37. fundur 10. maí 2017 kl. 15:00 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fulltrúar ungmennaráðs komu til fundar undir lið 4. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 5. Formaður lagði til að liður 9. falli út og við bætist liðir 16. Svínhagi SH-14, Kjarr, ósk um stofnun lögbýlis, 17. Héraðsnefnd Rangæinga - 7 fundur, 18. Félags- og skólaþjónusta - 25 fundur og 19. Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýslu og var það samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 35

1704006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar 1.1.2 Vegir í Rangárþingi ytra

  Ólafur Kr. Guðmundsson verkefnisstjóri hjá EuroRAP á Íslandi kynnti verklag við kortlagningu vegakerfis ákveðinna svæða á Íslandi. Meðal annars kynnti hann vinnu sína fyrir sveitarfélög í Árnessýslu og Ásahreppi. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur til við sveitarstjórn að láta gera svipaða úttekt fyrir vegi í Rangárþingi og leita samstarfs við Rangárþing eystra um þátttöku í slíku.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga er um að sveitarstjórn taki vel í hugmynd Samgöngu- og fjarskiptanefndar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram tillögu með kostnaðaráætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Farið yfir drög að gjaldskrá fyrir geymslusvæði á Hellu. Byggðaráð leggur til að lágmarksgjald fyrir geymslu á svæðinu fyrir svæði allt að 15 m2 verði 1.000 kr á mánuði með vsk og fermetragjald fyrir leigusvæði umfram 15 m2 verði kr 65 með vsk.Sveitarstjóra falið að vinna lokaskjal fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
  Bókun fundar Tillaga er um að staðfesta bókun byggðarráðs um gjaldskrá fyrir geymslusvæði á Hellu.

  Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112

1704013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd leggur til að allir umsækjendur fái úthlutað þeim lóðum sem þeir sóttu um. Nefndin leggur til að í lóðarleigusamningi fyrir lóðir undir salerni verði einnig tekið á rekstri tjaldsvæða þeim tengdum.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd telur að með svörum framkvæmdaaðila sé komið til móts við áherslur Vegagerðarinnar að fullu. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að senda endanlega tillögu til skipulagsstofnunar og telur ekki þörf á frekari málsmeðferð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til afgreiðslu skipulagsstofnunar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til afgreiðslu skipulagsstofnunar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita samráðs við aðliggjandi sveitarfélög um lausnir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Lagðar fram hugmyndir til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Afgreiðsla skipulagsnefndar verður send öllum þeim sem gerðu athugasemdir og skal áréttað að um sömu svör eru að ræða við breytingu á aðalskipulagi og við tillögu að deiliskipulagi. Nefndin telur að lagfæringar, að teknu tilliti til fram kominna athugasemda, séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. skipulagslögum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og áform umsækjanda falla því ekki að skilmálum slíkrar landnotkunar.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Óskað er eftir að áform verði grenndarkynnt til aðliggjandi lóðarhafa.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 112 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til Veitna ohf og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því m.t.t. meðfylgjandi gagna frá framkvæmdaraðila. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 29

1704005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 7

1704012F

Vísað er tilumfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 7 Farið yfir helstu niðurstöður Ungmennaþings og verða þær kynntar á næsta fundi sveitarstjórnar. Bókun fundar Ungmennaráð Rangárþings ytra kom til fundar og kynnti niðurstöður og hugmyndir frá Ungmennaþingi sem haldið var í Menningarsalnum á Hellu 29. mars sl.

  Sveitarstjórn fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í kynningu Ungmennaráðs og þeim krafti sem er í starfi ráðsins. Sveitarstjóra falið að vinna með Ungmennaráði og starfsmanni ráðsins að forgangsröðun og útfærslu einstakra hugmynda og leggja tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 7 Við tilnefnum sem aðalmann í Ungmennaráð suðurlands Rebekku Rut Leifsdóttur og varamann Dagný Rós Stefánsdóttur. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 7 Ungmennaráð gerir engar athugasemdir við erindisbréfið. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Ársreikningur 2016

1704009

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 til seinni umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 12. apríl 2017 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sama dag og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareingingar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs., Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu kr. 1.633.492 þúsund. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 187.073 þúsund. Eigið fé í árslok 2016 var kr. 1.393.805 þúsund.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2016.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

6.Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu

1512019

Samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk til uppbyggingar í Landmannalaugum.
Tillaga erum um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samning við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um 60 m. kr styrk til uppbyggingar í Landmannalaugum og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

7.1 Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa til sölu hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. Auglýsingin skal birt í helstu auglýsingarmiðlum landsins þar sem fyrirtæki og fasteignir eru til sölu.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða og fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf falið að kynna hana á þeim vettvangi.


7.2 Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn RY leggja til að „Samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra og greiðslur fyrir nefndastörf“ verði breytt þannig að heildarlaunakostnaður sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna taki breytingum frá og með 1. nóvember 2016 til samræmis við launavísitölu og uppfærist tvisvar á ári í janúar og júní og þannig verði tenging við þingfararkaup afnumin.


Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir


Tillaga er um að leita samstarfs við nágrannasveitarfélögin í Rangárvallasýslu um tillögu í þessum efnum þannig að tveir úr hverri sveitarstjórn setjist yfir málið og undirbúi tillögu sem lögð yrði fyrir sveitarstjórnir. Samþykkt að fela ÞTJ og YKJ að leita eftir slíku samráði við nágrannasveitarfélögin þannig að leggja megi tillögu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

8.Atvinnumál fatlaðs einstaklings

1705001

Fært í trúnaðarmálabók.

9.Til umsagnar 190.mál

1705010

Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 439.mál

1705008

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarafélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks,stjórnýsla og húsnæðismál)
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar 438.mál

1705007

Velferðarnefnd - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar 375.mál

1705002

Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn
Málið þegar kynnt undir lið 9.

13.Til umsagnar 435.mál

1704054

Allherjar og menntamálanefnd um jafna meðferð á vinnumarkaði
Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar 436.mál

1704053

Allherjar og menntamálanefnd um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna
Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar 434.mál

16.Svínhagi SH-14, Kjarr, ósk um stofnun lögbýlis

1704049

Gylfi Ívar Magnússon, kt. 190763-3749, óskar eftir umsögn sveitarstjórnar til stofnunar lögbýlis á landi sínu, Svínhaga SH-14, Rangárþingi ytra. Landið sem um ræðir er 6,5 ha að stærð og er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Deiliskipulag liggur fyrir af landinu þar sem áformað er að byggja einbýlishús. Jákvæð umsögn Búnaðarsambands Suðurlands liggur fyrir.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu Svínhaga SH-14 og nefna það Kjarr.

Samþykkt samhljóða.

17.Héraðsnefnd 7. fundur

1705020

Fundargerð frá 08052017.
17.3 Málefni Stórólfsvallar.
Héraðsnefnd Rangæinga hefur borist kauptilboð í 212 ha lands úr landi jarðarinnar Stórólfsvallar. Tilboðsfjárhæðin hljóðar upp á kr. 76.000.000,-

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki kauptilboðið f.h. Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

18.Félags- og skólaþjónusta - 25 fundur

1705022

Fundargerð frá 09052017 auk fundargerðar frá aðalfundi 2017 og ársreikningi 2016.
18.3 Starfsmannamál skólaþjónustu.

Stjórn Félags- og skólaþjónustu hefur samþykkt fyrir sitt leyti 60% stöðugildisaukningu við Skólaþjónustudeild. Stjórnin telur ekki þörf á að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að svo komnu máli, þar sem ekki hefur tekist að ráða í stöðu talmeinafræðings og því skapast fjárhagslegt svigrúm.

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Félags- og skólaþjónustu fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

19.Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýslu

1705024

Fundargerð frá 08052017
19.2 Málefni Skógasafns

Ríkissjóður hefur gert Skógasafni tilboð um að kaupa byggingar Skógaskóla fyrir kr. 150.000.000,- Verði af kaupum er fyrirhugað að selja húsin aftur undir starfsemi sem gæti fallið vel að starfsemi Skógasafns. Héraðsnefndirnar veita stjórn Skógasafns heimild til að ganga til samninga við Ríkissjóð um kaup á húsunum. Ákvörðunin er háð samþykki sveitarstjórna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrirhuguð kaup fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

20.255.stjórnarfundur SOS

1705011

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2017

1705009

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?