32. fundur 11. janúar 2017 kl. 15:00 - 17:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til þá breytingu á dagskrá að við bættist liður 4. Heilsugæsla HSU í Rangárþingi. Jafnframt lagði oddviti til að mál 18. Ábyrgð á lánum Hitaveitu Rangæinga færist til í dagskránni og verði liður 6. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Fundinn sat einnig Unnur Þormóðsdóttir undir lið 3.

1.Mið-Sel, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis gisting í flokki II

1612054

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn fyrir Mið-Sel, umsókn um gistingu í flokki II
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

2.Útgáfa byggðasögu Hellu

1601013

Undirbúningur bókarinnar er á áætlun og stefnt er að því að útgáfudagur verði 17. ágúst 2017.
Lagt fram til kynningar minnisblað um undirbúning útgáfu á byggðasögu Hellu sem nú er kominn á lokasprett.

3.Sauðfjárveikivarnir

1611064

Svar frá MAST varðandi fyrirspurn sveitarstjórnar um heyflutninga yfir Þjórsá.
Lagt fram svar frá MAST við fyrirspurn sveitarstjórnar varðandi undanþágur sem stofnunin gefur til heyflutninga yfir sauðfjárveikivarnarlínu um Þjórsá.



Tillaga um að senda svar MAST til kynningar hjá nágrannasveitarfélögum í Rangárþingi og hjá félagi Sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Jafnfram er tillaga um að óska eftir því að fulltrúi MAST komi sem fyrst til sameiginlegs fundar fyrrgreindra aðila til að fara yfir og ræða framtíð og þýðingu sauðfjárveikivarna almennt á svæðinu. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.



Samþykkt samhljóða.





Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra eru á móti því að heyflutningar yfir sauðfjárveikivarnarlínu um Þjórsá af sýktu á ósýkt svæði eigi sér stað, þrátt fyrir litla möguleika á smiti. Nauðsynlegt er að leyfisveitendur upplýsi og leiti álits hjá sauðfjárbændum og sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu áður en undanþága er gefin til slíkra heyflutninga.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

Fylgiskjöl:

4.Áskorun frá Sólheimum - þjónustusamningur

1612038

Vegna þjónustusamnings Sólheima við Bergrisann bs.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

1612053

Fundargerðir til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Bergrisinn - fundargerðir 21 og 22

1612041

Fundargerðir frá 12102016 og 21102016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.



Tillaga um að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um fjárhagsmál sem voru til umræðu undir lið 1. í fundargerð 22. og senda á sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.

8.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 845 fundur

1612044

Fundargerð frá 16122016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.SASS - 515 stjórn

1612051

Fundargerð frá 16122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

1610026

Tilmæli eru til sveitarstjórna að fara yfir form og efni viðauka sem gerðir eru.
Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti til sveitarstjórna landsins þar sem reglur um gerð viðauka eru kynntar og óskað eftir því að fjallað sé um þær á vegum sveitarfélaganna. Þessar reglur hafa verið innleiddar hjá Rangárþingi ytra en gerð er tillaga um að sveitarstjóri kynni þær sérstaklega á forstöðumannafundi og sjái til þess að þær verði jafnframt kynntar í stjórnum þeirra byggðasamlaga þar sem Rangárþing ytra er þátttakandi.



Samþykkt samhljóða.

11.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105

1612010

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar tengingu við Suðurlandsveg hefur verið breytt sbr. ábendingar vegagerðarinnar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Lagt fram til kynningar Bókun fundar
    Lagt fram í sveitarstjórn til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram komna lýsingu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að reglugerð og leggur til að sveitarstjórn staðfesti hana. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 105 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar
    Lagt fram í sveitarstjórn til kynningar

12.Hrafntinnusker, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II

1612043

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í skála félagsins í Hrafntinnuskeri í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

13.Hvanngil, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II.

1612049

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í gistiskála félagsins í Hvanngili, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

14.Álftavatn, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II.

1612050

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í gistiskála félagsins við Álftavatn, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

15.Ábyrgð á lánum Hitaveitu Rangæinga

1302082

Samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um ábyrgðargjald.
Fyrir fundinum liggur undirritaður samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélaganna í Rangárþingi um ábyrgðargjald vegna yfirtekinna lána frá þeim tíma er sveitarfélögin seldu Hitaveitu Rangæinga til Orkuveitunnar. Samningur er um að OR greiði hverju sveitarfélagi fyrir sig 0,3% þóknun árlega af ábyrgðarskuld á hverjum tíma og að Orkuveitan greiði sveitarfélögunum jafnframt ábyrgðargjald aftur í tímann frá og með árinu 2012. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samning og taki þátt í fyrirliggjandi áföllnum lögfræðikostnaði til jafns við hin sveitarfélögin.



Samþykkt samhljóða.



Sveitarstjórn vill nota þetta tækifæri og þakka fulltrúum Ásahrepps fyrir farsæla forystu við að leiða þetta mál til lykta.

16.Lánasjóður sveitarfélaga - lán til endurfjármögnunar

1501043

Til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2017 hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2017 hjá Lánasjóði sveitarfélaga og til að fjármagna hluta af fjárfestingum við veituframkvæmdir sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lántaka þessi er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.



Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

17.Heilsugæsla HSU í Rangárþingi

1602040

Umræða um hvað hafi áunnist í bættri heilbrigðisþjónustu í Rangárþingi nú þegar ár er liðið frá sameiginlegri yfirlýsingu með HSU um þau mál.
Þann 1. febrúar n.k. er liðið ár frá því að yfirstjórn HSU gaf út sameiginlega yfirlýsingu með sveitarfélögunum vegna heilsugæslu í Rangárþingi. Í yfirlýsingunni koma fram ýmiss atriði sem lúta að fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í héraði og getið um fyrirhugaðar nýjungar í útfærslu og skipulagi til eflingar henni. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur mikilvægt að óska eftir sameiginlegum fundi með yfirstjórn HSU að nýju til að fara yfir hvað hefur áunnist á því ári sem nú er liðið. Tillaga um að fela sveitarstjóra að leita eftir slíkum fundi sem allra fyrst.



Samþykkt samhljóða

18.Hjúkrunarrými í Rangárþingi ytra og á Suðurlandi

1701013

Umræða um stöðu hjúkrunarrýma á Suðurlandi. Unnur Þormóðsdóttir, formaður færni- og heilsumatsnefndar Suðurlandsumdæmis mætir til fundar.
Unnur Þormóðsdóttir fór yfir stöðu mála hvað varðar hjúkrunarrými fyrir aldraða á Suðurlandi. Í máli hennar komu fram upplýsingar um hina miklu þörf fyrir aukið hjúkrunarrými í landshlutanum, sem vex nú enn meira þegar Kumbaravogi verður lokað.



Bókun sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra harmar það að ekki skuli hafa verið unnt að halda rekstri Kumbaravogs

áfram þar til nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi verður tilbúið. Ljóst er að álag á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund, heimaþjónustu sveitarfélagsins og heimahjúkrun HSU vegna þessarar ákvörðunar mun aukast gríðarlega. Í ljósi þessa er mikilvægt að fjölga hjúkrunar- og hvíldarrýmum á Lundi og veita fjármagni til HSU til að koma á kvöld- og helgarþjónustu heimahjúkrunar í Rangárþingi.



Tillaga um að senda bókunina á Heilbrigðisráðherra, þingmenn Suðurkjördæmis, yfirstjórn HSU og stjórn Lundar.



Samþykkt samhljóða.

19.Erindi um skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Óskað eftir því við sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu, Flóahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi að þær taki afstöðu til þátttöku í verkefninu og eftir atvikum skipi tvo fulltrúa í samstarfsnefnd sem yrði kölluð saman fyrir lok janúar 2017.
Lagt fram erindi frá sameiginlegum fundi oddvita og sveitarstjóra sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu og á vesturbakka Þjórsár. Með erindinu er óskað eftir því við sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu, Flóahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi að þær taki afstöðu til þátttöku í skoðun á þeim tækifærum og ágöllum sem gætu falist í mögulegri sameiningu þessara sveitarfélaga og eftir atvikum skipi tvo fulltrúa í samstarfsnefnd sem yrði kölluð saman fyrir lok janúar 2017.



Tillaga er um að Rangárþing ytra taki þátt í verkefninu og að fulltrúar sveitarfélagsins í samstarfsnefnd verði Ágúst Sigurðsson og Yngvi Karl Jónsson.



Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?