43. fundur 13. desember 2017 kl. 16:00 - 16:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Harðarson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættist liður 25. Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra og það var samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Héraðsnefnd - 9 fundur

1712005

Fundargerð frá 07122017, liðir 2. Fjárhagsáætlanir 2018 og 4. Málefni Skóga.
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en sveitarstjórnin staðfestir að öðru leyti fundargerðina fyrir sitt leyti.

1.2 Fjárhagsáætlanir 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun 2018 fyrir Héraðsnefnd Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

1.4 Málefni Skóga
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti samning Héraðsnefnda Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga við Rangárþing eystra um málefni Skóga.

Samþykkt samhljóða.

2.Bergrisinn bs - ársfundur 2017

1712011

Liður 5. Fjárhagsáætlun 2018
2.5 Fjárhagsáætlun 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fjárhagsáætlun 2018 fyrir Bergrisann bs fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122

1712001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Erindinu er hafnað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Erindinu er hafnað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu lýsingarinnar verði frestað til næsta fundar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd fór yfir framlögð gögn og samþykkir að haldinn verði íbúafundur þann 14. desember þar sem tillagan verði kynnt íbúum og almennum hagsmunaaðilum. Jafnframt verði tillagan send til eftirtalinna umsagnaraðila og kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.

    Skipulagsstofnun

    Umhverfisstofnun

    Vegagerðin

    Veðurstofa Íslands

    Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

    Minjastofnun Íslands

    Náttúrufræðistofnun Íslands

    Fiskistofa

    Ferðamálastofa

    Aðliggjandi sveitarfélög: Rangárþing eystra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Ásahreppur.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða tillögu að breytingu og leggur til að málsmeðferð verði sem um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og framkvæmdaaðila á svæðinu.
    Nefndin samþykkir jafnframt að sótt verði um undanþágu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá grein 5.3.2.14 í Skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Tjaldvatni.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar með þeirri lagfæringu að beiðni um undanþáguna skal senda til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 122 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til lagningar á hitaveitulögn frá Fellsmúla að alifuglahúsi skv. fram lögðum gögnum framkvæmdaaðila.
    Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, Rangárbúsins ehf. Niðurstaða nefndarinnar er að lögn hitaveitu skv. fram lögðum gögnum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

4.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2018

1711057

Tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám ársins 2018 til samþykktar í sveitarstjórn.
Gildir frá og með 1. janúar 2018

1. Útsvar; 14,52%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Holræsagjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2018. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2018. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2018. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og umferðarnefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra og á heimasíðu.

Samþykkt samhljóða.


5.Gjaldskrá Odda bs 2018

1711019

Gjaldskrá 2018 fyrir byggðasamlagið Odda.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Odda bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrá 2018 - Rangárljós

1711065

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir Rangárljós 2018.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2018

1711067

Gjaldskrá um útsölu á vinnu starfsmanna, véla og bifreiða þjónustumiðstöðvar til annarra deilda sveitarfélagsins og til byggðasamlaga á vegum þess auk gjaldskrár geymslusvæðis.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2018.

Samþykkt samhljóða.

8.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2018

1711062

Gjaldskrár fyrir íþróttamiðstöðvar, fráveitu og hunda-og kattahald.
8.1 Gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir Íþróttamannvirki 2018.

Samþykkt samhljóða.

8.2 Gjaldskrá fyrir fráveitu 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir fráveitu 2018.

Samþykkt samhljóða.

8.3 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2018.

Samþykkt samhljóða.

9.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2018

1711060

Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða.

10.Fjárhagsáætlun 2018 - Húsakynni bs

1711044

Fjárhagsáætlun ársins 2018 til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Húsakynni bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

11.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2018

1709019

Fjárhagsaætlun til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

12.Fjárhagsáætlun 2018 - Oddi bs

1709025

Fjárhagsáætlun Odda bs. til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Odda bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

13.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 192

1711058

Fjárhagsáætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 2018 til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

14.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 53

1711059

Fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs 2018.

Samþykkt samhljóða.

15.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til seinni umræðu.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2018 nema alls 1.864 m. kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.612 m. kr. og þar af reiknaðar afskriftir 102,9 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 92,6 m. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um kr. 159,1 m.

Veltufé frá rekstri er 305,1 m.kr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 302,3 m. kr. og afborgun lána 113,3 m. kr. Áætluð langtíma lántaka er 105,0 m. kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2018 alls 1.610 m. kr og eigið fé 1.901 m. kr.

Framlegðarhlutfall 2018 er áætlað 19,0%

Veltufjárhlutfall 2018 er áætlað 1,18

Eiginfjárhlutfall 2018 er áætlað 0,54

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 499 m. kr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 83,2% á árinu 2018 og skuldahlutfallið í 86,4%.

Fjárhagsáætlun áranna 2018-2021 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista vilja þakka meirihlutanum fyrir að standa við bókun sína við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017-2020. Þar var talað um að vilja flýta vinnu við gerð fjárhagsáætlana allra samstarfsverkefna sveitarfélagsins og bæta verklag við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Vinnan við gerð þeirrar áætlunar sem hér er til afgreiðslu var mikil og aðkoma minnihlutans var þó nokkur. Það er gott til þess að vita að aðhald minnihlutans um bætt verklag í stjórnsýslunni er að skila sér í flestum þáttum hennar.

Það er einnig fagnaðarefni að enn og aftur er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum í uppbyggingu innviða sveitarfélagsins og er það stutt heilshugar af minnihlutanum, sér í lagi uppbygging vatnsveitunnar, körfuboltavöllur á Laugalandi, gámaplan í Þykkvabæ og göngustígar á Hellu.

Í júní s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða að selja hlut sveitarfélagsins í Suðurlandsvegi 1-3 hf. Í fjárhagsáætlun, sem nú er verið að leggja fram, kemur fram að sveitarfélagið þarf að leggja töluvert fjármagn í viðhaldsframkvæmdir á Suðurlandsvegi 1-3 hf. Fulltrúar Á-lista ítreka því mikilvægi þess að vinnu við sölu eignarhluta sé flýtt, þar sem svona starfsemi teljist ekki sem lögbundið verkefni sveitarfélaga og því ekki forsvaranlegt að leggja ár eftir ár fjármagn inn í þessa eign. Þeim fjármunum væri t.d. betur varið í að stuðla að öflugra forvarnarstarfi ungmenna (lengri opnun félagsmiðstöðvar sem og akstur ungmenna í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf) sem og aukna þjónustu við aðra íbúa sveitarfélagsins.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

16.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2018

1712007

Tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar fyrir árið 2018.
Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar til loka yfirstandandi kjörtímabils árið 2018.

Tillagan samþykkt samhljóða

17.Ósk um stuðning - Snorraverkefnið

1711066

Styrkumsókn vegna samstarfsverkefnis Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

18.Nafn á landi - óskað eftir umsögn

1712002

Guðgeir Ólason hyggst nefna landspildu sína Brekknaflatir.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við nafnið Brekknaflatir á landspilduna.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

19.Hrauneyjar, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir rekstur gististaðar í flokki IV, tegund "A".

1712001

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hallgerðar ehf, kt. 641005-1420 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund 'A' Hótel í Hrauneyjum, hálendismiðstöð, Rangárþingi ytra.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi til gistingar í flokki IV tegund 'A' í Hótel Hrauneyjum.

Samþykkt samhljóða.

20.Bergrisinn bs - 28 fundur

1712008

Fundargerð frá 19092017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Bergrisinn bs - 29 fundur

1712009

Fundargerð frá 19102017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Bergrisinn bs - 30 fundur

1712010

Fundargerð frá 20112017 og lokaskýrsla úttektar.
Fundargerðin og fylgigögn lögð fram til kynningar.

23.Samband Íslenskra Sv.fél - 854 stjórnarfundur

1711068

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Staðfesting á óhæði - KPMG endurskoðun

1512015

Staðfesting frá endurskoðendum sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar.

25.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Verklokaskýrsla - lagning á ljósleiðara í dreifðum byggðum í Rangárþingi ytra.
Fram kemur í verklokaskýrslunni að tengistaðir urðu alls 413 og kostnaður við verkefnið reyndist vera 348 mkr eða 92% af áætlun. Framkvæmdatími var 11 mánuðir. Sveitarstjórn telur að verkefnið hafi heppnast afar vel og að tekist hafi að bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu svo um munar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?