46. fundur 14. mars 2018 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Oddi bs - 22

1803003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 22 Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán að höfuðstólsupphæð kr. 97.343.135 með útborgunarupphæð kr. 96.000.000. Lánið er til 38 ára, uppgreiðanlegt eftir 16 ár. Vextir eru 2.5% og fyrstu 2 árin eru einvörðungu greiddir vextir. Tillaga um að samþykkja lántökuna og óska eftir því við eigendur að ábyrgjast lánið.

  Samþykkt samhljóða.  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Odda bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 97.343.135, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 96.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til uppgjörs við Brú lífeyrissjóð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  Samþykkt samhljóða.

2.Tónlistarskóli Rangæinga - 6

1803002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Tónlistarskóli Rangæinga - 6 Formaður kynnti drög að samningi við KPMG en fyrirtækið tók við bókhaldsþjónustu Tónlistarskólans af Fannberg. Kostnaður á síðasta ári við bókhald var um 1.900 þ og endurskoðun 800 þ. Tillaga er um að gera samning við KPMG um gerð ársreiknings og endurskoðun með svipuðum hætti og verið hefur en að skrifstofa skólans í samvinnu við bókhaldsdeild Rangárþings ytra taki yfir fjárhagsbókhald, reikningagerð, greiðslu reikninga og launavinnslur til reynslu í eitt ár. Stefnt er að því að ná kostnaði niður um 500-900 þ.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.

  Samþykkt samhljóða.

3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 35

1803001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðarráð Rangárþings ytra - 44

1801006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Fundargerðin lögð fram til kynningar. KVB starfsmaður félagsþjónustunnar skýrði út breytingar á reglum varðandi fjárhagsaðstoð og stuðningfjölskyldur. Bókun fundar 4.1.1 Reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu.
  Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð lagðar fram af Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

  Samþykkt samhljóða.

  4.1.2 Tillaga um hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna í málaflokki fatlaðs fólks og barnavernd.
  Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti tillögu Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Tillaga er um að fela sveitarstjóra að taka saman þau atriði í innkaupareglum sveitarfélagsins sem skoða þarf sérstaklega í samræmi við ný lög um opinber innkaup og leggja minnisblað fyrir næsta fund byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125

1802003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né hugmyndir um nafngiftir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að bæta viðkomandi erindi í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú stendur yfir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd samþykkir að kallað verði eftir undanþágu vegna byggingar íbúðarhúss á umræddum stað skv. framlagðri tillögu að deiliskipulagi. Umrædd staðsetning íbúðarhússins var valin með tilliti til nálægðar við núverandi húsakost býlisins og aðkomu og ekki er verið að raska ræktuðu landi. Þá hefur byggingarfulltrúi þegar veitt heimild til gerðar sökkuls innan lóðarinnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúi hefur þegar tekið saman og skilað nauðsynlegum gögnum málsins til Úrskurðarnefndar þar sem áskilinn er réttur til frekari greinargerðar á síðari stigum ef þörf er á. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúi hefur þegar tekið saman og skilað nauðsynlegum gögnum málsins til Úrskurðarnefndar þar sem áskilinn er réttur til frekari greinargerðar á síðari stigum ef þörf er á. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefndin leggur fram eftirfarandi rökstuðning:

  Í gildandi aðalskipulagi 2010-2022 segir um verslunar- og þjónustusvæði á Hellu að gera skuli fyrst og fremst ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi, m.a. ferðaþjónustu. Á tiltekinni lóð sem um ræðir, Rangárbakka 2 segir í greinargerð: "Á þessum reit er blómaverslun og möguleiki á frekari uppbyggingu." Ekki er minnst á frekari uppbyggingu smáhýsa á lóðinni.

  Í kæru umsækjanda kemur fram að um sambærileg áform séu að ræða og á lóð nr. 8 við sömu götu, en þar er rekin ferðaþjónusta, m.a. í sambærilegum smáhýsum ásamt tengingu við tjaldsvæði. Síðasta smáhýsi sem byggt var á þeirri lóð var um 1993 fyrir utan tvö hús sem byggð voru 2010. Uppbygging lóðanna núna er allt önnur en lagt var upp með 1993. Áform umsækjanda fela í sér miklar breytingar á nýtingu lóðar nr. 2 sem er einungis með eitt verslunarhús. Stærð lóðarinnar er heldur ekki nema um 3500 m2. Nefndin telur því að uppbygging með smáhýsum á lóð 2 geti ekki talist sambærileg og núverandi aðstæður á lóð nr. 8.

  Stefna sú sem sett er fram í endurskoðun aðalskipulagsins, sem nú er í vinnslu, tekur einmitt mið af breyttri stefnu m.a. að teknu tilliti til ferðaþjónustu. Í tillögu að breyttu aðalskipulagi 2016-2028 er umræddu svæði fyrir lóðir 2 og 4 við Rangárbakka breytt úr verslunar- og þjónustusvæði yfir í miðsvæði. Ef breyting er samþykkt mun það hafa áhrif á umhverfi og yfirbragð byggðar á svæðinu, þar á meðal á ásýnd þéttbýlisins varðandi aðkomu úr vestri. Það er álit nefndarinnar að uppbygging fjölda smáhýsa til útleigu gistinga færi betur við jaðar heldur en innan væntanlegs miðsvæðis.

  Í skipulagsreglugerð segir um Miðsvæði: "svæði fyrir verslunar- og þjónustu­starfs­emi og stjórnsýslu sem þjónar heilu land­svæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem versl­­­anir, skrif­stofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hrein­­­leg atvinn­u­starfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starf­semi miðsvæðis". Það er álit nefndarinnar að yfirbragð smáhýsabyggðar á tiltekinni lóð samræmist ekki skilgreiningu fyrir miðsvæði.

  Í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 20.3.2013 segir um næstu lóð, Rangárbakka 4, við hlið umræddrar lóðar að lóðin sé fyrir Gistihús/hótel á 1-2 hæðum og að mænishæð sé heimil allt að 12 metrar. Nefndin telur augljóst að frekari uppbygging á lóð 2 skuli frekar eiga að fylgja slíkri stefnu heldur en að miða skuli við fjölda smáhýsa.


  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd telur að þær upplýsingar sem komið hafa fram frá síðasta fundi nefndarinnar séu ekki þess eðlis að breyta niðurstöðu hennar og leggur til að sveitarstjórn staðfesti fyrri afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að svara bréfi umsækjanda.

  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar. Sveitarstjórn vill jafnframt árétta að í gildi er deiliskipulag fyrir vindmyllur í Þykkvabæ og full heimild til þess að endurnýja núverandi myllur innan þess ramma.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd leggur til að unað verði við niðurstöðu Skipulagsstofnunar og leggur til að ráðgjöfum verði falið að hefja vinnu við matsáætlun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar. Sveitarstjórn vill samhliða þessari niðurstöðu óska eftir frekara samráði við Skipulagsstofnun varðandi undirbúningsvinnu við uppbyggingu bílastæða sem teljast mikilvægur liður í að koma svæðinu af rauðum lista Umhverfisstofnunar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsfulltrúi hefur þegar birt auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda og deiliskipulag fyrir Landmannalaugar því tekið lögformlegt gildi. Settir voru eftirfarandi fyrirvarar í greinargerð:
  Kafli 1: Fyrirvari er gerður við deiliskipulagið að uppbyggingaráform geta breyst vegna upplýsinga sem fram koma í umhverfismati framkvæmdanna og framkvæmdir eru að hluta háðar því að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægðir mannvirkja frá ám og vötnum.
  Bætt var við í kafla 2.2.: Þegar gistingu verður hætt í FÍ skála þá verður ekki lengur heimilt að hafa göngutjöld við skálann en skálinn verður nýttur undir þjónustu svo sem safn eða gestastofa.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd telur að það eigi ekki við að Rangárþing ytra sé umsagnaraðili. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd frestar erindinu til næsta fundar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd frestar erindinu til næsta fundar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi á grunni þess eldra. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 125 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Félags- og skólaþjónusta - 30 fundur

1803011

Taka þarf fyrir lið 3. Framtíðarsýn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
6.3 Framtíðarsýn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Stjórn byggðasamlagsins leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna að umræða verði tekin um að skipta byggðasamlaginu upp í Félagsþjónustu annars vegar og Skólaþjónustu hins vegar. Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur undir mikilvægi þess að umræðan verði tekin og leggur til að stjórn byggðasamlagsins boði til sameiginlegs fundar með öllum sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Frágangur lánaskjala frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 176.434.430, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 174.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til uppgjörs við Brú lífeyrissjóð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

8.Þrúðvangur 18 - möguleg kaup

1803008

Könnun á mögulegum kaupum húsnæðisins.
Húsnæðið að Þrúðvangi 18 er til sölu ef starfsemi sú sem nú er rekin í húsinu flytur í annað húsnæði. Staðsetning hússins er þannig að þar gæti verið ákjósanlegt að setja upp nýja leikskóladeild í tengslum við núverandi starfsemi við Útskála. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að kanna málið frekar og leggja tillögu fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Kauptilboð í lóð - Lækjarbraut 9

1803009

Fyrir liggur kauptilboð í lóðina að Lækjarbraut 9 að upphæð kr. 200.000. Tillaga um að sveitarstjórn geri gagntilboð að upphæð kr. 300.000.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Fyrirspurnir um Suðurlandsveg 1-3 hf, móttökuáætlun og byggðasögu.
10.1 Fyrirspurnir vegna Suðurlandsvegar 1-3 hf.
a. Hvað leigir sveitarfélagið Rangárþing ytra marga fermetra af Suðurlandsvegi 1-3 hf.?
b. Hvað greiðir Rangárþing ytra í húsaleigu á mánuði til Suðurlandsvegar 1-3 hf.?
c. Á hvaða byggingarstigi er húsið og er staða þess í samræmi við 1. málsgrein greinar nr. 3.9.1 í byggingareglugerð nr. 112/2012?
d. Hvenær er lokaúttekt tengibyggingarinnar fyrirhuguð?
e. Hvað er áætlað að þurfi mikið fjármagn til að klára tengibygginguna fyrir lokaúttekt?

10.2 Hvenær er fyrirhugað að móttökuáætlun nýrra íbúa í Rangárþingi ytra verði klár sem samþykkt var að gera á 14. fundi sveitarstjórnar RY 10 júní, 2015?

10.3 Hver er staðan á útgáfu byggðasögu Hellu?


Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir

Svör sveitarstjóra:
10.1 Fyrirspurnir vegna Suðurlandsvegar 1-3 hf.
a. Sveitarfélagið leigir samtals 789.76 m2 og áframleigir af því 113,7 m2 til Félagsþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu.
b. Leigufjárhæð er samtals 1.312.286 kr á mánuði og þar af greiðir Félagsþjónusta Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu 194.973 kr. á mánuði.
c. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa er húsið á byggingarstigi 6 af 7. Lokaúttekt mun fara fram þegar s.k. úðunarkerfi hefur verið að fullu frágengið.
d. Ekki liggur fyrir dagsetning.
e. Fjárupphæð liggur ekki fyrir.

10.2 Vinnuhópur hefur unnið kynningarbækling fyrir sveitarfélagið sem er í lokayfirlestri og mun verða aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. meðfylgjandi minnispunkta frá Markaðs- og kynningarfulltrúa.

10.3 Staðan á byggðasögu Hellu er góð en mestur tíminn undanfarið hefur verið í að fullvinna myndir til prentunar. Sbr. meðfylgjandi minnisblað frá Markaðs- og kynningarfulltrúa er áætlað að bókin fari til endanlegrar prentvinnslu í næsta mánuði.

11.Frá Alþingi - til umsagnar mál 200

1803006

Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Styrktarsjóður EBÍ 2018

1802058

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

13.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2018

1803010

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?