50. fundur 06. júní 2018 kl. 15:00 - 17:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 4

1804013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 5

1805011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 6

1805012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 7

1805013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Byggðarráð Rangárþings ytra - 48

1805007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 48 Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

6.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 7

1805009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128

1805005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðamörk á efstu lóðinni að austanverðu eigi þó að verða samsíða byggingu þannig að lóðin verði spegilmynd af lóðinni næst Rangá. Lagt er til að nafn götunnar norðan við Lund verði Lundartún. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem viðkomandi svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðar. Nefndin telur að skilgreina eigi betur stærð þess svæðis sem fara á undir verslunar- og þjónustu eingöngu undir væntanlegar byggingar og vegi. Nefndin telur ekki hægt að verða við beiðni umsækjenda um að viðkomandi breyting verði felld undir endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er í ferli, þar sem tillagan bíður nú heimildar Skipulagsstofnunar til auglýsingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að áherslur skipulagstillögunnar séu í fullkomnu samræmi við stefnu í aðalskipulagi og að það álit nefndarinnar hafi verið grundvöllur þess að ekki var krafist lýsingar. Jörðin Efra-Sel 3E er lögbýli og er stofnuð út úr jörðinni Efra-Seli, eins og margar aðrar lóðir á svæðinu. Heimilt er að reisa allt að þrjú íbúðarbús á jörð, í þessu tilfelli Efra-Seli, sem ekki tengjast viðkomandi búrekstri en rétt er að ítreka að landið verði áfram landbúnaðarland, jafnvel nýtt til beitar, líkt og verið hefur. Umrætt land í Efra-Seli hefur hingað til ekki þótt henta til ræktunar og engar líkur benda til að það verði tekið til ræktunar á næstu árum þar, auk þess sem ekkert styður það að þetta svæði henti yfirleitt til jarðræktar. Þá sé það markmið sveitarfélagsins að bjóða upp á fjölbreytt búsetuúrræði og það sé mikil eftirspurn eftir búsetu í dreifbýli þar sem hægt sé að vinna staðbundið og eftir atvikum sækja atvinnu að. Fjölmargir, sem hafa staðbundna atvinnu af landbúnaði, fiskeldi eða ferðaþjónustu í sínu nærumhverfi, sækja einnig vinnu að t.d. til Hellu, Hvolsvallar eða Selfoss, jafnvel lengra til. Einnig hefur ljósleiðaratenging inn á hvert heimili breytt verulega atvinnumöguleikum í dreifbýli sveitarfélagsins. Því sé hægt að stunda staðbundna atvinnu víðast hvar í sveitarfélaginu sem fram kemur í landsskipulagsstefnu (kafli 2.1). Það sé því mat sveitarstjórnar að uppbygging í Efra- Seli sé í samræmi við landsskipulagsstefnu og aðalskipulag sveitarfélags þar sem fram kemur m.a. að stuðla skuli að fjölbreyttu lóðaframboði og að landbúnaður verði áfram stundaður með eðlilegum þróunarmöguleikum ýmissa atvinnugreina sem henti slíkum svæðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 128 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við áform umsækjenda og leggur til að veitt verði leyfi fyrir viðkomandi gistiskálum með fyrirvara um að staðsetning þeirra verði skv. framlagðri tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem er í ferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

8.1 Yfirlit um greiðslur til kjörinna fulltrúa
8.2 Fyrirspurn varðandi S1-3 ehf
Svör við fyrirspurnum:

8.1 Lagt fram yfirlit um greiðslur til kjörinna fulltrúa frá 2010-2017

8.2 Fyrirspurn um hvort að eignarhlutur Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. hafi verið auglýstur opinberlega til sölu s.l. 12 mánuði?

Svar sveitarstjóra: Ekki hefur verið um opinberar auglýsingar að ræða að svo komnu máli.

Fulltrúar Á-lista harma að sveitarstjóri hafi ekki framfylgt samhljóða samþykktri ákvörðun sveitarstjórnar, frá því á 37. fundi sveitarstjórnar 10/5 2017, um að auglýsa opinberlega hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. Fulltrúar Á-lista leggja til að þessari ákvörðun verði framfylgt eigi síðar en 1/8 2018.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum (MHG,YKJ,SO), 4 sitja hjá (ÞTJ, HE, HH, ÁS).


9.Umsókn um lóð sunnan við Stracta hótel.

1805043

Tillaga er um að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarmenn Stracta hótel um óskir þeirra og framtíðarplön.

Samþykkt samhljóða.

10.Langekra - samstarf

1706044

Fyrir liggur samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytis á því að umráð jarðarinnar Langekru verði færð til Landgræðslunnar í tengslum við endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftlagsmálum. Jafnframt liggur fyrir samþykki ráðuneytisins á því að sveitarfélagið eignist íbúðarhús jarðarinnar á skilgreindri lóð skv. verðmati sem liggur fyrir að upphæð 6 mkr.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að ganga til samninga við fjármála- og efnahagsráðuneyti um kaup á húsinu fyrir 6 mkr. Kaupin eru gerð á þeim forsendum að styðja við framtíðaruppbyggingu og endurreisn Oddastaðar. Jafnframt er vilji til að rekstur, viðhald og nýting aðstöðunnar verði í höndum Oddafélagsins sem vinnur að framgangi uppbyggingarstarfsins og hefur sýnt málinu mikinn áhuga. Kaupin verða fjármögnuð með andvirði lóða sem þegar hafa verið seldar á árinu.

Samþykkt með 4 atkvæðum (ÞTJ,HE,HH,ÁS), 3 sitja hjá (YKJ,MHG,SO).

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista styðja heilshugar hugmyndir um uppbyggingu Oddastaðar. En þar sem ekki liggja fyrir formleg gögn um framtíðaráform um uppbyggingu og rekstur húsnæðisins í Langekru þá teljum við að fresta eigi ákvörðun um kaup þessi til 1. fundar nýrrar sveitarstjórnar.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir



11.Selalækur 3. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1805053

Umsóknar Kristínar Egilsdóttur um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C", í íbúðarhúsi sínu á Selalæk í Rangárþingi ytra
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til gistingar í flokki II, tegund 'C' í íbúðarhúsi eiganda á Selalæk í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

12.Strandarvöllur. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II.

1805058

Óskar Pálsson fyrir hönd Strandarvallar ehf sækir um rekstrarleyfið.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til veitinga í flokki II í Golfskálanum á Strönd í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

13.Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rang og V Skaft 2018

14.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 860 fundur

1805054

Lagt fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 56 fundur

1806001

Lagt fram til kynningar.

16.HES - stjórnarfundur 187

1806002

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka íbúum, starfsfólki sveitarfélagsins og samstarfsaðilum fyrir samtarfið á kjörtímabilinu 2014-2018 og óskar viðtakandi sveitarstjórn velfarnaðar í mikilvægu starfi.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?