21. fundur 10. febrúar 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 18

1601009

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 18 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur. Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti breytingar á reglunum.

  Samþykkt samhljóða.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 6

1601008

Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.Samþykkt samhljóða.

3.Hálendisnefnd - 2

1601015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90

1601006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd leggur til að um málsmeðferð fari sem óverulega breytingu. Jafnframt leggur nefndin til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni nágranna eða annarra og að nú þegar liggi fyrir samþykki næstliggjandi nágranna um færslu byggingareitsins. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að um málsmeðferð fari sem óverulega breytingu. Jafnframt leggur nefndin til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni nágranna eða annarra og að nú þegar liggi fyrir samþykki næstliggjandi nágranna um færslu byggingareitsins.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemd. Ekki er talin ástæða til að svara efnislega framkomnum athugasemdum þar sem leiðréttur uppdráttur verður auglýstur að nýju. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda. Ekki er talin ástæða til að svara efnislega framkomnum athugasemdum þar sem leiðréttur uppdráttur verður auglýstur að nýju.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði einnig send sveitarstjórn Rangárþings eystra til umsagnar. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði einnig send sveitarstjórn Rangárþings eystra til umsagnar.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingum á aðalskipulagi þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða verði lóðarhafa heimilt að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir lóðina. Bókun fundar Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingum á aðalskipulagi þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða verði lóðarhafa heimilt að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir lóðina.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Bjarni Jón skýrir frá afstöðu Vatnsveitunnar. Nauðsynlegt er að rannsaka grunnvatnsrennsli svæðisins og er þegar hafin ferilefnarannsókn, þar sem ákveðin ferilefni eru sett í jörðu á fyrirhuguðum stað alifuglahússins og við mörk núverandi grannsvæðis vatnsverndarinnar. Nefndin leggur til að samhliða áður nefndri rannsókn verði tillagan auglýst. Ekki verði tekin afstaða til tillögunnar fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir. Bókun fundar Bjarni Jón skýrir frá afstöðu Vatnsveitunnar. Nauðsynlegt er að rannsaka grunnvatnsrennsli svæðisins og er þegar hafin ferilefnarannsókn, þar sem ákveðin ferilefni eru sett í jörðu á fyrirhuguðum stað alifuglahússins og við mörk núverandi grannsvæðis vatnsverndarinnar. Nefndin leggur til að samhliða áður nefndri rannsókn verði tillagan auglýst. Ekki verði tekin afstaða til tillögunnar fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að sveitarfélagamörk verði leiðrétt á uppdrættinum eins og dómur hæstaréttar frá 1989 segir til um. Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja því eftir að það verði gert með fullnægjandi hætti og leggja fyrir skipulagsnefnd þegar uppdráttur liggur fyrir. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að sveitarfélagamörk verði leiðrétt á uppdrættinum eins og dómur hæstaréttar frá 1989 segir til um. Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja því eftir að það verði gert með fullnægjandi hætti og leggja fyrir skipulagsnefnd þegar uppdráttur liggur fyrir.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína vegna framlagðrar skýrslu frá Landsneti þar sem fram kemur að nefndin leggur til að skilyrt verði að samhliða matsáætlun fyrir Sprengisandslínu, verði einnig lögð fram matsáætlun vegna umhverfismats um varanlega veglagningu um Sprengisand. Bókun fundar Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína vegna framlagðrar skýrslu frá Landsneti þar sem fram kemur að nefndin leggur til að skilyrt verði að samhliða matsáætlun fyrir Sprengisandslínu, verði einnig lögð fram matsáætlun vegna umhverfismats um varanlega veglagningu um Sprengisand.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 90 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.

5.Lánasjóður sveitarfélaga - lán til endurfjármögnunar

1501043

Til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2016 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Tillaga um að sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2016 hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lántaka þessi í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.Samþykkt samhljóða.

6.Fyrirspurnir og erindi frá Á-lista 2016

1601019

6.1 Vistun barna eftir sumarlokun leikskóla
6.2 Nytjagámur
6.1 Vistun barna eftir sumarlokun leikskóla

Tillaga Á-lista:Fulltrúar Á-lista leggja til að kannaður verði möguleiki á að vista börn úr elsta árgangi í leikskóla á skóladagheimili frá því að leikskóli opnar aftur eftir sumarfrí þar til grunnskóli hefst að hausti.Yngvi Karl Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Sigdís Oddsdóttir.

Sveitarstjórn tekur vel í að þetta verði kannað frekar og kostnaður metinn og vísar málinu til Odda bs. til frekari skoðunar.Samþykkt samhljóða

Greinargerð:

Þar sem erfitt getur reynst að flytja börn á milli deilda innan leikskóla sveitarfélagsins og hefja aðlögun nýrra barna eftir sumarlokanir telja fulltrúar Á-lista æskilegt að sveitarfélagið bjóði upp á sumarvistun verðandi grunnskólabarna og jafnvel þeim sem eru að ljúka fyrsta bekk.

6.2 Nytjagámur

Tillaga Á-lista:Fulltrúar Á-lista leggja til að kannaður verði möguleiki á að starfrækja nytjagám, annað hvort á Hellu eða á sorpstöðinni á Strönd.Yngvi Karl Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Sigdís Oddsdóttir.

Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna og vísar henni til stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs til umfjöllunar og afgreiðslu.Samþykkt samhljóða.

7.Til umsagnar frá Alþingi - 14.mál

1602033

Embætti umboðsmanns aldraðra
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar frá Alþingi - 13.mál

1601050

Verslun með áfengi og tóbak
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar frá Alþingi - 404 mál

1601045

Uppbygging og rekstur fráveitna
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar frá Alþingi - 400 mál

1602037

Um vatnsveitur sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

11.Brennsluofn fyrir sláturúrgang

1602032

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá skipulagsstofun varðandi mögulega uppsetningu á brennsluofni fyrir sláturúrgang við Sláturhúsið á Hellu. Tillaga um að fresta afgreiðslu þar til frekari gögn varðandi lyktarmengun frá slíkri starfsemi liggja fyrir.Samþykkt samhljóða.

12.Vatnsveita 40. fundur stjórnar

1602034

Fundargerð frá 05022016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Öldungaráð - 2 fundur

1602036

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Í fundargerðinni koma fram ábendingar varðandi aðgengi baka til í Miðjuna og erindi til sveitarfélaga í sýslunni um aðstoð við eldriborgara varðandi sjómokstur og hálkuvarnir í heimkeyrslum og varðandi samráðsfund. Tillaga um að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsfólk öldungaráðs um hvernig megi verða við þessum óskum.Samþykkt samhljóða.

14.HES - stjórnarfundur 169

1602038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Lundur - stjórnarfundur 20

1602039

Í fundargerðinni kemur fram að stjórn Lundar óskar eftir því við sveitarfélagið að deiliskipulag við Lund verði tekið til endurskoðunar. Tillaga um að vísa erindinu um endurskoðun deiliskipulags við Lund til skipulags- og umferðarnefndar. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að vinna með stjórn Lundar að framtíðarlausn varðandi hús við Seltún. Fundargerðin að öðru leyti til kynningar.Samþykkt samhljóða.

16.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 44

1602041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.SASS - 504 stjórn

1602042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Heilsugæsla HSU

1602040

Sameiginleg yfirlýsing vegna heilsugæslu í Rangárþingi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?