Sveitarstjórn Rangárþings ytra

4. fundur 08. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti bauð sveitarstjórn velkomna til fundar. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2

1810004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2 Nefndin leggur til að sett verði upp upplýsingaskilti fyrir vestan Hellu. Á skiltinu verður yfirlit yfir alla þjónustu í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er 1.700.000 kr og óskar nefndin eftir því að tekið verði tillit til þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Bókun fundar Tillaga er um að vísa bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar til byggðarráðs til úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2 Nefndin leggur til að opnuð verði upplýsingamiðstöð í Miðju á Hellu í tilraunaskyni maí-september 2019. Hugmyndin með upplýsingamiðstöð er að hún sé einnig gagnaöflunarstaður um ferðamenn. Að starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar haldi saman upplýsingum um eftir hverju ferðamenn séu að leita, hve margar fyrirspurnir berist og hve margir gestir leiti til starfsmannanna á hverjum degi. Það nýtist við framtíðaruppbyggingu Rangárþings ytra sem áfangastaðar fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda. Skoðaðar verða leiðir til þess að upplýsingamiðstöðin standi að hluta til undir sér sjálf. Áætlaður kostnaður er 3.100.000 kr og óskar nefndin eftir því að sveitarstjórn taki tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019. Bókun fundar Tillaga er um að vísa bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar til byggðarráðs til úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2 Nefndin gerir sér grein fyrir því að hér er lögð til veruleg hækkun vegna kostnaðar við 17. júní hátíðarhöld í sveitarfélaginu. Þessi kostnaður er áætlaður til þess að greiða fyrir auglýsingar allra 17. júní hátíða í sveitarfélaginu og halda veglega hátíð á Hellu þar sem ekki hefur verið haldin hátíð þar síðan 2015 þó vissulega sé haldið uppá daginn víðsvegar í sveitarfélaginu. Með þessu telur nefndin að verið sé að svara kalli íbúa um að hátíðin sé einnig haldin á Hellu. Nefndin óskar eftir því að tekið verði tillit til þessa við fjárhagsáætlunargerð 2019. Bókun fundar Tillaga er um að vísa bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar til byggðarráðs til úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2 Nefndin leggur til að sótt verði um vegna upplýsingaskilta þegar komið er inn á Hellu og vegna undirbúnings og hönnunar vegna áfangastaðarins Heklu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að verkefninu í samstarfi við nefndina. Umsóknarfrestur er til 28. október 2018. Sótt er um vegna verkefna sem framkvæmd eru á árinu 2019. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 2

1810005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 2 Fjallað var um tillögu til þingsályktunar um 5 ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023. Þar sem ekkert fjármagn er áætlað í vegi til nýframkvæmda á þessu tímabili í Rangárþingi ytra samþykkir nefndin að formaður nefndarinnar undirbúi áskorun til sveitarstjórnar sem lögð verður fyrir nefndina á næsta fundi. Bókun fundar Í framhaldi af fundi Samgöngu- og fjarskiptanefndar liggur fyrir ályktun nefndarinnar varðandi tillögu til þingsáætlunar um fimm ára samgönguáætlun. Lagt er til að fyrrgreind ályktun verði send stjórnvöldum.

  Samþykkt samhljóða.
 • 2.2 1801021 Styrkvegir 2018
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 2 Kynnt var yfirlit yfir styrkvegaframkvæmdir þessa árs. Reifaðar voru hugmyndir að verkefnum til næstu ára. Nefndin skorar á sveitarstjórn að senda frá sér ályktun um að fjármagn til styrkvega verði aukið verulega í ljósi þess að innan sveitarfélagsins eru styrkvegir í það minnsta 230km.

  Nefndin leggur til að Sandhólaferjuvegur og Skjólkvíavegur að Heklu verði teknir af styrkvegaskrá og færðir yfir á forræði Vegagerðarinnar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Samgöngu- og umferðarnefndar og feli sveitarstjóra að koma þessum skilaboðum á framfæri við Vegagerðina og til þess bæra aðila.

  Samþykkt samhljóða.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 2 Nefndin leggur til að fundurinn verði haldinn mánudaginn 12. nóvember. Rætt var um að bjóða fulltrúum Vegagerðarinnar og þingmönnum kjördæmisins. Fundurinn verður auglýstur í Búkollu og á fleiri stöðum og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til þess að mæta. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar með þeirri breytingu að staðfest er að fundurinn verður haldinn 19. nóvember.

  Samþykkt samhljóða.

3.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 198

1811008

Fundargerð frá 16102018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bókun sveitarstjórnar:
Á þessu ári hafa orðið miklar breytingar á starfsemi Sorpstöðvarinnar með fjölgun verkefna eftir að Sorpstöðin tók yfir sorphirðu frá heimilum og stofnunum sveitarfélaganna. Vísbendingar eru um að þessar breytingar fari ágætlega af stað og því vill sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja það til við meðeigendur í Sorpstöðinni að öll umsjón með úrgangsmálum sveitarfélaganna í Rangárvallasýlu verði í umsjá Sorpstöðvarinnar þ.m.t. gámaplön og árlegar hreinsanir. Þannig verði tryggð góð yfirsýn og samræmt þjónustustig í málaflokknum á sýsluvísu. Einnig væri með þessu stuðlað enn frekar að hagkvæmum rekstri og réttri flokkun og endurvinnslu.

Samþykkt samhljóða

4.Oddi bs - 3

1810009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 3 Lögð fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2019 fyrir Odda bs. Rekstraráætlunin gerir ráð fyrir að gjaldskrá Odda bs breytist í takt við verðlagsbreytingar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 905.834.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 766.783.000 og hlutur Ásahrepps 139.051.000. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2018 sem er 191 grunnskólabarn og 110 leikskólabörn sem telja 140,6 barngildi.

  Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2019 fyrir Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Odda bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.
 • Oddi bs - 3 Lagðar fram endurskoðar reglur um skólaakstur fyrir Odda bs og þær samþykktar samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti reglurnar fyrir sitt leyti.

  Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (ST).

5.Húsakynni bs - 2

1810010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 2 Lögð fram tillaga að rekstaráætlun 2019 fyrir Húsakynni bs. Tillagan gerir ráð fyrir að framlag til reksturs skiptist þannig að Rangárþings ytra greiði 16.7 milljónir og Ásahreppur 8.1 milljón. Jafnframt var lögð fram tillaga að fjárfestingaáætlun ársins 2019 sem gerir ráð fyrir að hlutur Rangárþins ytra verði 13.5 milljónir og Ásahrepps 6.6 milljónir.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Húsakynna bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.

6.Byggðarráð Rangárþings ytra - 4

1810008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 4 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2018. Um er að ræða tilfærslu á fjárfestingu. Gert ráð fyrir aukinni fjárfestinu í félagslegum íbúðum vegna kaupa á íbúðum að fjárhæð kr. 23 milljónir. Keyptar verða 2 íbúðir á þessu ári á samtals 48 milljónir. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 25 milljónum í fjárfestingu. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu hjá Þjónustumiðstöð að fjárhæð kr. 6,1 milljón vegna kaupa á bifreið. Á móti lækkar fjárfesting í íþróttahúsi á Hellu um kr. 29,1 milljón. Upphaflega voru áætlaðar 50 milljónir vegna viðbyggingar á íþróttahúsi á þessu ári. Ljóst er að það verkefni verður ekki klárað á þessu ári og er því fjárheimild í það verkefni lækkuð. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé, en 23 milljónir í fjárfestingu færast á milli A og B hluta.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2018.

  Samþykkt samhljóða.

7.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

1810013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2018. Tillaga um að hækka áætlun vegna rekstrarkostnaður um kr. 9.134 þús. Dýrar bilanir hafa komið upp á árinu sem hafa orskakað það að rekstrarkostnaður verður meiri en áætlað var. Tillaga um að lækka áætlun vegna fjárfestingar á árinu um 21,5 milljónir kr. Framkvæmdir vegna miðlunartanks í Hjallanesi eru enn á undirbúningsstigi og því verður fjárfesting ársins ekki eins mikil og áætluð var. Önnur fjárfestingarverkefni hafa þó bæst við sem vega á móti s.s. lagnir í nýju hverfi á
  Hellu og fl. Tillaga um að lántaka ársins verði kr. 120 milljónir í stað 65 milljóna eins og áætlað var. Þessi lántaka dugar þá til að fjármagna fjárfestingu þessa árs og fjárfestingu ársins 2019. Engin lántaka verður þá í áætlun 2019.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti viðauka 1 við fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2018 fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2019. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 82,5 m, rekstrarkostnaður auk fjármagnsliða 56,5 m og og rekstrarniðurstaða 26,0 m. Fjárfesting ársins verði 90 m.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.

8.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 56

1811006

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 57

1811007

Fundargerð.
9.1 Rekstraráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs 2019
Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

9.2 Endurnýjun slökkvistöðvar á Hellu
Brunavörnum Rangárvallasýslu bs stendur til boða kaup á fullbúinni slökkvistöð að Dynskálum 49. Tillaga um að fela byggðarráði að fara yfir tilboðið í samráði við meðeigendur þannig að hægt sé að taka ákvörðun í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

10.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 9

1811012

Fundargerð frá 24102018
Fundargerðin lögð fram til kynningar og rekstraráætlun Tónlistarskóla Rangæinga bs vísað til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

11.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6

1810007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nafn spildunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nafn spildunnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 11.3 1810076 Kelduholt. Landskipti
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nöfn spildanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nöfn spildanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að falla eigi frá grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun hefur ekki áhrif á stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi en telur að samráð verði að hafa við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og, eftir atvikum, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, áður en tillaga að breytingu verður auglýst. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send til birtingar í B-deild stjórnartíðinda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir fram komna lýsingu og leggur til að lýsing verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Samhliða kynningu leggur nefndin til að endurskoðaður verði samningur við Skógræktarfélag Rangæinga. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.

12.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Breyting á nefndaheiti ofl. Fyrri umræða.
Tillaga er um að breytingar verði gerðar á 16. gr samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra nr. 1275/2014, með breytingu nr. 197/2016, þannig að við lið II.c bætist að fundargerðum sveitarstjórna, nefnda og stjórna fylgi fundargögn sem ekki falla undir trúnað. Einnig verði 47 gr. breytt þannig að heiti Íþrótta- og tómstundanefndar verði Heilsu- íþrótta-, og tómstundanefnd. Þá verði gerð breyting á texta um Héraðsnefnd Rangæinga í sömu grein þannig að Tónlistarskóli Rangæinga bs verði tilgreindur sérstaklega þar sem hann hefur nú verið gerður að sérstöku byggðasamlagi og eins verði bætt inn texta um Öldungaráð sem hugmyndin er að starfi undir hatti Héraðsnefndar.

Lagt fram til fyrri umræðu.

13.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

1706013

Endurskoðun kjara sbr. reglur og í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt er til að kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf verði óbreytt frá því sem þau hafa verið frá 1. nóvember 2016 sbr. samþykktir sveitarstjórnar þar um.

Samþykkt samhljóða.

14.Erindi vegna byggingar raðhúss fyrir aldraða

1807014

Umsókn Neslundar um stofnframlag til íbúðalánasjóðs og sveitarfélagsins.
Neslundur ehf fyrir hönd Guðrúnartúns hses hefur lagt inn umsókn til Íbúðarlánasjóðs um stofnframlag sbr. sérstakar reglur þar um. Jafnframt hefur félagið lagt inn umsókn til sveitarfélagsins um 12% mótstofnframlag sveitarfélagsins sbr. reglur þar um. Um er að ræða byggingu 4 íbúða í Guðrúnartúni 5a-d á Hellu. Stofnvirði íbúðanna er kr. 100.744.715 og eru íbúðirnar um 80 fm og ætlaðar til útleigu til tekjulágra og fatlaðra. Umsóknin uppfyllir öll skilyrði sem sett eru í reglum sveitarfélagsins Rangárþings ytra um stofnframlög.

Tillaga er um að sveitarfélagið samþykki að leggja til umbeðið stofnframlag með fyrirvara um að Íbúðalánasjóður samþykki umsóknina einnig. Byggðarráði verði falið að útfæra sérstakan viðauka við fjárhagsáætlun gangi þetta eftir.

Samþykkt samhljóða.

15.Skjalavistun, fundargerðir og aðgengi að upplýsingum

1501023

Aðgengi að gögnum, þróun varðandi íbúagátt ofl.
15.1 One-system fundakerfi
Á síðasta fundi sveitarstjórnar lagði Á-listi fram tillögu um One-kerfið undir lið 7. sem var frestað. Tillagan er lögð fram hér í lítillega breyttri mynd:

Lagt er til að sú regla verði tekin upp að næstu fundir sveitarstjórnar og byggðarráðs verði stofnaðir í fundagátt strax að afloknum fundum þannig að safna megi þangað erindum og fundargerðum jafnóðum og þau berast.

Samþykkt samhljóða.

Bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að erindi til sveitarstjórnar berist til sveitarstjórnarfulltrúa sem fyrst að lokinni skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins þannig að sem bestur tími gefist til að kynna sér mál.

Samþykkt samhljóða.

15.2 One-land-robot
Byggðarráði falið að greina betur hvort tímabært sé að taka upp One-land-robot.

Samþykkt samhljóða.

16.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Fyrirspurnir varðandi gámavöll og Þrúðvang 18
16.1 Gámasvæði í Þykkvabæ.
Hvenær á að standsetja gámasvæði í Þykkvabæ sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2018?

Svar sveitarstjóra: Ekki er búið að tímasetja standsetningu á gámsvæðinu.

16.2 Þrúðvangur 18.
Umræður urðu um nýtingu á húsinu.

17.LM 2020 - ósk um stuðning vegna undirbúnings

1811014

Erindi frá Rangárbökkum vegna Landsmóts á Hellu 2020
Tillaga um að fela byggðarráði að vinna málið áfram og leggja fram tillögu fyrir sveitarstjórn í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

18.Til umsagnar 222.mál

1810070

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru.
Lagt fram til kynningar.

19.Til umsagnar 212.mál

1810069

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs).
Lagt fram til kynningar.

20.Hraun. Umsögn vegna lögbýlis

1810066

Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna stofnunar lögbýlis að Hrauni.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Hrauni með landnúmerið L198746.

Samþykkt samhljóða.

21.Niðurfelling Stóru-Vallavegar (2802)

1811001

Frá Vegagerð ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

22.Niðurfelling Stekkjahólsvegar (2786)

1811002

Frá Vegagerð ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

23.Niðurfelling Stekkjarhólsvegar (2864)

1811003

Frá Vegagerð ríkissins.
Lagt fram til kynningar.

24.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

1811013

Frá Samgöngustofu
Lagt fram til kynningar frá Samgöngustofu að sunnudaginn 18. nóvember nk. verður sérstök minningarhátíð um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi.

25.Afmælisþing Skipulagsstofnunar

1811015

Mannlíf og bæjarrými
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?