17. fundur 12. desember 2019 kl. 16:00 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 19

1911004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 19 Lögð fram tillaga að viðauki 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2019.
  Viðauki 4 gerir ráð fyrir auknum rekstrartekjum í A-hluta að fjárhæð 30 milljónir kr, einnig er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður lækki um 13,4 mkr í A-hluta. Gert er ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í B-hluta að fjárhæð 9,1 mkr. Áhrif á rekstur A-hluta eru jákvæð um 43,4 mkr og samtals áhrif á rekstur A og B hluta eru jákvæð um 34,3 mkr. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð 12,3 mkr í A-hluta en lækkun fjárfestingar í B-hluta að fjárhæð 33,5 mkr. Samanlagt fyrir A og B hluta er fjárfesting að lækka um 21,2 mkr. Viðauki 4 kallar ekki á auknar fjárheimildir.

  Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8

1911010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 21

1911009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 15

1911053

Til afgreiðslu er liður 3. Skipulag forskólakennslu.
4.3. Skipulag forskólakennslu.
Skólastjóri Tónlistarskólans óskar eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til þess að miða við 5 nemendur að hámarki þegar um hópkennslu er að ræða. Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur fyrir sitt leyti vel í þessar hugmyndir en beinir því til stjórnar Odda bs að láta fara fram kostnaðargreiningu á þessari breytingu gagnvart grunnskólastarfinu og kanni hug skólastjóra grunnskólanna til þessa. Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða Odda bs. liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.


Fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

5.Héraðsnefnd - 4 fundur

1912009

Til afgreiðslu er liður 2. Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar 2020.
5.2. Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar 2020.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Héraðsnefnd Rangæinga 2020.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

6.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 61

1911057

Til afgreiðslu er liður 3. Gamla slökkvistöðin á Hellu - matsgerð
6.3. Gamla slökkvistöðin á Hellu - matsgerð
Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs býður Rangárþingi ytra fasteignina til kaups á matsverði 10,5 mkr. Tillaga er um að sveitarstjórn gangi að því tilboði og feli sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

7.Félags- og skólaþjónusta - 42 fundur

1912015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20

1911006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur ekki ástæðu til að útfæra fjarverndarsvæði vatnsbólsins frekar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur ekki ástæðu til að útfæra fjarverndarsvæði vatnsbólsins frekar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá Odda bs 2020

1912011

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Odda bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

10.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðva 2020

1911017

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöðvar 2020.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2020

1912017

11.1 Gjaldskrá fyrir fráveitu 2020
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir fráveitu 2020.

Samþykkt samhljóða.

11.2 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2020
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2020.

Samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrá Sorpstöð 2020

1911019

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

13.Gjaldskrá Vatnsveitu 2020

1911012

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Afgreiðsla tillagna.
14.1 Tillaga um lækkun fasteignaskatts:
Tillaga frá 9.5.2019 sem vísað var til byggðarráðs til úrvinnslu. Fulltrúar Á-lista hafa óskað eftir að tillagan verði tekin til formlegrar afgreiðslu.
Tillagan hljóðar svo: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði (A flokkur) verði lækkaður úr 0,39% í 0,37% frá og með næsta ári. Greinargerð: Fulltrúar Á-lista meta svo út frá forsendum síðustu fjárhagsáætlunar að þessi lækkun myndi kosta sveitarsjóð um 2,5 milljónir á ársgrundvelli og leggja til að þeirri lækkun yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Steindór Tómasson Yngvi Harðarson.

Fulltrúar D-lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu við tillögu 14.1: Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði (A flokkur) verði lækkaður úr 0,39% í 0,36% frá og með næsta ári.
Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson.

Tillaga 14.1 borin upp með breytingartillögu frá D-lista og samþykkt samhljóða.

14.2 Tillaga um beinar útsendingar.
Tillaga frá 12.9.2019 þar sem afgreiðslu var frestað og óskað frekari gagna. Fulltrúar Á-lista hafa óskað eftir að tillagan verði tekin til formlegrar afgreiðslu.

Tillagan hljóðar svo: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu á YouTube frá og með næstu áramótum. Greinargerð: Frá því að Á-listinn bauð fyrst fram lista til sveitarstjórnar hefur hann ætíð lagt áherslu á opna stjórnsýslu. Opin stjórnsýsla felur m.a. í sér að auðvelda íbúum aðgengi að störfum sveitarstjórnar og nefnda, vinnubrögðum og vinnslu mála. Stjórnsýslan í heild sinni verður opnari, vonandi skiljanlegri, og gerir íbúum auðveldara með að fylgja málum sínum eftir. Einn þessara liða er að gera fundi sveitarstjórnar opnari og með nútímatækni er ein auðveldasta leiðin til þess að senda fundina beint út á netinu. Þetta er vel þekkt aðferðafræði og ágætt dæmi um slíkt er bein útsending bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, sem er svo einnig aðgengileg sem upptaka eftir fundi (http://www.mosfellsbaer.is/stjornkerfi/stjornkerfi/baejarstjorn/upptaka-af-baejarstjornarfundi/). Nú þegar eru fundir sveitarstjórnar Rangárþings ytra teknir upp og birtir á netinu, yfirleitt nokkrum dögum eftir fundi, en með nútímatækni er ekkert því til fyrirstöðu að hafa þá í beinni útsendingu.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Steindór Tómasson,Yngvi Karl Jónsson

Tillagan borin upp og hafnað með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 voru samþykkir (MHG,YKJ,YH).

Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra þykir miður að fulltrúar D-lista hafi fellt tillögu sem felur í sér opnari stjórnsýslu og betra upplýsingaflæði til íbúa sveitarfélagsins.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Yngvi Karl Jónsson

Bókun D-lista: Fulltrúar D-lista styðja heilshugar opna stjórnsýslu og gott upplýsingaflæði til íbúa. Í ljósi þeirrar könnunar sem gerð var meðal sveitarfélaga um útfærslu á þessum þætti upplýsingagjafarinnar kom fram að beinar útsendingar krefjast þess að tæknimaður sé viðstaddur´en því fylgir nokkur kostnaður og okkur þykir að þessi viðbót skili ekki mjög miklum ávinningi til íbúa umfram það sem nú er en upptaka af fundum birtist á netinu innan tveggja sólarhringa.
Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

14.3 Tillaga um gjaldfrjáls mötuneyti.
Tillaga frá 12.9.2019 sem var vísað til umfjöllunar hjá byggðarráði við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Fulltrúar Á-lista hafa óskað eftir að tillagan verði tekin til formlegrar afgreiðslu.

Tillagan hljóðar svo: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum. Greinargerð: Segja má að þessi tillaga sé e.k. framhaldstillaga frá því fyrir ári síðan þegar Á-listinn lagði fram sömu tillögu (dags. 21.júní 2018) og fékk samþykkta helmings lækkun á verði mötuneytis til nemenda grunnskólanna. Nú leggur Á-listinn til að skrefið verði stigið til fulls. Við vinnslu áðurnefndrar tillögu voru gerðar greiningar á kostnaði hennar, þannig að kostnaður að liggja fyrir og ætti að vera auðvelt að uppfæra hann.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Steindór Tómasson Yngvi Karl Jónsson.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

14.4 Tillaga um heilsustíg.
Tillaga frá 12.9.2019 sem var vísað til umfjöllunar hjá Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd. Fulltrúar Á-lista hafa óskað eftir að tillagan verði tekin til formlegrar afgreiðslu.

Tillagan hljóðar svo: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að settur verði upp heilsustígur á Hellu árið 2020, þar sem almenningi gefst kostur á að gera æfingar með vissu millibili á ákveðinni gönguleið. Greinargerð: Heilsustígar hafa nú þegar verið gerðir í nokkrum sveitarfélögum, eru hannaðir með það fyrir augum að auka útivist og efla hreysti íbúa og fer kostnaður við heilsustíga eftir útfærslu. Heilsustíg á Hellu mætti leggja meðfram ánni og inn í þorpið, allt eftir þörfum og áhuga íbúa. Það mætti t.a.m. óska eftir tillögum frá íbúum svo að stígurinn myndi nýtast sem flestum. Tillagan fellur vel að hugmyndum heilsu- íþrótta- og tómstundanefndar um heilsueflandi samfélag og vonast því undirrituð eftir góðum undirtektum í sveitarstjórn.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Steindór Tómasson, Yngvi Karl Jónsson.

Tillagan borin upp og hafnað með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 voru samþykkir (MHG,YKJ,YH).

Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra þykir miður að tillögu um heilsustíg sé hafnað og telja að sveitarfélagið þurfi að setja sér skýrari sýn á uppbyggingu og skipulagi á svæðum sveitarfélagsins sem hugsuð eru til heilsueflingar.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Karl Jónsson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista: Ofangreind tillaga fékk umfjöllun í Heilsu- Íþrótta- og tómstundanefnd og var rædd á vinnufundum byggðarráðs í kjölfarið og hefur því verið útfærð með aðeins öðrum hætti. Til útskýringar þá er í fjárhagsáætlun 2020, sem nú kemur til seinni umræðu, gert ráð fyrir 6 milljónum kr. í fjárfestingu vegna útivistarsvæða. Þar af eru 4 milljónir ætlaðar í að fegra umhverfið meðfram Suðurlandsvegi og 2 milljónir í að setja um ærslabelg og strandblaksvöll. Ef að afgangur verður af þessum verkefnum er áætlað að verja því til að byrja á heilsustíg. Áætlað er að setja útfærslu á heilsustíg á fjárhagsáætlun 2021.
Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

15.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2020

1912010

Gildir frá og með 1. janúar 2020

1. Útsvar; 14,52%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,36% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Holræsagjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.
Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2020. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2020. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2020. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi. Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulagsog byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020

1912019

Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

17.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2020

1911010

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

18.Fjárhagsáætlun 2020 - Húsakynni bs

1909070

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Húsakynni bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

19.Rekstraráætlun 2020 - Oddi bs

1909072

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir byggðasamlagið Odda bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

20.Rekstraráætlun 2020 - Tónlistarskólinn

1910007

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

21.Rekstraráætlun Sorpstöð 2020

1911021

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

22.Rekstraráætlun Brunavarna 2020

1912013

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

23.Rekstraráætlun Félags- og skólaþjónustu 2020

1912014

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs 2020.

Samþykkt samhljóða.

24.Rekstraráætlun 2020 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

1911037

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf 2020.

Samþykkt samhljóða.

25.Fjárhagsáætlun 2020-2023

1909012

Fjárhagsáætlun 2020-2023 til seinni umræðu.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2020 nema alls 2.063 mkr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.782 mkr. og þar af reiknaðar afskriftir 128,9 mkr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 86,7 mkr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 194 mkr.

Veltufé frá rekstri er 364,9 mkr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 335,4 mkr. og afborgun lána 117,3 mkr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að upphæð 110 mkr. á árinu 2020 vegna framkvæmda við vatnsveitu. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2020 alls 1.703 mkr og eigið fé 2.279 mkr.

Framlegðarhlutfall 2020 er áætlað 19,9%

Veltufjárhlutfall 2020 er áætlað 0,80

Eiginfjárhlutfall 2020 er áætlað 0,57

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 535 mkr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 66,5% á árinu 2020 og skuldahlutfallið niður í 82,6%.

Fjárhagsáætlun áranna 2020-2023 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

26.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2020

1912012

Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar árið 2020.

Tillagan samþykkt samhljóða
Hjalti Tómasson vék af fundi undir þessum lið.

27.Eigna- og framkvæmdasvið - ráðning forstöðumanns

1909021

Niðurstaða viðtala við umsækjendur.
Í samræmi við tillögu vinnuhóps sveitarstjórnar er lagt til að ráða Tómas Hauk Tómasson í stöðu forstöðumanns eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra frá og með 1. janúar 2020.

Samþykkt samhljóða.
Ágúst Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

28.Langekra - samstarf

1706044

Tillaga um afhendingu húss til Oddafélagsins.
Ríkissjóður hefur selt Rangárþingi ytra gamla íbúðarhúsið í Langekru með sérstökum samningi þar um. Í framhaldi af því er tillaga um að Rangárþing ytra afsali húsinu til Oddafélagsins og afhendi til að að lagfæra og nýta í framhaldinu sem aðstöðu til eflingar Odda á Rangárvöllum sem miðstöðvar menningar á ný. Hugmyndin er að húsið nýtist í framhaldinu til þeirra verkefna sem þegar eru komin af stað í þessum tilgangi t.d. Oddarannsóknin, Fornleifaskóli barnanna, Þjóðleiðin um Odda, Oddahátíð og Fróðasetur í Odda. Húsið er afhent Oddafélaginu í þeim tilgangi að leggja rækt við Oddastað og halda þannig á lofti sögu okkar Rangæinga og vöggu menningar - okkar þekktasta höfuðbóli. Haft verði samráð við endurskoðendur sveitarfélagsins um útfærslu þessa. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra telja ekki rétt að sveitarfélagið gefi fasteign í eigu sveitarfélagsins. Eðlilegra væri að gerður væri samningur við Oddafélagið (líkt og samningur um Brúarlund við Umf. Merkihvol) um vörslu hússins og jafnvel frí afnot gegn því að félagið sjái um viðhald eignarinnar. Sveitarfélagið styrkir Oddafélagið í gegnum Héraðsnefnd Rangæinga, en fyrirhugað er að héraðsnefnd styrki Oddafélagið um alls 30 milljónir króna árin 2018-2020. Fulltrúar Á-lista styðja enn sem áður hugmyndir um uppbyggingu Oddastaðar og þakka Oddafélaginu fyrir gott starf í þágu staðarins.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Yngvi Karl Jónsson

29.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Tillaga um útfærslu í nýrri aðstöðu.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Laugar ehf um leigu á húsnæði undir líkamsrækt í nýrri aðstöðu við Íþróttahúsið á Hellu á grunni þeirra draga sem liggja fyrir, Stefnt er að því að leggja fram samning til staðfestingar á fyrsta fundi sveitarstjórnar á nýju ári.

Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,YKJ,YH).

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista telja að bjóða eigi út nýja heilsuræktaraðstöðu og hafa í huga við samningsgerð að sveitarfélagið stefnir að því að vera heilsueflandi samfélag og því ótækt að aðgangur að heilsurækt hækki um u.þ.b. helming frá því sem nú er.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Yngvi Karl Jónsson

30.Endurskoðun reglna um styrki á móti fasteignagjöldum

1912025

Tillaga að breytingum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14.11.2019 var oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur falið að yfirfara reglur sveitarfélagsins um styrk á móti fasteignagjöldum og koma með tillögur að breytingum ef niðurstaða vinnunnar leiddi til þess. Tillaga að breyttum reglum eru svohljóðandi:

Lagt er til að útbúið verði umsóknareyðublað fyrir beiðnir um styrk á móti fasteignagjöldum og að reglum sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við það. 1., 2. og 4.gr. haldist óbreyttar og 5.gr. uppfærist í samræmi við núverandi afgreiðslu. 3.gr. verði breytt og hljóði svo: Íþróttafélög, björgunarsveitir, félög í menningarstarfsemi svo sem kórar, leikfélög o.fl. og félög sem eingöngu eru rekin í mannúðarskyni geta sótt um styrki til greiðslu á álögðum fasteignaskatti sem hér segir: Umsókn um styrk skal fyllt út og undirrituð og skal hún berast til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir fyrsta eindaga fasteignaskattsins á hverju ári. Eingöngu kemur til álita að veita félögum styrki sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Ef rekin er viðurkennd menningar-, mannúðar- og/eða tómstundastarfsemi í hluta eignar, skal eingöngu veita styrk til greiðslu álagðs fasteignaskatts fyrir það rými eignarinnar sem þannig er nýtt. Á eyðublaði skal eftirfarandi koma fram: Nafn; heimilisfang; kt. umsækjanda; Fasteignanúmer og stærð eignar; Stærð rýmis sem sótt er um styrk fyrir; Tilgreind sundurliðuð notkun viðkomandi eignar eftir rýmum og hvers konar starfsemi eignin er notuð í; Er rýmið til almennrar útleigu í ágóðaskyni? Já / Nei. Þá skal ársreikningur fylgja umsókn.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að útbúa umsóknarform og setja á heimasíðu ásamt uppfærðum reglum.

31.Til umsagnar frá Alþingi 391. mál

1911060

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Lagt fram til kynningar.

32.Til umsagnar frá Alþingi 435. mál

1912021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034, 435. mál
Lagt fram til kynningar.

33.Til umsagnar frá Alþingi 436. mál

1912022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál
Lagt fram til kynningar.

34.Til umsagnar 383.mál

1912002

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarp tillaga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.
Lagt fram til kynningar.

35.Aðalfundur HES 2019

1912020

Fundargerð aðalfundar 24102019 of niðurstaða Landsréttar í Krónumáli.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

36.Fundargerð 876.fundar

1912004

Samband Íslenskra Sveitarfélaga 29112019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

37.Fundargerð 11.fundar

1912003

Bergrisinn bs. 28112019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

38.Staðfesting á óhæði - KPMG endurskoðun

1512015

Yfirlýsing frá KPMG
Lagt fram til kynnningar.

39.Markaðs- og kynningarfulltrúi - afleysing

1911049

Niðurstaða tímabundinnar ráðningar.
Lagt fram til kynningar,

40.Menntaverðlaun Suðurlands 2019

1912023

Tilkynning frá SASS.
Lagt fram til kynningar,
Fylgiskjöl:
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?