39. fundur 13. september 2017 kl. 15:00 - 15:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117

1706008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.3 1707016 Hagi 2, landskipti
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin en vill vekja athygli á að áformuð uppbygging samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Áformað deiliskipulag svæðisins getur því lent í uppnámi nema breyting á aðalskipulaginu nái fram að ganga. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
    Tenging inná Landveginn hefur verið færð til suðurs að beiðni Vegagerðarinnar.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Horfið var frá borun eftir vatni og ákveðið að tengjast við vatnsveitu sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki Þörf á frekari málsmeðferð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Felldar voru út íbúðarlóðir til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar. Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Nefndin leggur til að allar lóðir vestan við veginn verði felldar úr frístundanotkun í aðalskipulagi ásamt fyrstu lóð austan megin, Gaddstaðir 1. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd samþykkir að umrædd lóð, Hólsbakki, verði tekin úr frístundanotkun í aðalskipulagi og gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Skipulagsfulltrúa verði falið að koma þeirri breytingu inní endurskoðun aðalskipulagsins sem er í gangi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir skipulagsstofnunar. Settir hafa verið fram skýrari skipulagsskilmálar varðandi staðsetningu og stærð bygginga, bætt hefur verið inní ákvæðum varðandi gerð og tegund gistiþjónustu og byggingarheimildir minnkaðar.
    Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 117 Nefndin fjallaði um framkomnar athugasemdir stofnunarinnar. Byggingareitur hefur verið minnkaður og byggingarheimildir minnkaðar úr 2.000 m² í 1.300 m². Fjöldi húsa takmarkaður. Gistirými skilgreind. Gerð grein fyrir flokkun og tegund gististaðar. Fornminjar eru sýndar á uppdrætti.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Hálendisnefnd - 6

1709002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Hálendisnefnd - 6 Hálendisnefnd fór í skoðunarferð um svæðið föstudaginn 31. ágúst. Lagt var af stað frá Hellu klukkan 9.00 og var heim komið klukkan 17.30.

    Farið var upp hjá Keldum og byrjað á að skoða aðstæður eftir fyrri rallýkeppni, sem haldin var 24. ágúst sl.
    Niðurstaða þeirrar skoðunar er að það stórsér á sumum vegaköflum, sem rekja má til skriðs og hraðaksturs rallýbílanna. Á tveimur stöðum sást að bílar höfðu farið út af og var ekki séð að gengið hefði verið frá umhverfinu í sama horf og var fyrir keppni. Á einum stað voru steinar málaðir í appelsínugulum lit til merkingar á leiðum og er það mjög ámælisvert.
    Nefndin ítrekar að horft verði til þess að lagfæring slíkra skemmda getur orðið kostnaðarsöm og því eigi að innheimta ákveðið gjald til aðstandenda keppninnar við leyfisveitingar.

    Farið var frá Dómadalsvegi, meðfram Valagjá og inná Dyngjuleið. Þaðan ekið að Sigölduvegi og farið inná gamla Sigölduveginn að Hrauneyjum. Þaðan var svo ekið eftir öðrum fyrirhuguðum akstursleiðum svæðisins.
    Flestir staðir á leiðinni voru til þess fallnir að ekki þótti ástæða til að takmarka einstaka keppnisleiðir. Þó skal haft í huga að á nokkrum stöðum er gróður að byrja baráttu sína fyrir tilveru sinni ásamt því að sumir slóðar eru orðnir mjög niðurgrafnir þannig að menn geta freistast til að keyra yuppúr þeim, en þeir staðir virtust að mestu vera utan tilgreindra keppnisleiða.
    Fyrir liggja jákvæðar umsagnir ofangreindra aðila. Nefndin telur því ekki ástæðu til að banna keppni á þessum leiðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    1. Eingöngu skal ekið eftir merktum leiðum keppninnar.
    2. Algerlega skal komið í veg fyrir utanvegaakstur með merkingum sem auðvelt verði að fjarlægja að keppni lokinni.
    3. Allt rask skal afmáð og gengið frá svæðum í upprunamynd.
    4. Keppnishaldari skal sjá um að keppendur og starfsfólk fari um svæðið með gát og skilji ekki eftir sig óþarfa rask og óþrifnað.
    5. Gert er ráð fyrir því að farið verði í eftirlitsferð að keppni lokinni og lagt mat á aðstæður og frágang eftir keppnina.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 5

1709003F

Fundargerðin staðfest samhljóða.

4.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 31

1709001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Tilnefning fulltrúa á aðalfundi SASS og HES

1509032

Tilnefning 4 fulltrúa á aðalfund SASS og 4 fulltrúa á aðalfund HES auk varamanna
Aðalfundir SASS og HES verða haldnir á Selfossi 19 - 20 október 2017. Tillaga um að tilnefna Þorgils Torfa Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Yngva Karl Jónsson og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur á aðalfund SASS; Tillaga um að Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Heimir Hafsteinsson, Sigdís Oddsdóttir og Steindór Tómasson verði varamenn; Tillaga um að að tilnefna Þorgils Torfa Jónsson, Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, Yngva Karl Jónsson og Sigdísi Oddsdóttur á aðalfund HES og til vara Heimi Hafsteinsson, Ágúst Sigurðsson, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Steindór Tómasson.

Samþykkt samhljóða

6.Yfirlit fasteigna á söluskrá

1412025

Uppfært yfirlit fasteigna Rangárþings ytra sem eru á söluskrá.
Lagðar fram upplýsingar um eignir sem eru á sölu hjá fasteignasala en eingöngu er þar um að ræða sumarhúsalóðir. Tillaga um að gefa færi á tilboðum í eignina Þrúðvang 31 á þeim forsendum að sveitarfélagið hyggst koma sér upp nýjum hagkvæmum félagslegum íbúðum.

Samþykkt samhljóða.

7.Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra 2017

1705029

Minnispunktar frá samráðsfundi vorið 2017.
Minnispunktar frá fundinum lagðir fram til kynningar. Einnig lögð fram til kynningar bókun frá 48. fundi Ásahrepps þar sem velt er upp þeirri hugmynd hvort möguleg einföldun og hagræðing gæti hlotist af því að skipta upp þeim eignum sem eru í eigu Húsakynna bs. og viðhald sameiginlegra eigna yrði hjá sveitarfélögunum.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur vel í þessa tillögu og leggur til að oddvitum og sveitarstjórum í samráði við endurskoðendur sveitarfélaganna verði falið að leggja fram tillögu að aðgerðaáætlun á næsta sveitarstjórnarfundi.

Samþykkt samhljóða.

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

Fyrirspurnir varðandi geymslusvæði, móttökuáætlun og gervigras.
8.1. Hver er heildarkostnaður við standsetningu á geymslusvæðinu á Hellu og hver er nýtingin á svæðinu?

Svar:
Nýtingin fer vaxandi en auk sveitarfélagsins sjálfs þá eru það sérstaklega eigendur gáma og bifreiða sem sýna þessu áhuga. Nú eru komnar 10 gámaeiningar en meira væntanlegt. Kostnaður vegna geymslusvæðisins féll aðallega til á árinu 2016 eða 2.915 þúsund. Gamalt efni var endurnýtt í girðingu og kostnaður því að stærstum hluta vinna. Kostnaður vegna myndavélar og rafmagns fellur til á þessu ári en nýtist fyrir gámaplanið einnig og rúmast innan áætlunar þar.

8.2. Hver er staðan á móttökuáætlun fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins Rangárþings ytra?

Svar:
Móttökuáætlun nýbúa (mál nr. 1506017) - Málinu er ekki lokið en vinnuhópur undir forystu Eiríks Sigurðssonar er að störfum.

8.3. Hvernig gengur að leggja nýtt gervigras á sparkvelli sveitarfélagsins og hver er heildarkostnaður verksins?

Svar:
Verkinu er lokið. Kostnaður var 4,900,888 kr m vsk við hvorn völl um sig eða samtals 9.801.776 m vsk. Heildarkostnaður Rangárþings ytra að frádreginni kostnaðarþátttöku Ásahrepps í vellinum á Laugalandi er þá 8.196.735. Áætlun Rangárþings ytra gerði ráð fyrir 10 m.

9.Vegir í Rangárþingi

1704013

Yfirlit um ástand vega í Rangárþingi.
Tillaga er um að láta framkvæma vegaúttekt í sveitarfélaginu í samvinnu við nágranna í Rangárþingi eystra. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 250.000 kr m/vsk á hvort sveitarfélag. Kostnaður færist á Umferðar- og samgöngumál.


Samþykkt samhljóða.

10.SASS - 522 stjórn

1709013

Fundargerð frá 25082017
Lagt fram til kynningar.

11.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 189

1709014

Fundargerð frá 24082017
Lagt fram til kynningar.

12.Strandarvöllur ehf - Ársreikningur 2016

1709003

Lagt fram til kynningar.

13.Samgönguþing 2017

1708027

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulagsdagurinn 2017

1709011

Dagskrá skipulagsdagsins 15.9.2017
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?