29. fundur 10. desember 2020 kl. 16:00 - 20:10 í fjarfundi í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Hugrún Pétursdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru gerðar við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Áður en gengið var til dagskrár gaf varaoddviti sveitarstjóra orðið sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 30

2011001F

Visað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 30 Dagný Hulda Jóhannsdóttir kom inn á fundinn og kynnti starfemi Markaðsstofu Suðurlands og eru henni færðar bestu þakkir fyrir greinargóða kynningu. Bókun fundar Tillaga er um að samningur milli Rangárþings ytra og Markaðsstofu Suðurlands verði endurnýjaður óbreyttur til áranna 2021-2023 og miðar við 430 krónur á hvern íbúa á ári eða um 750 þkr.

    Samþykkt samhljóða.

2.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 11

2012001F

Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33

2011006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Erindi frestað og óskað frekari gagna Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 3.4 2012012 Keldur landskipti
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd leggur til að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði aflagt og fært á nýjan stað skv. samþykktu skipulagi Öldusvæðisins. Samkvæmt því deiliskipulagi er leiksvæði ætlað á milli Langöldu 20 og Baugöldu 25. Samhliða leggur nefndin til að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði gert að tveimur íbúðalóðum með aðkomu frá Baugöldu. Göngustígur verði settur á milli lóðanna svo komast megi óhindrað frá Bolöldu og norður úr.
    Nefndin hefur einnig skoðað möguleikann á að þétta byggð og telur að leiksvæði skuli vera Bergöldumegin norðan við blokkina á Fossöldu. Opna svæðið við Breiðölduna yrði þá gert að íbúðalóð með aðkomu frá Breiðöldu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn hefur fjallað um fram komnar hugmyndir og tekur undir með skipulagsnefndinni. Sveitarstjórn telur eðlilegt að fram komnar hugmyndir verði kynntar á opnum íbúafundi áður en lengra er haldið. Sveitarstjóra falið að undirbúa slíka fund með skipulagsfulltrúa og vinna samhliða að kynningu á skipulagsmálum almennt í sveitarfélaginu. Jafnframt verði hugmyndunum vísað til Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar og Ungmennaráðs til skoðunar og álitsgerðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu á skilti Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innbyrðis innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis og verða þar með umluktar frístundalóðum. Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og hefur engin áhrif á aðra en lóðarhafa og sveitarfélagið.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga ástæðu til grenndarkynningar vegna staðsetningar á lóðinni gagnvart öðrum íbúum.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er lagnaleið á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd lagning rafstrengs sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn hefur fjallað um fram komnar tillögur. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu til auglýsingar og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu verði haldinn opinn íbúafundur til samráðs og kynningar á fyrirliggjandi áformum. Sveitarstjóra falið að undirbúa slíka fund með skipulagsfulltrúa og vinna samhliða að kynningu á skipulagsmálum almennt í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd hefur móttekið ábendingar skipulagsstofnunar frá 3. desember við tillögu að breyttu aðalskipulagi og fjallað um þær. Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til allra fram kominna athugasemda og ábendinga. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 33 Skipulagsnefnd hefur móttekið ábendingar og athugasemdir skipulagsstofnunar sem barst með tölvupósti 3. desember sl við tillögu að deiliskipulagi og fjallað um þær. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

4.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 67

2011046

Fundargerð og fjárhagsáætlun
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs 2021.

Samþykkt samhljóða.

5.Héraðsnefnd 6 fundur

6.Bergrisinn bs - aðalfundur 2020

2011048

Ársreikningur 2019 og fjárhagsáætlun 2021
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Bergrisann bs 2021.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjallskiladeild Landmannaafréttar 09112020

2011047

Fundargerð frá 9112020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Umgengni í Aldamótaskógi - erindi frá Skógræktarfélagi Rangæinga

2011049

Aldamótaskógur á Gaddstöðum er samstarfsverkefni skógræktarfélaga frá Lómagnúpi í austri og að Kjalarnesi í vestri, en er alfarið í umsjón Skógræktarfélags Rangæinga.
Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Rangæinga þar sem lýst er áhyggjum af umgengni í Aldamótaskógi. Bæði er þar bent á umgengni við gömlu námuna þar sem dæmi eru um að úrgangur hafi verið skilinn eftir sem ætti frekar heima hjá Sorpstöðinni á Strönd og eins er bent á frjálslegan akstur vélhjóla á svæðinu. Stjórn félagsins hvetur til þess að unnið verði að umbótum til framtíðar og býður fram samstarf við sveitarfélagið í þeim efnum.

Tillaga er um að fela sveitarstjóra að funda með fulltrúum Skógræktarfélagsins og leita samráðs um úrbætur í málinu. Rétt er að benda á að unnið er að undirbúningi að sérstöku æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir í samvinnu við nýstofnaða akstursíþróttadeild innan vébanda Umf. Heklu. Sveitarstjóri skili inn minnisblaði um málið á aprílfundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Minnisblaðið til afgreiðslu.
Fyrir liggur minnisblað frá starfshópi og verkefnisstjórn um framhald vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi: Áfram verði unnið að gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og að skipting kostnaðar sveitarfélaganna byggi á meðfylgjandi töflu og starfsreglum sem voru til kynningar á fundi starfshópsins þann 18. nóvember sl. Í samræmi við skipulagslög verði skipaðir tveir aðalmenn og tveir til vara í starfshópinn sem vinnur að gerð svæðisskipulagsins. Aðalmenn fyrir hönd Rangárþings ytra verði Ágúst Sigurðsson og Steindór Tómasson og til vara Björk Grétarsdóttir og Magnús Hrafn Jóhannsson. Þá muni ráðgjafar EFLU leiða vinnuna við gerð svæðisskipulagsins. Einnig vill sveitarstjórn lýsa yfir ánægju með þá góðu vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið til þessa.

Samþykkt samhljóða.


10.Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Rangárþingi ytra

2012005

Til samþykktar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samþykktir um fráveitu og rotþrær í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrá Odda bs 2021

2012015

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá Odda bs 2021.

Samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðva 2021

2012016

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð árið 2021.

Samþykkt samhljóða.

13.Gjaldskrár Sorpstöðvar 2021

1811016

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs 2021.

Samþykkt samhljóða.

14.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2021

2011053

Til staðfestingar
14.1 Gjaldskrá fyrir fráveitu og rotþrær 2021
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir fráveitu og rotþrær 2021.

Samþykkt samhljóða.

14.2 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2021
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2021.

Samþykkt samhljóða.

15.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2021

2011054

Til staðfestingar
Gildir frá og með 1. janúar 2021

1. Útsvar; 14,52%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,36% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Fráveitugjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2021. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2021. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2021. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.
Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitu-og rotþróargjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2021

2011052

Til staðfestingar
Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða.

17.Rekstraráætlun Sorpstöð 2021

2010002

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

18.Rekstraráætlun 2021 - Tónlistarskólinn

2009042

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

19.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2021

2010043

Til samþykktar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

20.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs

2009040

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Odda bs rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga að bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur að forstöðumenn í samvinnu við stjórn Odda bs hafi unnið gott starf við það vandasama verk að stilla upp fjárhagsáætlun næsta árs fyrir þetta stóra og gríðarlega mikilvæga verkefni þannig að um sé að ræða nánast sömu fjárupphæð og á yfirstandandi ári. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld Odda bs fyrir árið 2021 verið rétt tæpur milljarður króna. Að þessu sinni er staðan tímabundið erfiðari vegna utanaðkomandi áhrifa sem enginn ræður við og við því er brugðist með því að halda fjárheimildum nánast óbreyttum milli ára. Að gefnu tilefni, m.a. vegna viðbragða frá íbúum, beinir sveitarstjórn því til stjórnar Odda bs að athugað verði hvort að megi hliðra þannig til innan þess fjárhagsramma sem settur hefur verið fyrir Odda bs 2021 að tímabundnir akstursstyrkir til leikskólastarfsmanna geti engu að síður haldist út það tímabil sem upphaflega var gert ráð fyrir en falli ekki niður fyrr eins og lagt var upp með í áætluninni.

Samþykkt samhljóða.

21.Rekstraráætlun 2021 - Húsakynni bs

2011020

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Húsakynni bs rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

22.Rekstraráætlun 2021 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2010039

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf rekstrarárið 2021.

Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 eru á móti (MHG,ST,YH)

Bókun Á-lista:
Undirrituðum finnst óboðlegt að enn eitt árið leggi stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf. fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu félagsins um rúmar 15 milljónir króna árið 2021 og áframhaldandi neikvæðri afkomu í langtímaáætlun 2022-2024. Miðað við útkomuspá árið 2020 þá er ljóst að tap Suðurlandsvegar 1-3 hf. árin 2010-2020 er um 190 milljónir króna og hefur Rangárþing ytra greitt tæp 70% af því tapi, eða um 130 milljónir króna. Á 37. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2017 samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu Á-lista um að selja hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. Undirrituð furða sig á að sveitarstjóri hafi ekki framfylgt ákvörðun sveitarstjórnar og hvetja sveitarstjóra til að vinna að alvöru að því að selja þennan hluta. Undirrituð hafa fulla trú á að hægt verði að snúa rekstrinum við til hins betra í höndum einkaaðila. Það er ekki lögboðið hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka verslunar- og þjónustuhúsnæði og væri þessum fjármunum betur varið t.d. í byggingu nýs leik- og grunnskóla eða í aðrar aðkallandi fjárfestingar í grunnþjónustu sveitarfélagsins.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista
Rekstur Suðurlandsvegar 1-3 hf hefur gengið betur með hverju árinu og er nú svo komið að öll rými í húsinu eru í nýtingu og fá færri pláss en vilja. Rekstrartap er tilkomið vegna afskrifta. Eignarhluturinn hefur verið kynntur fyrir fjárfestum og mun því verða haldið áfram og sjálfsagt að skoða öll tilboð með opnum huga. Við teljum hins vegar ekki ráðlegt að fara í slíkt söluferli með miklum hraði. Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur ekki greitt neitt með rekstri fasteignafélagsins síðustu árin en eigendur fasteignafélagsins lögðu inn aukið hlutafé á árunum 2015-2017 til að fjármagna innréttingu á efstu hæð hússins og koma henni í gagnið. Því er lokið og tókst vel. Við erum því bjartsýn á framtíð þessarar verslunar- og þjónustumiðstöðvar sem Miðjan er.

Hjalti Tómasson
Haraldur Eiríksson
Hugrún Pétursdóttir
Ágúst Sigurðsson

23.Rekstraráætlun Félags- og skólaþjónustu 2021

2012017

Til staðfestingar
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samhljóða fyrir sitt leyti fjárhagsáætlanir skólaþjónustu, félagsþjónustu, málaflokks fatlaðs fólks og heimaþjónustu fyrir rekstrarárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

24.Snjómokstur

1611023

Tímabundin framlenging samnings Vegagerðarinnar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti tímabundna framlengingu samnings vegagerðarinnar um snjómokstur fram til 15. apríl 2021.

Samþykkt samhljóða.

25.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Fyrirspurnir og tillögur
25.1 Tillaga Á-lista vegna fjárhagsáætlunar.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að farið verði af krafti í að selja hlut sveitarfélagsins í Suðurlandsvegi 1-3 hf. til að komast hjá 200 milljóna króna lántöku árið 2021. Eins og áður hefur verið bent á er ekki lögboðið hlutverk sveitarfélagsins að standa að rekstri verslunar- og þjónustuhúsnæðis og því einboðið að selja þennan hlut til þess að geta hafið framkvæmdir við nýjan leik- og grunnskóla án lántöku.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin undir atkvæði og felld með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 samþykktu hana (MHG,ST,YH)

Bókun D-lista:
Vísað er til fyrri bókunar um Suðurlandsveg 1-3 hf undir dagskrárlið 22. Einnig er bent á að ekki stendur til að sveitarfélagið taki nein lán vegna Suðurlandsvegar 1-3 hf né leggi félaginu til rekstrafé á næsta ári eins og skilja má af tillögu Á-lista.
Hjalti Tómasson
Haraldur Eiríksson
Hugrún Pétursdóttir
Ágúst Sigurðsson

25.2 Tillaga um heimasíðu.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að heimasíða sveitarfélagsins verði uppfærð og gerð aðgengilegri. Upplýsingar um starfsemi stofnana verði samræmdar, s.s. samþykktir, ársreikningar, reglur, gjaldskrár og fundargerðir. Jafnframt verði farið yfir fundargerðir samstarfsverkefna og þær birtar ásamt fylgigögnum. Sveitarstjóra falið að koma þessu í framkvæmd og að verkinu verði lokið fyrir 1. febrúar 2021.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Greinargerð:
Á heimasíðu sveitarfélagsins leita fólk að upplýsingum um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins og stofnana þess. Eins og staðan er í dag er lítið sem ekkert samræmi á heimasíðunni og þarf að fara ýmsar krókaleiðir til að fá upplýsingar um starfsemi einstaka stofnana. Mun aðgengilegra væri ef undir flipa viðkomandi stofnana væri hægt að finna allar upplýsingar, s.s. samþykktir, reglur, ársreikninga, gjaldskrár og fundargerðir.

Tillagan borin undir atkvæði og felld með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 samþykktu hana (MHG,ST,YH)

Bókun D-lista:
Markmiðið er að bæta heimasíðuna í sífellu og 1. febrúar er ekki nein tímamótadagsetning í þeim efnum. Heimasíðan er sett upp með sama hætti og síður margra sveitarfélaga en allar ábendingar til bóta eru engu að síður vel þegnar.
Hjalti Tómasson
Haraldur Eiríksson
Hugrún Pétursdóttir
Ágúst Sigurðsson


25.3 Tillaga um að leggja byggðarráð niður.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráð Rangárþings ytra verði lagt niður frá og með 1. apríl 2021 og sveitarstjórn fundi þess í stað tvisvar í mánuði.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Greinargerð:
Markmið tillögunnar er að allir kjörnir fulltrúar sitji fundi sem varða yfirstjórn sveitarfélagsins, en ekki annan hvern fund líkt og nú er, og með því verði stjórnsýslan skilvirkari og opnari.
Tilgangurinn með byggðarráði á sínum tíma var að flýta stjórnsýsluákvörðunum og meðal annars afgreiðslu byggingaleyfa en með breyttum lögum er sú afgreiðsla nú á hendi skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fulltrúar Á-lista telja að sú aðgerð að leggja niður byggðarráð myndi einfalda og bæta stjórnsýsluna og gera hana opnari. Ef kjörnir fulltrúar sem ekki sitja í byggðarráði vilja tjá sig um einstök mál sem afgreidd hafa verið úr byggðaráði, þá er það tvíverknaður og heppilegra að okkar mati að öll mál sem til afgreiðslu eru, komi fyrir fullskipaða sveitarstjórn og að umræðan og fullnaðarafgreiðsla eigi sér stað á sveitarstjórnarfundi.
Í sumarleyfi afsalar sveitarstjórn valdi sínu til byggðarráðs. Síðastliðið sumar liðu þrír mánuðir frá síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir sumarleyfi, þar til fyrsti fundur eftir sumarleyfi átti sér stað. Það er of langur tími að okkar mati, enda sumarleyfi á almennum vinnumarkaði að jafnaði rúmlega mánuður.
Byggðarráð fer með eftirlit fjármála sveitarfélagsins, sé það ekki öðrum falið, en allir sem til þekkja vita að það er starfsfólk sveitarfélagsins, aðallega sveitar- og fjármálastjóri, sem annast undirbúning og útreikning alls er varðar fjármálastjórn og eftirlit og ættu kynningar þeirra á helstu tölum varðandi rekstur sveitarfélagsins að koma fyrir fullskipaða sveitarstjórn. Sé um viðkvæm mál að ræða er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að loka fundi.
Fulltrúum Á-lista þykir eðlilegt að oddviti sveitarfélagsins undirbúi fundi og sé vel inní öllum málum, en til að mynda hefur sú hefð skapast að oddviti á yfirleitt ekki sæti í byggðarráði.
Þegar sveitarstjóri er einn kjörinna fulltrúa þá situr hann hinsvegar flestalla fundi, sem starfsmaður og/eða kjörinn fulltrúi með málfrelsi og tillögurétt.
Ástæða þess að lagt er til að hafa tvo fundi í mánuði er sú að ella gætu fundir dregist talsvert á langinn. Ef fundarstjórn er góð og mál vel undirbúin á það þó ekki að þurfa að vera. Sjálfsagt er þó að kanna það fyrirkomulag að hafa einn fund í mánuði.
Ef ákveðið verður að leggja niður byggðarráð þá þarf sveitarstjórn að vinna í breytingum á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins og kjör kjörinna fulltrúa.

Tillagan borin undir atkvæði og felld með 4 atkvæðum
(HT,HE,HP,ÁS), 3 samþykktu hana (MHG,ST,YH)


Bókun D-lista:
Við höfum þá skoðun að fyrirkomulagið sé ágætt og viljum hafa byggðarráð áfram. Varðandi frekari rökstuðning fyrir því vísum við til fyrri bókana um sama efni á fyrri fundum sveitarstjórnar.
Hjalti Tómasson
Haraldur Eiríksson
Hugrún Pétursdóttir
Ágúst Sigurðsson


25.4 Fyrirspurnir frá Á-lista
25.4.1 Hver er heildarkostnaður við viðbyggingu íþróttahúss miðað við upphaflega áætlun?
Svar: Raun framkvæmdakostnaður liggur fyrir og er hann 189.663.267 kr. Eftir að tilboð lágu fyrir þá var heildarkostnaðaráætlun 180.905.908 kr. Vísað er til meðfylgjandi minnisblaðs til nánari sundurliðunar.

25.4.2 Móttökuáætlun nýrra íbúa sveitarfélagsins. Fulltrúar Á-lista fagna því að móttökuáætlun nýrra íbúa sé nú loksins aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á rafrænu formi, rúmum 5 árum eftir að tilllaga Á-lista þess efnis var samþykkt samhljóða. Hver er hugmynd að framsetningu móttökuáætlunar? Er áformað að prenta út bækling eða hafa efnið einungis á rafrænu formi?
Svar: Kominn er upp síðan "Ert þú að flytja í sveitarfélagið?" á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar er einnig aðgengilegur nýbúabæklingurinn. Nýbúabæklingurinn verður aðeins rafrænn en nýir íbúar fá til sín einblöðung þar sem þeir eru boðnir velkomnir. Móttökuáætlun nýbúa er eftirfarandi:
1. Nýr íbúi flytur lögheimili sitt í sveitarfélagið.
2. Aðra hvora viku er staðan tekin á nýjum íbúum.
3. Prentaður er út út miði með nafni viðkomandi og límdur á einblöðunginn.
4. Einblöðungurinn sendur til viðkomandi. Einblöðungurinn er til á íslensku, pólsku og ensku. Síðan "Ert þú að flytja í sveitarfélagið?" er eingöngu á íslensku þó með þýðingar möguleikanum sem er á heimasíðunni.

25.4.3 Hver er ástæðan fyrir því að upptaka síðasta sveitarstjórnarfundar var birt 13 dögum eftir fund eða þann 21. október, en fundurinn var haldinn 8. október 2020?
Svar: Upptakan mun hafa farið á sinn stað sjö virkum dögum eftir fund. Starfsmaður sem heldur utan um verkefnið fór í leyfi vegna veikinda en um leið og það uppgötvaðist að upptakan hafði ekki farið inn á netið var brugðist við og hún sett inn.

25.4.4 Vindmyllur í Þykkvabæ - hver er staðan? Er búið að fara fram á eða sækja leyfi um niðurrif vindmyllu sem eyðilagðist í bruna og hver ber ábyrgð á vindmyllunum í dag?
Svar: Haft hefur verið samband við skráða eigendur og óskað eftir upplýsingum. Jafnframt hefur eigendum verið bent á að standi ekki til að koma myllunum í nothæft stand þá sé nauðsynlegt að fjarlægja þær. Eigendur hafa ekki sótt um leyfi til endurnýjunar eða niðurrifs þrátt fyrir umleitanir sveitarstjóra og byggingarfulltrúa um að svo verði gert. Þinglýstur eigandi skv. þjóðskrá og ábyrgðaraðili er Elýsa ehf.

25.4.5.Árshátíð starfsfólks sveitarfélagsins var felld niður í vor vegna heimsfaraldurs, var eitthvað gert fyrir starfsfólk í staðinn?
Svar: Stefnt er að því að efna til veglegrar COVID-loka árshátíðar starfsmanna um leið og hægt er á nýju ári og gert ráð fyrir fjármunum til þess á fjárhagsáætlun næsta árs.

26.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerðir og tillaga vinnuhópsins um næstu skref.
Lagðar frá fundargerðir 7,8 og 9 frá Faghópi um þróun skólasvæðis á Hellu. Einnig lögð fram gögn um verðkönnun meðal þriggja arkítektastofa um ráðgjöf og undirbúning að viðbyggingu við grunnskóla og byggingu á nýjum leikskóla á Hellu. Um var að ræða arkítektastofurnar ALARK, VA-arkítekta og ARKÍS sem allar hafa töluverða reynslu af að hanna skóla og leikskóla. Stofurnar voru fengnar til að gefa verð í undirbúning og frumdrög og aðstoð við að forma skólaverkefnið áfram til hönnunarútboðs. Tillaga faghópsins samkvæmt fundargerð og framlögðu minnisblaði er að ganga til samninga við ARKÍS um verkið.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að gengið verði til samninga við ARKÍS um undirbúning verksins skv. framlögðu tilboði.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með faghópnum.

27.Stytting vinnuvikunnar - útfærsla

2010017

Niðurstöður fyrir stofnanir
Lagðar fram tillögur frá stofnunum sveitarfélagsins um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Tillaga er um að staðfesta þær útfærslur sem stofnanirnar hafa lagt til en gildistími verði til að byrja með 3 mánuðir. Fyrirkomulagið verði endurskoðað í ljósi reynslunnar þessa fyrstu mánuði og eftir atvikum framlengt eða breytt ef þurfa þykir í samráði við stofnanirnar og vinnutímastarfshópa þeirra. Að gefnu tilefni skal tekið fram að sveitarstjórn Rangárþings ytra gerir ráð fyrir óbreyttu þjónustustigi og opnunartímum hjá öllum stofnunum þrátt fyrir styttingu vinnutímans.

Samþykkt samhljóða.

28.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007027

Til seinni umræðu
28.1 Fjárhagsáætlun 2021 - tillögur til endanlegrar afgreiðslu.

Hér eru erindi og tillögur sem á árinu 2020 var vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2021 og hafa þar hlotið umræðu en eftir er að taka til endanlegrar afgreiðslu í tengslum við framlagða fjárhagsáætlun. Erindin eru listuð í málnúmeraröð.

Málnr. 1706013 Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf
Tillaga er um að kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf verði óbreytt frá því sem þau hafa verið frá 1. nóvember 2016 sbr. samþykktir sveitarstjórnar þar um. Gert er ráð fyrir svipuðum fjárheimildum fyrir nefnda- og stjórnarlaun og launatengd gjöld og verið hafa undanfarin ár eða alls 18,7 mkr.

Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 voru á móti (MHG,ST,YH)

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista höfðu aðrar hugmyndir varðandi kjör kjörinna fulltrúa, til dæmis í tengslum við þá tillögu að leggja niður byggðaráð.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson


Málnr. 1907069 Heimgreiðslur
Tillaga er um að núverandi reglur um heimgreiðslur gildi út árið 2021. Gert er ráð fyrir fjárheimild að upphæð 6,4 mkr til að mæta þessum útgjöldum.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2002013 Ósk um styrk vegna Þorrablóts
Samhliða höfnun á styrkbeiðni frá Þorrablótsnefnd Holtamanna með ósk um að fá styrk á móti húsaleigu á Laugalandi til að halda blótið var ákveðið að vísa endurskoðun viðmiðunarreglna til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar ársins. Í allmörg ár hefur gilt sú regla að viðburðir íbúa í Rangárþingi ytra sem haldnir eru í húsnæði sveitarfélagsins, s.s. Þorrablót, Kartöfluball og Skötuveisla, greiði lágmarksgjald á aðgöngumiða samkvæmt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar í húsaleigu. Þessi greiðsla hefur verið hugsuð til að standa straum af beinum kostnaði Íþróttamiðstöðvarinnar vegna þrifa, rafmagns, húsvörslu og slíkra þátta.
Tillaga er um að fyrrgreindar viðmiðunarreglur gildi áfram óbreyttar.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2003013 Heilsuátak heldri borgara í Rangárþingi ytra
Í tengslum við Viðbragðs- og aðgerðaáætlun sveitarfélagsins vegna COVID19 var s.l. sumar sett af stað sérstakt heilsuátak fyrir heldri borgara í Rangárþingi ytra. Skv. minnisblöðum frá verkefnisstjóra heilsuátaksins og formanni félags eldri borgara er mikil ánægja með hvernig til hefur tekist með átakið og fyrir liggur ósk um áframhald. Tillaga er um að verkefnið haldi áfram árið 2021 og er gert ráð fyrir að kostnaður rúmist undir liðnum Heilsueflandi samfélag en þar er gert ráð fyrir 2 mkr fjárheimild í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða


Málnr. 2004027 Ölduhverfi - gatnagerð
Fyrir liggur minnisblað varðandi kostnað við hönnun og gatnaframkvæmdir í lokaáfanga Ölduhverfis. Tillaga er um að bíða með þessa vinnu þar til betur sést til lands með fjárhag sveitarfélagsins á næsta ár og gert ráð fyrir að taka mætti málið aftur upp þegar útkoma fyrstu tveggja ársfjórðunga 2021 liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2006053 Erindi um akstursstyrk í vinnuskóla
Samhliða höfnun á styrkbeiðni um akstursstyrk í vinnuskóla var ákveðið að vísa frekari umfjöllun um slíkar styrkbeiðnir til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Tillaga er um að ekki verði um slíka styrki að ræða á árinu 2021.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2009011 Umf. Hekla - erindi um íþróttavöll
Vegna framtíðarskipulags og fjárhagsáætlunar.
Erindi frá Ungmennafélaginu Heklu vegna framtíðarskipulags og fjárveitinga varðandi íþróttavöll á Hellu. Erindinu var vísað til Faghóps um þróun skólasvæðis og til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Fyrir fundi sveitarstjórnar liggja tillögur frá Faghópi um þróun skólasvæðis um næstu skref í þessu mikilvæga máli (sjá dagskrárlið 26). Þá er í fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins gert ráð fyrir 250 mkr til verkefnisins í heild á árinu 2021. Vinnan er því enn á hugmyndastigi og of snemmt að segja til um útfærslu varðandi framtíðarskipulag varðandi íþróttavöllinn. Tillaga um að kynna ofangreint fyrir stjórn Umf Heklu.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2009023 Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða - áherslustaðir sveitarfélaga
Atvinnu- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins hefur sett fram forgangsröðun varðandi vinnu að uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Til að koma slíkum verkefnum áfram þannig að hægt sé að sækja styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þarf að gera ráð fyrir kostnaði við undirbúning m.a. deiliskipulag. Tillaga er um að unnið verði að þessum verkefnum á næsta ári og gert ráð fyrir 2 mkr fjárheimild til undirbúnings- og skipulagsvinnu.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2009044 Útisvæði
Heilsu- íþrótta,- og tómstundanefnd sveitarfélagsins hefur sett fram forgangsröðun varðandi framkvæmdir við útisvæði á næsta ári. Í ljósi fyrirsjáanlegs tekjusamdráttar á næsta ári er gert ráð fyrir að draga tímabundið úr fjárveitingum til útisvæða. Tillaga er um að unnið verði að þeim verkefnum sem nefndin leggur til á næsta ári eins og kostur er en gert er ráð fyrir 2 mkr fjárheimild til útisvæða í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2010014 Erindi um rýmri opnun félagsmiðstöðvar
Erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi rýmri opnun félagsmiðstöðvar var vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs og jafnframt til Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar til álitsgerðar. Í framlagðri fjárhagsáætlun er ekki lögð til breyting á fjárframlagi til félagsmiðstöðvarinnar frá síðasta ári en lagt er til að málið verði áfram til skoðunar með foreldrafélaginu og forsvarsfólki félagsmiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2010015 Erindi um akstur barna í dreifbýli í tómstundastarf
Erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi akstur barna í dreifbýli í tómstundastarf var vísað til frekari umræðu við gerð fjárhagsáætlunar. Málefnið hefur einnig verið rætt á samráðsvettvangi oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu en þar var talið mikilvægt að íþrótta- og ungmennafélögin komi að því að meta hver þörfin er fyrir s.k. tómstundarútu og hvernig það væri þá mögulega best útfært. Tillaga er um að málið verði unnið áfram í samstarfi við foreldrafélögin og íþrótta- og ungmennafélögin og eftir atvikum hin sveitarfélögin í sýslunni. Ekki verði gert ráð fyrir fjármunum í verkefni af þessu tagi í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en málið metið að nýju fyrir upphaf næsta skólaárs.

Samþykkt samhljóða.


Málnr. 2010038 Ósk um styrk - Mfl KFR
Styrkumsókn frá Meistaraflokki KFR var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Nýlega var endurnýjaður samningur við KFR með mögulegum hámarksstyrk árið 2021 samtals 3 mkr. Samkvæmt samningnum getur KFR ákveðið að úthluta Meistaraflokki KFR hluta af þessum fjármunum. Tillaga er um að hafna erindinu enda er í gildi nýlegur styrktarsamningur milli Rangárþings ytra og KFR sem innifelur m.a. sérstakan fjárstyrk til meistaraflokks.

Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 voru á móti (MHG,ST,YH)

Bókun Á-lista:
Undirrituð telja að styrkja eigi meistaraflokk KFR í eitt skipti í ljósi áhrifa heimsfaraldurs og góðs árangurs á nýliðnu Íslandsmóti.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson



Málnr. 2011021 Tillaga frá Á-lista um skráningu lausra lóða á kortasjá
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjóra verði falið að setja í gang rafræna skráningu á lausum lóðum til úthlutunar í sveitarfélaginu og hafa skráningu aðgengilega á kortasjá sveitarfélagsins. Tillögunni var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins.

Greinargerð: Sveitarfélagið er nú þegar með rafræna Kortasjá Landmynda ehf. sem hægt er að sjá á heimasíðu sveitarfélagsins. Kortasjáin býður upp á viðbót sem getur sýnt lausar lóðir til úthlutunar, sú viðbót er ekki til staðar hjá Rangárþingi ytra eins og stendur. Með slíkri viðbót yrði staða lausra lóða opin og gegnsæ öllum sem vilja sjá. Birting lóðanna getur haft í för með sér aukna eftirspurn lóða, aukna skilvirkni í upplýsingagjöf og getur þ.a.l. aukið tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Kannað hefur verið með kostnað við þessa útfærslu og er hann talinn vera 65 þkr auk vsk í upphafi og síðan um 15 þkr auk vsk í hvert sinn sem ný lóð kemur til úthlutunar. Lagt er til að hrinda verkefninu af stað og er kostnaður talinn rúmast innan fjárheimilda Skipulags- og byggingamála.

Samþykkt samhljóða.


28.2 Fjárhagsáætlun 2021-2024 lögð fram til afgreiðslu

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2021 nema alls 2.026 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð 1.675 mkr. og þar af reiknaðar afskriftir 131,0 mkr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 97 mkr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 123 mkr.

Veltufé frá rekstri er 304,9 mkr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 353,3 mkr. og afborgun lána 142,5 mkr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að upphæð 200 mkr. á árinu 2021 vegna hönnunar og framkvæmda við skólasvæði á Hellu. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2021 alls 2.030 mkr og eigið fé 2.272 mkr. Eignir í árslok eru áætlaðar 4.302 mkr.

Framlegðarhlutfall 2021 er áætlað 17,3%

Veltufjárhlutfall 2021 er áætlað 0,78

Eiginfjárhlutfall 2021 er áætlað 0,49

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 296 mkr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum verður 79,9% á árinu 2021 og skuldahlutfallið 100,2%.

Fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 er borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 sátu hjá (MHG,ST,YH)

Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra hafa aðrar áherslur í ráðstöfun fjármagns og eigna sveitarfélagsins á komandi ári. Sveitarfélagið skuldar enn mjög mikið og útlit er fyrir auknar lántökur á næstu árum vegna byggingu nýs leik- og grunnskóla. Því ætti að leggja aukinn þunga í að selja eignir sem ekki nýtast til lögboðinnar starfsemi, til þess að minnka lántökuþörf.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson


Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

29.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2021

2011051

Tillaga að fundaáætlun 2021
Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar árið 2021.

Breytingartillaga Á-lista:
Undirrituð leggja til að sveitarstjórn taki sumarfrí í júlí og því verði fundi sveitarstjórnar 12. ágúst 2021 bætt við framlögð drög að fundaáætlun.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan lögð fram með breytingartillögu og samþykkt samhljóða

30.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Tillaga verkefnisstjórnar
Lögð fram tillaga verkefnahóps Sveitarfélagsins Suðurland um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir samhljóða að hefja könnun á möguleikum á sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með fyrirvara um samþykki allra þeirra sveitarsstjórna sem aðild eiga að "Sveitarfélaginu Suðurland".

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda þrjá aðalfulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga: Ágúst Sigurðsson, Björk Grétarsdóttur og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur sem aðalmenn og Hjalta Tómasson og Steindór Tómasson sem varamenn.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir samhljóða að samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu til sveitarstjórna. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir því jafnframt yfir að hún mun ekki nýta heimild í 2. mgr. 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.

Samþykkt samhljóða

31.Lundur - stjórnarfundur 6

2009041

Stjórn Lundar óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til stofnunar sjálfseignarstofnunar um heimilið.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra heimili fyrir sitt leyti að skoðað verði með stofnun sjálfseignarstofnunar um Lund. Þegar tillaga liggur fyrir um samþykktir verði þær kynntar sveitarstjórnum áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur. Samhliða þarf að skoða framtíðarskipulag fyrir gjafasjóð Lundar.

Samþykkt samhljóða.

32.Félagsmálanefnd - 81 fundur

2011056

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

33.Félagsmálanefnd - 82 fundur

2011055

Fundargerð og fylgiskjöl
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

34.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2020

2011030

Fundargerð og skýrsla stjórnar.
Til kynningar.

35.Þjóðgarður á miðhálendinu

1706009

Frumvarp á Alþingi
Tillaga að bókun

Nú þegar frumvarp um þjóðgarð á hálendi Íslands er komið til umfjöllunar á Alþingi þá telur sveitarstjórn Rangárþings ytra rétt að árétta að í aðdraganda þessa máls hefur sveitarfélagið í þrígang sent inn sínar athugasemdir. Sveitarstjórn mun senda inn umsögn að nýju nú þegar óskað verður eftir slíku á milli umræðna á þinginu. Jafnframt mun sveitarstjórn óska eftir fundi með þeirri þingnefnd sem fer með málið til að skýra okkar afstöðu varðandi frumvarpið. Rétt er að halda því til haga að verði af stofnun Hálendisþjóðgarðs samkvæmt þeim drögum sem liggja fyrir munu allt að 3/4 hlutar sveitarfélagsins Rangárþings ytra með Rangárvallaafrétti, Landmannaafrétti og 3/7 hluta Holtamannaafréttar verða innan Þjóðgarðsins. Það er því mikilvægt að hér sé vandað til verka og að fullvissa sé fyrir því að það sem lagt er til að gera sé til góðs og í sátt við heimamenn sem aðra.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest með rafrænum hætti í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 20:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?