48. fundur 09. maí 2018 kl. 15:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Harðarson varamaður
 • Heimir Hafsteinsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson og Yngvi Karl Jónsson höfðu boðað forföll og Heimir Hafsteinsson og Yngvi Harðarson sátu fundinn sem varamenn í þeirra stað. Oddviti lagði til að við bættust liðir 6. Oddi bs 24. fundur, 12. Kauptilboð - Gaddstaðalóð 37, 13. Stracta - erindi vegna rafhleðslu og 17. Skógasafn stjórnarfundur. Það var samþykkt og aðrir dagskrárliðir færðust til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Hálendisnefnd - 7

1804012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Hálendisnefnd - 7 Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt til uppsetningar á svokölluðum "hlýnunarbúrum" til að kanna áhrif hlýnunar á mosa.

  Nefndin bendir á að mikilvægt er að ganga vel um svæðið þar sem það er innan Friðlands að fjallabaki og fjarlægja þarf allan búnað í lok rannsóknar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hálendisnefnd - 7 Fyrirhugað er að halda keppnina "Iceland all terrain rally" sem til stóð að halda í september á síðasta ári. Nefndin vill benda á bókun frá fundi 31. ágúst 2017 mál nr. 1708008 þegar umsóknir berast um rallykeppnir á sömu leiðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 15

1804011F

Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 47

1804008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 47 Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að sveitarstjóra verði falið að greina hvort verkefnið geti rúmast innan fjárhagsáætlunar og leggja fram tillögu um afgreiðslu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Sveitarstjórn tekur vel í erindið. Óskað er eftir nánari kostnaðaráætlun um verkefnið. Byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla á næsta fundi þess.

  Samþykkt samhljóða.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127

1804009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulsnefnd leggur til að þar sem jákvæð umsögn ráðuneytis liggur fyrir og engar athugasemdir verið gerðar af hálfu annarra hagsmunaaðila, verði tillagan samþykkt og send til varðveislu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir eiganda að Beindalsholti 1 um staðsetningu á byggingareit 2. Nefndin samþykkir því tillöguna með fyrirvara um að aðkoma að eystri spildunni verði lagfærð skv. tillögu Vegagerðarinnar.
  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnið Stekkatúnsbjalli og leggur því til að heiti tillögunnar á deiliskipulaginu breytist í Beindalsholt/Stekkatúnsbjalli deiliskipulag.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að byggja við hús sitt að sömu línu og húsin við Baugöldu 2 og 4. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra þegar niðurstaða liggur fyrir um staðsetningu línunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi dags. 21.3.2014 og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem landnotkun á Stóru-Bót verði breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Kynna þarf áformin til lóðarhafa F1. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd hafnar framkomnum hugmyndum þar sem um ákjósanlegt framtíðar uppbyggingarsvæði þéttbýlisins er að ræða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Sveitarstjórn vill árétta að áætlanir eru óbreyttar um að tjaldsvæði Rangárbakka verði þarna áfram og fagnar áætlunum sem fram koma í erindinu um að bæta aðstöðuna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem landnotkun á vestari hluta spildunnar verði gert að verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðarsvæðis í dag. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd fagnar áhuga unga fólksins á þessum málum og leggur til að sveitarstjórn kalli eftir samráði við hagsmunaaðila um umferðarmál á Hellu. Lagt er til að aðilar í slíku samráði verði a.m.k. fulltrúar frá lögreglu, Samgöngustofu, foreldrafélagi leikskólans og grunnskólans og fulltrúi sveitarstjórnar að meðtöldum skipulags- og byggingarfulltrúa.
  Gangbrautir verði merktar á horni Þingskála og Dynskála og frá leikskóla og yfir Þrúðvanginn. Einnig þarf að merkja betur gangbrautir á skólasvæðinu.
  Nefndin vill jafnframt taka undir sjónarmið barnanna um að fjölga ruslatunnum í þéttbýlinu og hvetur sveitarstjórn til að bregðast skjótt við góðri ábendingu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar og sveitarstjóra falið að hrinda í framkvæmd því sem hægt er strax nú í vor og sumar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til þess að útbúa bílastæðið við Námskvísl skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar dags. 1.3.2018, svo koma megi í veg fyrir frekari skemmdir á náttúru og að svæðið geti þ.a.l. annað betur fyrirsjáanlegum straumi ferðamanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefndin leggur til að samþykkt verði að veita stöðuleyfi frá 1. júní til 30. september 2018. Staðsetning skal vera í fullu samráði við skipulagsfulltrúa og fyrir norðan Námskvíslina. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 127 Skipulagsnefgnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að áformin samræmist framkominni tillögu að deiliskipulagi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 15

1804010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 15 Farið var yfir tilnefningar og ákveðið hver skildi hljóta titilinn íþróttamaður ársins 2017 og hverjir aðrir skildu fá viðurkenningar. Veita skal viðurkenningar fimmtudaginn 17. maí. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa viðburðinn í samráði við formann nefndarinnar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.3 1804045 Áhaldageymsla
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 15 Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur sveitarstjórn til þess að taka endanlega ákvörðun hvað varðar uppbyggingu á áhaldageymslu við íþróttahúsið á Hellu. Umf. Hekla hefur beðið eftir þessari framkvæmd í mörg ár. Fjármunir voru settir í þessa framkvæmd á fjárhagsáætlun og nú er lag að koma henni af stað. Bókun fundar Verkefnið er á fjárhagsáætlun og er í undirbúningi.

 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 15 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar framkominni skýrslu sem mun nýtast vel við eflingu þessa mikilvæga málflokks til framtíðar.

6.Oddi bs - 24

1805002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Oddi bs - 24 Lögð fram drög að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur. Samkvæmt drögum að skóladagatölum eru þeir samræmdir að litlum hluta en stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að leita leiða til að samræma skóladagatölin að þessu leiti enn frekar áður en þau verða lögð fram á vorfundi Odda bs sem haldinn verður 14. maí n.k. Stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að a.m.k. 3 starfsdagar séu samræmdir milli skólanna og allir innan hvors skólahverfis.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Oddi bs - 24 Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda. Fyrirsjáanlegt er að börnum á Heklukoti kemur til með að fjölga um a.m.k. 10 börn í haust miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna. Mikilvægt er því að huga að stöðunni m.t.t. aðstöðu og starfsfólks í samráði við leikskólastjóra. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Ársreikningur 2017 Rangárljós

1804021

Lagður fram og staðfestur ársreikningur 2017 fyrir Rangárljós.

8.Ársreikningur 2017

1804011

Ársreikningur Rangárþings ytra árið 2017 til seinni umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2017 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 11. apríl 2018 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sama dag og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareingingar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs., Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu kr. 1.781.652 þúsund. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 141.480 þúsund. Eigið fé í árslok 2017 var kr. 1.587.192 þúsund.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2017.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

9.Snjóalda - umsókn um raðhúsalóðir

1805011

Þróunarfélag Íslands óskar eftir lóð undir raðhús við Snjóöldu með 5-10 íbúðum.
Tillaga um að úthluta Þróunarfélagi Íslands ehf 2 raðhúsalóðum við Snjóöldu á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Hver er staðan á kortlagningu rotþróa í sveitarfélaginu og útboði á tæmingu á þeim?

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsson
Sigdís Oddsdóttir

Svar sveitarstjóra: Kortlagningu er lokið í Þykkvabæ, Rangárvöllum og Landssveit og mun ljúka á næstu dögum í Holtum. Þar með verður kominn grunnur til útboðs á tæmingu sem er þá hægt að hrinda í framkvæmd í framhaldinu.

11.Endurskoðun á rekstri Húsakynna bs.

1801003

Útfærsla á uppskiptum íbúða við Giljatanga.
Lögð fram tillaga að gengið verði til samninga við Ásahrepp um uppskiptingu á eignum í Giljatanga með þeim hætti að Ásahreppur eignist eina íbúð og Rangárþing ytra þrjár með skilgreindum lóðum. Fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar Ásahrepps á slíku uppgjöri. Sveitarstjóra falið að hrinda þessu í framkvæmd í samræmi við það verðmat íbúðanna sem liggur fyrir og þá útfærslu sem KPMG hafði gert tillögu um.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Kauptilboð - Gaddstaðalóð 37

1805016

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

13.Stracta Hella - erindi vegna rafhleðslu

1805019

Fyrirspurn vegna rafhleðslustöðvar.
Fyrir liggur erindi frá Stracta Hótel með boði um að setja upp á lóð hótelsins rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu var gefin.

Tillaga um að fela sveitarstjóra að svara erindinu og upplýsa að hleðslustöðinni hafði verið valinn staður á bílastæði við Miðjuna og verður sett þar upp nú í vor.

Samþykkt samhljóða.

14.HES - stjórnarfundur 186

1805012

Fundargerð frá 03052018
13.1d Ársreikningur 2017
Tillaga er um að eftirfarandi verði sent stjórn HES og aðildarsveitarfélögum HES:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra leggur til við stjórn HES og aðildarsveitarfélög HES að tekið verði upp til efnislegrar umræðu og afgreiðslu við fyrsta tækifæri hvort stjórn HES skuli taka lán til greiðslu á skuldbindingum HES vegna Brúar lífeyrissjóðs allt að fjárhæð 35 milljónir króna eins og upphafleg ákvörðun var tekin um í stjórn HES þann 25. janúar 2018.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma tillögunni á framfæri við stjórn HES og aðildarsveitarfélög HES ásamt með greinargerð sem lá fyrir fundinum.

15.SASS - 531 stjórn

1805013

Fundargerð frá 06042018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 859 fundur

1805014

Fundargerð frá 270402018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skógasafn stjórnarfundur

1805017

Fundargerð frá 24042018
17.1 Lántaka vegna framkvæmda
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Skógasafns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000,- kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Skógasafni. Sveitarstjórnin veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til greiðslu framkvæmda við safnið, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Skógasafns til að breyta ekki ákvæði samþykkta Skógasafns sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Rangárþing ytra selji eignarhlut í Skógasafni til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing ytra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða.

18.Langekra - samstarf

1706044

Lögð fram drög að sameiginlegu bréfi Landgræðslu ríkisins og Rangárþings ytra til Fjármála- og efnahagsráðuneytis um málefni Langekru á Rangárvöllum. Með erindinu er óskað eftir því að Landgræðsla ríkisins fái jörðina í sína umsjá til endurheimtar votlendis og að sveitarfélagið Rangárþing ytra geti eignast íbúðarhús jarðarinnar á skilgreindri lóð. Þetta er gert í ljósi þess að íbúðarhúsið í Langekru er aðeins steinsnar frá hinum sögufræga Oddastað, sem metnaður bæði sveitarfélagsins og samfélagsins alls stendur til að auka að vegsemd og virðingu.

Samþykkt samhljóða.

19.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

1805006

Fyrirætlaðar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

20.Viljayfirlýsing um samstarf í sorpmálum

1805007

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?