13. fundur 12. september 2019 kl. 16:00 - 18:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Hugrún Pétursdóttir varamaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti gerði tillögu um að við dagskránna bættist liður 6. Lundur - stjórnarfundur 4, aðrir liðir færast til í samræmi. Það var samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Stofnun forvarnarteymis

1909023

Erindi frá Félagsþjónustu Rang. og V-Skaft.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra styðji hugmynd frá Félagsþjónustu Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu um að komið verði á forvarnarteymi og tilnefnir Yngva Karl Jónsson fyrir sína hönd.

Samþykkt samhljóða.

2.Félagsmálanefnd - 68 fundur

1908034

Fundargerð frá 22082019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.SASS - 548 stjórn

1909005

Fundargerð frá 16082019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 873

1909004

Fundargerð frá 30082019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bergrisinn - 8

1908035

Fundargerð frá 26082019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.HES - stjórnarfundur 198

1909018

Fundargerð frá 20082019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar 20082019

1909019

Fundargerð
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða

8.Samtök orkusveitarfélaga - 37 stjórnarfundur

1909020

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Niðurfelling Háfsvegar (2997-01) og hluta Háfsvegar (2995-01)

1908030

Frá Vegagerðinni
Lagt fram til kynningar.

10.Niðurfelling Lækjarvegar (2876-01) að bænum Lækur

1908029

Frá Vegagerðinni
Lagt fram til kynningar.

12.Menningarverðlaun Suðurlands 2019

1909014

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

13.Oddi bs - 18

1908005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 5

1908010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 5 Nefndin leggur til að samningnum við Gym heilsu verði sagt upp og sveitarfélagið festi kaup á þeim tækjum sem til þarf. Skoðað verði hvað sé til af tækjum sem hægt er að nýta. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki jákvætt í erindið en óski eftir frekari útfærslu Heilsu-, Íþrótta- og tómstundanefndar og tillögum um rekstur og búnaðarkaup fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 5 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag á árinu 2020 og nefndin taki að sér verkefnið til þess að byrja með. Nefndin leggur til að 2.000.000 kr verði varið til verkefnisins á árinu 2020 og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag frá og með árinu 2020 með þeim hætti sem Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til og felur byggðarráði frekari útfærslu í fjárhagsáætlun næsta árs.

    Samþykkt með 6 atkvæðum (BG,HE,HP,ÁS,MHG,ST), 1 situr hjá (YKJ).
  • 14.5 1908046 Útivistarsvæði
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 5 Nefndin leggur til að keyptur verði ærslabelgur í samstarfi við Ungmennafélagið Heklu nú í haust og er lagt til að hann verði nærri leiksvæði Grunnskólans á Hellu, áætlaður kostnaður er 988.284 kr en þá á eftir að ganga frá honum. Einnig verði skoðað hvort hægt sé að koma upp hjólabrettasvæði og strandblakvelli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Íþrótta- og tómstundanefndar og felur sveitarstjóra að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd í takt við svigrúm fjárhagsáætlunar ársins.

    Samþykkt með 5 atkvæðum (BG,HE,HP,ÁS,ST), 2 sitja hjá (YKJ,MHG).

    Undirrituð sitja hjá þar sem ekki er skilgreind hámarksupphæð fyrir verkefnið og ef það rúmast innan fjárhagsáætlunar þá er óþarfi að taka erindið fyrir í sveitarstjórn.

    Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
    Yngvi Karl Jónsson
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 5 Nefndin leggur til að tekið verði þátt í Lýðheilsugöngum 2019 og fyrsta gangan verði 11. september. Formanni nefndarinnar falin umsjón með verkefninu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Samþykkt samhljóða.

15.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 4

1908009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 205

1907006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17

1908007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Nefndin tekur enga afstöðu til misræmis í lóðastærð fyrri skráningar en telur jafnframt að umrædd leiðrétting hafi engin bein áhrif á stærð upprunajarðar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 17.3 1909015 Öldutún, landskipti
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að smáhýsi séu sett niður á lóðir en bendir á leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar í því sambandi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við brúun tiltekinna farvega og telur að með auðvelduðu aðgengi á svæðinu megi koma í veg fyrir óþarfa slys á fólki. Nefndin telur jafnframt að færsla gönguleiðarinnar yfir Grashagakvísl sé til bóta og komi í veg fyrir frekari spjöll á umhverfi svæðisins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Nefndin telur að umrædd áform séu í fullu samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu frá Eflu dags. 6.9.2019 og leggur til að hún verði send til umsagnar að nýju og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Nefndin telur rétt að árétta að við áframhaldandi feril skipulagsins skuli þegar fram komnar athugasemdir og ábendingar teknar til umfjöllunar. Lýsingin skuli kynnt skv. ofangreindum ákvæðum skipulagslaga og jafnframt skv. gr. 4.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og skal kynningin standa til og með 2. október nk. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur að málsmeðferð fari eins og um óverulega breytingu sé að ræða og sé því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill árétta að eingöngu er um breytingu að ræða á landnotkun umræddra lóða, þar sem hluti þeirra hefur verið skilgreindur sem frístundasvæði. Nefndin leggur einnig áherslu á að hafin verði vinna við breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

18.Lundur - stjórnarfundur 4

1909025

Fundargerð frá 12092019
Tekinn er fyrir liður 6.2 Yfirdráttur vegna viðbyggingar en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

6.2 Yfirdráttur
Tillaga er um að sveitarstjórn ábyrgist 65 mkr. yfirdrátt Lundar í Arionbanka til allt að 12 mánaða eða þar til samkomulag um lokauppgjör hefur náðst við ríkið varðandi fullfrágang viðbyggingar. Ábyrgðin felur í sér yfirdrátt vegna byggingarreiknings að upphæð 55 mkr. og yfirdrátt á rekstrarreikningi Lundar 10 mkr. til að jafna rekstarsveiflur stofnunarinnar innan ársins.

Samþykkt samhljóða

19.Fjárhagsáætlun 2020-2023

1909012

Vinnuplan
Lagt fram vinnuplan vegna undirbúnings fjáhagsáætlunar sveitarfélagsins og tengdra verkefna. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram til fyrri umræðu í síðasta lagi 28 nóvember.

20.Hella, miðbæjarsvæði, deiliskipulag

1301029

Tillaga er um að settur verði á fót vinnuhópur um endurskoðun Miðbæjarsvæðis á Hellu. Lagt er til að Björk Grétarsdóttir, Haraldur Eiríksson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir starfi með skipulags- og byggingafulltrúa og sveitarstjóra í vinnuhópnum sem reiknað er með að skili af sér hugmyndum í nóvember. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn geti kallað til ráðgjafa í skipulags- og umferðarmálum.

Samþykkt samhljóða.

Greinargerð:
Gildandi deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæði á Hellu er frá árinu 2013. Brýnt er orðið að undirbúa framkvæmdir vegna bílastæða ofl. á þessu svæði og því ástæða til að meta hvort gera skuli breytingar á deiliskipulaginu á þessum tímapunkti.

21.Vegahald í frístundabyggðum

1909001

Tillaga að fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um vegahald í frístundabyggðum. Tillaga um að fela sveitarstjóra að leggja fyrir næsta fund byggðarráðs reglur um styrki til vegahalds í frístundabyggðum í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

22.Leiguíbúðir sveitarfélagsins

1909017

Leiguverð ofl.
Lagt fram til umfjöllunar minnisblað sveitarstjóra varðandi leiguverð á íbúðum á vegum sveitarfélagsins en um er að ræða 20 íbúðir um þessar mundir. Lagt er til að leiguverð á þessum íbúðum verði samræmt og grunnleiguverð taki meira mið af markaðsverði. Með þessu móti verður rekstur leiguíbúða sveitarfélagsins betri og rými fyrir eðlilegt viðhald m.a. Ef aðstæður eru þannig að ástæða þykir til að bjóða íbúðir tímabundið á lægra leiguverði þá beri viðkomandi stofnun eða málaflokkur þann kostnað en ekki sjóðirnir leiguíbúðir og félagslegar íbúðir eins og verið hefur. Lagt er til að leiguverð á íbúðum sveitarfélagsins verði frá næstu áramótum í þremur flokkum sem hér segir: 65-85 fm íbúðir 1.850 kr/fm; 86-115 fm íbúðir 1.350 kr/fm og íbúðir 116 fm og stærri 1.200 kr/fm.

Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

23.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Tillögur um beinar útsendingar, gjaldfrjáls mötuneyti og heilsustígagerð og fyrirspurnir um fundargerðir, söguritun, verkbókhald, framkvæmdir og One-kerfið.
11.1 Tillaga um beinar útsendingar.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu á YouTube frá og með næstu áramótum.

Greinargerð: Frá því að Á-listinn bauð fyrst fram lista til sveitarstjórnar hefur hann ætíð lagt áherslu á opna stjórnsýslu. Opin stjórnsýsla felur m.a. í sér að auðvelda íbúum aðgengi að störfum sveitarstjórnar og nefnda, vinnubrögðum og vinnslu mála. Stjórnsýslan í heild sinni verður opnari, vonandi skiljanlegri, og gerir íbúum auðveldara með að fylgja málum sínum eftir. Einn þessara liða er að gera fundi sveitarstjórnar opnari og með nútímatækni er ein auðveldasta leiðin til þess að senda fundina beint út á netinu. Þetta er vel þekkt aðferðafræði og ágætt dæmi um slíkt er bein útsending bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, sem er svo einnig aðgengileg sem upptaka eftir fundi (http://www.mosfellsbaer.is/stjornkerfi/stjornkerfi/baejarstjorn/upptaka-af-baejarstjornarfundi/). Nú þegar eru fundir sveitarstjórnar Rangárþings ytra teknir upp og birtir á netinu, yfirleitt nokkrum dögum eftir fundi, en með nútímatækni er ekkert því til fyrirstöðu að hafa þá í beinni útsendingu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að fresta afgreiðslu tillögunnar og fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað, fyrir næsta fund sveitarstjórnar, um þær tæknilegu lausnir sem sveitarfélögin nýta nú um stundir til að gera íbúum auðveldara að fylgjast með starfi sveitarstjórna.
Samþykkt samhljóða.


11.2 Tillaga um gjaldfrjáls mötuneyti.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum.

Greinargerð: Segja má að þessi tillaga sé e.k. framhaldstillaga frá því fyrir ári síðan þegar Á-listinn lagði fram sömu tillögu (dags. 21.júní 2018) og fékk samþykkta helmings lækkun á verði mötuneytis til nemenda grunnskólanna. Nú leggur Á-listinn til að skrefið verði stigið til fulls. Við vinnslu áðurnefndrar tillögu voru gerðar greiningar á kostnaði hennar, þannig að kostnaður að liggja fyrir og ætti að vera auðvelt að uppfæra hann.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að fresta afgreiðslu tillögunnar og vísa henni til umfjöllunar hjá byggðarráði við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Samþykkt samhljóða.

11.3 Tillaga um heilsustíg.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að settur verði upp heilsustígur á Hellu árið 2020, þar sem almenningi gefst kostur á að gera æfingar með vissu millibili á ákveðinni gönguleið.

Greinargerð: Heilsustígar hafa nú þegar verið gerðir í nokkrum sveitarfélögum, eru hannaðir með það fyrir augum að auka útivist og efla hreysti íbúa og fer kostnaður við heilsustíga eftir útfærslu. Heilsustíg á Hellu mætti leggja meðfram ánni og inn í þorpið, allt eftir þörfum og áhuga íbúa. Það mætti t.a.m. óska eftir tillögum frá íbúum svo að stígurinn myndi nýtast sem flestum. Tillagan fellur vel að hugmyndum heilsu- íþrótta- og tómstundanefndar um heilsueflandi samfélag og vonast því undirrituð eftir góðum undirtektum í sveitarstjórn.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að vísa tillögunni til umfjöllunar hjá Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd. Óskað er eftir að álit nefndarinnar liggi fyrir á næsta reglulega fundi sveitarsjórnar.
Samþykkt samhljóða.


11.4 Fyrirspurnir

11.4.1 Eldri fundargerðir.
Á 8. fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 14/2 2019 samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu Á-lista um að allar fundargerðir sveitarstjórnar og byggðarráðs frá stofnun sveitarfélagsins árið 2002 yrðu settar inn á vef sveitarfélagsins og að verkinu skyldi lokið fyrir lok maí s.l.. Þetta hefur enn ekki verið gert. Hvenær er áætlað að setja þessar fundargerðir inn?
Svar sveitarstjóra: Vistun gamalla fundargerða í gegnum One kerfið er ekki lokið en hægt er að nálgast allar eldri fundargerðir í gegnum fyrri heimasíðu sveitarfélagsins t.d. á www.ry.is undir valstikunni Stjórnsýsla->Skýrslur.

11.4.2 Söguritun
Hver er staðan á ritun Hellusögu og hvenær er áætlað að verkið komi út?
Svar sveitarstjóra: Verið er að ganga frá myndefni og bókin að verða tilbúin til prentunar. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir.

11.4.3 Verkbókhald
Verkbókhald - er það komið á og hvernig reynist það?
Svar sveitarstjóra: Innra verkbókhald í Navison hefur verið tekið í notkun fyrir áhaldahús. Það kerfi var til staðar í bókhaldskerfinu og enginn auka kostnaður sem fólst í upptöku þess. Notkun þess er með þeim hætti að starfsmenn áhaldahúss skila vinnuskýrslum á skrifstofu og starfsmaður þar færir verk inn í verkbókhald Navison og gerir innri reikninga og reikninga á byggðarsamlög. Þetta hefur reynst vel og er til bóta miðað við það verklag sem áður var haft. Eins og staðan er í dag þá býður þetta kerfi ekki uppá tímaskráningarkerfi og ekki verkbókhald fyrir aðrar einingar en áhaldahús. Wise hefur boðað viðbætur við verkbókhaldskerfið þannig að hægt verði að nota það fyrir fleira en áhaldahús en við vitum ekki nákvæmlega hvernær það á að gerast. Eins er á dagskránni að skoða tímaskráningarkerfi sem að gæti þá unnið með Navison.

11.4.4 Ný leikskóladeild
Hver er lokaniðurstaða á kostnaði við framkvæmdir á nýrri leikskóladeild að Þrúðvangi 18?
Svar sveitarstjóra: Yfirlit um kostnað fylgir hér með og aðstaðan er komin í notkun.

11.4.5 One-system
Hver er kostnaðurinn við að fá viðbót við One-system skjalakerfið svo íbúar geti fylgst með sínum málum og rakið afgreiðsluferla þeirra?
Svar sveitarstjóra: Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá One-System þá er stofngjald fyrir OnePortalCitizen 434.000 kr auk uppsetningarvinnu u.þ.b. 200.000 kr og mánaðarlegt gjald er síðan 43,291 kr.

24.Hundagerði á Hellu

1909016

Tillaga og hugmynd að staðsetningu
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi uppsetningu á hundagerði á Hellu. Hundahald fer vaxandi í þéttbýlinu á Hellu en lausaganga hunda er bönnuð þar. Færst hefur í vöxt að sveitarfélög hafa komið upp einföldum hundagerðum innan þéttbýlis þar sem hægt er að leyfa hundum hlaupa um og viðra sig. Tillaga er um að staðsetja slíkt hundagerði á um 1.000 m2 svæði norðan við Útivistarsvæðið í Nesi. Þjónustumiðstöð gæti séð um að koma upp girðingu og annarri aðstöðu. Samnýting yrði þá við útivistarsvæðið varðandi sorptunnur og bekki og gæti á margan hátt farið vel saman. Hundagerðið væri þá í raun hluti af útivistarsvæðinu sem smám saman er að byggjast upp í Nesi. Kostnaður er talinn rúmast innan fjárhagsáætlunar útivistarsvæða.

Samþykkt samhljóða.


25.Dynskálar 51 og 53. Umsókn um lóð

1908026

B.R. Sverrisson ehf óskar eftir lóðum.
Tillaga er um að úthluta B.R. Sverrisson ehf lóðinni að Dynskálum 51 á Hellu til að reisa þar iðnaðarhús og lóðinni að Dynskálum 53 fyrir athafnasvæði. Taka þarf fram í lóðaleigusamningi vegna Dynskála 53 að vegna nálægðar við flugbraut er ekki heimilt að reisa þar hús skv. kvöðum í deiliskipulagi og einnig að þar þurfi að gera kröfu um snyrtilega afmörkun athafnasvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

26.Eigna- og framkvæmdasvið - ráðning forstöðumanns

1909021

Undirbúningur ráðningar í samræmi við skipurit sveitarfélagsins.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að vinna drög að auglýsingu í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

27.Aðalfundur SASS 2019

1909007

Kjörbréf
15.1 Aðalfundur SASS
Tillaga er um að skipa eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn verður 24. október 2019 á Hótel Geysi í Haukadal: Aðalmenn: Björk Grétarsdóttir, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Steindór Tómasson Varamenn: Haraldur Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Yngvi Harðarson og Yngvi Karl Jónsson

Samþykkt samhljóða.

15.2 Aðalfundur HES
Tillaga er um að skipa eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem haldinn verður 25. október 2019 á Hótel Geysi í Haukadal: Aðalmenn: Haraldur Eiríksson, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Yngvi Harðarson Varamenn: Björk Grétarsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Steindór Tómasson og Yngvi Karl Jónsson.

Samþykkt samhljóða.

28.Ritstjórnarstefna Rangárþings ytra

1903065

Til staðfestingar.
Tillaga að ritstjórnarstefnu frá Atvinnu- og menningarmálanefnd lögð fram til afgreiðslu. Jafnframt lagðar fram breytingartillögur frá Á-lista. Afgreiðslu frestað en tillögunni og hugmyndum um breytingar vísað aftur til Atvinnu- og menningarmálanefndar til frekari skoðunar og tillögugerðar.

Samþykkt samhljóða.

29.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1902015

Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið.
Tillaga er um að sveitarfélagið Rangárþing ytra samþykki yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og taki þátt í samstarfsvettvangi sveitarfélaga þar um. Björk Grétarsdóttir verði tengiliður sveitarfélagsins við samstarfsvettvanginn.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?