29. fundur 12. október 2016 kl. 15:00 - 16:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Yngvi Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 27

1609001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

    1.1.2 1603044 - Styrkvegir 2016

    Tillaga um að sveitarstjórn taki undir með samgöngu- og fjarskiptanefnd að vinna að því að koma á vegtengingu milli Háfs og Sandhólaferju. Sveitarstjóra falið að taka málið upp á næsta samráðfundi með vegagerðinni.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

    1.2.1 1609013 - Heimasíða Rangárþings ytra
    Tillaga um að sveitarstjórn taki undir með Atvinnu- og menningarmálanefnd um að rétt sé að endurnýja heimasíðu sveitarfélagsins. Þegar niðurstaða yfirstandandi verðkönnunar liggur fyrir verði kostnaði við endurnýjun heimasíðunnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 27 Gerð er tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016 sbr. meðfylgjandi greinargerð. Viðaukinn gerir ráð fyrir breytingu á rekstrarliðum samtals til lækkunar á útgjöldum um 57.036 þús. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu að upphæð 69.900 þús. og sölu eigna að upphæð 46.000 þús.

    Taka þarf tillit til þess að tekjur vegna sölu á eignum munu að einhverju leyti ekki skila sér fyrr en á næsta ári þó að þær bókist á þetta ár. Því ásamt öðrum sveiflum í fjárstreymi verði mætt með yfirdrætti ef þörf krefur.

    Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Niðurstaða byggðarráðs:
    Gerð er tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016 sbr. meðfylgjandi greinargerð. Viðaukinn gerir ráð fyrir breytingu á rekstrarliðum samtals til lækkunar á útgjöldum um 57.036 þús. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu að upphæð 69.900 þús. og sölu eigna að upphæð 46.000 þús. Taka þarf tillit til þess að tekjur vegna sölu á eignum munu að einhverju leyti ekki skila sér fyrr en á næsta ári þó að þær bókist á þetta ár. Því ásamt öðrum sveiflum í fjárstreymi verði mætt með yfirdrætti ef þörf krefur. Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki tillögu byggðarráðs að viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016.

    Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99

1610001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform
    lóðarhafa.
    Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða sameiningu lóða. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða sameiningu lóða.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur sér ekki fært að taka afstöðu til meðfylgjandi landamerkja. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur sér ekki fært að taka afstöðu til meðfylgjandi landamerkja.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í samráði við Forsætisráðuneytið. Gerður verði lóðarleigusamningur við eiganda mannvirkisins. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í samráði við Forsætisráðuneytið. Gerður verði lóðarleigusamningur við eiganda mannvirkisins.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem taka til umræddrar framkvæmdar í tillögu að matsáætlun. Nefndin gerir þó eftirfarandi athugasemdir:
    1.Í kaflanum um hljóðvist er hvergi sagt frá nærliggjandi skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin bendir á að umrætt frístundasvæði merkt F2 í greinargerð aðalsipulagsins er í um 500 metra fjarlægð frá áformuðum vindmyllum ef marka má mynd á bls. 2.
    2. Í upptalningu á þeim leyfum sem framkvæmdin kallar á í kafla 1.5 á bls. 5 er sagt frá því að leyfi frá byggingarfulltrúa þurfi vegna hávaða frá atvinnustarfsemi. Nefndin bendir á að samkvæmt 11. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 séu það Heilbrigðisnefndir undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar sem hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaða.
    3. Á bls. 1 er sagt að virkjunarsvæðið sé 357 ha að stærð. Nefndin telur að hér sé um misræmi í stærðum að ræða þar sem í kafla 1.6. á bls 7 er talað um að ekki sé lengur gert ráð fyrir Austurbæjarmýrinni undir framkvæmdasvæði virkjunarinnar.
    4. Skipulagsnefnd óskar eftir að betur verði gerð grein fyrir efnistöku í tengslum við framkvæmdina í frummatsskýrslu.
    5. Skipulagsnefnd telur að taka þurfi afstöðu til nálægðar við núverandi norðurljósamöstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem eru á suðurmörkum Austurbæjarmýrar.
    Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem taka til umræddrar framkvæmdar í tillögu að matsáætlun. Nefndin gerir þó eftirfarandi athugasemdir:
    1.Í kaflanum um hljóðvist er hvergi sagt frá nærliggjandi skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin bendir á að umrætt frístundasvæði merkt F2 í greinargerð aðalskipulagsins er í um 500 metra fjarlægð frá áformuðum vindmyllum ef marka má mynd á bls. 2.
    2. Í upptalningu á þeim leyfum sem framkvæmdin kallar á í kafla 1.5 á bls. 5 er sagt frá því að leyfi frá byggingarfulltrúa þurfi vegna hávaða frá atvinnustarfsemi. Nefndin bendir á að samkvæmt 11. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 séu það Heilbrigðisnefndir undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar sem hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaða.
    3. Á bls. 1 er sagt að virkjunarsvæðið sé 357 ha að stærð. Nefndin telur að hér sé um misræmi í stærðum að ræða þar sem í kafla 1.6. á bls 7 er talað um að ekki sé lengur gert ráð fyrir Austurbæjarmýrinni undir framkvæmdasvæði virkjunarinnar.
    4. Skipulagsnefnd óskar eftir að betur verði gerð grein fyrir efnistöku í tengslum við framkvæmdina í frummatsskýrslu.
    5. Skipulagsnefnd telur að taka þurfi afstöðu til nálægðar við núverandi norðurljósamöstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem eru á suðurmörkum Austurbæjarmýrar.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um neikvæð áhrif að ræða.
    Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun.
    Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og telur að brugðist hafi verið við þeim í meðfylgjandi tillögu. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og telur að brugðist hafi verið við þeim í meðfylgjandi tillögu. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir framlagða tillögu þar sem tekið hefur verið fullt tillit til athugasemda og gögnum breytt með tilliti til þeirra. Tillagan verði því send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar meðferðar.
    Svör við athugasemdum stofnunarinnar: (Svör eru byggð í meginatriðum á áliti skipulagsnefndar, skýringum framkvæmdaraðila, ISOR og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands).

    1. Ekki var haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang á áherslur í umhverfismati og stofnuninni var heldur ekki send tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu til skoðunar skv. lögum um umhverfismat áætlana.
    Framkvæmdaraðili sér um að tilkynna til Skipulagsstofnunar um framkvæmd sem lendir í flokki B í viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Þauleldi skv. lið 1.10 í umræddum viðauka gerir ráð fyrir þessu. Framkvæmdaaðili sendi inn tilkynningu um framkvæmd þann 4. nóvember 2015. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir 18. nóvember 2015, við úrvinnslu þeirra komu í ljós athugasemdir vegna staðsetningar ofl. við deiliskipulag og því var ákveðið að bíða niðurstöðu í því áður en uppfærð tilkynning væri send inn. Hún hefur verið send. Í lögunum kemur fram að samráð skuli haft við Skipulagsstofnun þegar tekin er ákvörðun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfisskýrslunni. Í skipulagslýsingu var sett fram matslýsing í þessum tilgangi. Skipulagsnefnd féll frá lýsingu þar sem skipulagstillagan var talin falla að stefnu aðalskipulags á fundi sínum þann 12.10.2015. Líklega hefur láðst að senda Skipulagsstofnun matslýsingu þegar skipulagslýsingin var felld út. Matslýsing hefur verið send Skipulagsstofnun.

    2. Upplýsingar um hvort þeim sem gerðu athugasemdir hafi verið svarað efnislega.
    Eftir síðustu umfjöllun í skipulagsnefnd dags. 22.8.2016 og eftir að sveitarstjórn hafði staðfest afgreiðslu skipulagsnefndar, var öllum þeim sem sendu athugasemdir við auglýsta tillögu send svör skipulagsnefndar.

    3. Ekki er í deiliskipulagi fjallað um breytingu á aðalskipulagi sem tók gildi 2015, þar sem m.a. er sýnt nýtt vatnsból á landi Jarlsstaða.
    Við vinnslu deiliskipulags var unnið samkvæmt gildandi aðalskipulagi, þar með talið umræddri breytingu. Uppdrættir hafa verið uppfærðir skv. því.

    4. Ekki er sérstaklega getið um alifuglaeldi í stefnu Aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022, fyrir utan ætlað alifuglaeldi að Geitasandi, 5ha. sem skilgreint var sem nýtt iðnaðarsvæði, I2. Útskýringu vantar á því af hverju sambærilegt alifuglaeldi að
    Jarlsstöðum skuli falla undir skilgreiningu landbúnaðarsvæða en ekki iðnaðarsvæði eins og að Geitasandi.
    Þegar heimild var veitt fyrir gerð deiliskipulags á fundi dags. 12.10.2015 var ákveðið að fallið yrði frá lýsingu skipulagsáætlunar þar sem tiltekin áform um byggingu alifuglahúss voru metin þannig að þau samræmdust stefnu í aðalskipulagi. Stuðst var við ákvæði í gildandi aðalskipulagi:
    "Landbúnaður verði áfram stundaður á bújörðum, með eðlilegum þróunarmöguleikum ýmissa atvinnugreina sem henta á slíkum svæðum.
    Styrkja þarf stöðu landbúnaðar sem atvinnugreinar og leita leiða til uppbyggingar stoðgreina hans. Með því er stefnt að þróun hefðbundinna búgreina í sátt við umhverfi sitt".

    5. Misræmi er í gögnunum hvað varðar endanlega staðsetningu alifuglabúsins. Fjarlægð milli alifuglabúsins og vatnsverndar-svæðisins er skv. greinagerð og umhverfisskýrslu 1800m, en samkvæmt uppdráttum virðast vera 900m milli búsins og grannsvæðis vatnsbólanna Kerauga og Tvíbytnulæks.
    Í ferlinu hefur staðsetning deiliskipulagsreitsins verið færð til nokkrum sinnum. Láðst hefur að uppfæra ofangreindar fjarlægðir í umhverfisskýrslu. Þetta hefur nú verið leiðrétt og inn á skýringaruppdrátt færðar fjarlægðir í næstu byggingar, frístundahús og slíkt ásamt fjarlægðum að nálægum verndarsvæðum. HES og ISOR hafa fjallað um nýja staðsetningu búsins með tilliti til hættu á mengun og eru upplýst um rétta staðsetningu og fjarlægðir í mörk vatnsverndar.

    6. Ekki er ljóst hvar hreinsivirki fyrir fráveitu skuli staðsett og umfjöllun vantar um hugsanleg umhverfisáhrif af því að beina siturlögn að Minnivallalæk. Eins vantar umfjöllun um hugsanleg umhverfisáhrif á nýtt vatnsból skv. síðustu aðalskipulagsbreytingu.
    Hreinsivirki fyrir fráveitu eru sýnd á skýringarmynd. Við samráð við heilbrigðiseftirlit kom í ljós að láðst hefur að geta þess að um tvö hreinsivirki er að ræða, annarsvegar fyrir frárennsli frá starfsmannaaðstöðu og hinsvegar þvottavatn frá húsinu og er því ekki um mengaðan úrgang að ræða. Slíkur úrgangur fer í sérstaka hauggeymslu sem skilgreind er í ákvæðum um góða búskaparhætti og þarf að samræmast ákvæðum í starfsleyfi.
    Vegna landhalla og stefnu grunnvatnsstrauma komu engar áhyggjur fram á vinnslutíma skipulagsins um Minnivallalæk og vatnsból Jarlsstaða. Engu að síður var óskað eftir svörum ISOR vegna þessara atriða. Eftirfarandi eru svör ISOR:
    „Skipulagsstofnun spyr hvort mögulegt hreinsivirki (siturlögn) frá fyrirhuguðu Alifuglabúi að Jarlsstöðum geti haft áhrif á Minnivallalæk.
    Svar: Mælingar sýna að vatn sem rennur um Minnivallalæk á svæðinu frá Fellsenda og a.m.k. niður fyrir Minnivelli sígur að hluta til í hraunið. Þannig minnkar vatnsmagnið í læknum eftir því sem neðar dregur á þessari leið. Vatn streymir sem sagt úr læknum til grunnvatnsins í hrauninu. Þar af leiðandi er ekki hætta á að siturlögn frá umræddu alifuglabúi hafi áhrif á Minnivallalæk.
    Einnig er spurt um möguleg áhrif Alifuglabúsins á nýtt vatnsból í landi Jarlsstaða sem var sett inn á síðasta aðalskipulag. Hvort búið geti á einhvern hátt haft áhrif á það?
    Svar: Alifuglabúið mun ekki hafa áhrif (þ.e. mengandi áhrif) á vatnsbólið. Borholan, sem er vatnsból Jarlsstaða, er í hrauninu um kílómetra norðaustur af fyrirhuguðu Alifuglabúi og liggur hærra í landi. Vatnafarskort og vatnsfarslíkan Landsvirkjunar sýna að grunnvatn í hrauninu kringum Alifuglabúið streymir til suðvesturs. Grunnvatn streymir því í átt frá vatnsbólinu til búsins undir náttúrulegum kringumstæðum. Til að snúa grunnvatnsstraumnum við þyrfti gríðarmikla og langvarandi dælingu úr djúpri borholu.
    Engar áætlanir eru um slíkt.“
    Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur einnig fram um vatnsverndarsvæði: Að mati stofnunarinnar er nauðsynlegt áður en lengra er haldið að skilgreina fjarsvæði fyrir vatnsverndarsvæði.
    Leitað var álits ISOR vegan þessarra athugasemda.
    "1. Komi svo til að búið lendi innan fjarsvæðis miðað við fyrirhugaða staðsetningu hefur það áhrif á fyrri niðurstöðu Ísor um að í lagi sé að byggt sé á fyrirhugaðri staðsetningu"?
    Svar ISOR: Athuganir og niðurstöður ÍSOR varðandi mengunarhættu frá alifuglabúinu eru óháðar því hvort fjarsvæði hefur verið formlega skilgreint eður ei.
    "2. Komi svo til að búið lendi innan fjarsvæðis miðað við fyrirhugaða staðsetningu. Er leyfilegt að dreifa húsdýraáburði á fjarsvæði"?
    Svar ISOR: Í gildandi reglugerð um fjarsvæði og varnir gegn mengun vatns er húsdýraáburður ekki nefndur þar sem hættuleg efni eru talin upp. Víða um land hafa fjarsvæði vatnsbóla verið skilgreind þannig að bújarðir og byggðarlög lenda innan þeirra. Þar hafa ekki verið lagðar hömlur á notkun búfjáráburðar.
    Skipulagsnefnd telur að fjarsvæði vatnsverndar skuli skilgreind í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í vinnslu.

    7. Skilmála vantar um stærð hauggeymslu.
    Bætt hefur verið inn í skilmála greinargerðar lágmarksstærð hauggeymslu, sjá undirstrikaðan texta.
    “Innan byggingarreits skal vera vönduð og þétt hauggeymsla skv. reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri nr. 804/1999. Skal rúmmál hauggeymslu vera nægjanlega mikið til að taka við mestu hugsanlegu birgðum af skít sem þarf að geyma á þeim tíma sem óæskilegt eða bannað er að dreifa búfjáráburði. Gera skal ráð fyrir að hauggeymsla geti tekið við allt að 7 mánaða úrgangi frá búinu eða a.m.k. 450 m³.

    8. Hvorki kemur fram til hvaða svæða sé litið fyrir dreifingu á úrgangi né neinar takmarkanir tilgreindar sem við geta átt, svo sem vegna vatnsverndar, jarðvegsgerðar eða nágrannasvæða. Stofnunin bendir á að deiliskipulag er grundvöllur starfsleyfis og þurfa ákvarðanir um nauðsynlegar takmarkanir að koma fram í deiliskipulaginu.
    Samráð hefur verið haft við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um þetta atriði. Ferilefnarannsókn var gerð á vegum ÍSOR til að meta grunnvatnsrennsli á svæðinu m.t.t. mengunarhættu frá áformuðum rekstri alifuglahússins. Niðurstaða úr þeirri rannsókn sýndi að ekki er talin hætta á mengun í grunnvatn. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu skilaði HES inn endurnýjaðri umsögn um skipulagið þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir HES í uppfærðri útgáfu skipulagsins. Skipulagsnefnd fjallaði um hana á fundi sínum þann 22.8.2016. Skipulagsstofnun hefur fengið álit ISOR vegna þeirrar rannsóknar.
    ÚRGANGUR
    Úrgangur frá fuglum verður meðhöndlaður samkvæmt Starfsreglum um góða
    búskaparhætti, sem settar eru skv. reglugerð 804/1999 og í samræmi við reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr.737/2003 og reglugerðum varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri nr. 804/1999. Annar úrgangur verður meðhöndlaður í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda.
    DREIFING ÁBURÐAR
    Rekstraraðili kjúklingabúsins skal vinna áætlun um nýtingu áburðar á jörðinni til fimm ára í senn í samvinnu við Landgræðslu Ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Forðast ber að dreifa á svæði þar sem jarðvegsdýpt nær ekki 30 sentimetrum og sprungur eru í
    berggrunninum. Einnig skal ekki dreifa áburði nær vatnsbólum en 50m og ekki nær sumarhúsabyggð eða íbúðarhúsum en 300m.

    9. Staðsetja þarf kaldavatnsholu fyrir búið.
    Kaldavatnshola sem fyrir er á jörðinni og var sett inná aðalskipulag með aðalskipulagsbreytingu sem staðfest var 11.2.2015, verður nýtt fyrir búið. Staðsetning hennar kemur fram á uppdrætti deiliskipulagsins.

    10. Aðkomuvegur að búinu þarf að vera innan deiliskipulagsins.
    Þetta hefur verið lagfært og skipulagsmörk sett meðfram vegi.

    11. Umsögn Minjastofnunar Íslands þarf að liggja fyrir m.t.t. endanlegrar staðsetningar byggingareits og nýrra aðkomuleiðar.
    Umsögn Minjastofnunar hefur borist, dags. 5. október 2016. Minjavörður gerir engar athugasemdir við skipulagið.
    Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir framlagða tillögu þar sem tekið hefur verið fullt tillit til athugasemda og gögnum breytt með tilliti til þeirra. Tillagan verði því send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar meðferðar.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar og svör nefndarinnar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum ábendingum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum ábendingum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju. Frekari breytingar verði í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju. Frekari breytingar verði í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd telur að ekki sé gengið á rétt nágranna þó bygging bílgeymslu fari út að gangstíg. Jafnframt telur nefndin að útlit samræmist núverandi byggingum. Nefndin samþykkir því áform umsækjanda. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd telur að ekki sé gengið á rétt nágranna þó bygging bílgeymslu fari út að gangstíg. Jafnframt telur nefndin að útlit samræmist núverandi byggingum. Nefndin samþykkir því áform umsækjanda.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 99 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar:
    Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. .

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 44

1609017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 45

1610005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 45 Veitustjóri kynnti yfirlit um núverandi samtengingar einstakra veitna og leiðir til að tengja þær enn frekar saman til að tryggja afhendingaröryggi. Einnig var farið yfir fyrirliggjandi áfangaskiptingu frá Rangárljósi þar sem hægt er að samnýta jarðvegsvinnu. Tillaga liggur fyrir um að vatnsveitan óski eftir heimild til framkvæmda að upphæð kr. 40 m. sem skiptist á árin 2016 og 2017. Gert er ráð fyrir að 13.6 m. falli til á árinu 2016 sem þarf þá að gera ráð fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 en afgangnum verði vísað til fjárhagsáætlunar 2017. Gert er ráð fyrir að fjárþörfinni verði mætt með lántöku vatnsveitunnar. Óskað er eftir því við aðildarsveitarfélög vatnsveitunnar að þau gangist í ábyrgð vegna lántökunnar, í samræmi við ákvæði í samþykktum vatnsveitunnar, og tryggi skammtímafjármögnun á árinu 2016 þar til lánsfé hefur fengist.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirætlanir vatnsveitunnar um nýjar framkvæmdir að upphæð kr. 40. m sem skiptast á árin 2016 og 2017 og jafnframt að gangast í ábyrgð vegna lántöku til fjármögnunar á fyrrgreindum framkvæmdum. Byggðarráði verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta skammtímafjármögnun á þeim hluta framkvæmdanna sem falla til á árinu 2016.

    Samþykkt samhljóða.

5.Tónlistarskóli Rangæinga - 147

1610003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga - 7

1609015

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.



6.2 1512019 - Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu



Sveitarstjórn tekur undir með vinnuhópnum að brýnt sé að huga að nauðsynlegum framkvæmdum í framhaldi af gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugasvæðið og að eðlilegast sé að sótt verði um styrki til slíkra verkefna í samstarfi með Umhverfisstofnun. Jafnframt verði leitað samstarfs við Veðurstofu Íslands, Landgræðsluna og Fiskistofu um áframhaldandi vinnu við gerð og hönnun varnargarða við Námshraun. Sveitarstjóra verði falið að leita samstarfs við framangreinda aðila og undirbúa styrkumsóknir m.a. í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.



Samþykkt samhljóða.

7.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Samningur við vegagerðina um vegtengingu frá Odda að Bakkabæjum yfir Þverá.
Tillaga er um að sveitarstjóra verði falið að ganga frá fyrirliggjandi samningi við vegagerðina um vegtengingu frá Odda að Bakkabæjum yfir Þverá. Sveitarstjóra verði jafnframt falið að hefja undirbúning verksins í samvinnu við vegagerðina.



Samþykkt samhljóða.

8.Erindi vegna námsvistar barna í öðru sveitarfélagi.

1610036

Fært í trúnaðarmálabók.

9.248.stjórnarfundur SOS

1610006

Fundargerð frá 28092016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.SASS - 512 stjórn

1610034

Fundargerð frá 30092016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.HES - stjórnarfundur 175

1610035

Fundargerð frá 30092016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Stjórn félags- og skólaþjónustunnar - 21 fundur

1610037

Fundargerð frá 27092016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Félagsmálanefnd - 37. fundur

1610038

Fundargerð 29092016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

1610026

Upplýsingabréf frá Innanríkisráðuneyti varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlanir.
Til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?