3. fundur 10. október 2018 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti gerði tillögu um að liðir 10 og 11 falli út þar sem umfjöllun um þau erindi eru tekin fyrir undir liðum 5.4 og 5.5. Það var samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Yngvi Karl Jónsson varamaður sat fundinn undir liðum 1-3.15 og Steindór Tómasson aðalmaður sat fundinn undir liðum 3.16-12.

1.Íþrótta- og tómstundanefnd - 1

1809004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Formaður nefndarinnar fór yfir þá möguleika sem liggja fyrir. Nefndin leggur til að viðbygging við íþróttahúsið verði á tveimur hæðum. Á neðri hæð yrði læst áhaldageymsla, fjölnota salur og geymsla fyrir íþróttafélög. Á annari hæð hússins yrði komið fyrir líkamsræktaraðstöðu, fundarsal ásamt fjölnota sal. Með þessu eykst rými í íþróttahúsinu og þá hægt að fjölga búningsklefum. Mikilvægt er að hönnun fari af stað sem allra fyrst og tilboðsgerð kláruð. Bókun fundar Vísað er til frekari umfjöllunar um málið undir lið 3.6
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Nefndin leggur til að nafni nefndarinnar verði breytt í heilsu-, íþrótta og tómstundanefnd, ritari verði starfmaður nefndarinnar og erindisbréfið taki mið af því. Nefndin leggur til að varaformaður verði Erna Sigurðardóttir. Bókun fundar Tillaga er um að breyta nafni Íþrótta- og tómstundanefndar í Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd.

    Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að leggja fram tilheyrandi breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og erindisbréfi nefndarinnar á næsta fundi sveitarstjórnar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Tillaga er um að Dagný Rós Stefánsdóttir verði aðalfulltrúi og Heiðar Óli Guðmundsson verði varafulltrúi, þau eru kjörin til tveggja ára. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Um 2.000.000 kr eru eftir á fjárhagsáætlun ársins fyrir útivistarsvæði. Tillaga er um að farið verði í það að ganga frá salerni í braggann í Nesi. Með því að þar sé aðgengilegt salerni getum við haldið áfram uppbyggingu á svæðinu. Tilbúin eining frá Stólpa kostar 700.000kr vsk og er frágangur áætlaður um 1.000.000 kr. Samtals 1.868.000 kr. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Nefndin leggur til að Rangárþing ytra verði heilsueflandi samfélag. Til þess að það verði að veruleika telur nefndin að þurfi að ráða starfsmann í a.m.k. 25% starf sem vinni að verkefninu og taka þarf tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Nefndin bendir jafnframt á að mikil samlegðaráhrif væru með þessu verkefni og hugsanlegu starfi heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki vel í tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar og felur sveitarstjóra að vinna starfslýsingu fyrir starfsmann af þessu tagi í samráði við nefndina og leggja fyrir byggðarráð til frekari tillögugerðar. Samhliða þessu felur sveitarstjórn Íþrótta- og tómstundanefnd að halda opinn kynningarfund um heilsueflandi samfélag í samráði við Landlæknisembættið áður en frekari skref eru tekin í málinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir skýrsluna. Nefndin telur mikilvægt að unnið verði að því að samhæfa íþróttaæfingar félaga á sýsluvísu þegar það á við og að skóladegi grunnskóla ljúki á sama tíma hjá Odda bs. Lagt er til að sveitarstjórn skoða möguleika þessu tengdu og að kanni kostnað við akstur í tengslum íþróttaæfingar, samkvæmt skýrslunni og kynna fyrir nefndinni. Bókun fundar Tillaga er um að fela Íþrótta- og tómstundanefnd að greina betur hvers konar samhæfingu og aksturútfærslu verið er að kalla eftir og leggja fyrir byggðarráð til frekari kostnaðargreiningar og eftir atvikum tillögugerðar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 2

1809005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 2 Farið var yfir rekstur Odda bs janúar-ágúst. Þá var lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun Odda bs 2018. Með viðaukanum er gert ráð fyrir breytingu á fjárhagsáætlun Odda bs. til hækkunar að fjárhæð kr. 8.780.000. Þar af hækka tekjur um 2,92 millj., laun hækka um 10,6 millj., annar rekstrarkostnaður lækkar um 3,4 milljónir, innri leiga hækkar um 1,0 milljón og vaxtagjöld hækka um 3,5 milljónir og er það vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Odda bs fyrir sitt leyti og vísi málinu til afgreiðslu á viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018 undir lið 3.3

    Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 3

1809002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2018. Gert er ráð fyrir auknum tekjum að fjárhæð 49 milljónum og að rekstrarkostnaður lækki um 6,8 milljónir. Aukinn rekstrarafgangur verði því 55,8 milljónir í A og B hluta. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð 41,7 milljónum. Lántaka hækkar um 136,4 milljónir. Lántakan er vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð fyrr á árinu. Að öðru leyti kallar viðaukinn ekki á auknar fjárheimildir.

    Samþykkt samhljóða að leggja viðaukann fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2018.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Tekin hafa verið saman gögn um kostnað við smalanir á afréttum sveitarfélagsins. Gögnin ná til áranna 2012-2017 og eru sá raunkostnaður sem féll til við verkefnið umrædd ár. Í ljósi þessara gagna er lagt til að viðmið fyrir árlegt framlag sveitarfélagsins til smölunar á hverjum afrétti hækki frá því sem nú er og verði frá og með næsta ári 850.000 kr. Upphæðin verði jafnframt uppreiknuð árlega í samræmi við vísitölu launakostnaðar og vísitölu neysluverðs með jöfnu vægi.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Fyrir liggur álit Íþrótta- og tómstundanefndar um að miðað skuli við viðbyggingu á tveimur hæðum með áhaldageymslu á neðri hæð og margvíslegum notkunarmöguleikum á efri hæð m.a. til að skapa aukið rými fyrir búningsaðstöðu og heilsurækt. Byggðarráð leggur til að tekið verði tillit til þessara hugmynda og sveitarstjóra verði falið að útfæra kostnaðaráætlun miðað við þetta og láta hanna viðbyggingu af þessu tagi. Markmiðið er að hægt verði taka viðbygginguna í notkun á næsta ári.

    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Lögð fram gögn um tryggingamál sveitarfélagsins en núverandi samningur sveitarfélagsins við VÍS endurnýjast við næstu áramót ef honum er ekki sagt upp fyrir þann tíma. Tillaga um að segja núverandi samningi sveitarfélagsins við VÍS upp miðað við næstu áramót og leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Lagðar fram og ræddar gildandi siðareglur. Lagt til að þær verði samþykktar óbreyttar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti siðareglur sveitarfélagsins óbreyttar.

    Samþykkt samhljóða

    Jafnframt rituðu allir sveitarstjórnarmenn nafn sitt undir yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér og virði reglur og samþykktir sveitarstjórnar líkt og kveðið er á um í 14. gr. siðareglnanna.

  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin 11-12 október nk. Þar sem sveitarstjórnarfulltrúar ætla sér almennt að taka þátt í ráðstefnunni er nauðsynlegt að flýta næsta sveitarstjórnarfundi og áætla hann 10 október kl. 15:00. Sveitarstjóra falið að leita eftir samþykki sveitarstjórnar í tölvupósti fyrir þessari breytingu þannig að hægt sé að auglýsa hana í tíma. Bókun fundar Til kynningar.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 3 Lagðar fram upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um m.a. fyrirhugað tilraunaverkefni sjóðsins þar sem leitað er eftir samstarfi við fjögur sveitarfélög um nýjar lausnir í húsnæðismálum. Byggðarráð telur rétt að Rangárþing ytra leiti eftir að taka þátt í þessu og felur sveitarstjóra að hafa samband við sjóðinn. Ekki er um að ræða fjárhagslega skuldbindingu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

4.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 37

1808005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að óska eftir frekari greinargerð um framkvæmdirnar og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5

1809003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða sameiningu spildnanna. Nefndin gerir heldur ekki athugasemdir við nafn spildunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né nöfn á lóðunum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir ekki athugasemdir við nöfn lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nöfn lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd frestar erindinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd telur að túlkun stofnunarinnar miðist við fjölda íbúða en ekki fjölda lóða. Í greinargerð gildandi aðalskipulags (bls. 74) er tafla yfir íbúðarsvæði og dálkar sem kallast „byggt og óbyggt“. Óbyggðar lóðir í dag eru um 120 talsins.
    Í aðalskipulaginu kemur líka fram að þéttleiki nýrrar íbúðarbyggðar skuli á nýjum íbúðarsvæðum vera á bilinu 10-35 íb/ha. Á þessu 12 ha svæði ættu því að geta verið á bilinu 120 til 420 íbúðir. Nefndin telur því að tillagan samræmist að fullu gildandi aðalskipulagi hvað þetta varðar. Í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi, sem er í ferli, verði íbúðasvæði stækkað og heimilaðar fleiri lóðir.
    Varðandi afmörkun svæðisins í tillögunni telur nefndin að um frekar óverulega skekkju sé að ræða sem kalli ekki á breytta afmörkun í aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 5.12 1803039 Urðir. Deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd telur að fella eigi núgildandi deiliskipulag úr gildi og unnið verði heildarskipulag fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi eftirfarandi breytingar á gildandi skipulagi:
    Skilmálar í samningi við Skógræktarfélag Rangæinga verði gerð skil.
    Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús allt að 300 m², geymslu allt að 60 m², bílskúr/skemma allt að 300 m² og gestahús allt að 60 m², nýtingarhlutfall lóðar verður þó aldrei meira en 0,05.
    Mænishæð getur verið allt að 8 m miðað við gólfplötu.
    Hverjum landeiganda verði heimilt að girða af lóðir sínar.
    Heimilt verði að vesturhluti byggingareita færist inní skóginn.
    Nánari skilmálar verði kynntir í lýsingu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

6.Tilnefning fulltrúa á aðalfundi SASS og HES 2018

1810001

6.1 Aðalfundur SASS
Tillaga er um að skipa eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn verður 18. október 2018 í Hveragerði:

Aðalmenn:
Ágúst Sigurðsson
Björk Grétarsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson

Varamenn:
Helga Fjóla Guðnadóttir
Hjalti Tómasson
Yngvi Harðarson
Yngvi Karl Jónsson

Samþykkt samhljóða.

6.2 Aðalfundur HES
Tillaga er um að skipa eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Heilbrigðiseftirlits suðurlands sem haldinn verður 19. október 2018 í Hveragerði:

Aðalmenn:
Helga Fjóla Guðnadóttir
Hjalti Tómasson
Yngvi Harðarson
Yngvi Karl Jónsson

Varamenn:
Ágúst Sigurðsson
Björk Grétarsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Erindi um One-kerfið
Tillaga Á-lista
Lagt er til að gerð verði ný regla um móttöku erinda til sveitarstjórnar sem felst í að erindi verði send áfram til sveitarstjórnarfulltrúa strax að lokinni skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins.

Greinargerð
Eitt af grunngildum Á-listans hefur verið að stjórnsýsla skuli vera opin og gegnsæ. Hér áður fyrr, þegar netbyltingin var á sínum yngri skeiðum, gat verið erfitt að upplýsa alla sveitarstjórnarfulltrúa jafnóðum um öll erindi sem sveitarstjórn bárust. Þetta varð til þess að fundargögn bárust sveitarstjórnarfulltrúum í einni kippu tveimur dögum fyrir fund. Með þeirri tölvutækni sem nú er á höndum allra, má flytja gögn um allan heim á sekúndubroti. Tillagan fjallar um að koma innsendum erindum svo fljótt sem verða má til sveitarstjórnarfulltrúa. “One System? skjalakerfi sveitarfélagsins er þannig útbúið að þetta má gera mjög auðveldlega. Við móttöku erinda til sveitarstjórnar þarf einungis að skrá erindið móttekið og því næst hægt að senda það samstundis á alla fulltrúa í sveitarstjórn. Þetta kemur í veg fyrir uppsöfnun erinda sem birtast svo sveitarstjórnarfulltrúm tveimur dögum fyrir sveitarstjórnarfund. Með því að nýta eiginleika kerfisins með þessum hætti og upplýsa sveitarstjórnarfulltrúa hratt og vel geta þeir undirbúið sig betur og veitt íbúum betri þjónustu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

8.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2018

1810022

Fundarboð
Tillaga er um að veita Björk Grétarsdóttur umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Suðurlandsvegar 1-3 hf þann 23 október 2018.

Samþykkt samhljóða.

9.Hótel Rangá. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki IV.

1810004

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Friðriks Pálssonar fyrir hönd Hallgerðar ehf fyrir gistingu í flokki IV, tegund A á gististað sínum við Ytri-Rangá, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

10.268 stjórnarfundur SOS

1810016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.269 stjórnarfundur SOS

1810017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.270 stjórnarfundur SOS

1810018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?