárbakki 6. Fjárhúsið. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2408005

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Pramond Adhikari fyrir hönd Kathmandu ehf, kt. 441116-1790 um rekstrarleyfi til reksturs veitinga í flokki III vegna Fjárhússins á Hellu, fastanr. 227-2786 að Rangárbakka 6 á Hellu.

Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Kathmandu ehf fyrir veitinga í flokki III að Rangárbakka 6, Hellu.

Samþykkt samhljóða.

9.Lunansholt 2C. Landskipti ný lóð Lunansholt 2D

2408010

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr lóð sinni Lunansholti 2C, L223546, tveimur spildum, 4,1 ha og 2,05 ha. Spildurnar verði á sama landeignanúmeri. Útskipta lóðin fengi heitið Lunansholt 2D og landeignanúmerið Lxxxxxx. Lóðin Lunansholt 2C, héldi upprunalandeignanúmeri sínu og yrði 2,05 ha að stærð eftir skiptin skv. merkjalýsingu frá Kristni H. Sveinssyni dags. 20.6.2024.

Lagt til að samþykkja áformuð landskipti og gera ekki athugasemdir við fyrirhugað heiti á útskiptri lóð.

Samþykkt samhljóða.

10.Byggðarráð Rangárþings ytra - 27

2405011F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.

11.Byggðarráð Rangárþings ytra - 28

2406007F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.

12.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 8

2407006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 8 Sex umsóknir bárust um seinni úthlutun Menningarsjóðs Rangárþings ytra 2024.
    Nefndin fór yfir umsóknirnar og hefur valið styrkþega. Nefndin mun senda umsækjendum svar þegar sveitarstjórn hefur fjallað um málið til staðfestingar 14. ágúst 2024.
    Í kjölfarið verður tilkynnt opinberlega um styrkþega og styrkir verða svo afhentir formlega á Töðugjöldunum 17. ágúst 2024.

    Þrjár umsóknanna falla undir verksvið heilsu-, íþrótta og tómstundanefndar og nefnd um heilsueflandi samfélag. Þessum umsóknum er vísað til afgreiðslu viðkomandi nefnda með hvatningu um að taka þau til umræðu og að stutt verði við málefnin.

    Einni umsókn er vísað áfram til frekari úrvinnslu í tengslum við skiltamál í sveitarfélaginu. Nefndin mun hafa samband við umsóknaraðila um næstu skref.

    Tveir nefndarmeðlimir, Berglind Kristinsdóttir og Sigríður Arndís Þórðardóttir, véku af fundi við afgreiðslu umsóknanna vegna hagsmunatengsla við umsækjendur.

    Aðrar umsóknir teknar til afgreiðslu og ákvörðun tekin sem verður send sveitarstjórn til afgreiðslu. Ekki verður tilkynnt opinberlega um úthlutun fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir.

    Í ljósi mikillar fjölgunar styrkumsókna á þessu ári óskar nefndin eftir því að upphæð til úthlutunar verði að minnsta kosti tvöfölduð í næstu fjárhagsáætlun.

    Styrkurinn verður afhentur formlega á Töðugjöldunum, 17. ágúst næstkomandi.


    Bókun fundar Oddviti fór yfir ósk um tilfærslu fjármuna milli liða sem hefur verið afgreidd. Lagt til að beiðnum um aukið fjármagn í Menningarsjóð Rangárþings ytra á næsta ári verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    JGV tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

13.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28

2407001F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að sett verði hraðahindrun í götuna og leggur til að forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar verði falin nánari útfærsla á henni. Nefndin óskar eftir að tillaga liggi fyrir á næsta fundi í september. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Sveitarstjórn lýsir ánægju með að framkvæmdir séu að hefjast eftir langvarandi baráttu fyrir uppbyggingu Hagabrautar.

    IPG tók til máls.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um jarðtæknirannsóknir og uppbyggingu brúar yfir Ytri-Rangá við Fossabrekkur. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar lagfæringar á tillögunni leiði ekki til þess að Skipulagsstofnun þurfi að endurafgreiða afstöðu sína til auglýsingar, en stofnunin hefur þegar samþykkt tillöguna til auglýsingar.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin leggur fram samantekt af athugasemdum og viðbrögðum við þeim og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda í uppfærðri tillögu. Varðandi athugasemdir frá landeigendum handan Rangár og Fuglavernd telur nefndin að tekið hafið verið á þeim athugasemdum við gerð tilheyrandi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi frá árinu 2020. Núverandi tillaga sé því í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar milli byggingarreits og vegar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin leggur fram samantekt af athugasemdum og viðbrögðum við þeim og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en áskilur sér rétt til nánara samráðs um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

14.Byggðarráð - vinnufundur - 21

2407007F

Lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerð 73. stjórnarfundar.
Lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2024 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

2404126

Fundargerð 83. stjórnarfundar.
Lögð fram til kynningar.

IPG og JGV tóku til máls.

17.Fundargerð samráðsfundar með Vegagerðinni

2408001

Fundargerð samráðsfundar frá 15. apríl s.l.
Lögð fram til kynningar.

18.Skoteldasýning á Töðugjöldum 2024

2405050

Lagt fram til kynningar.

19.Þjórsárdalsverkefni fyrir Bláa lónið

2407022

Lagt fram til kynningar.

20.Myndataka við Heklu-Rauðuskál-Landmannalaugar

21.Umsókn um tækifærisleyfi - íþrh Hellu - Raddir úr Rangárþingi

22.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi dansleikur á Töðugjöldum

2407045

Lagt fram til kynningar.

23.Kynningarfundur EBÍ

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?