7. fundur 10. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti til að við dagskránna bætist liður 9. Erindi og fyrirspurnir frá Á-lista, liður 10. Vatnasvæðanefnd - tilnefning fulltrúa og liður 11. Áskorun til Veitna og var það samþykkt samhljóða.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9

1812004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á spildum. Nefndin vill árétta að samþykki Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir þegar vinna við tengingu hefst við Árbæjarveginn. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti lóðar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti lóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á spildum. Nefndin vill árétta að samþykki Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir þegar vinna við tengingu hefst við Þykkvabæjarveginn eða Ástarbrautina. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd telur óumdeilt að gert hafi verið ráð fyrir þriðju hæðinni við byggingu hússins skv. fyrirliggjandi gögnum. Nefndin leggur til, þar sem útlit er fyrir að yfirbragð byggingarinnar muni breytast verulega með tilkomu nýrrar hæðar, að grenndarkynna skuli erindi umsækjanda áður en ákvörðun verður tekin. Grenndarkynningu skal senda til allra íbúa og eigenda húsa við Þrúðvang nr. 25 til 38 skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við áform umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Til að svara athugasemdum Umhverfisstofnunar telur nefndin að fyrir liggi að stefna um íbúðabyggð í dreifbýli samræmist ekki stefnu landsskipulags. Stefna landsskipulags er að „í dreifbýli tengist fjölgun íbúða fremur búrekstri eða annarri staðbundinni landnýtingu eða atvinnustarfsemi“ (bls. 35) en stefna sveitarfélagsins, sem einnig er skilgreind í texta greinargerðar í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028, sem er í ferli, er að stuðla eigi að frekari uppbyggingu í dreifbýli, m.a. til að koma til móts við íbúa sem vilja setja sig niður í dreifbýli, til að nýta betur staðbundin veitumannvirki sem þarf að halda úti til að tryggja dreifða byggð og til að mæta breyttu atvinnumynstri og tækniframförum þar sem fjölmargir eiga kost á að stunda atvinnu/nám í fjarvinnslu.
    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til tillaga hefur verið lögð fyrir.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf á kynningu lýsingar þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur jafnframt að áformaðar framkvæmdir á staðnum séu ekki líklegar til að hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif og kalli því ekki á mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til uppfærður uppdráttur verður lagður fram.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Nefndin vill árétta að þar sem um byggingu hótels/þjónustumiðstöðvar er að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það er álit nefndarinnar að hraun sem alfarið er sandorpið eða hulið foksandi eða öðrum jarðvegi og gróðri og ekki er lengur hægt að greina hvort um hraun sé að ræða hefur að öllu jöfnu tapað þeim einkennum sem mynda verndargildi og njóti því ekki sérstakrar verndar. Þær framkvæmdir sem áformaðar eru ættu því ekki að hafa veruleg áhrif á umhverfið svo framarlega sem hraunjaðarinn sjálfur verði látinn haldast óskertur. Nefndin samþykkir því fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli. Nefndin telur jafnframt að framkvæmdir muni ekki kalla á mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd frestar erindinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 58

1901012

Fundargerð frá 03012019, kaup á húsnæði fyrir slökkvistöð á Hellu.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti kaup á iðnaðarhúsnæði að Dynskálum 49 undir nýja slökkvistöð að Hellu og veiti vilyrði fyrir ábyrgð á lánum vegna fjárfestingarinnar. Jafnframt heimili sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir sitt leyti vinnu við undirbúning verðkönnunar eða útboðs vegna innréttingar slökkvistöðvarinnar í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 3

1901002F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 3 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefninu verði dreift á tvö ár (2019 og 2020) og á því fyrra verði lögð áhersla á að ljúka við gerð áhaldageymslu líkt og gert er ráð fyrir í kostnaðaráætlun frá VERKÍS. Ef til þess kemur að hagstætt tilboð komi í það að klára verkefnið í einum áfanga verði horft til þess. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar og að hönnun verði lokið á þeim forsendum sem koma fram í greinargerð og kostnaðaráætlun Jóns Sæmundssonar hjá Verkís. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.

4.Friðland að fjallabaki - tilnefning í ráðgjafanefnd

1812027

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum
Tillaga er um að tilnefna Sigurgeir Guðmundsson, Guðlaugu Berglindi Guðgeirsdóttir og Magnús H. Jóhannsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í ráðgjafanefnd um Friðland að fjallabaki. Saman mynda þau stjórn Hálendisnefndar Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

5.Lántaka Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps vegna framkvæmda

1901011

Ósk um ábyrgð sveitarstjórnar vegna lántöku Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr 65.000.000,- í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við endurnýjun veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalfundur Bergrisans bs 2018

1901016

Fundarboð aðalfundar 18012019
Tillaga er um að fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs ann 18. janúar n.k. verði sem hér segir: Aðalfulltrúar verði Ágúst Sigurðsson, Haraldur Eiríksson, Yngvi Harðarson og Yngvi Karl Jónsson og varafulltrúar verði Hjalti Tómasson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Steindór Tómasson og Jóhanna Hlöðversdóttir.

Samþykkt samhljóða.

7.Endurnýjun samnings um vikurvinnslu

1804015

Til staðfestingar.
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti endurnýjaðan samning um vikurvinnslu við Jarðefnaiðnað ehf.

Samþykkt samhljóða.

8.Sjúkraflutningar í Rangárþingi

1901019

Boðaðar breytingar á fyrirkomulagi - minnisblað.
Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarstjóra með forstjóra og framkvæmdastjóra HSU þann 3/1/2019 um sjúkraflutninga í Rangárþingi. HSU hefur boðað breytingar á vaktafyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi frá og með 1. febrúar 2019. Þá verði settar inn bakvaktir á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna, í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Er þetta sagt liður í því að bregðast við fjárhagsvanda HSU.

Samkvæmt upplýsingum sem m.a. hafa komið fram í fjölmiðlum frá alþingismönnum sem þekkja til ákvarðanatöku varðandi fjármögnun sjúkraflutninga í Rangárþingi þá fékk verkefnið fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 til sólarhringsvaktar vegna aukinna verkefna. Þessi ráðstöfun er því í mótsögn við þá staðhæfingu. Í minnisblaðinu frá fundi sveitarstjóra með forstjóra HSU kemur fram að áhugi er hjá HSU að kosta þjálfun á fólki heimafyrir til að sinna þessari bakvakt. Það er í sjálfu sér jákvætt en engu að síður óljóst hvort nægileg færni náist hjá fólki sem sinnir bakvöktum í aukastarfi en starfar ekki við sjúkraflutninga að öllu jöfnu.

Fyrir liggur að sveitarstjórn mun hitta forstjóra og framkvæmdastjórn HSU mánudaginn 14. janúar n.k. kl. 10:00 til að fara ítarlega yfir þessi sjúkraflutningamál og fleiri mál sem tengjast heilsugæslu í Rangárþingi.

9.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Var leitað tilboða meðal verktaka í framkvæmdir við fyrirhugaða leikskóladeild á Þrúðvangi 18? Hvernig ganga framkvæmdir þar og hvenær er fyrirhugað að taka húsnæðið í notkun?

Svar sveitarstjóra: Ekki var leitað tilboða í verkið í heild sinni heldur samið beint við iðnaðarmenn undir verkstjórn umsjónarmanns fasteigna sveitarfélagsins. Leitað var eftir þjónustu heimamanna eins og frekast var kostur en verkefnastaða iðnaðarmanna er almennt mjög góð og því ekki mjög margir kostir í stöðunni. Að smíðum koma starfsmenn frá Trésmiðju Ingólfs ehf og Rangá ehf, pípulagningameistari er Markús Óskarsson, um rafvirkjun sér Raffoss ehf og Toppmálun ehf annast málningarvinnu. Framkvæmdir ganga vel og áætlanir ganga út frá að hægt verði að opna nýja leikskóladeild 1 mars n.k.

10.Vatnasvæðanefnd - tilnefning fulltrúa

1901021

Tillaga um að tilnefna Anne Bau, sem fulltrúa Umhverfisnefndar sveitarfélagsins í Vatnasvæðanefnd og Ásgeir Jónsson sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Áskorun til Veitna

1901024

Talsvert hefur borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafa verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. Ástæða þess er m.a. að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum. Sveitarstjórn skorar á Orkuveituna að taka á sig hluta kostnaðar íbúa vegna þessa.

Samþykkt samhljóða að senda þessa ályktun á Veitur ohf.

12.Til umsagnar frá Alþingi - 417. mál

1812030

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál.
Lagt fram til kynningar.

13.Til umsagnar frá Alþingi - 443. mál

1812029

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögnum um tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 866 fundur

1812034

Fundargerð frá 14122018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.274 stjórnarfundur SOS

1901013

Fundargerð frá 13122018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.275 stjórnarfundur SOS

1901014

Fundargerð frá 07012019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.SASS - 541 stjórn

1901015

Fundargerð 27122018

18.Félagsmálanefnd - 62 fundur

1901017

Fundargerð frá 18122018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Endurskoðun kosningalaga

1901002

Skipan starfshóps
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?