15. fundur 14. nóvember 2019 kl. 16:00 - 19:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Í upphafi fundar fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7

1911001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019. Reiknað er með að tekjur verða meiri en áætlað var af vatnsgjaldi og rekstrarkostnaður verði meiri en áætlað var vegna bilana og þurrka. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting lækki úr 90 milljónum í 70 milljónir á árinu 2019 vegna seinkunar framkvæmda. Samtals áhrif á rekstur kr. 5.342.000 til hækkunar. Samtals áhrif á rekstur og fjárfestingu kr. 14.658.000 til lækkunar.

  Viðaukinn samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Vatnsveitunnar fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2020. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 92 mkr, rekstrarkostnaður 64,1 mkr, fjármagnsgjöld 6,7 mkr og rekstrarniðurstaða 21,2 mkr. Fjárfesting ársins verði 120 mkr. Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð 110 mkr á árinu 2020.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.

2.Húsakynni bs - 7

1910008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 7 Lögð fram tillaga að rekstaráætlun 2020 fyrir Húsakynni bs. Tillagan gerir ráð fyrir að framlög til rekstrar og fjárfestingar verði samtals 48.591.000 og skiptist þannig að Rangárþings ytra greiði 32.677.000 kr og Ásahreppur 15.914.000 kr.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa rekstraráætlun Húsakynna bs til vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.
 • Húsakynni bs - 7 Fyrir liggur verðmat á tjaldstæðahúsinu frá fasteignasala og formaður hefur fundað með Engilbert Olgeirssyni og Rán Jósepsdóttur um málið eins og ákveðið var á síðasta fundi. Tillaga er um að ganga til samninga við Engilbert og Rán um kaup á húsinu fyrir 400.000 kr. Jafnframt verði stofnuð lóð undir aðstöðuhúsið og tilheyrandi breytingar gerðar á leigusamningi um tjaldsvæðið þannig að fram komi að húsið verði fjarlægt í lok leigutíma.

  Samþykkt með 2 atkvæðum (HT,BJJ), 1 á móti (ST)

  Bókun frá ST. ST telur réttara að húsið verði áfram í eigu sveitarfélaganna og að gengið verði til samninga við leigutaka um að gera nauðsynlegar endurbætur á húsinu frekar en að selja það.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs fyrir sitt leyti.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), þrír á móti (MHG,ST,YH).

  Bókun Á-lista:
  Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra taka undir bókun Steindórs Tómassonar í fundargerð Húsakynna bs. að húsið verði áfram í eigu sveitarfélaganna og að gengið verði til samninga við leigutaka um að gera nauðsynlegar endurbætur á húsinu frekar en að selja það.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7

1910012F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7 Nefndin leggur til minniháttar orðalagsbreytingar en staðfestir áætlunina að öðru leyti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og samþykki fyrirliggjandi jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra.

  Samþykkt samhljóða.

4.Byggðarráð Rangárþings ytra - 18

1910001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 18 Undirrituð leggur til að fundir byggðarráðs verði opnir gestum líkt og sveitarstjórnarfundir og einnig sendir út í beinni útsendingu á YouTube frá og með næstu áramótum.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Fulltrúi Á-lista í byggðarráði

  Greinargerð: Frá því að Á-listinn bauð fyrst fram lista til sveitarstjórnar hefur hann ætíð lagt áherslu á opna stjórnsýslu. Opin stjórnsýsla felur m.a. í sér að auðvelda íbúum aðgengi að störfum sveitarstjórnar og nefnda, vinnubrögðum og vinnslu mála. Stjórnsýslan í heild sinni verður opnari, vonandi skiljanlegri, og gerir íbúum auðveldara með að fylgja málum sínum eftir. Á 14. fundi sveitarstjórnar, 10. október s.l., lögðu fulltrúar Á-lista til að byggðarráð Rangárþings ytra yrði lagt niður frá og með næstu áramótum, en sú tillaga var því miður felld af meirihluta D-lista. Fulltrúar Á-lista telja að stjórnsýslan eigi að vera opin og gegnsæ og er þessi tillaga einn liður í því að opna stjórnsýsluna í Rangárþingi ytra enn frekar.

  Tillagan lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Tillagan borin upp, þrír samþykkir (MHG,ST,YH) og fjórir á móti (BG,HE,HT,ÁS). Tillagan er felld.

  Bókun Á-lista:
  Fulltrúum Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra þykir miður að fulltrúar D-lista hafi fellt tillögu sem felur í sér m.a. opnari stjórnsýslu, meira gegnsæi og aukna upplýsingagjöf til íbúa.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson

  Bókun D-lista:
  Fulltrúar D-lista telja mikilvægt að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé opin og skilvirk. Einnig teljum við nauðsynlegt að byggðarráð geti sinnt hlutverki sínu vel sem er fyrst og fremst að undirbúa mál fyrir sveitarstjórn og halda góðri yfirsýn yfir fjárhagsmálefni sveitarfélagsins. Þetta er í samræmi við samþykktir okkar sveitarfélags og flestallra sveitarfélaga í landinu og hefur reynst vel.

  Björk Grétarsdóttir
  Haraldur Eiríksson
  Hjalti Tómasson
  Ágúst Sigurðsson
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 18 Fyrir liggur að True North hefur óskað eftir leyfi sveitarfélagsins til kvikmyndatöku dagana 11-22 nóvember n.k. vegna þáttargerðar við Sauðafellsvatn og Norður-Bjalla. Hálendisnefnd hefur fjallað um málið, kynnt sér staðsetningu og fylgigögn, og gerir ekki athugasemdir en fyrir liggur afgreiðsla UST sem veitir leyfi fyrir sitt leyti.

  Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að kvikmyndatakan fari fram með þeim fyrirvara að True north greiði 350.000 kr vegna umsýslu og eftirlits sveitarfélagsins á svæðinu. Starfsmenn á vegum sveitarfélagsins munu taka svæðið út að tökum loknum. Mikilvægt er að allur frágangur verði til fyrirmyndar og engin ummerki sjáist utan vega.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

5.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 13

1907012F

Til kynningar.

6.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 14

1911022

Fundargerð frá 28102019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 7

1911002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 Nefndin leggur til 2,5% hækkun á gjaldskrá að undanskilinni gjaldskrá fyrir sundlaug. Bókun fundar Tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar hjá byggðarráði.

  Samþykkt samhljóða.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19

1910006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á nýjum spildum.

  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda eins og þau eru fram lögð. Nefndin heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags og leggur áherslu á að byggingarleyfi verði ekki gefið út fyrr en að undangenginni kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 147,0 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur að breytingin geti fallið undir 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem einungis er verið að fækka lóðum og minnka byggingarmagn á umræddu svæði. Breytingin muni ekki hafa áhrif á önnur skilgreind íbúðasvæði eða á aðra aðila en þá sem tengjast viðkomandi svæði. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa í kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu til auglýsingar og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu verði haldinn opinn íbúafundur til samráðs og kynningar á fyrirliggjandi áformum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar. Jafnframt vill sveitarstjórn greina frá því að haldinn verður opinn kynningar- og samráðsfundur fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 20:00 á Brúarlundi. Stefnt er að því að m.a. sveitarstjórn, Skipulags- og umferðarnefnd ásamt sérfræðingum ÍSOR og skipulags- og byggingarfulltrúa mæti til fundar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að breyting hefur verið staðfest á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Fyrir liggur að um lögbýlin Grástein og Fagurhól liggur vegur sem er í óskiptri sameign eigenda jarðanna. Umræddur vegur er sýndur á þeim uppdrætti sem fylgir þeirri deiliskipulagslagstillögu Grásteins sem nú er til meðferðar hjá skipulags- og umferðarnefnd. Áréttað er að með samþykkt deiliskipulagstillögu fyrir Grástein er skipulags- og umferðarnefnd ekki að taka neina afstöðu til ágreinings aðila er snertir umræddan veg.
  Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að hefja hugmyndavinnu að skipulagi fyrir ný athafna- og iðnaðarsvæði sunnan Suðurlandsvegar ásamt því að kanna hvort ekki sé unnt að bæta við lóðum austan við núverandi lóðir við Dynskála. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

9.Félags- og skólaþjónusta - 41 fundur

1911030

Fundargerð frá 22102019, erindi vegna verklagsreglna.
9.4 Tillaga félagsmálastjóra um regluverk vegna dagforeldra á þjónustusvæði félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki fyrir sitt leyti tillögu félagsmálastjóra um útfærslu leyfisveitinga fyrir þá aðila sem óska eftir því að gerast dagforeldrar á þjónustusvæði félagsþjónustunnar sbr. meðfylgjandi greinargerð.

Samþykkt samhljóða.

Greinargerð félagsmálastjóra:
Tillagan fjallar um að félagsmálanefnd í umboði sveitastjórna aðildarsveitarfélagana veiti leyfi fyrir daggæslu í heimahúsum og að hlutverk daggælsufulltrúa sem fer með umsjón/eftirlit með dagforeldrum verði innan félagsþjónustunnar. Varðandi niðurgreiðslur með dagforeldrum yrðu öll aðildarsveitarfélög að hafa eigin reglur um framkvæmd þeirra. Með þessu verklagi er vonast til að hægt verði að koma leyfisveitingum, umsjón og eftirliti með með dagforeldrum í farveg. Samþykki aðildarsveitarfélög verklagið mun undirrituð vinna áfram að gerð formlegra reglna um starfsemina og leggja fyrir sveitastjórnir í framhaldi.
Helga Lind Pálsdóttir félagsmálastjóri

Fundargerði að öðru leyti til kynningar.

10.Erindi um skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Erindi frá oddvita Mýrdalshrepps, dags. 18.10.2019
Fyrir fundinum liggur tillaga frá oddvita Mýrdalshrepps um að hafnar verði viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Sótt verði um framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði við þessa vinnu. Sé vilji til þessa hjá sveitarstjórnum ofangreindra sveitarfélaga þá verði skipaður verkefnahópur með þremur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi til að vinna málið áfram.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og tilnefnir sveitarstjóra, oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur í verkefnishóp fyrir sína hönd.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2020

1911027

Til afgreiðslu.
Tillaga er um að útsvarshlutfall fyrir árið 2020 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

12.Framlög til framboða skv. lögum nr. 162/2006

1603007

Ákvörðun um árleg fjárframlög.
Tillaga um að framlög til framboða verði þau sömu og á síðasta kjörtímabili, samtals 394.722 kr á ári, m.v. neysluverðsvísitölu í október 2019, og greidd út árlega eins og lög gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða

13.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

1706013

Endurskoðun kjara sbr. reglur og í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt er til að kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf verði óbreytt frá því sem þau hafa verið frá 1. nóvember 2016 sbr. samþykktir sveitarstjórnar þar um.

Samþykkt samhljóða.

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Styrkir á móti fasteignagjöldum, beinar útsendingar ofl.
Lögð fram umbeðin minnisblöð og samantektir varðandi styrki á móti fasteignagjöldum, útfærslu og kostnað við mögulegar beinar útsendingar frá sveitarstjórnarfundum og lóðasölu.

15.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Afgreiðsla málsins.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var kallað eftir frekari gögnum varðandi málið og afgreiðslu frestað. Lögð fram frekari gögn um málið og tillaga um að fela sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram tillögur á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.


16.Erindi vegna fasteignagjalda

1911028

Frá Stracta hótel ehf.
Lagt fram erindi frá Hreiðari Hermannsyni fyrir hönd Stracta Hótels þar sem óskað er niðurfellingar á fasteignagjöldum og skýringa á fasteigna-, vatns-, og sorpgjöldum.

Tillaga er um að sveitarstjórn hafni ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum enda samræmist það ekki reglum sveitarfélagsins um styrki á móti fasteignagjöldum á eignir sem notaðar eru í viðurkennda menningar-, mannúðar-, og íþróttastarfsemi sem vísað er til í erindinu. Að gefnu tilefni er ennfremur lagt til að fela oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur að yfirfara fyrrgreindar reglur sveitarfélagsins og meta hvort ástæða sé til að skerpa á þeim eða taka þær til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra jafnframt falið að fara yfir og svara þeim fyrirspurnum sem fylgja erindinu.

17.Eigna- og framkvæmdasvið - ráðning forstöðumanns

1909021

Umsækjendur um starf forstöðumanns Eigna- og framkvæmdasviðs.
Lagður fram listi með umsækjendum um starfið en þeir eru alls 10 talsins en einn hefur dregið umsókn sína til baka. Tillaga um að fela sveitarstjóra ásamt oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur að kalla umsækjendur til viðtals og undirbúa ákvarðanatöku varðandi ráðninguna.

Samþykkt samhljóða.

18.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

1910043

Fært í trúnaðarmálabók.

19.Jörvi, Alviðra, umsókn um lögbýli

1910046

Ólafur Jónsson og Auður Ingimarsdóttir, eigendur að Jörva L218612 úr Efra-Seli, óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma sinna um stofnun lögbýlis á landi sínu.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Jörva með landnúmerið L218612.

Samþykkt samhljóða.

20.Hjallanes 2, umsókn um lögbýli.

1911003

Elínborg Sváfnisdóttir óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna áforma hennar um stofnun lögbýlis á spildu sinni, Hjallanesi 2, L229213.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Hjallanesi 2 með landnúmerið L229213.

Samþykkt samhljóða.

21.Umsókn um tækifærisleyfi - Skötuveisla 2019

1911026

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna Íþróttahússins á Hellu.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við tækifærisleyfi vegna Skötuveislu 2019 í Íþróttahúsinu á Hellu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

22.Rangá veiðihús. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1911007

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna beiðni Jakobs Sæmundssonar fyrir hönd Víðihvamms gistingar ehf um leyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "B" á gististað að Rangá veiðihúsum, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við rekstrarleyfi til Víðihvamms gistingar ehf til gistingar í flokki II "B" á gististað að Rangá veiðihúsum, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

23.Skinnhúfa, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

1911008

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna beiðni Maju Siska fyrir hönd Skinnhúfu ehf um leyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "G" á gististöðum í landi Norðurness, Bjalla og Seli, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við rekstrarleyfi til Skinnhúfu ehf til gistingar í flokki II "G" á gististöðum í landi Norðurness, Bjalla og Sels, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

24.Til umsagnar 66.mál

1911006

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
Lagt fram til kynningar.

25.Til umsagnar 328.mál

1911016

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.
Lagt fram til kynningar.

26.Til umsagnar 317.mál

1911023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerð 875.fundar

1910072

Samband Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

28.Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rang og V-Skaft.

1911029

Fundargerð frá 22102019
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?