Sveitarstjórn Rangárþings ytra

26. fundur 08. október 2020 kl. 16:00 - 20:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár óskaði oddviti eftir því að liðir 9 og 10, þar sem gestir verða í fjarfundabúnaði, væru teknir á undan lið 5 og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 28

2009004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 28 Í tengslum við endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins þá heimilar byggðarráð fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra að veð séu flutt af Þrúðvangi 31 yfir á Sandöldu 4C, Sandöldu 6B, Snjóöldu 1C, Snjóöldu 2D, Skyggnisöldu 1B og Skyggnisöldu 3D á Hellu. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veðflutningi þessum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 20

2009007F

Til kynningar.

3.Oddi bs - 31

2009011F

Til kynningar.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 13

2009002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 13 Nefndin hefur áhuga á því að sveitarfélagið vinni að uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Rætt var um Fossabrekkur, Rauðuskál/Heklu, Þykkvabæjarfjöru og göngustíginn með Ytri-Rangá að Ægissíðufossi. Bæta þarf inná lista frá markaðsstofu Suðurlands Þykkvabæjarfjöru og göngustígnum með Ytri-Rangá. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina. Bókun fundar Eiríkur Sigurðarsson markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir þau verkefni sem talið er mikilvægt að undirbúa á næstu misserum.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og óskar eftir frekari gögnum til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31

2009003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð. Landskiptum skal fylgt eftir með viðeigandi breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd leggur til að nýr vegur verði settur inná uppdrátt Vega í náttúru Íslands sbr. reglugerð þar um nr. 260/2018. Lagt er til að umræddur vegur verði skilgreindur sem F2 og sendur til hlutaðeigandi aðila skv. 2. gr. áður nefndrar reglugerðar til upplýsingar og eftir atvikum að gerðar verði breytingar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem umræddur vegur verði færður inn. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 39,0 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu þar til vinnuhópur um miðbæjarskipulag hefur skilað af sér sínum niðurstöðum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd telur ekki forsendur til frekari vinnu við áform um að bæta við lóðum á svæðinu að svo stöddu og leggur til að gildandi deiliskipulag verði látið halda gildi sínu þar til breytingar verði gerðar á staðsetningu eða tilvist flugvallarins. Frekar verði lögð áhersla á þjónustu og athafnalóðir fyrir sunnan Suðurlandsveginn með tengingu á fyrirhugað hringtorg vestan við lóðina Dynskálar 50. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu þar til rætt hefur verið betur við hagaðila flugvallarins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram að nýju á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar umsagnir og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd hefur móttekið fyrirspurnartillögu umsækjanda þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu frístundasvæðis á rúmlega 40 ha svæði, Rangársléttu, úr landi Leirubakka, skv. gögnum frá Landformi dags. 18.9.2020.
  Skipulagsnefnd telur að skipta þurfi áformum umsækjanda í 2 áfanga vegna stærðar svæðis og að skýrt komi fram í greinargerð að ekki megi hefja byggingar á 2. áfanga fyrr en 60% af fyrri áfanga eru uppbyggðir.
  Varðandi lóðastærðir innan svæðisins telur nefndin að færa megi rök fyrir þeim, þó að í greinargerð aðalskipulagsins segi að lóðir innan frístundasvæðis skuli vera "að jafnaði" 1 ha eða minni. Nefndin telur að rökin geti verið m.a. þau að lóðir sem liggja að ánni eru sjálfkrafa stærri vegna fjarlægðartakmarkana og byggingareitir því settir eins langt frá ánni og reglugerð segir til um; að lega Hvolsvallarlínu, sem liggur eftir svæðinu og gerir ráð fyrir 50 m helgunarsvæði og því óráðlegt að heimila byggingar á þeim svæðum, ásamt því að stærstu lóðirnar á svæðinu séu í raun ekki nýtanlegar nema að hluta vegna legu raflínanna og að landslag leyfir ekki byggingar nema á vissum stöðum. Nefndin heimili því umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi og telur ekki þörf á að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi vegna þess.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til varðveislu Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til gildistöku í B-deild stjórnartíðinda.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefnd leggur til að erindi umsækjanda verði samþykkt, þar sem forsendur hafa breyst frá fyrri afgreiðslum nefndarinnar. Umsækjanda er veitt heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið ásamt heimild til að skipta upp umræddum lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 31 Skipulagsnefndin fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eigi ekki við í þessu tilfelli þar sem ekki eru gerðar neinar breytingar aðrar en tilfærsla á byggingareit einnar lóðar og skilmálar gildandi deiliskipulags því óbreyttir að öðru leyti.
  Skipulagsnefnd leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

6.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 212

2009012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 212 Viðauki 1 við rekstraráætlun 2020 lagður fram. Viðaukinn samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 212 Rætt um hækkun á móttökugjaldi sláturúrgangs og dýrahræja. Lögð fram tillaga um hækkun á móttökugjaldi þessa úrgangsflokks í 25 kr.kg. án vsk. og var það samþykkt samhljóða. Meginástæða hækkunar er að gjaldaliðurinn stendur ekki undir kostnaði. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Sveitarstjórn vill jafnframt árétta að það er ekki óskastaða að auka álögur á þau mikilvægu fyrirtæki sem nýta þessa þjónustu en vandséð er hvað annað sé til ráða miðað við núverandi stöðu úrgangsflokksins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 212 Stefán Gíslason hjá UMÍS Enviorence fór yfir erindi sem Sorpstöðin sendi Umhverfisstofnun í vor þar sem óskað var eftir undanþágu til urðunar á dýraleifum. Komið er svar frá Umhverfisstofnun þar sem starfsleyfi Sorpstöðvarinnar er breytt á þann hátt að tímabundin heimild er veitt vegna urðunar á lífrænum úrgangi þegar lagðar hafa verið fram viðeigandi tryggingar. Ábyrgðartrygging er þegar til staðar. Varðandi starfsleyfistryggingu er tillaga um eftirfarandi bókun:

  Sorpstöð Rangárvallarsýslu bs. ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélaganna að Strönd (landnúmer L200488), sbr. 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu bs. er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.

  Samþykkt samhljóða.

  Fest hafa verið kaup á pressu til þess að auðvelda flutning á plasti og pappa. Átaki hefur verið hleypt af stað til að hvetja fólk til frekari flokkunar og hreinsunar á plasti en komið hefur upp að gámar frá Sorpstöðinni hafa verið verðfelldir hjá þjónustuaðila.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs varðandi fyrirkomulag starfsleyfistryggingar.

  Samþykkt samhljóða.

7.Lundur - stjórnarfundur 6

2009041

Fyrirspurn til sveitarstjórnar varðandi sjálfseignarstofnun.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra óskar eftir að stjórn Lundar komi inn á næsta fund sveitarstjórnar til að ræða málið áður en ákvörðun er tekin.

Samþykkt samhljóða.

9.Heilsugæsla HSU í Rangárþingi

1602040

Fundur með forstjóra HSU.
Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU, Baldvina Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ari Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga komu inn á fundinn í Zoom fjarfundarbúnaði og sögðu frá og ræddu Heilsugæslu í Rangárþingi og framtíðarhorfur um rekstur hennar. Tekið var saman minnisblað sem fylgir fundargerðinni og sveitarstjórn vill færa forstöðufólki HSU góðar þakkir fyrir fundinn.

Samþykkt samhljóða.

10.Menningar- og fræðasetur að Odda - Sæmundarstofa

2010006

Drög að framtíðarstefnu Oddafélagsins um uppbyggingu Menningar- og fræðaseturs að Odda - Sæmundarstofu
Friðrik Erlingsson stjórnarmaður Oddafélagsins var gestur fundarins.

Sveitarstjórn þakkar Friðriki Erlingssyni fyrir góða kynningu. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og hvetur félagið til að halda áfram að vinna að uppbyggingu menningar- og fræðaseturs að Odda.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillaga frá Á-lista um beinar útsendingar

2010007

Tillaga um að senda beint út frá sveitarstjórnarfundum.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu frá og með næstu áramótum.

Greinargerð: Frá því að Á-listinn bauð fyrst fram lista til sveitarstjórnar hefur hann ætíð lagt áherslu á opna stjórnsýslu. Opin stjórnsýsla felur m.a. í sér að auðvelda íbúum aðgengi að störfum sveitarstjórnar og nefnda, vinnubrögðum og vinnslu mála. Stjórnsýslan í heild sinni verður opnari, vonandi skiljanlegri, og gerir íbúum auðveldara með að fylgja málum sínum eftir. Einn þessara liða er að gera fundi sveitarstjórnar opnari og með nútímatækni er ein auðveldasta leiðin til þess að senda fundina beint út á netinu. Þetta er vel þekkt aðferðafræði og ágæt dæmi um slíkt eru beinar útsendingar bæjarstjórnar Árborgar (https://www.facebook.com/pg/sveitarfelagidarborg/videos/?ref=page_internal ) og sveitarstjórnar Skaftárhrepps (https://www.youtube.com/watch?v=5NC9sDhZ8lE&feature=youtu.be ), sem eru svo einnig aðgengilegar sem upptökur eftir fundi.

Nú þegar eru fundir sveitarstjórnar Rangárþings ytra yfirleitt teknir upp og birtir á netinu, en með nútímatækni er ekkert því til fyrirstöðu að hafa þá í beinni útsendingu og hafa upptökur aðgengilega á netinu eftir fundi.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Jóhanna Hlöðversdóttir

Tillagan borin upp og hafnað með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 voru samþykkir (MHG,ST,JH).


Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista styðja heilshugar opna stjórnsýslu og gott upplýsingaflæði til íbúa. Í ljósi þeirrar könnunar sem gerð var meðal sveitarfélaga um útfærslu á þessum þætti upplýsingagjafarinnar kom fram að til að beinar útsendingar gangi vel fyrir sig þá þarf tæknimaður að vera viðstaddur en því fylgir nokkur kostnaður og okkur þykir að þessi viðbót skili ekki mjög miklum ávinningi til íbúa umfram það sem nú er en upptaka af fundum birtist á netinu innan tveggja sólarhringa. Við teljum því að ef gera ætti breytingar á núverandi fyrirkomulagi þá væri réttast að taka form funda sveitarstjórnar til gagngerrar endurskoðunar þannig að upplýsingaflæði verði sem best, umræður skýrar og auðvelt fyrir íbúa að fylgjast með framvindu mála.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson


Bókun Á-lista:
Fulltrúum Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra þykir miður að fulltrúar D-lista hafi í annað sinn fellt tillögu sem felur í sér opnari stjórnsýslu og betra upplýsingaflæði til íbúa sveitarfélagsins. Fulltrúar Á-lista fagna niðurlagi bókunar fulltrúa D-lista um að taka fundarsköp sveitarstjórnar til gagngerrar endurskoðunar og vænta þess að hluti af þeirri endurskoðun verði að senda fundi sveitarstjórnar út í rauntíma. Fulltrúar Á-lista hvetja fulltrúa D-lista til að setja málið á dagskrá næsta reglulega sveitarstjórnarfundar og lýsa sig reiðubúin að taka þátt í þeirri vinnu sem því fylgir.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Jóhanna Hlöðversdóttir

12.Endurnýjun Þjónustusamnings

1910075

Ungmennafélagið Hekla.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samning. Jafnframt er óskað eftir að að tölur um iðkendafjölda verði sannreyndar þannig að texti samningsins sé örugglega réttur.


Samþykkt samhljóða.

13.Endurnýjun þjónustusamnings

2010009

Hestamannafélagið Geysir
Tillaga er um að fela byggðarráði að fara yfir reynsluna af núverandi samningi og leggja fram tillögu að endurskoðuðum samningi.

Samþykkt samhljóða.

14.Jörvi, Alviðra, umsókn um lögbýli

1910046

Ólafur Jónsson og Auður Ingimarsdóttir, eigendur að Jörva, Neðra-Seli 1d, L218612, óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma sinna um breytingar á heiti jarðarinnar, skv. meðfylgjandi gögnum. Óskað er eftir að spildan beri heitið Alviðra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að landið beri heitið Alviðra.

Samþykkt samhljóða.

15.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Fundargerðir verkefnisstjórnar nr. 9,10 og 11.
Til kynningar. Sveitarstjórn vill hvetja íbúa til að kynna sér vel heimasíðu verkefnisins www.svsudurland.is en þar liggja nú þegar margvísleg gögn til skoðunar.

16.Félags- og skólaþjónusta - 46 fundur

2009037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Félags- og skólaþjónusta - 47 fundur

2009038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

18.Félagsmálanefnd - 80 fundur

2010008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Samband ísl.Sveitarfélaga - fundur 887

2010004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Samband ísl.Sveitarfélaga - fundur 888

2010003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 20:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?