Sveitarstjórn Rangárþings ytra

33. fundur 08. febrúar 2017 kl. 16:30 - 17:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 31

1612012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 31 Lagt fram minnisblað frá vinnufundi Byggðarráðs um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á umhverfið í húsnæðismálum Rangárþings ytra.

  Byggðarráð leggur til að unnin verði húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og sveitarstjóra verði falið að skipuleggja og hefja þá vinnu. Í þeirri áætlun verði m.a. lagt mat á þörf fyrir leiguhúsnæði og greindar þær leiðir sem fara mætti til að svara þeirri eftirspurn. Jafnframt verði skoðað hvort hagkvæmt gæti verið að gera breytingar á húsnæðiseign sveitarfélagsins og með hvaða hætti má nýta þær leiðir sem boðaðar eru í nýrri löggjöf, m.a. um stofnframlög.
  Bókun fundar Lagt er til að unnið verði áfram í takt við tillögur byggðarráðs og stefnt að því að leggja fram húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 10

1701007F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

3.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 40

1412032F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

3.1 Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Lögð fram drög nefndarinnar að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með þeirri viðbót við 9. gr. að sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir 15-17 ára verði 60% af leigufjárhæð en þó eigi hærri en 25 þúsund af leigufjárhæð. Einnig viðbót við 23. gr. um að reglurnar verði endurskoðaðar að ári liðnu.

Tillaga um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti reglurnar með fyrrgreindum viðbótum og jafnframt að félagsþjónustan hafi með höndum alla umsýslu varðandi umsóknir og afgreiðslu þeirra skv. fyrrgreindum reglum.

Samþykkt samhljóða.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106

1701003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi áform um landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram lagðar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir skipulagsstofnunar og tekur undir með stofnuninni að auglýsa þurfi tillöguna að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga þegar búið er að taka tillit til athugasemda stofnunarinnar.

  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skýrsla ÍSOR lögð fram til kynningar. Nefndin telur að kynna eigi skýrslu ÍSOR fyrir fulltrúum Rangárþings eystra ásamt landeigendum og stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps áður en af endanlegri afgreiðslu verður. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram lagðar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Skipulagsnefnd fjallaði um ábendingar skipulagsstofnunar við lýsinguna og telur að í meðfylgjandi tillögu hafi verið tekið fullt tillit til þeirra. Nefndin leggur því til að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði jafnframt kynnt hagsmunaaðilum með auglýsingu í staðarblaði og á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Nefndin samþykkir að bæta skuli merkingar á þessum stöðum og leggur til að Þjónustumiðstöðinni verði falið verkefnið. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 4.11 1701033 Útskálar Vistgata
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 106 Lagt fram til kynningar. Vísað til skoðunar á umferðar- og umferðaröryggismálum í þéttbýlinu heildstætt. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

Um fundargögn, fundarboð og lántökur.
5.1 Lántaka sveitarfélagsins
Bókun:
Í samræmi við samþykktar verklagsreglur um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun óska fulltrúar Á-listans eftir því að grein verði gerð fyrir ráðstöfun þeirra 50 milljóna króna sem teknar voru að láni hjá lánastofnun sveitarfélaga eftir síðasta fund sveitarstjórnar.

Yngvi Karl Jónsson, Mrgrét Harpa Guðsteinsdóttir, Sigdís Oddsdóttir.

Svar sveitarstjóra:
Eins og fram kemur í bókun við mál 1501043 frá síðasta fundi sveitarstjórnar þann 11.1.2017 þá er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2017 hjá Lánasjóði sveitarfélaga og til að fjármagna hluta af fjárfestingum við veituframkvæmdir sveitarfélagsins. Lántaka þessi er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Gerður verður sérstakur viðauki þegar endanleg útfærsla á veituframkvæmdum ársins liggur fyrir.


5.2 Fundargögn og fundarboðun

Tillaga Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþing ytra leggja til að sveitarstjóra verði falið að fara yfir verkferla um birtingu fundargagna og boðun funda á vegum nefnda, stjórna og ráða á vegum Rangárþings ytra og tryggja að farið sé eftir samþykktum sveitarfélagsins í þessum efnum.

Allt frá því á 3. fundi sveitarstjórnar á núverandi kjörtímabili þann 9. september 2014 hafa fulltrúar Á-listans ítrekað vakið athygli á vanköntum á fundarboðun, fundarritun og birtingu fundargagna á vegum nefnda, stjórna og ráða á vegum sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Töluverðum fjármunum Rangárþings ytra hefur verið varið í að efla þessa þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Meðal annars kom sérfræðingur frá Sambandi íslenska sveitarfélaga með námskeið sem haldið var m.a. fyrir formenn nefnda, ráða og stjórna á vegum Rangárþings ytra. Þá hefur sveitarfélagið innleitt skjalavinnslukerfi (One System) til að auðvelda starfsmönnum vinnu við skjalavörslu og til að íbúar geti betur fylgst með framvindu einstakra mála.

Yngvi Karl Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Sigdís Oddsdóttir

Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Bókun D-lista:
Það er álit okkar sem skipum D-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra að í flestum tilfellum hafi tekist vel til við boðun funda og útdeilingu fundargagna en ávallt þarf þó að vera á varðbergi fyrir því að betur sé hægt að gera. Það er því góðfúsleg ósk til allra þeirra sem verða varir við að einhverjir vankantar séu í þessum efnum að athugasemdum með beinum ábendingum sé komið til sveitarstjóra umsvifalaust og án tafar með símtali eða tölvupósti um leið og vart verður.

Þorgils Torfi Jónsson, Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Haraldur Eiríksson og Ágúst Sigurðsson

6.Djúpárbakki 165405, beiðni um lögbýli

1702002

Jón Viðar Magnússon óskar eftir lögbýlisrétti á jörð sína Djúpárbakki 165405 við Þykkvabæ. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis á Djúpárbakka í samræmi við framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða.

7.Ölver, beiðni um lögbýlisrétt

1701041

Björgvin Filippusson fyrir hönd föður síns, Filippusar Björgvinssonar, óskar eftir stofnun lögbýlis úr landi Ölversholtshjáleigu. Fyrirhugað er að nefna landið Ölver eftir að landskipti hafa gengið í gegn. Landskiptaferli er í gangi.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis úr landi Ölversholtshjáleigu, í samræmi við framlögð gögn, og að hið nýja lögbýli verði nefnt Ölver.

Samþykkt samhljóða.

8.Hlutafé í Visit South Iceland

1702011

Stjórn félagsins óskar eftir því, að hluthafar, samþykki sölu á nýju hlutafé til þriggja aðila og hyggist ekki nýta forkaupsrétt.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við sölu á nýju hlutafé í Visit South Iceland. Sveitarfélagið hyggst ekki auka hlut sinn í félaginu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða.

9.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 846. fundur

1702004

Fundargerð frá 02022017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Samtök orkusveitarfélaga - 28 stjórnarfundur

1702013

Fundargerð frá 20012017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála

1504010

Minnisblað frá fundi sveitarstjóra í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum.
Lagt fram til kynningar.

12.Sauðfjárveikivarnir

1611064

Minnisblað frá fundi með fulltrúum MAST
Lagt fram til kynningar.

13.Innleiðing Árósarsamningsins

14.Lífrænn úrgangur til landgræðslu - tækifæri

1702012

Skýrsla til kynningar frá Landgræðslunni.
Lagt fram til kynningar.

15.Reglugerðardrög - eldvarnir og brunaeftirlit

1701026

Drög til kynningar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?