8. fundur 14. janúar 2015 kl. 15:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti setti fund og áður en gengið var til dagskrár greindu sveitarstjóri og oddviti frá nokkrum atriðum úr starfseminni

1.Endurskoðun skipurits Rangárþings ytra

1501008

Tillaga að nýju skipuriti
Lögð er fram tillaga að nýju skipurit fyrir Rangárþing ytra.Tillagan samþykkt samhljóða með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og sveitarstjóra falið að taka til endurskoðunar ráðningarsamninga þeirra stjórnenda sem þetta snertir.

2.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Fjárhagsleg úttekt á fjarskiptamálum; ljósleiðari - frumhönnun og kostnaðarmat.
Tillaga um að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat vegna ljósleiðaravæðingar í Rangárþingi ytra. Kostnaður færist sem eignfærð aðkeypt sérfræðiþjónusta (liður 3210) og yrði að hámarki 750 þúsund kr. auk vsk.Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi m.v. fyrirliggjandi forsendur.

4.Lúkning lóðarákvæðis vegna Gaddstaða

1501021

Frágangur á kaupsamningi lands
Samkomulag liggur fyrir um að uppfylla lóðarákvæði í kaupsamningi frá 1959 með því að afsala lóð nr. 48 við Gaddstaðaflatir til seljenda Gaddstaða. Ekki er þörf á sérstakri færslu í bókhaldi enda fara engar greiðslur milli aðila.Samþykkt samhljóða að uppfylla samninginn með þessum hætti og sveitarstjóra falið að ganga frá viðeigandi skjölum.

5.Framtíð Kapalkerfis

1412062

Ákvörðun um hvort halda eigi rekstri kapalkerfis áfram
Samþykkt samhljóða að leggja af gamla kapalkerfið á Hellu frá og með mánaðamótum febrúar/mars 2015. Sveitarstjóra falið að fylgja ákvörðun eftir og upplýsa notendur og benda á aðrar leiðir.

6.Samstarfssamningur um notkun seyru til landgræðslu

1412054

Til staðfestingar
Samstarfssamningurinn er staðfestur samhljóða. Kostnaður færist sem aðkeypt sérfræðiþjónusta (0911)

7.Endurskoðun reglugerða um fjármál sveitarfélaga

1412060

Drög send sveitarfélögum til umsagnar
Lagt fram til kynningar

8.Erindi frá fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar

1501009

Óskir um lagfæringar á aðstöðu
Tekið vel í málið og sveitarstjóra falið að ræða við nefndarmenn um útfærslu viðhaldsverkefnisins. Kostnaður færist á fjallskilasjóð Rangárvallaafréttar (13211).Samþykkt samhljóða

9.Erindi um þáttagerð "Að sunnan"

1501010

Tilboð um sjónvarpsþáttagerð úr héraði
Lagt er til að taka tilboði sjónvarpsstöðvarinnar N4 um að taka þátt í verkefninu, en kostnaður við það er 500.000 kr. Alls verða gerðir 24 hálftímalangir þættir fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi sem verða þátttakendur í verkefninu. Atvinnu- og menningarmálanefnd verði tengiliður verkefnisins í samvinnu við sveitarstjóra. Kostnaður færist á kynningarmál (2153).Samþykkt samhljóða

10.Rangárvalladeild Hestamannafélagsins Geysis

1412050

Ósk um styrk/samning vegna æskulýðsstarfs
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari úrvinnslu hjá Íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að vinna að lagfæringu reiðvega í samráði við hlutaðeigandi.Samþykkt samhljóða

11.Goðasteinn - tilnefning í ritstjórn

1501014

Tilnefna þarf varamann í ritnefnd Goðasteins
Málinu vísað til héraðsnefndar sem skipar í ritstjórn Goðasteins.

12.Framlenging samstarfssamnings

1501011

Markaðssstofa Suðurlands óskar eftir framlengingu
Lagt til að fylgja fordæmi Árborgar sem er stærsta sveitarfélagið í þessu samstarfi og samþykkja framlengingu á samningnum til eins árs og 2,7% hækkun á framlagi pr. íbúa. Jafnframt verði óskað eftir að fulltrúar Markaðsstofunnar komi og kynni starfsemina og árangur hennar fyrir sveitarstjórn við fyrsta tækifæri. Kostnaður færist á kynningarmál (2153)Samþykkt samhljóða

13.Þjónustukort Rangárþings og Mýrdals

1501003

Þátttaka og tilnefning tengiliðs
Tillaga um að taka þátt í samstarfi um þjónustukort áfram eins og verið hefur. Kostnaður færist á kynningarmál (2153). Vísað á Atvinnu- og menningarmálanefnd sem tengilið.Samþykkt samhljóða

14.Tilnefning fulltrúa í ráðgjafanefnd

1412051

Umhverfisstofnun - Friðland að fjallabaki
Lagt til að Haraldur Eiríksson verði fulltrúi Rangárþings ytra í ráðgjafanefndinni.Samþykkt samhljóða

15.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77

1411013

 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áform um landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áform um landskipti.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd leggur til að sveitarfélögin þrjú sem stóðu að gerð rammaskipulags fyrir Suðurhálendið, standi sameiginlega að umsögn um fyrirliggjandi tillögu að landsskipulagsstefnu.
  Nefndin leggur til að sveitarstjórn skipi 2 fulltrúa til að vinna að tillögu að umsögn. Kynningarfundur á vegum Skipulagsstofnunar er áformaður í lok janúarmánaðar. Fulltrúar sveitarfélaganna leggi drög að umsögn fyrir næsta fund skipulagsnefndar, sem áætlaður er þann 9. febrúar nk.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að sveitarfélögin þrjú sem stóðu að gerð rammaskipulags fyrir Suðurhálendið, standi sameiginlega að umsögn um fyrirliggjandi tillögu að landsskipulagsstefnu.
  Nefndin leggur til að sveitarstjórn skipi 2 fulltrúa til að vinna að tillögu að umsögn. Kynningarfundur á vegum Skipulagsstofnunar er áformaður í lok janúarmánaðar. Fulltrúar sveitarfélaganna leggi drög að umsögn fyrir næsta fund skipulagsnefndar, sem áætlaður er þann 9. febrúar nk.

  Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og skipar Þorgils Torfa Jónsson og Yngva Karl Jónsson í teymi við tillögugerðina. Rétt er að benda á að fundur skipulagsnefndar verður haldinn 5. febrúar n.k.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd telur að vel hafi verið staðið að kynningu og undirbúningi samkeppninnar og vinningstillagan lýsi vel þeim áherslum sem sveitarfélagið hefur sett fram.
  Nefndin telur að áfram þurfi að vinna að því góða verki sem er hafið og hugað verði að undirbúningi deiliskipulags fyrir Landmannalaugar.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að vel hafi verið staðið að kynningu og undirbúningi samkeppninnar og vinningstillagan lýsi vel þeim áherslum sem sveitarfélagið hefur sett fram.
  Nefndin telur að áfram þurfi að vinna að því góða verki sem er hafið og hugað verði að undirbúningi deiliskipulags fyrir Landmannalaugar.

  Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd telur að fram komnar ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi stærð grannsvæðis séu þarflausar þar sem gerð sé grein fyrir grannsvæði í samræmi við önnur grannsvæði í gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Brugðist hefur verið við öðrum ábendingum Skipulagsstofnunar.
  Engar þekktar fornleifar eru innan þess svæðis sem breytingin tekur til.
  Ábendingar nærliggjandi landeiganda varðandi fuglalíf og lífríki á bökkum Rangár, gæludýrahald, gamlar leiðir ásamt hættu á mengun vill Skipulagsnefnd minna á að skv. lögum er óheimilt að loka gömlum þjóðleiðum og að á skipulagsuppdrætti væntanlegs deiliskipulags komi fram að ekki verði byggt nær Rangá en 50 m eins og reglugerð segi til um nema veitt verði sérstök undanþága sem Umhverfis- og auðlindaráðneytið veitir. Nefndin telur jafnframt að gæludýr á svæðinu muni ekki hafa teljandi áhrif á fuglalíf svæðisins.
  Frárennslismál verða í samræmi við reglugerð um fráveitur.

  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra fyrir Jarlsstaði og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að fram komnar ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi stærð grannsvæðis séu þarflausar þar sem gerð sé grein fyrir grannsvæði í samræmi við önnur grannsvæði í gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Brugðist hefur verið við öðrum ábendingum Skipulagsstofnunar.
  Engar þekktar fornleifar eru innan þess svæðis sem breytingin tekur til.
  Ábendingar nærliggjandi landeiganda varðandi fuglalíf og lífríki á bökkum Rangár, gæludýrahald, gamlar leiðir ásamt hættu á mengun vill Skipulagsnefnd minna á að skv. lögum er óheimilt að loka gömlum þjóðleiðum og að á skipulagsuppdrætti væntanlegs deiliskipulags komi fram að ekki verði byggt nær Rangá en 50 m eins og reglugerð segi til um nema veitt verði sérstök undanþága sem Umhverfis- og auðlindaráðneytið veitir. Nefndin telur jafnframt að gæludýr á svæðinu muni ekki hafa teljandi áhrif á fuglalíf svæðisins.
  Frárennslismál verða í samræmi við reglugerð um fráveitur.

  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra fyrir Jarlsstaði og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Þeir sem svarað hafi útsendu bréfi hafi allir verið sammála því að breyta landnotkun lóða sinna úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.
  Þar sem lóðarhafar á meirihluta svæðisins hafa lýst sig jákvæða gagnvart breytingu á landnotkun leggur nefndin til að tilteknu svæði verði breytt úr frístundasvæði í aðalskipulagi yfir í landbúnaðarsvæði.
  Í framhaldi af því felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla saman lóðarhafa á svæðinu þar sem lagðar verði línur um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
  Bókun fundar Þeir sem svarað hafi útsendu bréfi hafi allir verið sammála því að breyta landnotkun lóða sinna úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.
  Þar sem lóðarhafar á meirihluta svæðisins hafa lýst sig jákvæða gagnvart breytingu á landnotkun leggur nefndin til að tilteknu svæði verði breytt úr frístundasvæði í aðalskipulagi yfir í landbúnaðarsvæði.
  Í framhaldi af því felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla saman lóðarhafa á svæðinu þar sem lagðar verði línur um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Tillaga að bókun:
  Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd vill vekja athygli á að ekki er um að ræða lækjarfarveg á svæðinu heldur eingöngu vorleysingafarveg.
  Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd vill vekja athygli á að ekki er um að ræða lækjarfarveg á svæðinu heldur eingöngu vorleysingafarveg.
  Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu vegna þeirra athugasemda sem borist hafa frá nærliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu vegna þeirra athugasemda sem borist hafa frá nærliggjandi lóðarhöfum.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni. Bókun fundar Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni. Bókun fundar Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 77 Lagt fram til kynningar þar sem niðurstaða ráðuneytis hefur ekki borist fyrir fundinn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar þar sem niðurstaða ráðuneytis hefur ekki borist fyrir fundinn.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða

16.HES - stjórnarfundur 161

1412066

Lagt fram til kynningar

17.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 163

1412065

Lagt fram til kynningar

18.SASS - 488 stjórn

1412064

Lagt fram til kynningar

19.823 fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga

1412056

Lagt fram til kynningar

20.Félagsmálanefnd 21 fundur stjórnar

1501017

Fundargerð frá 10122014
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

21.21 fundur Almannavarna Árnessýslu

1501018

Sameiginlegur fundur Almannavarnarnefnda á Suðurlandi um flóðakort
Lagt fram til kynningar

22.Stjórnarfundur 5 Suðurlandsvegur 1-3 ehf

1412057

Lagt fram til kynningar

23.39.sambandsráðsfundur UMFÍ

24.Málefni nýrra íslendinga

1501022

Upplýsingar frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?