22. fundur 16. apríl 2020 kl. 16:00 - 17:50 https://zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti til að við bættist liður 5. Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 fundur, liður 6. Brunavarnir Rangárvallasýslu bs - 65 fundur og liður 17. Ákvörðun vegna skila á ársreikningum sveitarfélaga og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 22

2003002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 1.1 2002008F Oddi bs - 25
    Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 1.1 Rekstraryfirlit Odda bs.
    Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti tillögu Odda bs varðandi útfærslu á innheimtu leikskólagjalda í ljósi mikilla forfalla leikskólabarna vegna COVID19. Einungis verði þá innheimt fyrir þá daga sem þjónusta hefur verið veitt í samræmi við mætingaskrá sem leikskólastjórar halda.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti tillögu Odda bs varðandi útfærslu á innheimtu leikskólagjalda í ljósi mikilla forfalla leikskólabarna vegna COVID19. Einungis verði þá innheimt fyrir þá daga sem þjónusta hefur verið veitt í samræmi við mætingaskrá sem leikskólastjórar halda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 4.1 Aðgerða- og viðbragðsáætlun Rangárþings ytra
    Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 faraldursins. Ágætlega hefur gengið að starfa eftir áætlunum sveitarfélagins og starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel við erfiðar aðstæður. Óskir hafa komið fram um að nýta íþróttasali en því hefur verið hafnað og vísað til þeirra reglna sem í gildi eru.

    4.2 Undirbúningur aðgerða varðandi fjárhagsmál
    Undirbúa þarf viðbrögð gagnvart því ef óskað er eftir því að fresta eindaga fasteignagjalda. Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um málið. Þá hafa komið fram spurningar varðandi fasteignagjöld hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem ætla að loka tímabundið. Einnig voru lögð fram gögn um mögulega forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna ef breyta þarf fjárhagsáætlun ársins vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Tillaga um að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið og umræður á fundinum og undirbúa frekara aðgerðaplan í fjárhagsmálum til umræðu og eftir atvikum afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar 1.4.2 Undirbúningur aðgerða varðandi fjárhagsmál
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti að fyrirtæki og einstaklingar sem að sjá fram á verulegan tekjumissi vegna áhrifa Covid-19 geti óskað eftir frestun gjalddaga sem ættu að vera til greiðslu í apríl, maí og júní 2020. Þeir verða þá til greiðslu í október, nóvember og desember 2020. Umsóknareyðublað varðandi þetta er á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.

2.Húsakynni bs - 9

2003011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Húsakynni bs - 10

2004003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 10 Farið yfir áætlaða framkvæmd við bílaplan á Laugalandi en fyrirhugaður framkvæmdatími er maí-júlí 2020. Tillaga er um að fara í verðkönnun meðal verktaka í Rangárþingi ytra og Ásahreppi með skiladag þann 4. maí n.k og fela THT að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9

2002006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9 Nefndin leggur til að sú ákvörðun haldist óbreytt og að auglýst verði eftir aðila til að halda úti upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að útbúa auglýsingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og feli sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við nefndina.

    Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9 Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Svölu Norðdahl fyrir innsent erindi. Nefndinni þykir hugmyndin mjög góð og telur að hún hafi mikið forvarnargildi á þessum fordæmalausu tímum. Það lítur út fyrir að þessi aldurshópur gæti orðið atvinnulaus í sumar. Nefndin leggur til að hámarksaldur vinnuskólans í Rangárþingi ytra verði hækkaður um 2 ár, þ.e. úr árgangi 2004 í 2002. Einnig að tryggt verði að nemendur útskrifaðir úr 7. bekk, þ.e. árgangur 2007, geti sótt um í vinnuskólanum eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin telur að auka þyrfti fjármagn töluvert fyrir vinnuskólann svo að verkefnið gæti orðið að veruleika í ár. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki það fyrir hjá sér og setji fjármagn í verkefnið og beri þannig hagsmuni þessa hóps í huga. Nefndin hvetur sveitarstjórn að kynna málið fyrir öðrum nefndum sem gætu tekið þátt í framkvæmdinni. Vonast er eftir flýtimeðferð svo að verkefnið komist í framkvæmd í sumar.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki vel í málið og bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og feli sveitarstjóra að útfæra verkefnið og leggja fram kostnaðargreinda tillögu á næsta fundi byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24

2003004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á sameinaðri spildu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til uppbyggingar hringtorgs í stað krossvegamóta við Landvegamót skv. fram lögðum gögnum framkvæmdaaðila. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila, Vegagerðarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að uppbygging hringtorgs á umræddum stað skv. fram lögðum gögnum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við sýnda afmörkun á nýrri þjóðlendu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd Rangárþings ytra telur rétt að heimiluð verði stýrð umferð vélrænna ökutækja ásamt því að landvarsla verði bætt á svæðinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að stefna tillögunnar samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að undanþága frá ákvæðum 5.3.2.12. gr. skipulagsreglugerðar fáist frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá byggingareit að lóðamörkum og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ef og þegar undanþága liggur fyrir. Jafnframt telur nefndin að samþykki allra nærliggjandi lóðarhafa skuli liggja fyrir áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd leggur til að farið verði í gerð deiliskipulags af svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um staðsetningu lóðar fyrir spennistöð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar að nýju skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða lýsingu en óskar eftir nánu samráði við afmörkun sveitarfélagsmarka á síðari stigum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

6.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 65

2002034

Liður 6.3 Lántaka, 2. áfangi slökkvistöðvar á Hellu - 20040323, þarfnast samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna um að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Rangárvallasýslu bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 25.000.000. Nær samþykki sveitarstjórnar Rangárþings ytra jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til að fjármagna 2. áfanga byggingar á slökkvistöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Fjárhagsmálefni
Lögð fram og rædd ýmiss gögn tengd viðbragðs- og aðgerðaráætlun sveitarfélagsins vegna COVID19. Tillaga er um að sveitarstjórn bóki eftirfarandi:
Það eykur bjartsýni að sjá hversu vel virðist ganga að hemja útbreiðslu farsóttarinnar á landsvísu og er það fyrir mestu. Íbúar sveitarfélagsins hafa tekið þessum vágesti með yfirvegun og lagt sig fram um að fara eftir þeim tilmælum sem gefin hafa verið og það hefur örugglega skipt miklu máli. Þá hefur starfsfólk sveitarfélagsins staðið sig með einstakri prýði á þessum erfiðu tímum og samstarf við foreldra skólabarna verið hreint út sagt frábært. Áfram þarf þó að vera á varðbergi, passa upp á sóttvarnir og hjálpast að eftir bestu getu. Ennþá er mikil óvissa varðandi þróun mála hvað varðar atvinnu- og efnahag íbúa og fyrirtækja á okkar svæði en búa þarf sig undir að áhrif til skemmri tíma verði veruleg. Mikilvægt er að sveitarfélagið haldi sínu striki eins og frekast er kostur og bregðist við fyrirsjáanlegu tekjufalli til skemmri tíma með annarri fjármögnun. Farið hefur verið yfir mögulega forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna ef breyta þarf fjárhagsáætlun ársins vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Það þarf að fylgjast náið með þróun mála en væntanlega kemur betur í ljós á næstu 2 mánuðum hvert stefnir varðandi tekjufall sveitarfélagsins og tölur skýrast varðandi fyrirsjáanlegt atvinnuleysi. Komi til forgangsröðunar verkefna verður fjármagn fært yfir í þau verkefni sem krefjast meira vinnuframlags og jafnframt verður settur aukinn kraftur í atvinnumöguleika fyrir ungt fólk m.a. í gegnum víðari skilgreiningu vinnuskóla sveitarfélagsins. Í núverandi stöðu er lagt upp með það að fylgja þeirri áætlun um framkvæmdir sem liggur fyrir í fjárhagsáætlun ársins og undirbúa lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að mæta líklegu tekjufalli þegar betur skýrist með umfang þess. Viðauka við fjárhagsáætlun þarf þá að undirbúa þegar málin komast betur á hreint.

Samþykkt samhljóða

8.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Seinni umræða
Lögð fram til seinni umræðu tillaga um að breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra nr. 1275/2015 með síðari breytingum nr. 197/2016 og breytingum samþykktum af sveitarstjórn 13.12.2018. Gerðar verða eftirfarandi breytingar á 47 gr. samþykktarinnar sem ber heitið „Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórn og ráð sem sveitarfélagið á aðild að“: Við 2. tölulið B-liðar samþykktarinnar bætist "Skipulags- og umferðarnefnd fer með fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmda þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaaðili". Í hluta C bætist við liður 18. sem orðist svo "Suðurlandsvegur 1-3 hf. Þrír aðalmenn og þrír til vara á aðalfund félagsins. Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur á fasteignunum Suðurlandsvegi 1 - 3, á Hellu“

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma breytingunum áfram til formlegrar birtingar.

9.Tillaga frá Á-lista um þróun skólasvæðis

2004017

Tillaga um þróun skólasvæðis:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að undirbúningi á byggingu nýs leikskóla á Hellu verði hraðað og kynningarefni um þróun skólasvæðis verði sett inná vef sveitarfélagsins eigi síðar en 22. Apríl n.k. svo íbúar geti komið með ábendingar og athugasemdir.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Greinargerð:
Á 20. fundi sveitarstjórnar, 12. mars s.l. var samþykkt að fresta íbúafundi um þróun skólasvæðis á Hellu og koma þess í stað kynningu á efninu á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetja íbúa til að senda inn ábendingar og spurningar með rafrænum hætti. Nú, mánuði síðar, hefur þessari ákvörðun ekki verið framfylgt. Fulltrúar Á-lista telja brýnt að sveitarfélagið hraði þessari vinnu þar sem um stóra framkvæmd er að ræða og full þörf á að útboð á hönnun geti farið fram sem fyrst, sér í lagi þar sem aðstæður á vinnumarkaði hafa breyst mikið á s.l. vikum.

Bókun Á-lista:
Kynning á þróun skólasvæðis á Hellu var sett á heimasíðu sveitarfélagsins í gærkvöldi, rúmum sólarhring eftir að dagsskrá sveitarstjórnarfundar var send út, og því óþarft að afgreiða ofangreinda tillögu. Fulltrúar Á-lista fagna því að umrædd kynning sé komin inn á heimasíðu sveitarfélagsins, rúmum mánuði eftir að sveitarstjórn ákvað að fresta íbúafundi vegna samkomubanns og kynna þess í stað málið sem fyrst með rafrænum hætti. Fulltrúar Á-lista hvetja íbúa sveitarfélagsins til að koma með ábendingar og athugasemdir svo vinna megi málið hratt og vel, enda full þörf á að sveitarfélagið hraði framkvæmdum í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

10.1. Yfirlit gatnagerðarframkvæmda:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra óska eftir stöðu á gatnagerðarframkvæmdum sem hafa verið í gangi og eru í gangi á vegum sveitarfélagsins undanfarin 2 ár og til dagsins í dag. Óskað er eftir; áætluðum kostnaði við hvert verkefni fyrir sig, hversu mikið er búið að greiða fyrir hvert verkefni fyrir sig og yfirlit yfir áætluð verklok.

Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar varðandi þetta og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

10.2 Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins:
Hefur sveitarfélagið fengið sjöttu íbúðina, sem átti að afhenda í lok mars 2020, afhenta ? Er til skriflegur samningur við eiganda Þrúðvangs 31 um að hafa milligöngu um útleigu íbúða í hans eigu og er sveitarfélagið að taka þóknun fyrir umsýslu um útleigu á þeim?

Svar sveitarstjóra: Nei hún hefur ekki verið afhent ennþá, en skv. upplýsingum frá verktaka þá hafa orðið tafir vegna þess að erlendir starfsmenn verktakans hafa orðið strand í heimalöndum sínum vegna COVID19 og ekki komist enn til vinnu aftur. Reiknað er með að íbúðin verði afhent fyrir 15. júní 2020. Já það er til skriflegur samningur sem gildir til loka 2020 og sveitarfélagið tekur ekki þóknun fyrir þessa milligöngu.

11.GHR - ósk um styrk á móti fasteignaskatti

2003005

Lögð fram frekari gögn vegna erindis Golfklúbbs Hellu (GHR). Tillaga er um að veita Golfklúbbnum styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2020 skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki. Styrkurinn er veittur á aðstöðu Golfklúbbsins að undanskildu því rými sem Veitingastaðurinn á Strönd hefur til sinna umráða.

Samþykkt samhljóða.

12.Þjónustusamningur um trúnaðarlækni og heilbrigðismál

1501020

Lögð fram til kynningar þau gögn sem fyrir liggja. Tillaga er um að miða í grunninn við þjónustu trúnaðarlæknis og fela byggðarráði að taka afstöðu til verðkönnunar þegar frekari gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

13.Friðland að fjallabaki - ráðgjafanefnd fundargerðir

1907049

Fundur 2 - fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.SASS - 556 stjórn

2004014

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð 880.fundar

2003033

Samband Ísl. Sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fjárfesting og eftirlit með framvindu

1903040

Minnisblað/svar til EFS
Lagt fram yfirlit um fjárfestingar ársins. Sveitarstjóra falið að koma umbeðnu yfirliti til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

17.Ákvörðun vegna skila á ársreikningum sveitarfélaga

2004018

Auglýsing um undanþágu í ljósi neyðarástands frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að veita öllum sveitarstjórnum landsins heimild til að framlengja tímafresti um meðferð og skil ársreikninga og hefur auglýsing þar um verið birt í Stjórnartíðindum. Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra nýti sér þessa heimild og ársreikningurinn verði því lagður fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl 2020. Reiknað er með að ársreikningurinn verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði á næsta fundi ráðsins þann 30. apríl n.k.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?