Sveitarstjórn Rangárþings ytra

21. fundur 20. mars 2020 kl. 14:15 - 14:40 https://zoom.us/j/154370123
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Lög nr. 1147 2020 um breytingu á sveitarstjórnarlögum

2003020

Um tímabundnar heimildir til frávika frá sveitarstjórnarlögum vegna neyðarástands í sveitarfélögum.
Til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 faraldursins hefur Alþingi samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. "Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020"
Á grundvelli þessa er tillaga um að sveitarstjórn Rangárþings ytra heimili fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra nefnda og stjórna sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig er tillaga um að sveitarstjórn Rangárþings ytra heimili að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra nefnda og stjórna verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.

Samþykkt samhljóða.

2.Viðbragðsáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Staða mála, minnispunktar frá fundum viðbragðsteymis Rangárþings ytra, aðgerðaáætlun útg. 1.0 og aðrar upplýsingar.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála hjá sveitarfélaginu, viðbragðs- og aðgerðaáætlanir og annað sem snýr að COVID19 faraldrinum. Í stuttu máli hafa þær áætlanir sem gerðar voru og virkjaðar reynst vel fram til þessa en aðstæður breytast hratt og getur þurft að bregðast við og gera breytingar með skjótum hætti. Viðbragðsteymi sveitarfélagsins fundar reglulega og voru lagðir fram minnispunktar frá þeim fundum sem haldnir hafa verið undanfarnar vikur. Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins í samkomubanni eru uppfærðar jafnóðum á heimasíðu sveitarfélagsins og fésbókarsíðu.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?