47. fundur 11. apríl 2018 kl. 15:00 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættist liður 3. Byggðarráð - 46 fundur, liður 12. Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 34 og 35, liður 16. Lántaka Brunavarna Rangárvallasýslu bs vegna bílakaupa og var það samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi. Þá lagði oddviti einnig til að liður 9. Ársreikningur yrði tekinn fyrir strax á eftir lið 3. í dagskránni til hagræðis fyrir gesti fundarins og var það samþykkt en fundinn sátu undir þeim lið Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins og Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 18

1804001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 18 Farið var yfir skýrsluna sem er að mestu á formi myndbanda og mynda af vegum í sveitarfélaginu. Mikilvægur þáttur í skýrslugerðinni er úttekt á einstökum vegum með tilliti til öryggis og slysatíðni. Sjónum er sérstaklega beint að atriðum eins og yfirborðsmerkingum, brotnum köntum í vegum, sprungumyndun í slitlagi, breidd vega og akreina, hámarkshraða og hlutfalli malarvega. Í kjölfar umræðna á fundinum var ákveðið að bæta nokkrum atriðum við skýrsluna áður en hún yrði gerð opinber en tillaga nefndarinnar er að blásið verði til opins íbúafundar sem fyrst um samgöngumál þar sem fulltrúar vegagerðar og samgöngumála verða einnig boðaðir. Bókun fundar Tillaga er um að boðað verði til opins fundar um vegamál í Rangárþingi ytra þar sem skýrsla Ólafs Kr. Guðmundssonar yrði kynnt og forsvarsfólki samgöngumála á landsvísu yrði boðið til þátttöku auk þingmanna kjördæmisins. Fundurinn verði haldinn í byrjun maí. Sveitarstjóra falið að undirbúa og boða fundinn í samráði við samgöngu- og fjarskiptanefnd.

  Samþykkt samhljóða.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 18 Lögð fram til kynningar ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands. Rætt um mikilvægi þess að halda áfram við flokkun vega og slóða sem farið var af stað með fyrir um 15 árum síðan á vegum sveitarfélagsins. Lagt er til að sveitarfélagið taki upp viðræður við Vegagerðina um áframhald málsins.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar og sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.3 1801021 Styrkvegir 2018
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 18 Umsókn sveitarfélagsins um styrkvegafé til vegagerðarinnar lögð fram en sótt er um 13.9 m til 7 verkefna á svipuðum nótum og undanfarin ár.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Til kynningar.

2.Byggðarráð Rangárþings ytra - 45

1803007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Sveitarstjóra falið að gera tilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Tilboðið er gert með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um málið undir lið 13.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Nú þegar nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa við Skógasafn vill sveitarstjórn Rangárþings ytra nota tækifærið og þakka fráfarandi forstöðumanni, Sverri Magnússyni, frábær störf í þágu safnsins síðustu tvo áratugi. Jafnframt vill sveitarstjórn bjóða Andra Guðmundsson velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í mikilvægu starfi fyrir héraðið.

  Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 46

1804007F

Vísað er til umfjöllunar um ársreikning undir lið 9 en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

Samþykkt samhljóða.
 • 3.1 1804011 Ársreikningur 2017
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 46 Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2017.

  Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2017, með undirritun sinni, til endurskoðunar og leggur fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126

1803005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til brugðist hefur verið við fram komnum athugasemdum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd leggur til að undanþága verði ekki veitt frá grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð frá ám og vötnum, þar sem nefndin telur að nægilegt pláss sé til staðar ofan við núverandi bústað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 21 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 ef umsagnir umsagnaraðila verða jákvæðar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Nefndin gerir þó athugasemd við fyrirliggjandi tillögu þess eðlis að sýna þurfi aðkomur að lóðum 1 og 4 á svæðinu, svo ekki komi til ágreinings á síðari stigum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að áformin samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Umrætt svæði er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin leggur til að skipulagáætlanir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 25 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 126 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til kynningar

5.Oddi bs - 23

1804004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 23 Lagður fram Ársreikningur Odda bs fyrir árið 2017 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Heildarkostnaður við rekstur Odda bs á árinu 2017 var 838 millj. Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna samkvæmt samningi þeirra á milli. Bókun fundar Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

6.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 54

1804002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 54 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2017. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 25 m. kr. Fjárfesting ársins var 37.6 millj. kr sem er um 11 m. umfram áætlun. Stærsta skýring fjárfestingar umfram áætlun er að nýtt var tækifæri samhliða ljósleiðaraverkefni við innkaup efnis og röralagnir en efnisbirgðir við áramót voru um 5.3 m. kr.

  Ársreikningur 2017 var borinn undir atkvæði. Hann var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórnarmönnum.
  Bókun fundar Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

7.Húsakynni bs - 19

1804003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 19 Lagður fram Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2017 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins á árinu 2017 var jákvæð að fjárhæð 3.4 millj. kr. samkvæmt rektrarreikningi. Eigið fé í árslok var neikvætt um 44,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Bókun fundar Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
 • Húsakynni bs - 19 2.1 Þóristungur
  Formaður lagði fram samning við Fish partner um Þóristungur. Samningurinn var borinn upp til atkvæða og samþykktur með tveimur atkvæðum (IPG,YKJ), einn var á móti (KÖ).

  Bókun frá Karli Ölvissyni
  Að mínum dómi má t.d. ekki fækka herbergjum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samninginn fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

8.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 36

1804005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 36 Kynntur var ársreikningur fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf fyrir árið 2017. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var jákvæð en tap ársins var 16.6 m samkvæmt rekstrarreikningi. Skuldir lækka á milli ára og eigið fé í árslok nam 449,8 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

  Ársreikningur 2017 var borinn undir atkvæði. Hann var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórnarmönnum.
  Bókun fundar Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

9.Ársreikningur 2017

1804011

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2017 til fyrri umræðu.
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra fyrir árið 2017. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2017.

Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

10.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 39 og 40

1804013

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

11.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 47

1804012

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

12.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 34 og 35

1804018

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

13.Þrúðvangur 18 - möguleg kaup

1803008

Eigendur Þrúðvangs 18 hafa gert sveitarfélaginu gagntilboð upp á 26 m. kr. fyrir eignina. Tillaga um að taka tilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá kaupunum.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá (YKJ,MHG,SO).


Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista eru sannarlega fylgjandi því að tryggt sé leikskólapláss fyrir öll börn í sveitarfélaginu 12 mánaða og eldri sem þess óska, en telja að greina þurfi fyrirliggjandi þörf og framboð á leikskólarými í sveitarfélaginu áður en farið er í frekari fjárfestingu í skammtímalausnum, sem kaup á þessari fasteign væri. Frekar ætti að hefja vinnu við staðsetningu og byggingu nýs leikskóla á Hellu með framtíðina að leiðarljósi, þar sem fyrirséð er að núverandi húsnæði anni ekki framtíðarfjölda leikskólabarna í sveitarfélaginu.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Fyrirspurnir Á-lista

1. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um heildarútgjöld Rangárþings ytra vegna greiðslna til aðalfulltrúa í sveitarstjórn sundurliðað eftir árum, frá 1. júní 2014 og til 1. apríl 2018. Með heildarútgjöldum er átt er við föst mánaðarlaun auk fastra og breytilegra greiðslna til aðalfulltrúa þ.m.t. bílastyrki, síma- og netkostnað, annan kostnað auk ferðakostnaðar og dagpeninga.

2. Óskað er eftir að sveitarstjóri afli gagna um gjaldskrár og bókhald vegna útleigu á sölum þeirra félaga eða félagasamtaka sem óska eftir styrk á móti álögðum fasteignagjöldum. Óskað er eftir gögnum fyrir árin 2014, 2015, 2016 og 2017. Gögnin verði lögð fram á næsta byggðarráðsfundi.

3. Hvenær er áætluð opnun gámasvæðis í Þykkvabæ?

4. Óskað er eftir lista um eignir (lóðir, lönd, hús/íbúðir og eignarhlutar í félögum) sem eru á sölu.

5. Hver er staðan á riftun kaupa Biokraft ehf. á landi sem sveitarfélagið átti?


Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir


Tillaga um að fela sveitarstjóra að taka saman svör við fyrirspurnunum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs. Jafnframt er tillaga um að sundurliðaðar upplýsingar undir lið 1 nái aftur til 1. júní 2010.

Samþykkt samhljóða.

15.Endurnýjun samnings um vikurvinnslu

1804015

Jarðefnaiðnaður ehf hefur óskað eftir að endurnýja samning um vikurvinnslu sem rennur út á þessu ári.
Tillaga um að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

16.Lántaka Brunavarna Rangárvallasýslu vegna bílakaupa

1804019

Ósk um ábyrgð sveitarstjórnar vegna lántöku Brunavarna Rangárvallasýslu bs í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 10.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og eru meðfylgjandi fundargerð þessari. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lán Brunavarna Rangárvallasýslu bs. er tekið til að fjármagna kaup á slökkvibíl og tækjum sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

Samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð 858.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1803044

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð var yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?