Sveitarstjórn Rangárþings ytra

18. fundur 09. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Oddi bs - 22

1912004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 208

1911013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 62

1912043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21

1912002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun þjóðlendunnar Landmannaafréttar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis til reksturs matarvagna í Landmannalaugum og leggur til að leyfi verði gefið frá 1.7.2020 til og með 30.9.2020 eins og undanfarin ár. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að tilteknum lóðum nr. 21 og 25 verði breytt í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi þar sem þær liggja vel að útjaðri núverandi frístundasvæðis. Nefndin leggur til að þessi breyting verði sett undir mál nr. 1908038 sem snýr að breytingu á landnotkun lóðanna nr. 29-34 sem nú er í ferli samþykktar hjá Skipulagsstofnun og bætist við þar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar. Þær breytingar sem gerðar verða eru þær að verslunar- og þjónustusvæði VÞ28 í aðalskipulagi verður stækkað úr 3 ha í 7 ha. Jafnframt verði svæðin Svínhagi L6A og L6B sameinuð undir svæði VÞ28 í greinargerð, gistiheimild aukin úr 25 manns í 50 og að hús verði á 1-2 hæðum. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar niðurstaða liggur fyrir um matskyldu framkvæmdarinnar. Samhliða verði tillagan að deiliskipulagi fyrir Leyni 2 og 3 auglýst skv. fyrri ákvörðun sveitarstjórnar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd leggur til að tenging við lóðina Bjargstún verði frá innkeyrslu að Bjargi. Jafnframt verði sama tenging notuð inná lóðina norðan við Bjargstún.
  Nefndin telur jafnframt afar aðkallandi að deiliskipulög nærliggjandi lóða norðan við Bjargstún verði sameinuð í eitt heildardeiliskipulag, þar sem gert verði ráð fyrir tengingum inn á allar lóðir skv. veghönnunarreglum.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Afgreiðslu frestað. Nefndin telur að kalla þurfi saman til fundar með íbúum á svæðinu ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar til að finna lausn á aðkomumálum lóðanna. Skipulagsfulltrúa falið að finna tíma til fundarins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við þeim í nýrri tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna að svo stöddu en áskilur sér rétt til frekari yfirferðar og umsagnar þegar eiginleg tillaga liggur fyrir. Nefndin ítrekar þá ósk sína að fundin verði sameiginleg lausn á misræmi sveitarfélagamarka beggja sveitarfélaganna, svo sem við Bakkabæi og við ofanverðan Mýrdalsjökul. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Rangárþing ytra

2001015

Lagt fram til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða.

6.Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun

1811055

Reglur fyrir Rangárþing ytra til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða.

7.Jafnlaunavottun

1907047

Vegna undirbúnings jafnlaunavottunar er jafnlaunastefna Rangárþings ytra lögð fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi jafnlaunastefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2020

1912018

Endurskoðuð gjaldskrá til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá Þjónustumiðstöðvar fyrir árið 2020.

Samþykkt samþhljóða.

9.Kauptilboð - Klapparhraun 10

1912041

Tilboð í sumarhúsalóð
Fyrir liggur samþykkt gagntilboð í sumarhúsalóðina Klapparhraun 10. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gagntilboðið og feli sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

10.Grindverk

2001003

Árbæjarsókn óskar eftir styrk til lagfæringar á girðingu um kirkjugarð.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að fara yfir málið í ljósi þeirra viðmiðunarreglna sem í gildi eru milli Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Kirkjugarðaráðs og þess svigrúms sem er í fjárhagsáætlun ársins og leggja fram tillögu að fullnaðarafgreiðslu hjá byggðarráði.

Samþykkt samhljóða.

11.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Samningur við Laugar ehf til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi leigusamning við Laugar ehf um húsnæði fyrir World Class líkamsræktarstöð á Hellu.

Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 sátu hjá (MHG,ST,YH).


Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra gagnrýna ekki nýjan rekstraraðila líkamsræktar en sitja hjá þar sem aðkoma Á-lista var engin við undirbúning samningsgerðar vegna nýrrar líkamsræktarstöðvar á Hellu. Árskort ungmenna 13-18 ára mun hækka um 38 þúsund eða 130% miðað við verðskrá nýs rekstraraðila á öðrum stöðvum. Samkvæmt sveitarstjóra er ófrágengið hvernig uppgjöri við núverandi rekstraraðila verði háttað. Fulltrúar Á-lista telja að bjóða hefði átt út eða leita eftir tilboðum í rekstur nýrrar aðstöðu eftir að sveitarstjóri sagði upp samningi við núverandi rekstraraðila þann 27. nóvember s.l. og þá með það að markmiði að bjóða áfram upp á líkamsræktstöð á góðu verði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í bréfi núverandi rekstraraðila frá 3. desember s.l. kemur fram eindreginn vilji af hans hálfu að endurnýja og fjölga tækjum í takt við nýja og bætta aðstöðu. Fulltrúar Á-lista geta ekki séð að núverandi rekstraraðila hafi verið gefinn formlega kostur á að bjóða í rekstur í nýju húsnæði.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista
Fulltrúar D-lista telja að hér sé um að ræða góðan samning og hafa fulla trú á því að hann verði til eflingar almennri heilsurækt og til góðs fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

12.Lausar lóðir á Hellu des 2019

2001012

Yfirlit yfir lausar byggingarlóðir á Hellu. Samantekt frá desember 2019
Lagt fram uppfært yfirlit um lausar byggingalóðir á Hellu.

13.Rangárbakki 4, umsókn um lóð

1911045

Umsókn frá New Horizon ehf.
Tillaga er um að úthluta New Horizon ehf lóðinni að Rangárbakka 4 á Hellu til að reisa á henni verslunar- og þjónustuhúsnæði. Lóðinni er úthlutað með þeim fyrirvörum að byggingaráform skuli vera í takt við áherslur sveitarstjórnar, en þær eru að byggingar samræmist yfirbragði og eðli þeirrar starfsemi sem skipulagsáherslur varðandi Miðsvæði segja til um. Sveitarstjórn áskilur sér allan rétt til að meta hvort byggingaráform lóðarhafa samræmist áherslum sveitarstjórnar við framlagningu aðaluppdrátta.

Samþykkt samhljóða.

14.Miðvangur 3. Umsókn um lóð

1911004

Umsókn Southcoast Adventure ehf um lóðina Miðvang 3 til að byggja á henni söluskála og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Tillaga er um að úthluta Southcoast Adventure ehf lóðinni að Miðvangi 3 á Hellu til að reisa á henni verslunar- og þjónustuhúsnæði. Lóðinni er úthlutað með þeim fyrirvörum að byggingaráform skuli vera í takt við áherslur sveitarstjórnar, en þær eru að byggingar samræmist yfirbragði og eðli þeirrar starfsemi sem skipulagsáherslur varðandi Miðsvæði segja til um. Sveitarstjórn áskilur sér allan rétt til að meta hvort byggingaráform lóðarhafa samræmist áherslum sveitarstjórnar við framlagningu aðaluppdrátta. Einnig er gerður fyrirvari um mögulegar breytingar á afmörkun lóðar í ljósi yfirstandandi endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarsvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

15.Miðvangur 5, umsókn um lóð

2001009

New Horizon ehf sækir um lóðina nr. 5 við Miðvang á Hellu til að byggja á henni verslunar- og þjónustuhúsnæði. Áform eru uppi um afþreyingu og alhliða þjónustu við ferðamenn.
Tillaga er um að úthluta New Horizon ehf lóðinni að Miðvangi 5 á Hellu til að reisa á henni verslunar- og þjónustuhúsnæði. Lóðinni er úthlutað með þeim fyrirvörum að byggingaráform skuli vera í takt við áherslur sveitarstjórnar, en þær eru að byggingar samræmist yfirbragði og eðli þeirrar starfsemi sem skipulagsáherslur varðandi Miðsvæði segja til um. Sveitarstjórn áskilur sér allan rétt til að meta hvort byggingaráform lóðarhafa samræmist áherslum sveitarstjórnar við framlagningu aðaluppdrátta. Einnig er gerður fyrirvari um mögulegar breytingar á afmörkun lóðar í ljósi yfirstandandi endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarsvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

16.Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

2001001

Flugbjörgunarsveitin Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum 2019.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

17.Ósk um niðurfellingu

2001002

Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir styrk á móti fasteignaskatti 2019.
Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

18.Styrkur á móti fasteignagjöldum

1911058

Ungmennafélagið Merkihvoll óskar eftir niðurfellingu fasteignagjalda vegna Brúarlundar.
Umf. Merkihvoll óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

19.Tvöföld skólavist

1912047

Fyrirspurn frá Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu varðandi hugmyndir um tvöfalda skólavist en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barns í leik- eða grunnskóla.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra er sammála þeirri afstöðu sem kemur fram í niðurstöðu álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur að hafna eigi beiðnum um tvöfalda skólavist. Tillaga er um að Haraldur Eiríksson verði tilnefndur sem tengiliður Rangárþings ytra við forstöðumann skólaþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

20.Vindorkuverkefni Zephyr Iceland

2001017

Ósk um kynningu á hugmynd að verkefni.
Fyrir liggur erindi frá fulltrúa Zephyr Iceland ehf um að kynna verkefnahugmynd fyrir fulltrúum sveitarfélagsins. Tillaga um að fela sveitarstjóra að hitta viðkomandi og leggja fram minnisblað með upplýsingum á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

21.Umsókn um tækifærisleyfi Brúarlundi

1901039

Sýslumaður á Suðurlandi óskar umsagnar vegna tækifærisleyfis fyrir þorrablót á Brúarlundi á vegum Umf. Merkihvols.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við tækifærisleyfi til Umf. Merkihvols um að halda þorrablót á Brúarlundi 25-26 janúar n.k.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

22.Skógasafn stjórnarfundur 5 - 2019

23.Félagsmálanefnd - 72 fundur

1912040

Fundargerð frá 12.12.2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.SASS - 551 stjórn

1912042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.HES - stjórnarfundur 201

1912046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Viðbygging íþróttahús - verkfundir

1907053

Fundargerð 9. verkfundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Fundargerð 1 fundar verkefnahóps og tilnefning varamanna í verkefnahóp.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og samþykkt samhljóða að tilnefna Hjalta Tómasson, Harald Eiríksson og Steindór Tómasson sem varafulltrúa Rangárþings ytra í verkefnahópinn.

28.Styrking á flutningskerfi

1912048

Upplýsingar frá Landsneti varðandi fyrirhugaða styrkingu flutningskerfis.
Til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?