9. fundur 11. febrúar 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti setti fund og lagði til breytingu á dagskrá. Við bætist undirliðir 1.3.1. Endurskoðað erindisbréf Íþrótta- og tómstundanefndar og 3.3.1. Tillaga að umsögn um Landskipulagsstefnu. Þá bætist við liður 11. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga, aðrir liðir færast niður. Samþykkt samhljóða. Oddviti og sveitarstjóri fóru stuttlega yfir stöðu nokkurra mála áður en gengið var til dagskrár.

1.Byggðaráð Rangárþings ytra - 7

1501003

Vísað er til afgreiðslu á einstökum liðum en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Ákveðið að byggja á þeim og gera ráð fyrir að drög að forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs verði tilbúin fyrir marslok.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Lögð fram gögn um fasteignir sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá tillögu að sölulista í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt að leita eftir mati fasteignasala á viðkomandi eignum áður en tillagan verður lögð fyrir sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Tillaga liggur fyrir um að eftirtaldar eigur verði hafðar á söluskrá:

    Lóðir og lendur:
    Allar skipulagðar frístundalóðir í eigu sveitarfélagsins
    Byggingarlóðir (3) Tjarnarbakki, Tjarnarflöt og Tjarnarhús - Þykkvabæ
    Landspildur (5) úr Norður-Nýjabæ og landspilda úr Skinnum - Þykkvabæ

    Húseignir:
    Suðurlandsvegur 1-3 - Hellu (eignarhlutur)
    Þrúðvangur 36a - Hellu (eignarhlutur)
    Breiðalda 7 - Hellu (sameign með Ásahrepp)
    Fossalda 1 - Hellu (sameign með Ásahrepp)
    Ein íbúð að Giljatanga - Laugalandi (sameign með Ásahrepp)

    Samþykkt samhljóða og byggðaráði og sveitarstjóra falið að vinna áfram að verðmati á eignum og skipuleggja söluferli í samráði við fasteignasala.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 10.1 Málefni Félagsmiðstöðvar
    Byggðarráð tekur undir þakkir til Ómars Diðrikssonar fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins á umliðnum árum og væntir sömuleiðis góðs af þeirri ráðstöfun að fá Guðmund Jónasson og Björk Grétarsdóttur til að hafa umsjón með Félagsmiðstöðinni Hellinum fram á vorið. Byggðarráð telur mikilvægt að nýta tímann í samstarfi við nýja umsjónarmenn til að endurskipuleggja starfsemina þannig að hún megi dafna áfram og nýtast ungmennum sveitarfélagsins til aukins félagsþroska og ánægju. Í vetur verði þannig mótaðar tillögur að mögulegum breytingum á starfseminni sem afstaða verði síðan tekin til fyrir næsta skólaár.

    Samþykkt samhljóða

    10.2 Skipulögð íþróttastarfsemi leikskólabarna
    Sveitarstjóra falið að kanna hvort slík starfsemi geti rúmast innan samstarfssamninga við Íþrótta- og Ungmennafélögin.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar 1.3.1 Endurskoðað erindisbréf Íþrótta- og tómstundanefndar
    Tillaga er um að staðfesta fyrirliggjandi erindisbréf fyrir Íþrótta- og tómstundanefnd

    Samþykkt samhljóða

2.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 1

1501011

Vísað er til afgreiðslu á einstökum liðum en fundargerðin að öðru leyti staðfest

3.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78

1412027

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaðar lóðabreytingar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd fór yfir sameiginleg drög sveitarfélaganna Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps að umsögn og felur skipulagsfulltrúa og fulltrúum sveitarfélagsins þeim Þorgils Torfa Jónssyni og Yngva Karli Jónssyni að vinna áfram að umsögninni með skipulagsfulltrúum Skaftárhrepps og Rangárþings eystra og stefnt verði að því að tillaga að umsögn verði lögð fyrir sveitarstjórnir tiltekinna sveitarfélaga. Bókun fundar 3.3.1 Tillaga að umsögn um landskipulagsstefnu
    Lögð fram sameiginleg tillaga að umsögn um landskipulagsstefnu með þátttöku Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða umsögn
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd telur ekki nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, þar sem það er mjög nýlegt og forsendur þess hafa ekki breyst í meginatriðum. Nokkur atriði þarfnast þó lagfæringa og leggur nefndin til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulaginu sem falli að forsendum í landsskipulagsstefnu ásamt þeim breytingum sem áformaðar voru í tengslum við útgáfu og samþykkt rammaskipulagsins fyrir Suðurhálendið. Varðandi áætlanir með svæðisskipulag fyrir svæðið er einnig nauðsynlegt að taka þær breytingar sem þar verða gerðar, inní áform um breytingar á aðalskipulaginu, sérstaklega sem snúa að orkuframleiðslu og vinnslu.
    Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd fór yfir stöðu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbótarfresti til ráðuneytisins vegna rökstuðnings málsins. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd fór yfir stöðu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbótarfresti til ráðuneytisins vegna rökstuðnings málsins. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að bréfi til viðkomandi aðila þar sem þeim er gert að fylgja ákvæðum gildandi deiliskipulags á svæðinu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til viðkomandi aðila. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd telur að leita þurfi samþykkis nærliggjandi lóðarhafa vegna fjölgunar íbúða á lóðinni með tilheyrandi fjölgun á bílastæðum. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið íbúum við Leikskála 1 og 4, Laufskála 1, Þrúðvang 22, 24 og 26 og Hólavang 1.
    Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi ef jákvæð niðurstaða fæst með grenndarkynningunni.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Nefndin samþykkir áform umsækjanda þar sem heildarflatarmál bygginga er innan heildarbyggingarmagns skv. skipulagi. Nefndin felur því byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins. Fyrir liggur niðurstaða Skipulasstofnunar um hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum og var það mat stofnunarinnar að svo væri ekki.
    Skipulagsnefnd telur að framlögð gögn lýsi vel framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
    Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Landsnets skv. fyrirliggjandi gögnum og að gjald fyrir leyfið skuli háð eftirliti sveitarfélagsins vegna skurðstæða, þverana og að frágangur sé í samræmi við áætlanir í umsókn framkvæmdaaðila.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 78 Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

4.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

1501002

Vísað er til afgreiðslu á einstökum liðum en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Farið yfir tillögur að breytingum og lagfæringum á erindisbréfi. Ákveðið að senda breyttu útgáfuna út til nefndarfólks til síðustu yfirferðar en senda síðan til sveitarstjórnanna til staðfestingar.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Tillaga er um að samþykkja fyrirliggjandi erindisbréf fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps. Í ljósi þess að hér er um sameiginlega nefnd tveggja sveitarfélaga að ræða þykir rétt að leita eftir áliti innanríkisráðuneytis á útfærslu erindisbréfsins.

    Samþykkt samhljóða
  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Ákveðið að leggja til að framlengja samninga um námsstyrki til starfsmanna Rangárþings ytra og Ásahrepps í leik- og grunnskólum vegna náms til kennsluréttinda stunda kennaranám með vinnu.

    Ákveðið að leita eftir því við Fræðslunet Suðurlands að knýja á um að fyrirhugað námskeið fyrir ófaglærða starfsmenn leikskóla verði haldið. Formanni og leikskólastjórum falið að vinna að málinu.

    Námskeið sem er í boði fyrir fræðslunefndir kynnt.
    Bókun fundar Lagt er til að reglur þessar gildi frá og með 1.1.2015 - 31.12.2018.

    Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að liður 3 í reglunum verði yfirlesinn með tilliti til vinnulöggjafar.

5.Fjallskilanefnd Landmannaafréttar - 4

1501012

Vísað er til afgreiðslu á einstökum liðum en fundargerðin að öðru leyti staðfest

6.Atvinnu- og menningarmálanefnd 2 fundur

1502046

Fundargerð frá 04022015
Vísað er til afgreiðslu á einstökum liðum en fundargerðin að öðru leyti staðfest



6.1 Tilboð frá RRF (Ráðgjöf og rannsóknir ferðaþjónustunnar ehf.)



Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu Atvinnu- og menningarmálanefndar til byggðarráðs til frekari úrvinnslu í takt við umræður á fundinum og fullnaðarafgreiðslu. Kostnaður ef af verður færist á kynningu sveitarfélagsins (2153)

7.Samband Íslensskra Sveitarfélaga - 824.fundar

1502029

Fundargerð
Til kynningar

8.Lundur stjórnarfundur 7

1502052

Fundargerð 28112014
Til kynningar

9.Lundur stjórnarfundur 8

1502053

Fundargerð 11122014
Til kynningar

10.Lundur stjórnarfundur 9

1502054

Fundargerð 19012015
Til kynningar

11.Lánasjóður sveitarfélaga - lán til endurfjármögnunar

1501043

Lántaka í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2015 til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2015 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:



Sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana sveitarfélagsins á árinu 2015 hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lántaka þessi í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.



Samþykkt samhljóða

12.Skjalavistun, fundargerðir og aðgengi að upplýsingum

1501023

Innleiðing fundagerða og skjalavistunarkerfis, fylgiskjöl, upptökur frá fundum. Næstu skref í rafrænni stjórnsýslu - Íbúagátt.
Innleiðingu fundagerða- og skjalavistunarkerfis (One-system) er nú lokið og hefur heppnast ágætlega. Lögð fram vinnugögn um notkun og kostnað við núverandi fyrirkomulag á upptökum. Einnig lögð fram vinnugögn um kostnað og áfangaskiptingu í næstu skrefum til innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu (Íbúagátt).



Til kynningar

13.Endurvinnslukort samstarf

1502057

Tilboð um samstarf í upplýsingagjöf og fræðslu
Tekið vel í málið en rétt þykir að leita eftir samstarfi á sýsluvísu um þetta enda hagkvæmast skv. tilboði. Tilboðinu því vísað til stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. til úrvinnslu.



Samþykkt samhljóða

14.Fyrirspurnir og erindi frá Á lista 11022015

1502049

Fyrirspurnir og erindi um útgáfumál, gámavöll, umboð og skólaakstur
14.1 - Fyrirspurn um ritnefnd Hellusögu

Er ritnefnd sem skipuð var í maí 2008 vegna ritunar Hellusögu starfandi?

Ef ekki, ætlar meirihluti D-lista að skipa í nýja ritnefnd, hvert yrði hlutverk ritnefndarinnar og fengi slík ritnefnd erindisbréf?



Svar: Á þessu ári er ekki áætlað að setja neina fjármuni í þessa útgáfu en mikill vilji til þess að koma þessari byggðasögu út eins og öðrum bókum af sama toga innan sveitarfélagsins. Stefnt er að því að koma ritinu út fyrir stórafmæli Helluþorps árið 2017. Ekki hafa verið gerðar neinar breytingar á ritnefnd.



14.2 - Tillaga vegna gámavallar í Þykkvabæ

Tillaga: Fulltrúar Á-lista leggja til að tekinn verði saman kostnaður við að standsetja afgirtan gámavöll í Þykkvabæ og kostnaðaráætlun miðist við að hann væri opinn einn dag í hverri viku með 16 rúmmetra gámaeiningu eða gámum með nánari flokkun. Niðurstöður verði lagðar fyrir sveitarstjórn á næsta formlega fundi hennar í mars 2015.



Greinargerð: Fulltrúar Á-lista héldu nýverið íbúafund í Þykkvabæ þar sem íbúar ítrekuðu þá ósk sína um að standsetja gámavöllinn í Þykkvabæ. Þegar gámavöllum í sveitarfélaginu var fækkað og ákveðið var að byggja upp einn völl á Strönd, var það gert í hagræðingarskyni. Í Þykkvabæ er tilbúið gámastæði og ekki á að vera kostnaðarsamt að girða það af. Opnunartími yrði óákveðinn en til að auðvelda áætlanagerð er miðað við opnun einn dag í viku með 16 rúmmetra gám með blönduðum grófum úrgangi eða fleiri gámum með flokkunarmöguleikum. Kostnaðarliðir eru þessir helstir; stofnkostnaður við afgirðingu svæðisins, gámaleiga, losun og umsjón með svæðinu.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir



Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða





14.3 - Álit lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélag um lögmæti aðalfundar Suðurlandsvegar 1-3 ehf.



Á 4. fundi hreppsráðs 23. september 2014 gerði fulltrúi Á-lista athugasemdir við fundarboðun og umboðsleysi fulltrúa Rangárþings ytra á aðalfundi Suðurlandsvegar 1-3 ehf. sem haldinn var þann 18. september 2014. Fundurinn var að mati fulltrúa Á-lista ólögmætur þar sem fulltrúum Á-lista hafði ekki verið gefinn kostur á að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fundarboðun var ekki samkvæmt lögum og samþykktum félagsins. Umboðsleysi fulltrúa Rangárþings ytra og ólögmæti fundarins hefur nú verið staðfest af hálfu lögmanna Sambands íslenskra sveitafélaga og athugasemdir fulltrúa Á-lista því réttmætar. Þó að þetta sé niðurstaðan þá gera fulltrúar Á-listans í sveitarstjórn ekki kröfu um að nýr aðalfundur verði haldinn hjá Suðurlandsvegi 1-3 ehf en fara þó fram á að góðir stjórnsýsluhættir séu ávallt viðhafðir í stjórnsýslu Rangárþings ytra.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir



Fulltrúar D-lista eru sammála því að mikilvægt er að gæta vel að réttu formi þó svo að enginn ágreiningur sé um málefni. Rétt er að benda á að í nýstaðfestum samþykktum fyrir Sveitarfélagið Rangárþing ytra frá 17. desember 2014 er einmitt búið að taka af allan vafa um það að sveitarstjóri hefur ávallt fullt og óskorað umboð í málefnum sveitarfélagsins.



Þorgils Torfi Jónsson

Sólrún Helga Guðmundsdóttir

Haraldur Eiríksson

Ágúst Sigurðsson





14.4 - Skólaakstur



Á 3. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 9. september 2014, var erindi um akstur skólabarna utan skólatíma vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015, þar sem verið var að greina kostnað við mismunandi útfærslur (aukaferð skólabíla og/eða einstaklingsmiðaða akstursstyrki). Þar sem fyrirliggjandi gögn um fjárhagsáætlun 2015 gefa ekki til kynna að fjármagni sé varið í þetta óska fulltrúar Á-lista eftir að vita hvað kom út úr þessari greiningu.



Svar: Í aðdraganda fjárhagsáætlunar ársins 2015 var farið yfir kostnað við að bæta við einni ferð skólabíla í sveitarfélaginu utan skólatíma. Heildarkostnaður við slíka aukaferð, miðað við kostnaðartölur frá síðustu árum, er áætlaður um 10,5 m á ári m.v. 16 daga í mánuði yfir skólatímann. Líklega má þó gera ráð fyrir að kostnaður sé eitthvað minni ef gætt er ýtrasta skipulags. Niðurstaðan að þessu sinni varð sú að auka ekki við þennan lið á fjárhagsáætlun fyrir þetta skólaár.



Sveitarstjórn vísar málinu til áframhaldandi vinnu í byggðarráði og viðkomandi málefnanefnd skv. vinnuáætlun við fjárhagsáætlanagerð 2016.

15.Til umsagnar frá Alþingi - 416 mál

1502056

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

16.Til umsagnar frá Alþingi - mál 427

1502050

Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Lagt fram til kynningar

17.Til umsagnar frá Alþingi - mál 454

1502051

Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málaefni fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar

18.Til umsagnar frá Alþingi - mál 455

1502055

Frumvarp til laga um náttúrupassa.
Lagt fram til kynningar

19.Torfajökulssvæðið

1501039

Mennta og menningarmálaráðuneytið hvetur sveitarfélögin að taka tillit til fyrirhugaðrar umsóknar um skráningu Torfajökulssvæisins á heimsminjaskrá UNESCO í vinnu við skipulag á svæðinu og ekki verði spillt möguleikum Íslands
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?