25. fundur 10. september 2020 kl. 16:00 - 18:20 Frægarði - Gunnarsholti
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður bauð fundarmenn velkomna og var að svo búnu gengið til dagskrár.

1.Hálendisnefnd - 4

2008011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Hálendisnefnd - 4 Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessum kvikmyndatökum við Þjófafoss.
  Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Galtalækjar
  Mikilvægt að virða bann við utanvegaakstri.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hálendisnefnd - 4 Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessari þolaksturskeppni vélhjólamanna.
  Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Hella í Landsveit

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.3 1910016 Erindi frá LÍV
  Hálendisnefnd - 4 Hálendisnefnd samþykkir að öryggisskilti verði sett upp norð-vestan við Rauðuskál.
  Staðsetning N6402.29 - W1936.026

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hálendisnefnd - 4 Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessum kvikmyndatökum við Sauðafellsvatn og í Sigöldugljúfri. Mikilvægt er að dagsetningar dragist ekki vegna smölunar og rétta. Ef þarf að hnika til dagsetningum þá er ekki heimilt að kvikmynda við Sauðafellsvatn dagana 23 og 24 september.

  Mikilvægt að virða bann við utanvega akstri.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Húsakynni bs - 12

2008010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 12 Klara fer yfir rekstrarkostnað fyrir Húsakynni Bs. Þar sem upp kom óvæntur kostnaður vegna leka í kjallara leikskóla og bókasafns er lagt til að færa fjármuni frá fjárfestingu yfir á rekstur.
  Tillaga er um að gera viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukins rekstrarkostnaðar fyrir Húsakynni bs að upphæð 5.500.000kr.
  Að sama skapi verður fjárfesting lækkuð um sömu upphæð til að mæta fyrrgreindum kostnaðarauka.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs um viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

3.Umhverfisnefnd - 7

2008004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30

2008006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti með fyrirvara um gildistöku á stofnun Minni Valla 2, L229622, sem er í lokaferli. Nefndin gerir ekki athugasemdir við áformað heiti á spildunni né sýndar aðkomur frá Landvegi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni. Nefndin ítrekar að gera þarf grein fyrir aðkomu að spildum þegar áform um uppbyggingu liggur fyrir við gerð deiliskipulags ef það er ekki gert í meðferð landskiptanna sjálfra. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar álit Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar liggur fyrir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 30 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óskað skuli eftir undanþágu frá grein 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð um fjarlægð milli bygginga og vegar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Oddi bs - 29

2008007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar 08092020

2009014

Fundargerð frá 07092020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Heimsókn til Landgræðslunnar

2009007

Kynning á starfseminni og fundur með forstöðufólki
Sveitarstjórn átti fund með forsvarsfólki Landgræðslunnar og sátu fundinn Árni Bragason landgræðslustjóri, Magnús H. Jóhannsson, Gústav Ásbjörnsson og Reynir Þorsteinsson. Þeir kynntu starfsemi Landgræðslunnar og ræddu sérstaklega um landgræðslu og skógrækt í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þakkar góðan og upplýsandi fund með forsvarsfólki Landgræðslunnar.

8.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Lagðar fram til kynningar ýmsar upplýsingar sem tengjast COVID málum.
Lögð fram til kynningar margvísleg gögn frá sóttvarnaryfirvöldum með leiðbeiningum og skýringum á þeim reglum og tilmælum sem í gildi eru varðandi COVID19. Jafnframt lögð fram nýjasta reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar en frá og með 7. september 2020 miðast samkomutakmarkanir við 200 einstaklinga og 1 m fjarlægðarmörk. Sérstakar COVID19 leiðbeiningar yfirvalda vegna gangna og rétta liggja fyrir. Þar er m.a. kveðið á um sérstaka aðgæslu og eftirfylgni við fjöldatakmarkanir gagnvart réttarstörfum.

8.1 Göngur og réttir.
Sveitarstjórn vill árétta við fjallskilanefndir og leitar- og réttarstjóra sveitarfélagsins að fylgja þessum leiðbeiningum og sjá m.a. til þess að sérstakur sóttvarnafulltrúi sé skipaður við réttarstörfin.

Samþykkt samhljóða.

8.2 Heilsuátak heldri borgara í Rangárþingi ytra
Fyrir liggja minnisblöð frá verkefnisstjóra og formanni félags eldri borgara um heilsuátak sumarsins. Mikil ánægja er með hvernig átakið hefur tekist og fyrir liggur ósk um að þessu verði haldið áfram. Tillaga er um að verkefnið haldi áfram út þetta ár enda er gert ráð fyrir að rými sé fyrir hendi í fjárhagsáætlun ársins undir liðnum Heilsueflandi samfélag. Frekari ákvörðunum varðandi framhald verkefnisins er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

9.Geitasandur. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

2005020

Afgreiðslu erindis um framkvæmdaleyfi var frestað og í millitíðinni óskað eftir greinargerð frá Landgræðslunni varðandi nýtingu lands á þessu svæði.
Í ljósi greinargerðar frá Landgræðslunni og upplýsandi yfirferðar með forsvarsfólki Landgræðslunnar varðandi rökstuðning um fyrirhugað skógræktarverkefni er lögð fram eftirfarandi tillaga. Sveitarstjórn Rangárþings ytra veitir Skógræktarfélagi Íslands framkvæmdaleyfi til ræktunar loftslagsskóga á 193 ha svæði úr Geitasandi skv. meðfylgjandi gögnum þar um. Mikilvægt er að hönnun og skipulag svæðisins verði í samræmi við ákvæði um skógræktarsvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

10.Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins

1808021

Endurfjármögnun eldri lána hjá Íbúðalánasjóði.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 57.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna eldri Íbúðasjóðslán sem hvíla á íbúðum í eigu sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.

11.Fjárhagsáætlun 2021-2024

12.Samningar um samstarf sveitarfélaga

1801028

Niðurstaða Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á yfirferð samstarfssamninga.
Lögð fram úttekt á samstarfssamningum sveitarfélagsins. Tillaga um að leita til stjórnýsluendurskoðanda sveitarfélagsins með að gera tillögur til úrbóta varðandi samþykktir fyrir þau byggðasamlög sem eru í umsjá Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

13.Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 2

2009017

Viðauki vegna tæmingar rotþróa.
Lögð fram tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 12.4 mkr fyrir tæmingu rotþróa. Viðaukanum er mætt með því að flytja 12.4 mkr af framkvæmdafé fráveitu.

Samþykkt samhljóða.

14.Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 3

2009018

Viðauki vegna prentunar og útgáfu byggðasögu Hellu
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna prentunar og útgáfu byggðasögu Hellu "Hella - þorp í þjóðbraut" að upphæð 5.3 mkr. Viðaukanum verði mætt með bókasölu.

Samþykkt samhljóða.

15.Kjör nefnda, ráða og stjórna

1806023

Breytingar á fulltrúum í nefndum.
Skipa þarf varafulltrúa í stað Bjartmars Steins Steinarssonar, sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. Tillaga er um eftirfarandi breytingar á skipan í nefndir og ráð: Gunnar Aron Ólason verði varamaður í Samgöngu- og fjarskiptanefnd og Yngvi Karl Jónsson verði varamaður í Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd. Þá tæki Margrét Harpa Guðsteinsdóttir við sem varamaður í Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu bs.í stað Yngva Karls Jónssonar.

Samþykkt samhljóða.

16.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Fyrirspurnir
16.1 Hver er staðan á byggingaráformum á byggingu nýs leik- og grunnskóla á Hellu?
Svar sveitarstjóra: Undirbúningur er í gangi og næsti fundur vinnuhóps um verkefnið er í næstu viku.

16.2 Hver er staðan byggingarsjóði á Lundi og yfirdrætti þar sem sveitarfélagið ábyrgist?
Tillaga er um að vísa fyrirspurninni til stjórnar Lundar. Samþykkt samhljóða.

16.3 Hver er staðan á sölu eignarhluta Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf.? Hefur hann verið auglýstur opinberlega á sölu sbr. samþykkta tillögu Á-lista á 50.
fundi sveitarstjórnar, 6. júní 2018?
Svar sveitarstjóra: Gerð hefur verið könnun á sölu hlutabréfa í Suðurlandsvegi 1-3 hf með aðstoð fjármálafyrirtækja. Ekki er nein niðurstaða komin í það mál.

17.Umf. Hekla - erindi um íþróttavöll

2009011

Vegna framtíðarskipulags og fjárhagsáætlunar.
Lögð fram bréf frá Ungmennafélaginu Heklu vegna framtíðarskipulags og fjárveitinga varðandi íþróttavöll á Hellu. Tillaga um að vísa erindinu til Faghóps um þróun skólasvæðis og til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

18.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Styrkbeiðni til vegabóta.
Lagt fram erindi frá Félagi hesthúseigenda á Hellu þar sem óskað er eftir styrk til viðhalds hesthúsgötu í gamla hverfinu á Hellu sem nemur helmingi heildarkostnaðar. Samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk að fjárhæð 620.000 kr og færist hann á umferðar- og samgöngumál.
Fram kom að vinnuhópur sveitarstjórnar og Félags hesthúseigenda á Hellu kom saman í sumar til að ræða framtíð gamla hesthúsahverfisins á Hellu. Frekari fundarhöld í vinnuhópnum eru áætluð á næstu vikum til að vinna að tillögum um framtíðarskipan þessara mála.

19.Þátttaka í jafnvægisvog

2009010

Boð frá Félagi kvenna í atvinnurekstri.
Tillaga er um að taka vel í boð til sveitarfélagsins frá Félagi kvenna í atvinnurekstri um þátttöku í svokallaðri jafnvægisvog. Sveitarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsingu þar um.

Samþykkt samhljóða.

20.Aðalfundur SASS 2020

2009015

Aðalfundir SASS og HES
Lögð fram aðalfundarboð frá Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem áætlað er að fram muni fara á Stracta Hótelinu á Hellu dagana 29-30 október n.k.

Tillaga er um að fulltrúar sveitarsfélagsin verði eftirtalin:

Aðalfundur SASS
Aðalmenn: Björk Grétarsdóttir, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Steindór Tómasson Varamenn: Haraldur Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Yngvi Harðarson og Yngvi Karl Jónsson

Aðalfundur HES
Aðalmenn: Haraldur Eiríksson, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Yngvi Harðarson Varamenn: Björk Grétarsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Steindór Tómasson og Yngvi Karl Jónsson.

Samþykkt samhljóða.

21.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Fundargerðir og vinnugögn.
Lagt fram til kynningar.

22.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 886

2009022

Lagt fram til kynningar.

23.Kynning á Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

2009020

Kynningarbréf um verkefnið.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?