27. fundur 08. júní 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bætist liðir 6. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar og 7. Fundargerð Odda bs. Aðrir liðir færast til í samræmi. Það var samþykkt. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins frá síðasta fundi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 22

1605003

Tillaga er um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

2.Húsakynni bs - 10

1605013

Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 8

1605012

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

4.Hálendisnefnd - 3

1605010

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 94

1605011

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 7

1604014

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi reglur vegna styrkveitinga til afreksfólks.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin leggur til að veittur veðri 30.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára. Bókun fundar Nefndin leggur til að veittur verði 30.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin leggur til að veittur verði 50.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára. Bókun fundar Nefndin leggur til að veittur verði 50.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði yfir stöðu íþróttamannvikja í sveitarfélaginu og tekið verði tillit til erindisins þar. Marka þarf almenna framtíðarsýn og mun nefndin og starfsmaður hennar vinna að því og leita til viðeigandi aðila. Farið verður af stað með vinnuna í ágúst 2016 og skal henni lokið á fyrstu mánuðum ársins 2017. Bókun fundar Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði yfir stöðu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu og tekið verði tillit til erindisins þar. Marka þarf almenna framtíðarsýn og mun nefndin og starfsmaður hennar vinna að því og leita til viðeigandi aðila. Farið verður af stað með vinnuna í ágúst 2016 og skal henni lokið á fyrstu mánuðum ársins 2017.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin leggur til að starfsmaður nefndarinnar óski eftir frekari upplýsingum frá Ungmennafélaginu Framtíðinni og vinni að drögum að samningi. Bókun fundar Nefndin leggur til að starfsmaður nefndarinnar óski eftir frekari upplýsingum frá Ungmennafélaginu Framtíðinni og vinni að drögum að samningi.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.6 1601049 Hreyfivika
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Íþrótta- og tómstundanefnd vill hrósa Ungmennafélaginu Framtíðinni og Sundlauginni á Hellu fyrir þátttöku sína í hreyfiviku. Sundlaugin á Hellu náði þeim frábæra árangri að vinna sveitarfélagakeppni á landsvísu. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur heilshugar undir með Íþrótta- og tómstundanefnd og vill hrósa Ungmennafélaginu Framtíðinni og Sundlauginni á Hellu fyrir eftirtektarverða þátttöku sína í hreyfiviku. Sundlaugin á Hellu náði til að mynda þeim frábæra árangri að vinna sveitarfélagakeppni á landsvísu. Þessi frammistaða er öllum hvatning til að sinna hreyfingu og líkamsrækt.

7.Oddi bs - 4

1604010

Lagt fram til kynningar.

8.Kauptilboð - Þykkvabæjarskóli

1605049

Fyrir liggur staðfest tilboð í Þykkvabæjarskóla. Tilboðið hljóðar upp á 25 m. króna.



Tillaga er um að taka tilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.



Samþykkt með 6 atkvæðum, einn á móti (YH).

9.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2016

1506016

Fundaáætlun og sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2016 verði frá 9. júní til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 20. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 24. ágúst n.k.



Samþykkt samhljóða

10.Leikhópurinn Lotta - ósk um styrk

1606007

Ósk um auglýsingastyrk vegna sýningar fyrir börn á skólalóðinni á Hellu í sumar.
Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki og samþykkir að taka þátt í að auglýsinga atburðinn í Búkollu. Kostnaður færist á menningarstyrki.



Samþykkt samhljóða

11.Fyrirspurnir og erindi frá Á-lista 2016

1601019

Fyrirspurnir um fráveitu, hitaveitu og íþrótta- og tómstundamál.
11.1. Fráveitumál - Losun og meðhöndlun á seyru

Svar: Verið er að undirbúa reglubundna söfnun seyru í samráði við nágrannasveitarfélög innan Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.



11.2. Ljósleiðaravæðing í Rangárþingi ytra - - Hvaða áhrif hafði lagning ljósleiðara á Hellu á söluverð Hitaveitu Rangæinga?

Svar: Ekki liggja fyrir gögn hjá sveitarfélaginu, svo vitað sé, um það hvort lagning ljósleiðara hafi haft áhrif á söluverð hitaveitunnar til lækkunar eða hækkunar.



11.3. Við hvaða íþrótta- og tómstundafélög hefur RY gert samninga um reglubundinn styrk og hver er styrkupphæðin til hvers félag?

Svar: Fyrir liggur samantekt frá ritara íþrótta- og tómstundanefndar sem fylgir aðgengileg með fundargerðinni sem minnisblað.

12.Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk

1507015

Endurskoðað mat á umhverfisáhrifum
Lögð fram skýrsla um matsáætlun vegna Hvammsvirkjunar og ósk frá Skipulagsstofnun eftir umsögn um skýrsluna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.



Samþykkt samhljóða.



13.Kanslarinn, beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til gistingar í flokki IV.

1605056

Ósk um umsögn vegna beiðni Gilsár ehf um endurnýjun á rekstrarleyfi til gistingar í flokki IV að Dynskálum 10c í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

15.Til umsagnar frá Alþingi 785.mál

1605063

Frumvarp til laga um timbur og timburvöru.
Lagt fram til kynningar.

16.Samband Íslenskra sveitarfélaga - 839

1606004

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

17.Félags- og skólaþjónusta - Aðalfundur 2016.

1606008

Fundargerð frá 24052016
Lagt fram til kynningar.

18.HES - stjórnarfundur 172

1606009

Fundargerð frá 25052016
Lagt fram til kynningar.

19.Aðalfundur S1-3 ehf 2016

1605012

Fundarboð 9. júní 2016.
Lagt fram til kynningar.

20.Viðbygging við FSU

1512016

Framvinduskýrsla í maí 2016
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?