17. fundur 14. október 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 4

1510035

Viðauki vegna niðurstöðu um nýtt starfsmat o.fl.
Tillaga að viðauka 4 við samþykkta fjárhagsáætlun Rangárþings ytra. Viðaukinn, að upphæð kr. 26.350 þ., er vegna aukins launakostnaðar stofnana sveitarfélagsins vegna nýtilkomins starfsmats og vegna aukins kostnaðar hjá Eigna- og framkvæmdasviði. Viðaukanum verður mætt með skammtíma fjármögnun.



Samþykkt samhljóða

2.Kauptilboð - Þrúðvangur 36A

1510036

Fyrir liggur kauptilboð í Þrúðvang 36A að upphæð 11 m. króna frá Smiðjunni ehf. Tillaga um að samþykkja kauptilboðið.



Samþykkt samhljóða

3.Kauptilboð landspilda - Austurbæjamýri

1509051

Tilboðsgjafar hafa óskað eftir því að afgreiðslu málsins verði frestað að sinni.

4.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Endurskoðun á aðstöðu Rangárþings ytra í Miðjunni
Tillaga liggur fyrir um að sveitarfélagið endurskoði aðstöðu sína að Suðurlandsvegi 1-3. Óskað er eftir heimild til að ganga til samninga um rými sem liggur að skrifstofu sveitarfélagsins og hefur verið leigt Steinsholti ehf. Jafnframt verði heimilt að afsegja hluta þess rýmis sem sveitarfélagið leigir í vesturenda húsnæðisins. Þá verði skoðaður möguleiki þess að núverandi fundarsalur í kjallara verði nýttur fyrir m.a. félagsmiðstöð og/eða sem aðstaða til fjarnáms o.fl. Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund. Frekari útfærslu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.



Samþykkt samhljóða

5.Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

1510050

Kaup á eignum
Tillaga um að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá Íbúðalánasjóði um málið og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.



Samþykkt samhljóða

6.Umræður og fyrirspurnir um stefnu sveitarstjórnar í skólamálum 14102015

1510047

Frá Á-lista
Umræðupunktar frá Á-lista

1. Hver er ætlaður fjárhagslegur ávinningur RY að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?

2. Hver er ætlaður faglegur ávinningur nemenda Rangárþings ytra að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?

3. Hver er ætlaður félagslegur ávinningur nemenda Rangárþings ytra að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?





Bókun sveitarstjórnar.

Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps hefur staðið yfir síðasta árið þ.m.t. samþykktir fyrir núverandi og ný byggðasamlög og þjónustusamningar. Einn hluti þessarar vinnu er endurskoðun á samstarfi í fræðslumálum. Þar hefur verið unnið með hugmynd um stofnun byggðasamlags um grunn- og leikskóla sveitarfélaganna. Þessi vinna er nú komin mjög langt og viðræðunefnd sveitarfélaganna sem haldið hefur á málinu mun í þessum mánuði kynna tillögur sínar fyrir samráðsnefnd sveitarfélaganna og íbúum. Ætlunin er að halda íbúafundi í lok þessa mánaðar þar sem farið verður yfir tillögurnar og þær kynntar gaumgæfilega á fundunum og að einnig verði öll viðeigandi skjöl birt á heimasíðum sveitarfélaganna. Sveitarstjórn beinir þessum umræðupunktum til viðræðunefndar sveitarfélaganna.

7.Tilnefning fulltrúa á aðalfundi SASS og HES

1509032

Tilnefning 4 fulltrúa á aðalfund SASS og 4 fulltrúa á aðalfund HES auk varamanna
Tillaga um að tilnefna Þorgils Torfa Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Yngva Karl Jónsson og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur á aðalfund SASS; Tillaga um að Anna María Kristjánsdóttir, Haraldur Eiríksson, Sigdís Oddsdóttir og Steindór Tómasson verði varamenn; Tillaga um að að tilnefna Harald Eiríksson, Önnu Maríu Kristjánsdóttur, Yngva Karl Jónsson og Sigdísi Oddsdóttur á aðalfund HES og til vara Þorgils Torfa Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Steindór Tómasson.



Samþykkt samhljóða

8.Ályktun frá Foreldrafélagi Laugalandsskóla

1510049

Um sparkvöll
Borist hefur ályktun frá Foreldrafélagi Laugalandsskóla varðandi nauðsyn þess að skipta um yfirborðsefni í sparkvelli á Laugalandi. Sömu áhyggjur komu fram á aðalfundi foreldrafélags Helluskóla þann 30 september sl. og er þetta vegna gúmíkurls sem notað er í nánast alla gervigrasvelli landsins.



Forstöðumaður Íþróttamannvirkja hefur gert athugun á málinu og ljóst að best er að nota tækifærið þegar yfirborðsefni sparkvallanna er endurnýjað í heild sinni en kostnaður við slíkt er u.þ.b. 5 m. á hvorn völl skv. verðkönnun. Önnur sveitarfélög eru að skoða slíka leið. Tillaga um að vísa málinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.



Samþykkt samhljóða

9.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2016

1506016

Fundadagar og sumarleyfi næsta árs
Lögð fram tillaga um fundaáætlun ársins 2016 til kynningar.

10.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

1510033

Samgöngu- og fjarskiptanefnd, Hálendisnefnd
Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum erindisbréfum fyrir Samgöngu- og fjarskiptanefnd og Hálendisnefnd. Tillaga um að vísa tillögunum til viðkomandi nefnda til umsagnar.



Samþykkt samhljóða

11.Veraldlegar athafnir í Skógarsafni

1509036

Tillaga um að vísa erindinu til Hérðsnefndar Rangárvallasýslu til umfjöllunar og afgreiðslu.



Samþykkt samhljóða

12.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

1509061

Forsætisráðuneyti óskar eftir ábendingum við drög að verkefnalýsingu
Lagt fram til kynningar

13.Ósk um yfirlýsingu

1509063

Páll Ísleifsson Langekru
Lagt fram erindi Páls Ísleifssonar, varðandi umsögn vegna jarðakaupa hans sem ábúanda á jörðinni Langekru á Rangárvöllum, m.v.t. 36 gr. jarðalaga nr. 81/2004.



Yfirlýsing sveitarstjórnar:

Ábúandi er með lögheimili á jörðinni og hefur búið þar með fjölskyldu sinni. Hann hefur stundað þar hefðbundinn búskap um árabil og setið jörðina vel að því er best er vitað og sveitarstjórn mælir með því að hann fái jörðina keypta.



Samþykkt samhljóða

14.Arnarsandur 3, umsagnarbeiðni vegna rektstrarleyfi

1510038

Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða

15.Skeiðvellir, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1510002

Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða

16.Byggðarráð Rangárþings ytra - 14

1509004

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina



Samþykkt samhljóða

17.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86

1509003

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og leggur til að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar þeirra aðila sem tilgreindir eru í lýsingunni. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og leggur til að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar þeirra aðila sem tilgreindir eru í lýsingunni.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Leitað var eftir umsögnum Fiskistofu og Veiðifélags Ytri Rangár og vesturbakka Hólsár vegna deiliskipulagstillögunnar. Veiðifélagið gerði ekki athugasemdir en Fiskistofa kaus að veita ekki umsögn.
    Áréttað er að allar framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif geta haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, eru háðar leyfi Fiskistofu, sbr. 33. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Leitað var eftir umsögnum Fiskistofu og Veiðifélags Ytri Rangár og vesturbakka Hólsár vegna deiliskipulagstillögunnar. Veiðifélagið gerði ekki athugasemdir en Fiskistofa kaus að veita ekki umsögn.
    Áréttað er að allar framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif geta haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, eru háðar leyfi Fiskistofu, sbr. 33. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar en áréttar að þegar frestur til athugasemda vegna deiliskipulagstillögunnar er liðinn mun sveitarstjórn taka tillöguna til umræðu að nýju. Mun þá verða tekin afstaða til athugasemda sem kunna að berast vegna tillögunnar.
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi verk- og kostnaðaráætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Fyrir liggja drög að verk- og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulag fyrir Rangárþing ytra. Sveitarstjóra falið að leita samþykkis og samráðs hjá Skipulagsstofnun sem fjármagnar verkefnið að hluta og beina verkefninu síðan til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

    Samþykkt samhljóða

18.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 171

1510048

Fundargerð frá 091015 og opnun verðkönnunar 021015
Lagt fram til kynningar

19.Fundur 17 Félags- og skólaþjónusta

1510043

Tillögur eru um ráðningu leikskólaráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa
19.1 Leikskólaráðgjafi

Sveitarstjórn Rangárþing ytra samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði laust til umsóknar 100% stöðugildi leikskólaráðgjafa við skólaþjónustudeild Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Öflug og fagleg ráðgjöf er enn mikilvægari í ljósi þess að mikill skortur er á fagmenntuðu starfsfólki í leikskólum á öllu þjónustusvæði skólaþjónustunnar.



Samþykkt samhljóða



19.2 Náms- og starfsráðgjafi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði í stöðu náms- og starfsráðgjafa og að forstöðumanni skólaþjónustudeildar verði falið að sjá um ráðninguna sem og umsýslu við starfið. Skoðað verði hvort ráða megi náms- og starfsráðgjafa í hlutastarf til að byrja með.



Samþykkt samhljóða

20.Lundur stjórnarfundur 15

1510042

Fundargerð frá 28092015
Lagt fram til kynningar

22.SSKS - aðalfundur 2015

1510040

Lagt fram til kynningar

23.242. fundur Sorpstöð suðurlands

1509073

Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

24.Aðalfundur EBÍ 23.09.2015

25.SASS - 498 stjórn

1510037

Fundargerð frá 02102015
Lagt fram til kynningar

26.HES - stjórnarfundur 167

1510039

Fundargerð frá 24092015
Lagt fram til kynningar

27.Orkufundur 2015

1510034

2. Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

28.Svæðisskipulag fyrir Suðurland

1510045

Forathugun að svæðisskipulagsáætlun fyrir Suðurland
Lagt fram til kynningar

29.Vindorkubú við Þykkvabæ

1410031

Mótmæli íbúa við fyrirhuguðum framkvæmdum BioKraft
Lagt fram til kynningar

30.Málefni flóttafólks

1509043

Upplýsingar vegna móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?