Sveitarstjórn Rangárþings ytra

20. fundur 12. mars 2020 kl. 16:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti til að bæta við lið 15. Útboð á raforkukaupum og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Sveitarstjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins í upphafi fundar.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 21

2001005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 21 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tæming rotþróa í Rangárþingi ytra verði boðin út í samvinnu við Rangárþing eystra með tilboðsfrest til 23. apríl n.k.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að tæming rotþróa í Rangárþingi ytra verði boðin út í samvinnu við Rangárþing eystra, samkvæmt þeim útboðsgögnum sem liggja fyrir, með tilboðsfrest til 23. apríl n.k.

  Samþykkt samhljóða
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 21 Laima Jakaite kom til fundar og kynnti erindið en sveitarfélagið Degaiciai í Litháen hefur óskað eftir vinabæjasamskiptum við Rangárþing ytra með það fyrir augum m.a. að sækja um styrk í sérstaka sjóði í Litháen sem styrkja slíkt samstarf. Hugmyndin til að byrja með væri að heimsækja Rangárþing ytra, kynnast okkar menningu og stjórnskipulagi og skiptast á hugmyndum. Byggðarráð telur þetta vera mjög góða hugmynd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að taka þátt í þessu vinabæjasamstarfi.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs og felur sveitarstjóra að vera tengilið í málinu og finna þessu samstarfi farveg.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 21 Fundargerð 4. fundar verkefnishópsins lögð fram til kynningar. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu skipi fulltrúa í 5 vinnuhópa sem ætlað er að gera stöðugreiningu í ákveðnum málaflokkum. Við val á fulltrúum í starfshópa er lögð áhersla á að velja 2-3 þátttakendur með þekkingu á viðkomandi málefni. Í samráði við sveitarstjórnarfulltrúa eru eftirtalin skipuð í vinnuhópana með fyrirvara um formlega staðfestingu sveitarstjórnar:

  1. Stjórnsýsla og fjármál: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.
  2. Fræðslu- og félagsþjónusta: Skólastjórar leik- og grunnskóla Odda bs. . Þá er einnig gert ráð fyrir að báðir forstöðumenn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs starfi í hópnum auk skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga bs.
  3. Menning, frístund og lýðheilsa: Eiríkur Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi, Saga Sigurðardóttir starfandi markaðs- og kynningarfulltrúi, Þórhallur Svavarsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
  4. Samgöngu-, umhverfis- og skipulagsmál: Engilbert Olgeirsson formaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar og Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingafulltrúi.
  5. Eignir, veitur og fjárfestingar: Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs og Guðni G. Kristinsson veitustjóri, Hulda Karlsdóttir frá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

  Samþykkt samhljóða.

  Þessi skipan kemur síðan til formlegrar staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 21 Niðurstaða netkönnunar meðal íbúa liggur fyrir og þar vill mikill meirihluti þátttakenda halda íbúafundinn þann 16. mars n.k. kl 20:00 og leggur byggðarráð til að farið verði eftir því.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Í ljósi aðstæðna leggur sveitarstjórn til að fyrirhuguðum íbúafundi verði frestað en þess í stað verði fyrirhugaðri kynningu sem stóð til að standa að á íbúafundinum komið á framfæri við íbúa sem fyrst með rafrænum hætti. Jafnframt verði fundnar leiðir til að íbúar geti sent inn ábendingar og spurningar t.d. í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins varðandi kynningarnar og þróun skólasvæðisins til framtíðar. Stefnt verði síðan að almennum íbúafundi um málið þegar færi gefst.

  Samþykkt samhljóða.

2.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 8

2002005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 16

2003012

Fundargerð frá 5.3.2020. Taka þarf fyrir lið 2. Rekstraryfirlit 2019.
3.2. Rekstraryfirlit 2019
Tekin fyrir beiðni frá stjórn Tónlistarskóla Rangæinga bs vegna uppgjörs ársins 2019 varðandi kostnað við starfslok fyrrverandi skólastjóra. Óskað er eftir viðbótarframlagi frá Rangárþingi ytra fyrir sínum hlut að upphæð kr. 4.245.898. Fjárhæðin kemur til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23

2002002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við ósk félagsins og leggur til að veitt verði leyfi til nýrrar aðkomu að vatninu með fyrirvara um að Umhverfisstofnun geri ekki athugasemdir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 þar sem afmörkun núverandi athafnasvæðis AT3 verði fært að þéttbýlismörkum að austan. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma og breytinga á aðalskipulagi verði kynnt með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefndin leggur til að heimild verði veitt til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða og eftir atvikum að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 ef og þar sem breytingar verða á umferðarleiðum á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýsingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda Skipulagsstofnunar.
  Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd telur að umrædd breyting falli undir skilgreiningu óverulegrar breytingar þar sem einungis er um breytingu á afmörkun núverandi frístundasvæðis að ræða. Breytingin felur ekki í sér meira rask á hraunsvæði en áður var gert ráð fyrir. Frístundasvæðinu hefir verið fundinn betri staðsetning að teknu tilliti til nálægðar við Rangá og sú breyting hefur engin áhrif á aðra en jarðareiganda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem um óverulega breytingu sé að ræða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing verði kynnt með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun og leggur til að breyting verði á þá leið að núverandi afmörkun frístundasvæða innan umræddra lóða verði skilgreind sem íbúðasvæði. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til annarra athugasemda Skipulagsstofnunar og leggur til að tillagan verði send til endanlegrar athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verði frestað og leitað verði álits lögfræðings varðandi skilmála um atvinnustarfsemi í íbúðasvæði í þéttbýli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Endurskoðun vegna nefndahluta samþykktanna - 47. gr
Tillaga er um að breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra nr. 1275/2015 með síðari breytingum nr. 197/2016 og breytingum samþykktum af sveitarstjórn 13.12.2018. Gerðar verða eftirfarandi breytingar á 47 gr. samþykktarinnar sem ber heitið „Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórn og ráð sem sveitarfélagið á aðild að“: Við 2. tölulið B-liðar samþykktarinnar bætist "Skipulags- og umferðarnefnd fer með fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmda þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaaðili". Í hluta C bætist við liður 18. sem orðist svo "Suðurlandsvegur 1-3 hf. Þrír aðalmenn og þrír til vara á aðalfund félagsins. Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur á fasteignunum Suðurlandsvegi 1 - 3, á Hellu“
Lagt fram til fyrri umræðu.

6.Yfirtaka götulýsingar

2001018

Uppsetning og rekstur götuljósa var áður hluti af reglulegri starfsemi dreifiveitna, en skv. raforkulögum nr. 65/2003 fellur götulýsing hvorki undir einkaleyfisstarfsemi dreififyrirtækja né kemur inn í tekjuheimildir þeirra. Götulýsingarkerfin á orkuveitusvæði RARIK hafa þó fram til þessa verið bókfærð hjá dreifiveitunni, en sveitarfélögin hafa greitt stofnkostnað og rekstur þeirra.
Fyrir liggur samningur um afhendingu götulýsingarkerfis Rarik til eignar í Rangárþingi ytra. Með samningnum mun sveitarfélagið yfirtaka og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er frá og með 1. apríl 2020. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samninginn og feli sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Viðbragðsáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Áætlun sem á að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðnings um viðbrögð vegna heimsútbreiðslu inflúensu.
Lögð fram viðbragðsáætlun sveitarfélagsins Rangárþings ytra við heimsútbreiðslu inflúensu, COVID-19. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti áætlunina. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að áætlunin sé virkjuð.

Samþykkt samhljóða.

8.Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins

1808021

Staðfesting kauptilboðs Snjóalda 1c og afsöl fyrir Sandöldu 4c og 6b, Skyggnisöldu 1b og 3d og Snjóöldu 2d.
Lögð fram afsöl þeirra 5 íbúða sem sveitarfélagið hefur nú eignast að Snjóöldu, Sandöldu og Skyggnisöldu á Hellu í átaki til endurnýjunar félagslegra íbúða. Íbúðirnar eru allar komnar í notkun. Einnig lagt fram til staðfestingar kauptilboð í síðustu íbúðina í fyrrgreindu átaki. Um er að ræða íbúð að Snjóöldu 1c sem reiknað er með að verði afhent í lok maí n.k. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti kauptilboðið og feli sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi og afsali þegar þar að kemur.

Samþykkt samhljóða.

9.Þjónustusamningur um trúnaðarlækni og heilbrigðismál

1501020

Uppsögn á þjónustusamningi.
Fyrir liggur bréf frá HSU þar sem þjónustusamningi um trúnaðarlækni og heilbrigðismál við sveitarfélagið er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara og samningslok miðast við 31. maí 2020. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að leita annarra leiða með þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið og leggja fram tillögur á næsta fundi sveitarstjórnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með nýjum forstjóra HSU til að ræða heilsugæslumál í Rangárþingi almennt.

Samþykkt samhljóða.

10.Öflun á heitu vatni fyrir Rangárþing

2003014

Minnisblað og fundur með stjórn Veitna ohf.
Á umliðnum misserum hefur margoft þurft að grípa til skömmtunaraðgerða vegna skorts á heitu vatni á veitusvæði Veitna ohf í Rangárþingi. Sundlaugum hefur ítrekað verið lokað og íbúar hvattir til að draga mjög úr notkun á heitu vatni. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur þessa stöðu með öllu óviðunandi og er tillaga um að sveitarstjórn Rangárþings ytra óski eftir fundi með stjórn Veitna ohf varðandi þessa stöðu og hvaða leiðir séu til úrbóta. Sveitarstjóra falið að undirbúa slíkan fund og jafnframt að kanna hug nágrannasveitarfélaga á veitusvæðinu um þátttöku í sameiginlegum fundi af þessu tagi.

Samþykkt samhljóða.

11.GHR - ósk um styrk á móti fasteignaskatti

2003005

Erindi frá Golfklúbb Hellu
Golfklúbbur Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignaskatti í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum áður en erindið verður afgreitt. Afgreiðslu frestað.

12.Innkaupareglur - endurskoðun

1802050

Tillaga frá byggðarráði að endurskoðuðum innkaupareglum fyrir sveitarfélagið. Endurskoðunin tekur mið af nýrri fyrirmynd slíkra reglna frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Lögð fram tillaga byggðarráðs að innkaupastefnu og endurskoðuðum innkaupareglum fyrir sveitarfélagið. Jafnframt lagðar fram breytingartillögur Á-lista og þær teknar til afgreiðslu.

Breytingartillaga við innkaupastefnu:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að stefna sveitarfélagsins Rangárþings ytra verði að leitast sé við að versla íslenskar matvörur sem framleiddar eru í sveitarfélaginu eða nærumhverfi þess.

Greinargerð: Með því að setja þetta ákvæði í innkaupastefnu Rangárþings ytra setur sveitarfélagið gott fordæmi með að styðja við íslenska framleiðslu ásamt því að bjóða upp á heilnæmar íslenskar matvörur, eins og kostur er.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Breytingartillögur við innkaupareglur:
1. Í lok 15. greinar komi eftirfarandi texti: Sveitarstjóri skal upplýsa sveitarstjórn ef slík undanþága er veitt.
2. Í lok 22. greinar komi eftirfarandi texti: Byggðarráð skal leita eftir áliti hjá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga í slíkum tilfellum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Breytingartillaga 1 við innkaupareglur borin upp og samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D-lista í sveitarstjórn leggja til breytingu á breytingartillögu 2 þannig að í lok 22. greinar komi eftirfarandi texti: Byggðarráð skal að öllu jöfnu leita sérfræðiálits í slíkum tilfellum.

Breytingartillaga D-lista við breytingartillögu 2 við innkaupareglur borin upp og samþykkt samhljóða.

Að svo búnu voru tillögur að innkaupastefnu og endurskoðuðum innkaupareglum sveitarfélagsins með áorðnum breytingu bornar upp og samþykktar samhljóða.

13.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Fyrirspurn varðandi S1-3 hf.
Fyrirspurn Suðurlandsvegur 1-3 hf.:

Á 5. fundi stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 hf. þann 19/11 s.l. var umsjónarmanni falið að lista upp framkvæmdir sem þarf að fara í til að uppfylla brunavarnir og fá lokaúttekt á Miðjuna ásamt því að gera kostnaðaráætlun á þessum framkvæmdum. Tilgreindur umsjónarmaður er starfsmaður Rangárþings ytra og því verkefnið í höndum sveitarfélagsins. Hver er staðan á þessu verkefni?

Tillaga er um að vísa fyrirspurninni til stjórnar Suðurlandvegar 1-3 hf.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista óska eftir að upplýsingar frá stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf. liggi fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar þannig að sveitarstjórn geti brugðist sem fyrst við mögulegum auknum fjárútlátum vegna verkefnisins. Fulltrúar Á-lista telja afar mikilvægt að lokaúttekt fari fram sem allra fyrst og hvetja stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf. til að vinna málið hratt og vel.

14.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Ósk um viðræður og samstarf.
Lagt fram erindi frá Félagi hesthúseigenda á Hellu þar sem óskað er eftir viðræðum og samstarfi við sveitarfélagið varðandi aðstöðu hestamanna í gamla hesthúsahverfinu á Hellu. Tillaga um að fela byggðarráði að funda með fulltrúum félagsins og eftir atvikum leggja fram tillögur til úrbóta fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Sveitarstjóra jafnframt falið að að taka saman minnisblað um málið þannig að byggðarráð sé vel upplýst um stöðu mála fyrir fundinn.

Samþykkt samhljóða.

15.Útboð á raforkukaupum

1905046

Niðurstaða örútboðs
Sveitarfélaginu Rangárþingi ytra hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði Ríkiskaupa nr. 21075 RS raforka sveitafélög. Tillaga er um að sveitarfélagið Rangárþing ytra fari að tillögu Ríkiskaupa og tilkynning um val tilboðs verði send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verði um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

Samþykkt samhljóða

16.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2020

17.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 879

2003007

Fundargerð Sambands Íslenskar Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

18.Bergrisinn bs - fundur 13

2003002

Stjórn Bergrisans
Lagt fram til kynningar.

19.SOS - stjórn 290

2002055

Lagt fram til kynningar.

20.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundur 1 - 4.3.2020
Lagt fram til kynningar.

21.Vindorkuverkefni Zephyr Iceland

2001017

Minnisblað til kynningar
Lagt fram til kynningar.

22.Heiðvangur 2 og 4. Staðfesting á lóðamörkum

2002035

Bréf frá lóðahöfum og minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ganga úr skugga um að skyldur sveitarfélagsins varðandi staðfestingu umræddra lóðamarka séu uppfylltar.

Samþykkt samhljóða.

23.Niðurfelling Gilsbakkavegar (2745-01)

2003008

Frá Vegagerðinni
Lagt fram til kynningar.

24.Landssamtök landeigenda

2003001

Aðalfundarboð
Lagt fram til kynningar.

25.Fjárfesting og eftirlit með framvindu

1903040

Minnisblað/svar til EFS
Frestað til næsta fundar.
Fundargerðin var yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?