Sveitarstjórn Rangárþings ytra

44. fundur 10. janúar 2018 kl. 15:00 - 16:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins tók þátt í fundinum í síma undir lið 6.

1.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 34

1712005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123

1712006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd hefur farið vel yfir allar framkomnar athugasemdir. Skipulagsnefndin tekur tillit til fram kominna athugasemda og hafnar því tillögu framkvæmdaaðila um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Komið hefur fram beiðni frá framkvæmdaaðila að afgreiðslu málsins verði frestað. Tillaga er um að sveitarstjórn verði við því og afgreiðslu málsins frestað til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur rétt að aðkoma að lóðinni verði suðvestast á henni í samráði við skipulagsfulltrúa. Sjá yfirlit yfir athugasemdir og svör við þeim.
  Nefndin telur rétt að framkomnar athugasemdir verði teknar saman í heildaryfirlit og samantekin svör send á alla aðila sem gerðu athugasemdir. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda svörin til viðkomandi aðila. Nefndin samþykkir tillöguna með breyttri aðkomu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd fjallaði um þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í kynningarferli tillögunnar.
  Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu með lítilsháttar lagfæringum sem fram komu á fundinum. Skipulagsfulltrúa ásamt ÞTJ og YKJ verði falið að koma þeim lagfæringum í greinargerðina. Nefndin leggur til
  að tillagan verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að því loknu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Landeigandi hefur fallið frá skipulagi fyrir Klettholt að sinni og því er einungis um að ræða skipulag sem tilheyrir Köldukinn. Nefndin telur því að búið sé að koma til móts við fram komnar athugasemdir og telur ekki þörf á að tillagan verði auglýst að nýju. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir svæðið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá gögnum í sameiginlega lýsingu fyrir fleiri breytingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir svæðið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá gögnum í sameiginlega lýsingu fyrir fleiri breytingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Erindinu er hafnað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 123 Erindinu er hafnað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

3.Jörðin Stórólfshvoll - kauptilboð

1801004

Rangárþing eystra hefur gert kauptilboð í jörðina Stórólfshvol sem er í eigu Héraðsnefndar Rangæinga. Héraðsnefnd hefur samþykkt kauptilboðið með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Rangárþing eystra hefur gert kauptilboð að upphæð 121.286.000 kr í jörðina Stórólfshvol sem er í eigu Héraðsnefndar Rangæinga. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki tilboðið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

4.Baugalda 12. Umsókn um lóð

1712020

Ingólfur Ásgeirsson, kt. 180760-4239, sækir um lóð nr. 12 við Baugöldu til að byggja á henni einbýlishús úr timbri.
Tillaga er um að úthluta Ingólfi Ásgeirssyni lóðinni að Baugöldu 12 til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

5.Lækjarbraut 9. Umsókn um lóð

1712022

Fríða Björg Þorbjörnsdóttir, kt. 090292-2349, sækir um lóðina nr. 9 við Lækjarbraut til að byggja á henni einbýlishús úr timbri.
Tekið vel í erindið. Lóðin hefur verið nýtt sem leiksvæði undanfarin ár og þyrfti að finna því nýjan stað. Sveitarstjóra falið að kanna leiðir í þeim efnum og byggðarráði falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Uppgjör vegna breytinga á málefnum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú). Endurskoðendur sveitarfélagsins mæta til fundar.
Þann 19. september 2016 gerðu Fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna. Nú liggja fyrir drög að uppgjöri skuldbindinga einstakra sveitarfélaga við A-deild Brúar samkvæmt 8. gr. samningsins. Tillaga er um að sveitarstjórn kalli eftir öllum forsendum sem liggja að baki uppgjöri við Rangárþing ytra þ.m.t. vegna byggðasamlaga og annarra samstarfsverkefna áður en lengra er haldið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um styrk - Skógræktarfélag Rangæinga

1712012

Skógræktarfélag Rangæinga óskar eftir styrk til að halda ársþing Skógræktarfélags Íslands í september 2018.
Tillaga er um að styrkja Skógræktarfélag Rangæinga um 200 þ. kr vegna ársþingsins. Kostnaður færist á umhverfismál (11-8).

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Votlendi

1712019

Landgræðslan hvetur sveitarstjórn til þess að kynna sér upplýsingar um gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Bendir jafnframt á ábyrgð gagnvart leyfisveitingum og slíku og býður fram aðstoð varðandi möguleika til endurheimtar og varðveislu votlendis.
Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir með Landgræðslunni varðandi mikilvægi votlendis og hvatningu þess efnis að endurheimta votlendi þar sem það á við. Jafnframt lýsir sveitarfélagið yfir vilja til samstarfs við landgræðsluna í þessum málum.

Samþykkt samhljóða.

9.LM 2020 - fulltrúi í verkefnisstjórn

1801007

Rangárbakkar ehf óska eftir tilnefningu fulltrúa Rangárþings ytra í verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna á Rangárbökkum við Hellu 2020.
Tillaga er um að tilnefna Huldu Karlsdóttur sem fulltrúa Rangárþings ytra í verkefnastjórn Landsmóts hestamanna 2020.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

1801013

Erindi frá Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Fært í trúnaðarmálabók.

11.Til umsagnar frá Alþingi 11. mál

1801009

Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður).
Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar frá Alþingi 26.mál

1712017

Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þær breytingartillögur sem sambandið hefur gert við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða.

13.Til umsagnar frá Alþingi 27.mál

1712018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.
Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þær breytingartillögur sem sambandið hefur gert við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða.

14.Til umsagnar frá Alþingi 40.mál

1712025

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar.

15.SASS - greinargerð Orkunýtingarnefndar

1711038

Óskað er eftir umsögn um greinargerðina.
Tillaga er um að sveitarstjórn taki jákvætt í greinargerðina.

Samþykkt samhljóða.

16.Nafn á skika - umsagnarbeiðni

1801008

Óskað er eftir umsögn varðandi að nefna Efra-sel 3B (Landnr. 220358) HÁASEL.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að skikinn Efra-Sel 3B (Landnr. 220358) verði nefndur Háasel.

Samþykkt samhljóða.

17.Félagafundur SOS

1712016

Fundargerð frá 15122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.SASS - 527 stjórn

1712026

Fundargerð frá 7122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.262.stjórnarfundur SOS

1801001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 855 fundur

1801010

Fundargerð frá 15122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.HES - stjórnarfundur 183

1801011

Fundargerð frá 15122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Lundur - stjórnarfundur 31

1801012

Fundargerð frá 14122017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Baugalda 10, beiðni um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna starfsleyfis skv. 90 daga reglu.

1712023

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn fyrir afgreiðslu starfsleyfis vegna áforma Veronica Solar Muller um gistingu í flokki I í íbúðarhúsi hennar á lóðinni Baugalda 10 á Hellu, fastanr. 229-7231, skv. reglugerð 1277/2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?