42. fundur 29. nóvember 2017 kl. 15:00 - 16:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 8. Byggðarráð - 43 fundur. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 42

1711008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar 1.1.2. 1711018 - Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Odda bs 2017
    Lögð fram tillaga stjórnar Odda bs að viðauka 1 fyrir fjárhagsáætlun 2017 fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir breytingu á fjárhagsáætlun Odda bs. til lækkunar að fjárhæð kr. 26.025.000. Þar af hækka tekjur um 6,85 millj., laun lækka um 22,65 millj., annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,95 milljónir og innri leiga hækkar um 0,525 milljónir.

    Tillaga um að sveitarstjórn samþykki viðaukann fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.


    1.1.3. 1711019 - Gjaldskrá Odda bs 2018
    Lögð fram tillaga stjórnar Odda bs að gjaldskrá fyrir Odda bs. Gjaldskráin er óbreytt frá síðasta ári nema hvað gert er ráð fyrir að gjöld fyrir leikskóla lækki um 1/3 og skóladagheimili sem nemur 1/4.

    Lagt fram til kynningar.


    1.1.4. 1709025 - Rekstraráætlun 2018 - Oddi bs
    Lögð fram tillaga stjórnar Odda bs að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 811.280.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 688.184.153 og hlutur Ásahrepps 123.095.847. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2017 sem er 202 grunnskólabörn og 103 leikskólabörn sem eru 138.9 barngildi.

    Lagt fram til kynningar.

  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar 3.1. 1611023 - Snjómokstur

    Bókun samgöngu- og fjarskiptanefndar:
    BJM upplýsti að þrír aðilar tóku þátt í verðkönnuninni en lægsta tilboðið var frá Þjótanda ehf. Gengið verður til samninga við lægstbjóðanda og liggur fyrir uppkast að þríhliða samningi milli Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og Þjótanda ehf. Samgöngu- og fjarskiptanefnd styður að gengið verði frá fyrirliggjandi samningi. Jafnframt leggur nefndin til að þjónustan verði aukin þannig að mokað verði, ef þörf krefur, allt að 3 daga í viku að öllum heimilum í dreifbýli þar sem fólk hefur lögheimili.

    Samþykkt samhljóða.

    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti tillögu samgöngu- og fjarskiptanefndar um fyrirkomulag snjómoksturs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017. Gert er ráð fyrir auknum tekjum að fjárhæð 29,6 milljónir og lækkun á launakostnaði að fjárhæð 20,8 milljónir. Þá er gert ráð fyrir hækkun á eignarhlutum í félögum að fjárhæð 28 milljónir í A-hluta. Þetta er framlag sveitarfélagsins til Vatnsveitu þannig að það nettast út í samstæðunni.

    Viðaukinn kallar ekki á auknar fjárheimildir.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017.

    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn mun ganga frá tilnefningu á fundi 29. nóvember. Bókun fundar Tillaga er um að tilnefna Harald Eiríksson og Sigdísi Oddsdóttur í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver.

    Samþykkt samhljóða
  • 1.13 1710032 Erindi frá hmf Geysi
    Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lögð fram tillaga að samningi við hmf. Geysi um barna- og unglingastarf. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði staðfestur í sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 42 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Húsakynni bs - 17

1706007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 17 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Húsakynni bs. Tillaga um að stjórn samþykki fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Fjárhagsáætlunin lögð fram til kynningar.
  • Húsakynni bs - 17 Samningur við Fish Partner er útrunninn. Tillaga um að auglýsa rekstur húsanna í Þóristungum, Hvanngili og Gásagusti á Holtamannaafrétti sem eru í umsjá Húsakynna bs. Ýmsar útfærslur gætu verið mögulegar s.s. að greiða leigu með endurnýjun húsanna. Hugsanlegt væri að félagasamtök tækju hús að sér líkt og ágæt reynsla er af. Gjarnan mætti hvetja heimafólk til að senda inn umsóknir.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 50

1711009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 51

1711011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 51 Lögð fram framkvæmdaáætlun Vatnsveitunnar 2017-2026. Fyrri hluti áætlunarinnar (áfangar 1-3) snýr að byggingu 444 m3 miðlunartanks í Hjallanesi og 140 mm lagnar að geyminum og 180 mm lagnar frá honum að Bjálmholti. Seinni hluti áætlunarinnar (áfangar 4-10) fjallar um endurnýjun og styrkingu stofnlagna. Stjórn veitunnar leggur til við eigendur að farið verði í sameignilegt útboð á áföngum 1-3 á árinu 2018 og verkið verði unnið á árunum 2018-2020.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun 2017-2026 fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 51 Tillaga er um að gjaldskrá verði óbreytt frá fyrra ári.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 51 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Vatnsveituna. Tillagan gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 30.6 m og fjárfestingu að upphæð 71.5 m sem verði mætt með lántöku allt að 65 m.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 33

1711014F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 33 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf. Áætlunin gerir ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 47.3 m og rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði kr. 5.4 m. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir nemi 34.8 m.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 192

1711058

Fundargerð frá 28112017
Lagt fram til kynningar.

7.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 53

1711059

Fundargerð frá 28112017
Lagt fram til kynningar.

8.Byggðarráð Rangárþings ytra - 43

1711012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2018-2021. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um fjárhagsáætlun undir lið 12.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Rangárljós. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til staðfestingar í sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Lögð fram gildandi viðmiðunargjaldskrá fyrir Þjónustumiðstöð. Samþykkt samhljóða að vísa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2018

1711057

Tillaga að álagningarprósentu ársins 2018 til samþykktar í sveitarstjórn.
Tillaga er um að útsvarsprósenta ársins 2018 verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

10.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2018

1711062

Gjaldskrár fyrir íþróttamiðstöðvar, fráveitu og hunda- og kattahald.
Tillögur að gjaldskrám lagðar fram til kynningar.

11.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2018

1711060

Afsláttarreglur eru uppfærðar samsvarandi verðbólguáætlun 1.8%.
Tillögur að afsláttarreglum lagðar fram til kynningar.

12.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.
Lögð fram og kynnt tillaga byggðarráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2018-2021. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember n.k.

13.Nafn á landi - óskað eftir umsögn

1711056

Berglind Jónína Gestsdóttir óskar eftir að nefna landspildu sína, Eyrartún 2 spilda landnr. 219634 í Þykkvabæ, Nýlendu.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að spildan Eyrartún 2, landnr. 219634 verði nefnd Nýlenda.

Samþykkt samhljóða.

14.Nafn á landi - óskað eftir umsögn

1711055

Haraldur Birgir Haraldsson óskar eftir að nefna lóð sína Gaddstaðir 23 Sandgerði.
Tillaga er um að sveitarstjórn hafni breytingu á nafni lóðarinnar en geri ekki athugasemd við að íbúðarhús að Gaddstöðum 23 verði nefnt Sandgerði.

Samþykkt samhljóða.

15.Efra-Sel 3E. Stofnun lögbýlis - óskað eftir umsögn

1711063

Berglind Ósk Guttormsddóttir og Eyþór Björgvinsson hyggjast stofna lögbýli að Efra-Seli 3 og nefna það Fögruhlíð og óska eftir umsögn sveitarfélagsins.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis að Efra-Seli 3 í samræmi við framlögð gögn og nefna það Fögruhlíð.

Samþykkt samhljóða.

16.Aðalfundur HES 2017

1711054

Fundargerð aðalfundar HES til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?