16. fundur 09. september 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti til að við bættist liður 22 og 28 Fundargerð fræðslunefndar og Trúnaðarmál 27082015. Það var samþykkt samhljóða. Í upphafi fundar fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Aðalskipulag Rangárþings ytra

1503040

Endurskoðun á gildandi skipulagi
Lagt er til að aðalskipulag Rangárþings ytra verði tekið til endurskoðunar. Skipulagsfulltrúa í samvinnu við skipulagsnefnd verði falið að undirbúa málið og vinna tíma- og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða

2.Skipulag í Landmannalaugum - skipan vinnuhóps

1509026

Tillaga liggur fyrir um að skipa eftirtalin í vinnuhóp um framtíðarskipulag í Landmannalaugum:



Þorgils Torfi Jónsson, Steindór Tómasson, Kristinn Guðnason, Stefán Thors tilnefndur af Forsætisráðuneytinu, Anna G. Sverrisdóttir tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, Ólafur Örn Haraldsson frá Ferðafélagi Íslands og Ólafur A. Jónsson tilnefndur af Umhverfisstofnun. Þorgils Torfa Jónssyni verði falið að kalla hópinn saman.



Samþykkt samhljóða

3.Markaðs- og kynningarmál

1505023

Ráðning markaðs- og kynningarfulltrúa
Fyrir liggur niðurstaða vegna ráðningar markaðs- og kynningarfulltrúa í Rangárþingi ytra. Lagt er til að Eiríkur Vilhelm Sigurðsson verði ráðinn í starfið og sveitarstjóra verði falið að ganga frá ráðningunni.



Samþykkt samhljóða

4.Miðvangur á Hellu, Umsókn um lóð

1508031

Tillaga um að úthluta Straumhvarfi hf lóðinni að Miðvangi 5 á Hellu.



Samþykkt samhljóða

5.Umsókn um lóð sunnan Suðurlandsvegar

1507018

Tillaga um að úthluta Eignarhaldsfélaginu RSS ehf lóð sunnan Suðurlandsvegar og austan Gaddstaðavegar með fyrirvara um endurskoðun deiliskipulags sem er í vinnslu.



Samþykkt samhljóða

6.Gaddstaðaflatir, umsókn um lóð undir hesthús

1508036

Tillaga um að úthluta Kristjóni Kristjánssyni lóð undir hesthús á Gaddstaðaflötum við fyrstu götu í nýju hesthúsahverfi nr. 4-6.



Samþykkt samhljóða

7.Akstur í dagvistun - Lundur

1508046

Erindi frá Lundi
Tillaga um að fela sveitarstjóra að vinna að framtíðarlausn í samráði við forstöðumann á Lundi og Félagsþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.



Samþykkt samhljóða

8.Erindi frá Á-lista 07092015

1509016

Umræður um stjórnsýsluleg vinnubrögð nefnda og stjórna
Tillaga Á-lista



Fulltrúar Á-lista leggja til að sveitarstjóri undirbúi námskeið um boðun funda og ritun fundargerða fyrir formenn nefnda og stjórna sem eru á vegum sveitarfélagsins.





Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir





Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna að málinu

9.Að sunnan - framhald

1509022

N4 áætlar að gera fleiri þætti "Að sunnan"
Þættirnir eru góð kynning á svæðinu og Rangárþing ytra samþykkir að vera með og styrkja gerð nýrrar þáttaraðar ásamt með öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi. Kostnaður sveitarfélagsins er 250.000 kr. og bókast á lið 2153 (kynningarmál).



Samþykkt samhljóða

10.Erindi frá Þjónusturáði Suðurlands

1509024

Úttekt á aðgengi
Tillaga er um að taka þátt í úttekt á aðgengi fatlaðra í helstu byggingum sveitarfélagsins eins og frekast er kostur miðað við þann stutta tíma sem gefinn er og þá upphæð sem úr er að spila á þessu ári til verksins.



Samþykkt samhljóða

11.Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk

1507015

Erindi frá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra þar sem fram komi álit sveitarfélagsins á því hvort endurskoða skuli matsskýrslu frá 2003 að hluta til eða í heild sinni. Umsögninni ber að skila til stofnunarinnar fyrir 21 september n.k.



Tillaga er um að fela sveitarstjóra að móta umsögn í samráði við oddvita og oddvita Á-lista og senda til skipulagsstofnunar fyrir tilskilinn frest.



Samþykkt samhljóða

12.Umsögn til Sýslumanns um endurnýjun rekstrarleyfis - Árhús

1508014

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis til Árhúsa.



Samþykkt samhljóða

13.Sælukot 2, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1509012

Umsögn vegna beiðni um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í sumarhúsi á lóðinni Sælukot 2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis í Sælukoti 2.



Samþykkt samhljóða

14.Sælukot 3, (Sörlatunga), beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

1509013

Umsögn um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í sumarhúsi á lóðinni Sælukot 3
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis í Sælukoti 3.



Samþykkt samhljóða

15.Byggðarráð Rangárþings ytra - 13

1508001

Fundargerðin lögð fram til kynningar

16.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85

1508006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur eftir nánari skoðun að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur eftir nánari skoðun að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að hugað hafi verið að öllum þáttum í umhverfisskýrslu tillögunnar sem lúta að ábendingu Skipulagsstofnunar og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að hugað hafi verið að öllum þáttum í umhverfisskýrslu tillögunnar sem lúta að ábendingu Skipulagsstofnunar og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu og leggur til að fallið verði frá frekari kynningu, þar sem hlutaðeigandi landeigendur hafa þegar lýst yfir vilja sínum til breytinga á landnotkun. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu og leggur til að fallið verði frá frekari kynningu, þar sem hlutaðeigandi landeigendur hafa þegar lýst yfir vilja sínum til breytinga á landnotkun. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að reynt hafi verið til þrautar að leita eftir samkomulagi landeigenda á svæðinu um aðkomur að spildum innan þess. Nefndin telur að í ljósi þess að landskipti voru ágreiningslaus á milli sömu aðila, og enginn ágreiningur um aðkomur að útskiptum spildum við gerð landskiptanna, skuli tillagan samþykkt. Skipulagsnefnd telur jafnframt að ekki sé þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að reynt hafi verið til þrautar að leita eftir samkomulagi landeigenda á svæðinu um aðkomur að spildum innan þess. Nefndin telur að í ljósi þess að landskipti voru ágreiningslaus á milli sömu aðila, og enginn ágreiningur um aðkomur að útskiptum spildum við gerð landskiptanna, skuli tillagan samþykkt. Skipulagsnefnd telur jafnframt að ekki sé þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlits og texti í greinargerð á uppdrætti lagfærður með tilliti til þess. Nefndin telur einnig að búið sé að skýra betur hugtök og skilgreiningu í texta greinargerðar. Til áréttingar vill nefndin taka fram að ekki eru uppi áform um vegagerð á svæðinu í náinni framtíð. Gert verði ráð fyrir núverandi vegum til uppbyggingar 1. áfanga þessa deiliskipulags en frekari vegagerð verði tekin til umfjöllunar við endurskoðun aðalskipulags Rangárings ytra. Áformaður vegur á uppdrætti er ekki forsenda uppbyggingar á svæðinu. Leitað var umsagnar Minjastofnunar eins og annarra og beiðni þess efnis send 12. júní sl. Vegna sumarleyfa barst umsögn Minjastofnunar ekki fyrr en eftir tilkynningu til Skipulagsstofnunar. Umsögnin liggur því fyrir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
    Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki ákvörðun um götuheiti innan svæðisins. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlits og texti í greinargerð á uppdrætti lagfærður með tilliti til þess. Nefndin telur einnig að búið sé að skýra betur hugtök og skilgreiningu í texta greinargerðar. Til áréttingar vill nefndin taka fram að ekki eru uppi áform um vegagerð á svæðinu í náinni framtíð. Gert verði ráð fyrir núverandi vegum til uppbyggingar 1. áfanga þessa deiliskipulags en frekari vegagerð verði tekin til umfjöllunar við endurskoðun aðalskipulags Rangárings ytra. Áformaður vegur á uppdrætti er ekki forsenda uppbyggingar á svæðinu. Leitað var umsagnar Minjastofnunar eins og annarra og beiðni þess efnis send 12. júní sl. Vegna sumarleyfa barst umsögn Minjastofnunar ekki fyrr en eftir tilkynningu til Skipulagsstofnunar. Umsögnin liggur því fyrir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
    Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki ákvörðun um götuheiti innan svæðisins. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar

    Fyrir liggur tillaga um götuheiti sem vísar til heimsþekktra stóðhesta og hryssna úr héraðinu sem gert hafa garðinn frægan á Gaddstaðaflötum á Hellu. Jafnframt verði notuð endingin -vellir sem vísar til þess að svæðið er á Rangárvöllum. Götuheitin verði Orra-vellir, Sælu-vellir, Óms-vellir og Vigdísar-vellir.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd hafnar erindinu og telur að ósk um breytingu á gildandi deiliskipulagi þurfi að koma frá félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu í heild sinni, þar sem um íþyngjandi breytingu á svæðinu er að ræða. Bókun fundar Skipulagsnefnd hafnar erindinu og telur að ósk um breytingu á gildandi deiliskipulagi þurfi að koma frá félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu í heild sinni, þar sem um íþyngjandi breytingu á svæðinu er að ræða.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 85 Skipulagsnefnd telur að fara skuli eftir númeringu fyrri gagna og felur skipulagsfulltrúa að gera nauðsynlegar breytingar á númeringu nýstofnaðrar lóðar við Langöldu. Langalda 11 verði því Langalda 18 skv. fyrri gögnum. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að fara skuli eftir númeringu fyrri gagna og felur skipulagsfulltrúa að gera nauðsynlegar breytingar á númeringu nýstofnaðrar lóðar við Langöldu. Langalda 11 verði því Langalda 18 skv. fyrri gögnum.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar

17.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5

1508010

Fundargerðin lögð fram til kynningar





Bókun Á-lista varðandi lið 2.3:



Fulltrúar Á-lista mótmæla að ekki er gert ráð fyrir fulltrúa minnihluta í stjórn nýs byggðarsamlags um fræðslumál. Ennfremur bendum við á nauðsyn þess að kynna framkomna hugmynd um eitt sameiginlegt byggðarsamlag Ásahrepps og Rangárþings ytra um skólamál fyrir íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins áður en lengra er haldið með vinnu við samþykktir þess.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir





Bókun D-lista



Rétt er að benda á að fyrir liggur í fundargerð viðræðunefndar undir lið 18.1 á þessum fundi tillaga að áætlun um kynningu og næstu skref í málinu. Jafnframt er rétt að benda á að útfærsla varðandi stjórn byggðasamlagsins sem og önnur atriði eru í vinnudrögum verkefnisstjóra og því rétt að beina þessari eðlilegu athugasemd til þeirrar vinnu.



Þorgils Torfi Jónsson

Haraldur Eiríksson

Anna María Kristjánsdóttir

Ágúst Sigurðsson





18.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 17

1509002

Vísað er til umfjöllunar um einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti til kynningar

19.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 15

1508009

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar



19.1 Aðalfundur Suðurlandsvegar 1-3 ehf

Tillaga um að óska eftir því við stjórn S1-3 ehf að færa aðalfundinn til þar sem fulltrúar sveitarfélagsins eiga mjög erfitt með að mæta til fundar á þessum degi. Sveitarstjóra falið að óska eftir þessu.



Samþykkt samhljóða

20.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 16

1509001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar

21.Lundur stjórnarfundur 14

1509019

Fundargerð frá 03092015
Visað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar



21.1 Fjármál vegna viðbyggingar

Fyrir liggur að Lundur þarf að brúa bil upp á 60 m. króna þar til framlag frá framkvæmdasjóði aldraðra kemur í janúar 2016. Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur þurfa að ábyrgjast slíkt brúarlán fyrir Lund.



Tillaga er um að Rangárþing ytra tryggi með sjálfskuldarábyrgð reikningslán, 60 m. kr., sem Lundi yrði veitt í viðskiptabanka Lundar, Arion banka. Ábyrgðin gildi þar til framlag úr framkvæmdasjóði aldraðra berst í janúar 2016 og er með fyrirvara um að Ásahreppur samþykki samskonar fyrirgreiðslu.



Samþykkt samhljóða

22.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7

1508005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðina að öðru leyti staðfest
  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Fræðslunefnd leggur til að Skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellsýslu verði falið að leysa þá þörf sem er fyrir starfs- og námsráðgjöf í grunnskólunum á svæðinu.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Fræðslunefnd leggur til að Skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellsýslu verði falið að leysa þá þörf sem er fyrir starfs- og námsráðgjöf í grunnskólunum á svæðinu.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með skólastjórum og skólaþjónustunni.

    Samþykkt samhljóða
  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Skólastjórnendur og kennarar telja þetta verkefni afar brýnt og fræðslunefnd mælir með að sveitarfélögin styrki verkefnið.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Skólastjórnendur og kennarar telja þetta verkefni afar brýnt og fræðslunefnd mælir með að sveitarfélögin styrki verkefnið.

    Sveitarstjórn tekur undir með fræðslunefnd um að verkefnið sé þarft. Eðlilegast sé að skólarnir meti sjálfir hvort þeir gerist áskrifendur að slíkum gagnabanka sem þeir síðan greiða fyrir með áskriftargjöldum. Erindi námsefnisbankans um sérstakan styrk frá sveitarfélaginu er því hafnað.

    Samþykkt samhljóða
  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Auður Erla Logadóttir kynnti húsnæðismál Heklukots en þar er mjög erfið vinnuaðstaða vegna þrengsla. Fræðslunefnd leggur til að íbúðin við hlið Heklukots (gamla pósthúsið) verði tekin undir starfið a.m.k. tímabundið enda er hér um að ræða tiltölulega litla framkvæmd.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Tillaga er um að íbúðin við hlið Heklukots (gamla pósthúsið) verði nýtt til að bæta aðstöðu leikskólans Heklukots. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kostnaði við þessa aðgerð á yfirstandandi ári umfram það sem má telja eðlilegt viðhald.

    Samþykkt samhljóða

23.Félagsmálanefnd 27 fundur

1509021

Fundargerð frá 31082015
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar



23.1 Endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð 2015



Sveitarstjórn staðfestir reglurnar





23.2 Endurskoðaðar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis



Sveitarstjórn staðfestir reglurnar

24.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 169

1509017

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

25.Aðafundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2015

26.Skipulagsdagurinn 2015

1509018

Reykjavík 17 september
Lagt fram til kynningar

27.Fjármálaráðstefna 2015

1509020

Samband Íslenskra Sveitarfélaga 24-25 september 2015
Lagt fram til kynningar

28.Trúnaðarmál 27082015

1508051

Málinu vísað til byggðarráðs

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?