40. fundur 12. mars 2025 kl. 08:15 - 10:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2502016

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

IPG tók til máls.

2.Starfsskýrsla 2024 - Byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings

2502086

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Byggðarþróunarfulltrúa Rangárþings fyrir árið 2024. Lagt til að byggðarþróunarfulltrúi komi á næsta fund byggðarráðs og kynni skýrsluna.

IPG tók til máls.

3.Næstu fundir sveitarstjórnar og aukafundur byggðarráðs

2403024

Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur í byggðarráði vegna ársreiknings 2024
Lagt er til að aukafundur verði haldinn í byggðarráði þann 9. apríl nk. kl. 8:15 þar sem fjallað verður um ársreikning sveitarfélagsins fyrir 2024 og að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar þann 9. apríl hefjist kl. 9:45 í kjölfar byggðarráðsfundarins.

Samþykkt samhljóða.

4.Sumarlokun skrifstofu Rangárþings ytra

2403026

Lagt er til að skrifstofa Rangárþings ytra verði lokuð frá 21. júlí til og með 1 ágúst 2025 vegna sumarleyfa.

Samþykkt samhljóða.

5.Lánasjóður sveitarfélaga. Framkvæmdalán.

2502087

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til nýframkvæmda við grunnskólann á Hellu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra, kt. 060568-4809 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

6.Staða læknamála í Rangárþingi

2410058

Minnisblað fundar með sveitarstjórnum í Rangárþingi frá 20. feb. s.l.
Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarstjórna í Rangárþingi með HSU frá 20. feb. nk. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að kynna helstu atriði sem þarna komu fram.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um samstarf vegna verkefnis, Coming, Staying, Living

2503010

Lagt fram eindi frá Landsbyggðinni lifi (LBL) þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna norræns verkefni sem kallast " Coming, Staying, Living.

Lagt til að sveitarfélagið leiti ekki eftir þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.


8.Fyrirspurn - veglagning í landi Ægissíðu 3

2502074

Lögð fram fyrirspurn frá landeigendum Ægissíðu 3 vegna hugmynda um vegalagningu í landi Ægissíðu 3.

Sveitarstjórn bendir á að hugmyndir um vegtengingu Þykkvabæjavegar og Árbæjarvegar við þjóðveg 1 eru á frumstigi. Málið er á forræði Vegagerðarinnar og leggur sveitarstjórn áherslu á að málið verði unnið í samráði við landeigendur.

Samþykkt samhljóða.

9.Beiðni um afnot af útivistarsvæðinu í Nesi til tónleikahalds á sumarsólstöðum.

2503016

Lögð fram beiðni frá Bjarka Eiríkssyni um að fá leyfi til að nýta fjölskyldu- og útivistarsvæðið í Nesi á Hellu til tónleikahalds á sumarsólstöðum, 21. júní næstkomandi.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að erindið verði kynnt nærliggjandi íbúum. Erindinu vísað til Markaðs-, menningar- og jafnréttisnefndar til frekari umræðu. Jafnframt lagt til að fá umsækjanda inn á næsta fund byggðarráðs til að veita frekari upplýsingar um málið.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

10.2025 málasafn - Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

2503012

Frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki og umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.



Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi tillögur um kílómetragjald leggist af of miklum þunga á íbúa og atvinnustarfsemi í Rangárþingi ytra. Ríkið hefur ekki ráðstafað núverandi tekjustofnum að fullu í viðhald eða uppbyggingu vega. Áður en nýtt gjaldtökukerfi er tekið upp sem ljóst er að mun strax hafa íþyngjandi áhrif á allt samfélagið telur sveitarstjórn eðlilegt að ríkið nýti þá fjármuni í vegakerfið sem það hefur þegar innheimt. Að fenginni reynslu er engin trygging fyrir því að tekjur af nýrri gjaldtöku skili sér í uppbyggingu samgöngukerfisins. Lagt til að oddvitum listana verði falið að ganga frá og senda inn sameiginlega umsögn um frumvarpið.

IPG tók til máls.

Að öðru leyti er málið lagt fram til kynningar.

11.Byggðarráð Rangárþings ytra - 34

2502002F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 34 Lögð fram drög að viðauka við þjónustusamning milli Ásahrepps og Rangárþings ytra vegna íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja viðaukann.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs og fela sveitarstjóra að undirrita viðaukann.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 34 Lagðar fram upplýsingar um álögð gatnagerðargöld vegna lóðarinnar Tjarnar 2 í Þykkvabæ og beiðni umsækjanda lóðarinnar um afslátt af gatnagerðargjöldum.

    Byggðarráð leggur til að samþykkt verði að veita 75% afslátt af gatnagerðargjaldinu með vísan til 4 gr. samþykktar um byggingargjöld í Rangárþingi ytra.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 34 Lagt fram erindi frá Reykjagarði hf um að félaginu verði úthlutað lóðinni Dynskálum 45 á Hellu. Þá er lögð fram sú beiðni að ekki verði frekari gatnagerðargjöld lögð á lóðirnar en þegar hafa verið greidd af þeim lóðum sem félaginu hefur verið úthlutað við Dynskála en félagið hyggst á næstu 2-3 árum byggja við starfssemi sína.

    Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði vilyrði fyrir því að lóðinni Dynskálum 45 verði úthlutað til Reykjagarðs þegar lóðaréttindi Olíudreifingar á lóðinni renna til sveitarfélagins. Lóðin tengist frekari uppbyggingu og skipulags fyrirtækisins á svæðinu.

    Byggðarráð telur að þegar hægt verði að úthluta lóðinni Dynskálum 45 formlega til Reykjagarðs þurfi að semja sérstaklega um gatnagerðargjöld af þeirri lóð. Varðandi áform um uppbyggingu telur byggarráð skilyrði til þess að veita afslátt af gatnagerðargjöldum skv. 4. gr. samþykkta um byggingargjöld í Rangárþingi ytra og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að slíku samkomulagi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

12.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38

2501017F

Fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem áform umsækjanda samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málsins og kalla eftir framkvæmdaáætlun frá Högum/KS um fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra á nærliggjandi lóðum.

    IPG tók til máls.


    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki tilefni til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi og hafnar erindi umsækjanda. Umsækjanda er bent á aðrar lóðir á svæðinu sem gætu hentað þessum áformum. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til erindisins þar sem umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka.

    Samþykkt samhljóða.

13.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39

2502007F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin vill árétta að umrædd tenging við Þykkvabæjarveginn skuli janframt nýtast öðrum lóðum svo hægt verði að uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar um fjarlægðir milli tenginga. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði tímabundið stöðuleyfi fyrir viðkomandi húsnæði í Landmannahelli. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að öllum íbúum við áður nefndar götur ásamt Þingskálum verði sendar viðkomandi spurningar ásamt viðeigandi uppdrætti. Frestur til athugasemda skuli vera a.m.k. 4 vikur. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir að listi verði uppfærður og lagður fram á næsta sameiginlega fundi með Framkvæmda- og eignanefnd. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt. Lýsing skal kynnt í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði auk skipulagsgáttar, eða nánar tiltekið frá 19. mars til og með 2. apríl. Nefndin telur jafnframt að umrædd aukning á efnismagni sé ekki þess eðlis að hún sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gerð verði breyting á sveitarfélagamörkum í samræmi við meðfylgjandi tillögu. Nefndin leggur til að öllum aðliggjandi lóðar- og jarðareigendum sem að mörkunum koma verði send tillagan og verði um grenndarkynningu að ræða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    ÞDÞ tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 39 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við lýsinguna en áskilur sér rétt til frekari viðbragða á síðari stigum ef tilefni verður til þess. Nefndin telur rétt að yfirlitskort af landinu sýni sveitarfélagamörk svo unnt verði að átta sig betur á staðsetningu viðkomandi uppbyggingarsvæða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

14.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 19

2501013F

Fundargerðin lögð að öðru leyti til kynningar.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 19 Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki þessar reglur og þær verði sýnilegar og kynntar viðeigandi aðilum. Bókun fundar Lagt til að reglur fyrir íþróttamiðstöðvar verði samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.

15.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 20

2502008F

Fundargerðin lögð að öðru leyti til kynningar.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 20 Nefndin þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðva fyrir upplýsingarnar og yfirferðina. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns íþróttamannvirkja um að breyta opnunartímanum í tilraunaskyni sumarið 2025 og verði síðan tekin til endurskoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026. Bókun fundar Lagt til að tillaga nefndarinnar verði samþykkt en samhliða skapast svigrúm til að ráða fastan starfsmann í íþróttamiðstöðina á Laugalandi til að mæta óskum notenda og bæta þjónustu.

    IPG, JGV, MHG, EÞI og BG tóku til máls.

    Tekið stutt fundarhlé.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiddu atkvæði á móti.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 20 Nefndin þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir upplýsingarnar og yfirferðina. Nefndin leggur til við sveitastjórn að ráðinn verði starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar á Laugalandi eigi síðar en í upphafi næsta skólaárs. Þörfin við slíkan starfsmann er umtalsverð til að bæta umgengni og ásýnd íþróttamiðstöðvarinnar á Laugalandi. Bókun fundar Lagt til að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.

    Tekið stutt fundarhlé.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG sátu hjá.

    Bókun D-lista við liði 15.1 og 15.2:
    Fulltrúar D-lista harma þá afstöðu fulltrúa Á-lista að vilja ekki vísa málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Hér er um umtalsverða þjónustuskerðingu að ræða í heilsueflandi samfélagi. Samfélagið fer vaxandi, síaukinn fjöldi ferðamanna sækir sveitarfélagið heim og vaxandi fjöldi dvelur í sumarhúsum á svæðinu. Við svo stóra breytingu sem hefur ekki einungis áhrif á þessu ári heldur inn á skipulag og starfsmannaveltu komandi ára hefði að mati fulltrúa D-listans verið rétt að ræða málið nánar í byggðarráði þar sem starfsmannamál eru alla jafnan rædd og þar sem fylgst er náið með framvindu fjárhagsætlunar og undirbúningur hennar fer fram. Auk þess hefði mátt skoða hvort sækja hefði mátt fjármagn í aðra liði en í íþrótta- og tómastundamál til að fjármagna aukna viðveru í íþróttahúsinu á þessu ári. (IPG, EÞI, BG).

    Bókun Á-lista:
    Fyrir liggur eindregin ósk íþróttafélaga, foreldra og skóla á Laugalandi um aukna gæslu í íþróttamiðstöðinni á Laugalandi á meðan íþróttaæfingar eru í húsinu. Nefndin tók tvær umræður um lausn á málinu og var þetta talin besta leiðin til að fjármagna starfið innan fjárhagsáætlunar núverandi árs. Undirrituð samþykkja niðurstöðu nefndarinnar og forstöðumanns en munu skoða möguleika á aukinni sumaropnun á sundlauginni á Laugalandi við gerð næstu fjárhagsáætlunar. (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ).


  • 15.5 2502072 Hús frítímans
    Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 20 Hugmynd um „Hús frítímans“ kynnt. Hugmyndin byggir á reynslu frá á Sauðárkróki þar sem „Hús frítímans“ er miðstöð frístundastarfs í Skagafirði sem býður upp á fjölbreytta starfsemi fyrir alla aldurshópa.
    Nefndin fór yfir kynninguna og beinir því til sveitarstjórnar að skoða fram komin gögn og taka afstöðu til næstu skrefa. Nefndinni líst mjög vel á hugmyndina og telur að slíkt húsnæði yrði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn bendir á að þegar búið verður að flytja alla starfssemi leikskólans Heklukots á Hellu í nýtt húsnæði skapast aðstæður til að húsnæði leikskólans að Útskálum 2 geti m.a. nýst í slíka starfssemi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 20 Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að skoðað verði hvort salur á jarðhæð Laufskála 2 geti nýst undir íþrótta- og tómstundastarf. Bókun fundar Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélagið þurfi á húsnæðinu að Laufskálum 2 að halda meðan uppbyggingu á skólahúsnæðinu á Hellu stendur yfir. Hins vegar kunni að vera frekari tækifæri til að búa pílunni betra umhverfi við færslu á mötuneyti skólanna í nýtt húsnæði.

    Samþykkt samhljóða.

16.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 14

2502003F

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 14 Nefndin er sammála bókun íbúaráðs um málið og leggur til að verklagið sem þar kemur fram verði tekið upp.
    Bókunin er svohljóðandi:

    Íbúaráð leggur til að flöggun íslenska fánans á stöngum sveitarfélagsins vegna jarðarfara verði á ábyrgð aðstandenda vegna jafnræðissjónarmiða. Lagt er til að fáni verði aðgengilegur í íþróttamiðstöðinni á Hellu þar sem aðstandendur geta nálgast hann vegna útfara í sveitarfélaginu.
    Ráðið leggur áherslu á að þessi breyting verði kynnt vel á miðlum sveitarfélagsins. Einnig þarf að kynna þetta vel fyrir prestum, útfarastjórum og öðrum aðilum sem koma að jarðarförum.
    Hingað til hefur þetta verið í umsjón starfsmanna þjónustumiðstöðvar en erfitt hefur verið að gæta jafnræðis þar sem sveitarfélagið er ekki alltaf látið vita af útförum á svæðinu.
    Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málsins og sveitarstjóra falið að leggja fram upplýsingar um fyrirkomulag flöggunar við stofnanir sveitarfélagins vegna útfara og koma með tillögu að samræmdu vinnulagi.

    IPG, EÞI, MHG, BG og ÞDÞ tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • 16.5 2407006 Menningarstyrkur RY
    Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 14 Nefndin samþykkir breytingar á reglum og leggur þær fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Bókun fundar Lagt til að reglurnar verði samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 16.6 2502072 Hús frítímans
    Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 14 Nefndin fór yfir kynninguna og beinir því til sveitarstjórnar að skoða fram komin gögn og taka afstöðu til næstu skrefa. Nefndinni líst mjög vel á hugmyndina og telur að slíkt húsnæði yrði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.
    Nefndin leggur til að skoðað verði að nýta húsnæði sem losna þegar leikskóli og tónlistarskóli flytja í nýbyggingar skólanna.
    Bókun fundar Vísað er til bókunar undir lið 15.

17.Íbúaráð - 2

2501014F

  • Íbúaráð - 2 Íbúaráð leggur til að flöggun íslenska fánans á stöngum sveitarfélagsins vegna jarðarfara verði á ábyrgð aðstandenda vegna jafnræðissjónarmiða. Lagt er til að fáni verði aðgengilegur í íþróttamiðstöðinni á Hellu þar sem aðstandendur geta nálgast hann vegna útfara í sveitarfélaginu.
    Ráðið leggur áherslu á að þessi breyting verði kynnt vel á miðlum sveitarfélagsins. Einnig þarf að kynna þetta vel fyrir prestum, útfarastjórum og öðrum aðilum sem koma að jarðarförum.
    Hingað til hefur þetta verið í umsjón starfsmanna þjónustumiðstöðvar en erfitt hefur verið að gæta jafnræðis þar sem sveitarfélagið er ekki alltaf látið vita af útförum á svæðinu.
    Bókun fundar Vísað er til bókunar undir lið 16.
  • Íbúaráð - 2 Íbúaráð ítrekar óskir sínar um að fjölga grenndarstöðvum, t.a.m. í Þykkvabæ.
    Íbúaráð leggur til að ráðist verði í kynningarátak og vitundarvakningu vegna sorpmála.
    Íbúaráð leggur einnig til að flýtt verði fyrir því að skipta út maíspokum fyrir bréfpoka fyrir lífræna sorpið eins og þegar hefur verið ákveðið af hálfu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
    Íbúaráð leggur til að skipulagður verði viðburður í kringum stóra plokkdaginn 27. apríl næstkomandi.
    Bókun fundar Lagt til að vísa þeim hugmyndum sem íbúaráð víkur að til stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

    Verkefni um afhendingu pappírspoka vegna lífræns úrgangs er hafinn.

    Jafnframt leggur sveitarstjórn til útfærslu á plokkdegi verið vísað til Umhverfis-, hálendis- og samgögnunefndar.

    Samþykkt samhljóða.

18.Framkvæmda- og eignanefnd - 1

2501015F

Fundargerðin lögð fram að öðru leyti til kynningar.
  • Framkvæmda- og eignanefnd - 1 Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda varðandi 2. áfanga skólabyggingarinnar á Hellu. Jafnframt lagði hann fram minnisblað varðandi framkvæmdir og innkaup vegna skólaeldhúss.

    Nefndin leggur til að forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs verði veitt heimild til að panta grunnbúnað í nýtt eldhús Grunnskólans og Heklukots á Hellu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga framkvæmda- og eignanefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framkvæmda- og eignanefnd - 1 Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Heklu um breytingar á fyrirkomulagi framkvæmda vegna æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Lagt er til að núverandi körfuboltavöllur verði lagður tartani en frestað að gera hlaupabraut meðfram gerfigrasvelli og horft til nýs svæðis norðan gerfigrasvallar.

    Nefndin leggur til að laust tartan/tartnanmottur verði lagðar á núverandi svæði og forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða framkvæmda- og eignanefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

19.Starfshópur gervigrasvallar - 2

2502010F

  • 19.1 2411020 Starfshópur gerfigrasvallar
    Starfshópur gervigrasvallar - 2 Á fundinn mætir Ómar Valur Maack frá VSÓ og fór yfir þær tegundir á gerfigrasi sem eru í boði og hvaða lausnir er verið að nota á Íslandi. Auk þess var farið yfir ýmsis mál varðandi næstu skref í útboðum á jarðvinnu og lögnum og gerfigrasi.

    Lagt var til að fara í að vinna útboðsgögn á 50-60mm gerfigrasi með innfyllingarefni.Ómar mun skila minnisblaði um helstu atriði sem fram komu á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða starfshóps gervigrasvallar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

20.Heilsueflandi samfélag - 2

2501002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 243

2502005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9

2502009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Oddi bs - 34

2502011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2025 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

2503004

Fundargerð 87. fundar stjórnar og ársreikningur 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerðir stjórnar 2025 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

2501075

Fundargerð 79. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025

2502008

Fundargerð 970. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Fundargerðir stjórnar og starfsáætlun 2025 - Markaðsstofa Suðurlands

2503013

Fundargerð 6. og 7. fundar stjórnar og starfsáætlun 2025
Fundargerðin og starfsáætlunin lagðar fram til kynningar.

28.Stjórnarfundir 2025 - Bergrisinn bs

2501062

Fundargerð 82. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Aðalfundarboð LS 2025

2503003

Fundarboð aðaðlfundar LS þann 20. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?