47. fundur 08. október 2025 kl. 08:15 - 10:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og lagði til að við dagskrána myndu bætast eitt mál, liður 22, fundargerð framkvæmda- og eignanefndar frá 6. október s.l.

Þá lagði oddviti til að liður 5, sem er trúnaðarmál, yrði tekið fyrir í lok fundar.

Það var samþykkt samhljóða.

1.Samantekt sveitarstjóra og eða oddvita

2502016

Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Upp með Njálu - Njáluhátíð

2506081

Beiðni um tilnefningu tengiliðs við Njálufélagið.
Lögð fram beiðni Njálufélagsins um að sveitarfélagið tilnefni einn fulltrúa til að vera tengiliður milli félagsins og sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu.

Lagt til að Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, verði tengiliður sveitarfélagsins við félagið.

Samþykkt samhljóða.

3.Stefnumótunarvinna HSU 2026-2030

2509053

Heilbrigðisstofnun Suðurlands vinnur nú að mótun nýrri stefnu sem mun gilda frá árinu 2026 til ársins 2030.

HSU býður sveitarfélögum á starfssvæði stofnunarinnar sem og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að leggja fram ábendingar og hugmyndir sem nýtast við stefnumótunina.

Lagt til að unnar verði samræmdar tillögur í stefnumótunarvinnunni með öðrum sveitarfélögum í Rangárvallasýslu og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

4.iCert - Jafnlaunavottun 2025-2028

2505092

Niðurstaða jafnlaunavottunar 2025.
Lögð fram til kynningar úttekt jafnlaunavottunar 2025 en meginniðurstaða var sú að karlar mældust með 0,75% hærri laun en konur sem er vel innan allra viðmiðunarmarka.

5.Beiðni um undanþágu á reglum Félags- og skólaþjónustu vegna stoðþjónustu

2509073

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Tillaga D-lista um fund með fulltrúum Veitna

2510008

Fulltrúar D-lista óska eftir því að kallað verði eftir fundi með fulltrúum Veitna til að ræða stöðu mála varðandi rekstur hitaveitu fyrirtækisins á svæðinu og um stöðu mála við öflun frekara heits vatns. Fundurinn verði opinn öllu sveitarstjórnarfólki. Slíkur fundur fór fram á fyrri hluta kjörtímabilsins og telja fulltrúar D-lista tímabært að annar slíkur fundur fari fram nú þegar styttist í lok kjörtímabilsins.

IPG og JGV tóku til máls.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að boða til fundar með Veitum.

Samþykkt samhljóða.

7.Tillaga D-lista um fund með forsvarsmönnum hitaveituverkefnis í Landsveit

2510007

Fulltrúar D-lista óska eftir því að kallað verði eftir fundi með fulltrúum hitaveituverkefnis í Landsveit. Á fundinum verði kynnt staða verkefnisins og framtíðaráform. Öllu sveitarstjórnarfólki verði gefinn kostur á að sitja fundinn. Fulltrúar D-lista óskuðu eftir slíkum fundi í byrjun kjörtímabilsins sem fulltrúar Á-lista höfnuðu á þeim tímapunkti. Nú er kjörtímabilið langt komið og mikilvægt að sveitarstjórn sé upplýst um málið út frá almennri þjónustu við íbúa og framtíðarmöguleikum í frekari orkuskiptum og hitaveituvæðingu.

EÞI og JGV tóku til máls.

Lagt til að fela sveitarstjóra að boða til fundar með fulltrúum hitaveituverkefnisins í Landsveit.

Samþykkt samhljóða.

8.Fyrirspurnir fulltrúa D-lista

2408013

Lagðar fram fjórar fyrirspurninir frá fulltrúum D-lista

1.Fulltrúar D-lista óska eftir því að kallað verði eftir upplýsingum frá Náttúruverndarstofnun varðandi málefni Landmannalauga. Spurt verði út í framkvæmd og árangur af umferðarstýringu sumarsins og hvernig stofnunin sjái uppbyggingu á svæðinu fyrir sér á komandi árum hvað varðar aðgengi og eins til að tryggja vernd svæðisins og bætta upplifun gesta. Jafnframt verði óskað eftir yfirliti yfir þær framkvæmdir sem hefur verið ráðist í á yfirstandandi ári.

ÞS tók til máls.

Lagt til að fela sveitarstjóra að kalla eftir þessum upplýsingum frá Náttúruverndarstofnun og í framhaldinu verði kallað eftir fundi með stofnuninni.

2.a) Hvað líður vinnu við móttökuáætlun nýbúa? Nú hefur áætlunin verið í vinnslu stærstan hluta kjörtímabilsins eða um 36 mánuði. Skv. fyrri svörum við sömu fyrirspurn hefði áætlunin átt að vera tilbúin. Hvenær er áætlað að málið verði afgreitt í sveitarstjórn?

ÞS, JGV og IPG tóku til máls

Sveitarstjóri upplýsti að málið sé til meðferðar í fjölmenningarráði og vonandi afgreitt sem fyrst. Málið þarf síðan að fara til markaðs-, menningar- og jafnréttisnefndar og stefnt að málið verði klárað í sveitarstjórn fyrir áramót. Sveitarstjórn hvetur nefndirnar ljúka vinnu sinni fyrir desemberfund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

b) Hvað líður vinnu við gerð fjölmenningaráætlun/-stefnu sveitarfélagsins? Má búast við að þeirri vinnu ljúki á þessu ári?

ÞS, JGV og IPG tóku til máls

Sveitarstjóri upplýsti að málið sé til meðferðar í fjölmenningarráði og vonandi afgreitt sem fyrst. Málið þarf síðan að fara til markaðs-, menningar- og jafnréttisnefndar og stefnt að málið verði klárað í sveitarstjórn fyrir áramót. Sveitarstjórn hvetur nefndirnar ljúka vinnu sinni fyrir desemberfund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Fulltrúar D-lista kalla eftir upplýsingum um stöðu vinnu við forgangsröðun tengivega sbr. niðurstöður fundar með Vegagerðinni þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið myndi vinna tillögu að forgangsröðun uppbyggingu tengivega og senda stofnuninni. Ekki má finna neitt í fundargerðum sem vísar til þess að málið sé hafið. Hvar er áætlað að málið verði unnið innan stjórnkerfisins og hvenær er áformað að sú vinna hefjist og að henni ljúki?

ÞS tók til máls.

Lagt til að vísa fyrirspurninni til umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar.

Samþykkt samhljóða.

4. Fulltrúar D-lista óska eftir að kallað verði eftir því frá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps hver staðan er á vinnu við uppsetningu mæla hjá stórnotendum á starfssvæði veitunnar. Eru vatnsmælarnir komnir og hvernig miðar uppsetningu þeirra? Ef sú vinna er ekki hafin ? hvenær stendur til að hefja hana og hvenær er áætlað að þeirri vinnu verði lokið?

ÞS tók til máls.

Lagt til að vísa fyrirspurninni til stjórnar vatnsveitunnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð

2509082

Umsagnarbeiðni Byggðastofnunar.
Lögð fram umsagnarbeiðni Byggðastofnunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára.

Lagt fram til kynningar.

10.2025 málasafn - Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

2503012

Umsagnarbeiðnir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun) og tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040.
Lagt fram til kynningar.

11.Samráðsgátt 2025-2029 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2502025

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Lagt fram til kynningar.

JGV tók til máls.

12.Bjallabrún, L228760. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2509068

Sýslumaður á Suðurlandi óskar eftir ný uppfærðri umsögn vegna beiðni Gísla Heiðars Bjarnasonar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús fyrir 8 gesti á Lóðinni Bjallabrún, L228760, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 23.09.2025.

Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

13.Fögruvellir, L200046. Leiguvík ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2509060

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafar Rún Tryggvadóttur fyrir hönd Leiguvík ehf ehf. kt. 690515-1050 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" minna gistiheimili á lóðinni Fögruvellir, L200046, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 19.09.2025.

Lagt til að sveitarstjórn hafni erindinu í samræmi við umsögn byggingarfulltrúa þar sem fasteignin samræmast ekki að fullu ákvæðum byggingarreglugerðar.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

14.Byggðarráð Rangárþings ytra - 42

2508011F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

    Viðauki 2 gerir ráð fyrir lækkun á rekstrarniðurstöðu um 56,2 millj. Viðaukanum er mætt er með lækkun á handbæru fé.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lögð fram beiðni G.G.Tré ehf um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna úthlutunar á lóðinni Sleipnisflatir 8 þannig að þau verði miðuð við það byggingarmagn sem byggt er hverju sinni og miðist við fyrirhugað 550m2 hús.

    Lagt til að samþykkja beiðnina enda skili umsækjandi áætlun um áfangaskiptingu skv. 5. gr. samþykktar um byggingargjöld.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 51

2509004F

Fundargerð skipulags- og umferðarnefndar lögð fram og staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 51 Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir bæði efnistökusvæðin.
    Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Nefndin leggur til að eftir kynningu lýsingarinnar skuli tillaga unnin fyrir hvort svæði um sig.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 51 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust í kynningu lýsingarinnar og telur að brugðist hafi verið við ábendingum sem þar komu fram við gerð tillögunnar. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins og í skipulagsgátt.
    Bókun fundar Í ljósi framkominna umsagna við kynningu vinnslutillögunnar er lagt til að fresta afgreiðslu þar til skipulags- og umferðarnefndar hafi tekið afstöðu til þeirra.

    Samþykkt samhljóða.

16.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52

2509011F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Farið var yfir fyrirliggjandi lista yfir áfangastaði í sveitarfélaginu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir stöðu hraðahindrana á Hellu. Nefndin telur að skipulag í kringum hraðahindranir sé verulega ábótavant og skortir heildarsýn til framtíðar. Nefndin leggur áherslu á að gott skipulag í kringum hraðahindranir sem hefur bein áhrif á öryggi vegfarenda eigi að vera sveitarfélaginu til sóma og skapa góðan bæjarbrag. Bókun fundar Lagt til að vísa málinu til framkvæmda- og eignanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Farið yfir stöðuna frá síðasta fundi. Nefndin telur brýna þörf á að göngustígar milli gatna í Öldum og Söndum verði upplýstir og að hugað verði sérstaklega að bættari lýsingu gönguleiða barna á leið til og frá skóla.
    Skipulags- og umferðarnefndin telur afar brýnt að ráðist verði í gerð umferðaröyggisáætlunar fyrir þéttbýlin í sveitarfélaginu og að gert verði ráð fyrir slíku við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Lagt til að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagðar breytingar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd hefur yfirfarið þær athugasemdir sem bárust á tímabili grenndarkynningar. Nefndin telur að fyrirhuguð staðsetning sé ekki besta lausnin og óskar því eftir við umsækjanda að hann leggi fram nýja tillögu að staðsetningu á þessu svæði. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 16.9 2311053 Hverfisskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Staða verkefnisins kynnt. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Með tilvísun í yfirlitsuppdrátt frá Vegagerðinni sem sýnir fyrirhugaðar tengingar á svæðinu telur nefndin að gera þurfi nauðsynlegar breytingar á tengingum á umræddu svæði. Nefndin leggur til að tenging inná Djúpárbakka verði færð um 200 metra nær Þykkvabæ, eða í samræmi við áður samþykkt gögn tengdum vinnu við deiliskipulag fyrir Djúpárbakka. Túntenging fyrir ofan skurð norðan Djúpárbakka skuli færast um 200 metra norðar ef og þegar af framkvæmdum verður á svæðum tengdum þeirri tengingu. Ef þetta verður að veruleika gerir nefndin engar athugasemdir við að tenging inná Norður-Nýjabæ verði af Þykkvabæjarvegi á sama stað og núverandi Ástarbraut tengist honum. Öðrum landeigendum sem tengjast þeirri tengingu verði heimiluð notkun þeirrar tengingar.
    Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir vegna lýsingarinnar. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Breytingar frá lýsingunni taka mið af umsögnum og eru m.a. þær að ný aðkoma er sett inn frá Árbæjarveginum, uppdrætti breytt þar sem lóðir eru færðar til vegna legu jarðstrengsins frá Landsneti og bílastæði við Holtabjarg og Hellubjarg færð til. Gerð verður sérstök grein fyrir afstöðu sveitarfélagsins til umsagnar Vegagerðarinnar með fram lögðu bréfi. Nefndin telur ekki ástæðu til að auglýsa tillöguna að nýju. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að kallað verði til samráðs við hestamannafélagið um legu reiðleiða í og við þéttbýlið á Hellu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 52 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

17.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 23

2509007F

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 23 Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir ástand tækjabúnaðar íþróttamiðstöðva og svaraði spurningum. Eftir yfirferð á fylgiskjali, "Tækjabúnaður íþróttamiðstöðva", lítur nefndin svo á að ástand tækjabúnaðar í íþróttamiðstöðvum sé verulega ábótavant. Nefndin leggur áherslu á að ráðist verði í aðgerðir til úrbóta sem fyrst. Einnig leggur nefndin til að sérmerkt fjármagn verði veitt forstöðumanni íþróttamannvirkja til viðhalds og úrbóta við fjárhagsáætlunargerð 2026. Nefndin þakkar fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt til að niðurstöðu heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 23 Nefndin fór yfir reglur um val á íþróttakonu og -manni ársins.

    Nefndin samþykkti að halda hátíðina laugardaginn 10. janúar kl. 11.

    Samþykktar voru tvær breytingar á reglum um val á íþróttakonu og -manni ársins:

    "Einnig má tilnefna aðila fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu."
    og "Skila þarf tilnefningum inn fyrir 1. desember ár hvert. Íþrótta- og fjölmenningafulltrúi." í stað
    "Skila þarf tilnefningum inn fyrir 15. desember ár hvert. Íþrótta- og fjölmenningafulltrúi."
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 17.9 2412034 Sumarnámskeið 2025
    Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 23 Nefndin ræddi sumarstarfið sem fram fór í sveitarfélaginu sumarið 2025. Margvísleg afþreying var í boði og farið var yfir hvað betur má fara næsta sumar. Nefndin óskar eftir auknu fjármagni til umsjónar og framkvæmda sumarnámskeiða 2026.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstöðu heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 23 Nefndin fór yfir tillögur að íþrótta- og útivistarsvæði á Hellu. Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir til viðbótar við þær góðu hugmyndir sem í skjalinu eru: körfuboltavöll og skólahreystisbraut. Bókun fundar Lagt til að niðurstöðu heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar verði vísað til vinnu við hönnun svæðisins.

    Samþykkt samhljóða.

18.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 17

2509012F

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 18.1 2509066 Styrkvegafé 2025
    Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 17 Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd felur formanni ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að yfirfara og meta það sem eftir stendur árs. Nefndin telur brýnt að skoðað skuli ástand brúarinnar við Reynifell og leggur til við sveitarstjórn að þrýst verði á um aðkomu Vegagerðinnar að endurbótum á brúnni, þar sem hlutverk hennar er afar mikilvægt sem flóttaleið komi til náttúruhamfara. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar verði vísað til framkvæmda- og eignanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 17 Umhverfis-, hálendis og samgöngunefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins í ágúst 2026. Vakin er athygli á því að leita þarf umsagnar fleiri aðila þar sem ekki allir vegir tilheyra sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Aðrir aðilar eru m.a. Landsvirkjun og Vegagerðin.
    Nefndin setur eftirfarandi skilyrði:
    1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
    2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
    3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
    4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
    5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.
    Nefndin leggur til að svæðið verði tekið út að keppni lokinni og tekið verði gjald fyrir útlögðum kostnaði af hálfu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

19.Oddi bs - 40

2508008F

Fundargerðin að öðru lagi lögð fram til kynningar.
  • Oddi bs - 40 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Odda bs. 2025.
    Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir tillögu að viðauka 1 fyrir Odda bs.

    Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2025. Greinargerð fylgir viðaukanum.

    Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 82.809.269 sem stafar af áhrifum kjarasamninga við kennara (56 millj.),kjarasamningsbundnum hækkun vegna aksturs starfsmanna og veikindaforföllum. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi kr. 9.111.485 kr. og Rangárþingi ytra kr.73.696.784

    Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða stjórnar Odda bs. verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

20.Oddi bs - 41

2509005F

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölmenningarráð - 4

2507008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Framkvæmda- og eignanefnd - 5

2509003F

Fundargerðin að öðru lagi lögð fram til kynningar.
  • Framkvæmda- og eignanefnd - 5 Lögð fram niðustaða útboðs í jarðvinnu. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Stórverk ehf en tilboðið hljóðaði upp á 96,1 milljón sem er 93% af kostnaðaréætlun. Sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða framkvæmda- og eignanefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framkvæmda- og eignanefnd - 5 Forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins. Lagt til að taka ganga til samninga við Eflu á forsendum framlagðs minnisblaðs með fyrirvara um að Rangárþing eystra taki þátt í verkefninu.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða framkvæmda- og eignanefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

23.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og V-Skaft. - 2025

2509081

Fundargerð 6. fundar stjórnar. Liður 4 um fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Lagt til að samþykkt verði tillaga um framlög sveitarfélaga vegna ársins 2026 en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

24.Fundargerðir stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárv. og V.Skaft.-2025

2501085

Fundargerð 93. fundar stjórnar. Liður 1 viðauki við fjárhagsáætlun 2025 þarfnast afgreiðslu.
Lagt til að samþykkt verði tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

25.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

2501049

Fundargerðir 247. og 248. funda stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

26.Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2025

2509063

Ályktanir Aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 29.-31. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025

2502008

Fundargerð 985. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

28.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025

29.Ársfundur jöfnunarsjóðs 2025

2509059

Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs 1. okt. nk.
Lagt fram til kynningar.

30.Ársfundur SSKS 2025 - Samtök sveitarf. á köldum svæðum

2509096

Fundarboð á ársfund SSKS 1. okt. nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.