Sveitarstjórn Rangárþings ytra

30. fundur 09. nóvember 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættust liður 10. Byggðarráð 29 fundur, liður 11. Tónlistarskóli Rangæinga 148 fundur og liður 12 Þingfararkaup, aðrir liðir færast til í samræmi. Það var samþykkt samhljóða. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 13. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 28

1610013

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Tillaga byggðarráðs um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Tillaga byggðarráðs um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn. Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa málið áfram í samræmi við áform eigenda og beina því síðan til afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Húsakynni bs - 11

1611005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 11 Guðgeir Ólason kt. 140441-3099 og Guðlaug Jónsdóttir kt. 170442-3269 gera tilboð í Breiðöldu 7 upp á 21,5 milljónir króna. Kaupverð verði greitt í einu lagi við undirritun kaupsamnings. Tilboðið er gert með fyrirvara um yfirstandandi sölu á jörðinni Brú í Rangárþingi eystra. Tilboðið miðast við raðhús og bílskúr við Breiðöldu 7 á Hellu, ásamt öllu sem eigninni fylgir og fylgja ber, þ.m.t. tilheyrandi lóðaleiguréttindum.
  Stjórn samþykkir að taka tilboðinu og felur formanni að undirrita og samþykkja kauptilboðið.
  Samþykkt samhljóða

  Stjórnarmenn munu mæta til fasteignasala og undirrita kaupsamning þegar hann liggur fyrir. Afsal verður undirritað á næsta stjórnarfundi.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar

3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 27

1611004

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 27 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf. Áætlunin gerir ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 48.5 m og rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði kr. 8.9 m.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 46

1611003

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 46 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 fyrir Vatnsveituna. Tillagan gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 26 m.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Oddi bs - 8

1610017

Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 8

1610016

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna hans á þessu ári og að gert verði ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 6.2 1603024 Ungmennaráð
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Nefndin samþykkir erindisbréfið og fjárhagsáætlunina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Mikilvægt er að ungmennaráð taki erindisbréfið aftur til umfjöllunar í maí 2017 þegar reynsla er komin á starfsemi Ungmennaráðs. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Samþykkt samhljóða.

7.Húsakynni bs - 12

1611002

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 12 Fossalda 1:
  Tillaga um að fela formanni að setja húsið á sölu.

  Samþykkt samhljóða.

  Giljatangi:
  Tillaga um að gera viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016 fyrir Húsakynni bs að upphæð 8.2 m til kaupa á 10.4 ha lands í Nefsholti II. Viðaukinn kallar ekki á aukin fjárframlög frá aðildarsveitarfélögum og verður fjármagnað með handbæru fé.

  Samþykkt með 2 atkvæðum (IPG,YKJ), 1 situr hjá (KÖ)

  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Húsakynni bs - 12 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir Húsakynni árið 2017. Gerðar voru breytingar á fjarmagni til viðhalds íbúða í Giljatanga til lækkunar um 2.5 m.

  Tillagan samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Oddi bs - 9

1611006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 9 Unnið var með fjárhagsáætlun ársins 2017. Gestir fundarins voru Sigurjón Bjarnason, Sigurgeir Guðmundsson og Auður Erla Logadóttir.

  Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2017 fyrir Odda bs með þeim breytingum sem ræddar voru og ákveðnar á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101

1611001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt aðliggjandi hagsmunaaðilum á svæðinu.
  Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur þó ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa.
  Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að öllum lóðarhöfum áaamt veiðifélaginu skuli send tillagan til umsagnar á auglýsingatíma. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Nefndin leggur til að lóðin verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði og að breyting verði gerð á aðalskipulagi vegna þess. Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd fór yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar við auglýsta lýsingu. Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 101 Skipulagsnefnd telur að áform í deiliskipulagi kalli á nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 Bókun fundar Tillaga um að staðfesta bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

10.Tónlistarskóli Rangæinga - 148

1611009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Byggðarráð Rangárþings ytra - 29

1611008

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017-2020. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins undir lið 13.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Málinu frestað þar sem frekari gögn vantar frá umsækjanda. Bókun fundar Til kynningar.

12.Þingfararkaup

1611026

Vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun þingfararkaups
Tillaga um að þóknun kjörinna fulltrúa sveitarstjórnar og fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins ásamt með launum sveitarstjóra, hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs frá 29. október s.l. heldur miðist áfram við fyrri ákvörðun kjaranefndar um þingfararkaup og þau hlutföll sem miðað hefur verið við hjá sveitarfélaginu þar til Alþingi hefur tekið málið til umfjöllunar.Samþykkt samhljóða.

13.Fjárhagsáætlun 2017-2020

1610065

Tillaga lögð fram til fyrri umræðu
Lögð fram og kynnt tillaga byggðarráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2017-2020. Fjárhagsáætluninni vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember n.k.Samþykkt samhljóða

14.Til umsagnar frá Alþingi

1611017

Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu.
Lagt fram til kynningar.

15.Lækjarbraut 7, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi til gistingar í flokki I.

1611003

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Kristínar Sigfúsdóttur um rekstrarleyfi til gistingar í flokki I í íbúðarhúsi sínu við Lækjarbraut 7, Rangárþingi ytra.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu leyfisins.Samþykkt samhljóða.

16.Rangárstígur 3, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis um gistingu í flokki II.

1611002

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ægisbliks ehf um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í sumarhúsi sínu á lóð 3 við Rangárstíg í Rangárþingi ytra.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu leyfisins.Samþykkt samhljóða.

17.843. stjórnarfundur Sambands Íslenskra sveitarfélaga

1611001

Lagt fram til kynningar.

18.249. stjórnafundur SOS

1610067

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Félagsmiðstöð

1605046

Minnisblað um starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Hellisins.
Lagt fram til kynningar.

20.Sorphirðumál í sveitarfélaginu

1503031

Minnisblað vegna gámaplans
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?