Sveitarstjórn Rangárþings ytra

2. fundur 13. september 2018 kl. 16:00 - 17:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 1

1807005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fjallskilanefnd Landmannaafréttar - 1

1808013F

Fundargerðin lögð fram og staðfest. Með fundargerðinni fylgir yfirlýsing frá Fjallskilanefnd Landmannaafréttar þar sem lýst er áhyggjum af rétti íbúa sem eiga veiði- og nytjarétt á Landmannaafrétti vegna fyrirhugðarar stofnunar Miðhálendisþjóðgarðs. Tillaga er um eftirfarandi bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur undir áhyggjur fjallskiladeildar Landmannaafréttar um að gengið verði á réttindi nytjaréttarhafa með stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Þeim áhyggjum þarf að eyða nú þegar enda er það yfirlýst stefna stjórnvalda að komi til stofnunar miðhálendisþjóðgarðs þá sé það gert m.a. með það að höfuðmarkmiði að efla byggðaþróun og atvinnulíf. Verði stofnun miðhálendisþjóðgarðs hins vegar til þess að skerða fyrrgreind réttindi þá er um afturför að ræða og þá betur ekki af stað farið.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma þessum skilaboðum á framfæri við nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

3.Oddi bs - 1

1808004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 1 Í upphafi fundar var farið yfir samþykktir fyrir Odda bs. Þar kemur fram í 3. gr að lögð skuli fram í upphafi kjörtímabils áætlun til næstu fjögurra ára um eflingu skólastarfsins. Ákveðið að leggja fram drög að slíkri langtímaáætlun á næsta fundi Odda bs., í samráði við skólastjórnendur, sem jafnframt er s.k. haustfundur. ÁS falið að kalla eftir gögnum frá skólastjórnendum. Í 10. gr kemur fram að samþykktir byggðasamlagsins skuli endurskoðaðar fyrir árslok 2018. Einnig var farið yfir gildandi þjónustusamning Odda bs við Rangárþing ytra. Bókun fundar Í 10. gr samþykkta fyrir Byggðasamlagið Odda bs kemur fram að samþykktirnar skuli endurskoðaðar fyrir árslok 2018. Sveitarstjórn Rangárþings ytra leggur til að stjórn Odda bs verði falið að yfirfara samþykktirnar og eftir atvikum gera tillögur til eigenda um breytingar í ljósi reynslunnar.

  Samþykkt samhljóða.

4.Húsakynni bs - 1

1808006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 1

1808010F

5.3.2 Raunkostnaður við smalanir
Lögð fram ósk til sveitarfélagsins Rangárþings ytra um að gerður yrði útreikningur á því hver raunkostnaður er við smölun Rangárvallaafréttar og beitarsvæða sem tilgreindir eru sem afréttir. Óskað er eftir því að greint verði hve mörg dagsverk þarf til smölunar og hvaða vísitölu ranukostnaðurinn þarf að fylgja.

Tillaga um að fela sveitarstjóra að taka saman raunkostnað við smalanir á afréttum sveitarfélagsins og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til frekari greiningar og tillögugerðar.

Samþykkt samhljóða.

6.Byggðarráð Rangárþings ytra - 2

1808001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 2 Lögð fram gögn um kostnað vegna gjaldfrjálsra skólamötuneyta. Bókun fundar Tillaga um að vísa málefninu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019-2022.

  Samþykkt samhljóða. • Byggðarráð Rangárþings ytra - 2 Farið yfir skipulag við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Lagt fram vinnuplan vegna undirbúnings fjáhagsáætlunar sveitarfélagsins og tengdra verkefna. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram til fyrri umræðu í síðasta lagi 27 nóvember.

7.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 1

1808011F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3

1808012F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir afmarkaða spildu úr landi sínu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda en afmarka þarf betur stærð svæðisins. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir umrætt svæði úr landi Svínhaga verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Nefndin vill árétta að ef um byggingu hótels verður að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir lóð L6A verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir afmarkaða spildu úr landi sínu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir spilduna verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Nefndin vill árétta að ef um byggingu hótels verður að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi jörð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta úr jörð sinni. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir spilduna verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd fjallaði um nýjar og eldri áherslur og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda og ábendinga við gerð núverandi tillögu. Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

9.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 2

1808015F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

10.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4

1809001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir ekki athugasemdir við nafnið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við áformað nafn spildunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði stöðuleyfi frá og með 1. október 2018 til og með 30. september 2019. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 102,3 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi loftnet og sett ný í staðinn þegar samkomulag liggur fyrir á milli eigenda umrædds svæðis um áframhaldandi leigu á landi og staðsetning nýrra mastra verði skilgreind. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd telur eðlilegt að væntanlegt verslunar- og þjónustusvæði skuli tengt Ástarbrautinni í stað þess að tengjast í gegnum væntanlegt frístundasvæði inná Þykkvabæjarveg. Nefndin leggur því til að umrædd tenging verði skilgreind nánar á uppdrætti deiliskipulags fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Nefndin telur þær viðbætur sem bæst hafa við á síðari stigum ekki þess eðlis að um grundvallarbreytingar séu að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 og leggur til að hún verði send til umsagnar og auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru tilgreindir í greinargerð tillögunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

11.Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins

1808021

Ákvörðun um kaup á íbúðum.
Sveitarstjórn hefur haft til skoðunar tilboð um íbúðir til kaups fyrir sveitarfélagið frá fjórum aðilum sem eru með byggingar í undirbúningi á Hellu. Í samráði við félagsmálastjóra er talið heppilegt að sveitarfélagið eigi tvær íbúðir um 80 fm og fjórar íbúðir 65-75 fm. Tillaga er um að ganga til samninga við eftirtalda aðila um kaup á 6 fullbúnum íbúðum skv. þeim tilboðum sem liggja fyrir:
Naglafar ehf, tvær íbúðir (80,5 og 81,1 fm)á samtals 48,0 mkr með afhendingu í apríl 2019, Jötunn byggingar ehf, tvær íbúðir (66,3 fm) á samtals 42,4 mkr með afhendingu í febrúar 2019 og Höfn leigufélag ehf tvær íbúðir (76,4 fm) á samtals 47,5 mkr með afhendingu í janúar 2019. Í heild er hér um að ræða fjárfestingu að upphæð 137,9 mkr og meðalverð hverrar íbúðar því tæpar 23 mkr. Kaupin verða fjármögnuð með söluandvirði Þrúðvangs 31 og lántöku árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

12.Persónuverndarstefna

1807013

Fyrirkomulag með persónuverndarfulltrúa.
Tillaga um að semja við Lex ehf um að Ingvi Snær Einarsson hdl gegni starfi persónuverndarfulltrúa fyrir Rangárþing ytra næstu 12 mánuði.

Samþykkt samhljóða.

13.Áhaldageymsla við Íþróttahús á Hellu

1808032

Fyrir liggur kostnaðaráætlun varðandi tvo kosti við útfærslu byggingar áhaldageymslu við Íþróttahúsið á Hellu. Annars vegar einfalda lægri viðbyggingu á einni hæð og hins vegar viðbyggingu í fullri vegghæð með millilofti og þá fleiri nýtingarmöguleikum. Ákveðið að vísa málinu til umfjöllunar á næsta fundi Heilsu- íþrótta- og tómstundanefndar og síðan frekari úrvinnslu á fundi byggðarráðs í lok mánaðarins. Óskað er eftir því að Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd fari m.a. yfir málið með forstöðumanni Íþróttamiðstöðar og forsvarsfólki íþrótta- og tómstundafélaga á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

14.Ósk um gjaldfrjálsa þjónustu Vinnuskóla Rangárþings ytra

1809013

Erindi frá Oddasókn vegna Menningarhúss.
Tillaga um að fela byggðarráði að móta vinnureglur varðandi greiðslur fyrir vinnuframlag vinnuskólans og afgreiða erindið í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.

15.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

15.1 Fyrirspurn um sorpþjónustu
Hvernig er reynslan á sorpþjónustu heimilissorps síðan Sorpstöð Rangárvallasýslu tók hana yfir um s.l. áramót?
Svar sveitarstjóra: Ekki hefur farið fram heildstæð greining á því enn sem komið er.

15.2 Fyrirspurn um útgáfu byggðasögu Hellu
Hver er staðan á útgáfu byggðarsögu Hellu? Hvenær verður bókin gefin út?
Svar sveitarstjóra: Bókin er nánast tilbúin til prentunar og verður vonandi jólabókin í ár.

15.3 Fyrirspurn um gámaplan
Hver er staðan á uppsetningu á gámaplani í Þykkvabæ, sem er á fjárhagsáætlun ársins 2018?
Svar sveitarstjóra: Áætlun um verkefnið er ekki að fullu leyti útfærð ennþá.

15.4 Fyrirspurn um sölu eignarhluta í Suðurlandsvegi 1-3 hf.
Hver er staðan á sölu eignarhluts Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf.? Hefur hann verið auglýstur opinberlega á sölu sbr. samþykkta tillögu Á-lista á 50. fundi sveitarstjórnar, 6. júní 2018?
Svar sveitarstjóra: Viðræður um kaup Arion banka á eignarhlut (hlutafé) sveitarfélagsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Nýlega varð ljóst að ekki verður af því tilboði og því næsta skref að bjóða hlutinn til sölu og leita annarra kaupenda í samráði við ráðgjafa sveitarfélagsins um verðbréfaviðskipti.

15.5 Fyrirspurn um Langekru
Hver er staðan og framtíðaráform um eignina Langekru, sem sveitarfélagið festi kaup á í júní s.l.
Svar sveitarstjóra: Verið er að ganga frá lóðamálum og þegar það er komið þá er ekkert að vanbúnaði að ganga frá samkomulagi við Oddafélagið um vörslu, viðhald og rekstur hússins til lengri tíma og nýtingu á því til hagsbóta og eflingar uppbyggingar í Odda m.a. við fornleifarannsóknir næstu árin eins og upphaflegar hugmyndir stóðu til.

15.6 Tillaga um greiningu varðandi nýjan leikskóla

Fulltrúar Á lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að farið verði í nú þegar, að greina hvernig best verði staðið að byggingu nýs leikskóla á Hellu.

Greinargerð: Staða sveitarsjóðs er með ágætum um þessar mundir og talsverður uppgangur í sveitarfélaginu. Nægt framboð á leikskólaplássum er ein af grunnforsendum þess að íbúum fjölgi áfram og byggð þróist. Núverandi leikskólabygging á Hellu annar ekki þörf miðað við það markmið sveitarstjórnar að bjóða uppá að börn fái vistun við 12 mánaða aldur. Þetta stendur samfélaginu fyrir þrifum og hamlar því að ungt fólk setjist hér að. Það á því að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar sveitarstjórnar að hefja undirbúning nú þegar að byggingu leikskóla á Hellu. Húsakostur leikskólans er ekki ásættanlegur m.a.er núverandi húsnæði að mörgu leyti úr sér gengið og hefur sprengt utan af sér starfsemina og þarf að nýta byggingar á tveimur starfsstöðvum, að hluta til í húsnæði sem ekki er hannað undir starfsemi leikskóla. Erfitt hefur reynst að manna leikskólann á Hellu og á þröngur húsakostur og yfirfullar deildir vafalaust sinn þátt í því. Á síðasta kjörtímabili var húsnæði leikskólans á Laugalandi stækkað með opnun nýrrar deildar sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á allt starfið þar sem og líðan barna og starfsmanna. Undirbúningur að byggingu nýs leikskóla tekur tíma og því ekki til setunnar boðið að hefjast handa nú þegar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða og byggðarráði falið að gera áætlun um vinnulag og kostnað við greiningu og samráð um verkefnið.

Bókun D-lista
Hér er um að ræða mál sem samstaða er um í sveitarstjórn að setja á dagskrá og undirbúa af kostgæfni.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

16.Styrkbeiðni vegna ársþings

1808037

Ósk um styrk vegna ársþings yfirmanna eldhúsa heilbrigðisstofnana á Íslandi.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

17.Bílaplan á Hellu. Stöðuleyfi fyrir matarvagn.

1808033

Þrír aðilar hafa óskað eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn við bílastæði Miðjunnar á Hellu.
Tillaga um að gefið verði út stöðuleyfi til eins árs frá 1. október 2018 til Hermanns Rúnarssonar og Guðbjargar Ágústsdóttur fyrir matarvagn við bílaplan Miðjunnar. Erindum um önnur stöðuleyfi á sama stað hafnað að sinni.

Samþykkt samhljóða.

18.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Vesturhlíð

1809011

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að lóð L198548 úr landi Haga beri nafnið Vesturhlíð.

Samþykkt samhljóða.

19.Skarð F2196700. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1809002

Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Guðlaugar Berglindar Guðgeirsdóttur kt. 290476-5779, fyrir hönd félagsbúsins Skarði ehf, kt. 450804-2660, fyrir gististað í flokki II, tegund 'C' í húsnæði forsvarsmanns að Skarði lóð L194305, F2196700 í Landsveit, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

20.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 862. fundur

1809006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.SOS 267 fundur

1808035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.SOS - 268 fundur

1809004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Hlutverk öldungaráða

1809014

Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

24.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

25.Aðalfundur Vottunarstofunnar Tún ehf

1804016

Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi

1809012

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?