38. fundur 08. janúar 2025 kl. 08:15 - 08:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Erindisbréf framkvæmda- og eignanefndar

2412025

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir framkvæmda- og eignanefnd.

Lagt til að samþykkja tillögu að erindisbréfi framkvæmda- og eignanefndar.

Samþykkt samhljóða.

2.Erindisbréf Skipulags- og umferðarnefndar. Endurskoðun

2412024

Lögð fram drög að breytingu á erindisbréfi fyrir skipulags- og umferðarnefnd.

Lagt til að samþykkja tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulags- og umferðarnefndar og taka þær gildi þegar breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins birtast í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

3.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

Breytingar á fulltrúum í skipulagsnefnd og skipan í framkvæmda- og eignanefnd.
Lögð fram beiðni frá Á-lista um breytingu á skipan aðalmanns Á-lista í Skipulags- og umferðarnefnd. Lagt til að Brynhildur Sighvatsdóttir verði aðalmaður í Skipulags- og umferðarnefnd í stað Steindórs Tómassonar og varamaður verði Magnús H. Jóhannsson.

Samþykkt samhljóða.

Þá er lagt til að framkvæmda- og eignanefnd skipi: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ingvar P. Guðbjörnsson. Til vara verði Þórunn Dís Þórunnardóttir, Viðar M. Þorsteinsson og Eydís Indriðadóttir. Skipun í nefndina tekur gildi þegar breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins birtast í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

4.Úthlutunarreglur lóða. Endurskoðun

2412026

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum lóðaúthlutunarreglum fyrir Rangárþing ytra. Með þeim eru lóðaúthlutanir á lóðum þar sem fyrir liggur samykkt aðal- og deiliskipulag fært til skipulags- og umferðarnefndar.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi lóðaúthlutunarreglur. Breytingar á reglunum taka gildi þegar breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins birtast í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

5.Staða læknamála í Rangárþingi

2410058

Rætt var um stöðu læknamála hjá HSU í Rangárvallarssýslu. Sveitarfélögin þrjú hafa fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU þar sem farið var yfir málin og leitað skýringa og lausna á þeirri stöðu sem komin er upp.

Niðurstaða fundarins er sú að fyrir liggur að grunnlæknisþjónusta í sýslunni er tryggð í það minnsta næstu tvo mánuði. Sá tími verður nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Einnig kom fram að til skoðunar er hjá heilbrigðisráðuneytinu einhverskonar ívilnanir til laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og hvetur sveitarstjórn að því máli verði hraðað eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu lýstu sig að auki tilbúin til að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Samþykkt var að auka upplýsingaflæði um stöðu mála og að haldinn verði stöðufundur í næsta mánuði.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna sameiginlega ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.

6.Samráðsgátt 2024-2028- Umhverfis-, orku- og loftlagsr

2412038

Umsagnarbeiðni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um drög að flokkun tíu vindorkuverkefna.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35

2412003F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Farið var yfir þær tillögur sem bárust. Alls bárust yfir 30 tillögur frá 23 aðilum. Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast að lista upp allar tillögur í eitt skjal og frestar afgreiðslu fram á næsta fund. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu að úthlutunarreglum lóða fyrir sveitarfélagið. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu að erindisbréfi fyrir Skipulags- og umferðarnefnd. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðir sínar í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
    Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda og verði kostnaður innheimtur í samræmi við gildandi samþykktir þar um. Nefndin telur að breytingin á landnotkun hafi engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið sjálft og verði því farið um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við lýsingu skipulagsáforma. Þar sem áform aðila hafa minnkað umtalsvert frá auglýstri lýsingu telur nefndin rétt að fram komnar breytingar verði skilgreindar í tillögu og hún verði auglýst. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Umsagnaraðilum er bent á að hægt er að senda inn athugasemdir á auglýsingatíma ef ástæða þykir til þess.

    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu þar sem einungis er verið að hreyfa við lóðamörkum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill þó árétta að vegna nálægðar við áformaða gistiskála í landi Beindalsholts, skuli gæta allrar varúðar í byggingu og í rekstri viðkomandi þjónustuhúsnæðis, hvað varðar eldvarnir og sprengihættu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra hefur fjallað um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fiskveg við Tungufoss í Eystri-Rangá, sem felur í sér að bæta aðgengi laxfiska að um 25 kílómetra vatnasvæði fyrir ofan fossinn.
    Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins með vísan til 5. töluliðar 7. greinar Reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þar til leyfi liggur fyrir frá Fiskistofu og jákvæð umsögn frá viðkomandi veiðifélagi hefur borist. Að auki telur nefndin að heimild til fiskiræktar ofan við Tungufoss þurfi að liggja fyrir.

    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til umsækjanda á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið. Nefndin telur að auki réttast að erindið skuli tekið fyrir í Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins áður en af veitingu leyfis verður. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

8.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 12

2411020F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Heilsueflandi samfélag - 1

2412001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 2

2412007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 18

2411009F

Lagt til að samþykktar verði þær breytingar sem nefndin lagði til á reglum um val á íþróttamanni og íþróttakonu ársins í Rangárþingi ytra en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

12.Fundargerðir Fjallskiladeildar Holtamannaafréttar

2408028

Liður 1 þarf staðfestingar.
Lagt til að tillaga um álagningu fjallskila vegna ársins 2024 á Holtamannaafrétti verði samþykkt en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

13.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og V-Skaft. - 2024

2401006

Liður 6 þarf staðfestingar.
Lagt til að tillaga um framlag til almannavarna fyrir árið 2025 verði samþykkt en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

14.Fundargerðir 2024 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

2404126

Fundargerð 86. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Stjórnarfundir Lundar 2024

2403011

Fundargerð 13. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð aðalfundar 2024. GHR

2412054

Fundargerð aðalfundar GHR frá 24. nóv. s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerðir 959. og 960. funda stjórnar.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

18.Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

2410042

Upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

20.Umsókn um tækifærisleyfi - Skötuveisla

2412045

Lagt fram til kynningar.

21.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Rangvellinga 2025

22.Þorrablót Holtamanna Laugalandi - Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi

Fundi slitið - kl. 08:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?