10. fundur 11. mars 2015 kl. 15:30 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fundi var frestað til 15:30 af tæknilegum ástæðum.
Oddviti lagði til að við bættist liður 24. Fyrirspurnir frá Á-lista 11022015. Samþykkt samhljóða.

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur mál úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Aðalskipulag Rangárþings ytra

1503040

Fulltrúar frá skipulagsstofnun mæta til fundar.
Málinu frestað þar sem fulltrúar skipulagsstofnunar komust ekki til fundar.

2.Dagdvalir í Rangárþingi

1502072

Þörf fyrir dagvistun aldraðra í Rangárþingi
Sveitarstjóra verði falið að skipuleggja fund í samráði við samstarfssveitarfélög og þjónustuhóp aldraðra til að fjalla um þessi mikilvægu mál. Jafnframt verði óskað eftir kynningu frá SASS á nýrri skýrslu um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi.Samþykkt samhljóða

3.Umsókn um lóð - Dynskálar 20

1503020

Garðar Sigurðsson fyrir hönd Gassa Hellu ehf. sækir um byggingalóðina að Dynskálum 20
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og felur byggðarráði að kalla eftir frekari upplýsingum um byggingaráform til staðfestingar á næsta fundi ráðsins.

4.Frístundalóðir - viðmiðunarverð

1503036

Tillaga að viðmiðunarverði frístundalóða í eigu sveitarfélagsins
Lagt er til að viðmiðunarverð fyrir þær frístundalóðir í eigu sveitarfélagsins sem áætlanir eru um að selja á Gaddstaðaflötum og Merkihvoli sé tvískipt. Annars vegar fast verð kr. 750 þúsund á hverja lóð sem ætlað er að standa undir kostnaði við skipulag o.þ.h. Hins vegar landverð kr. 500 þúsund á hektara.Samþykkt samhljóða

5.Skipulagsmál vindmyllur - kynnisferð

1503030

Þátttaka fulltrúa Ry í kynnisferð til Skotlands 16-19 mars n.k.
Tillaga er um að oddviti sveitarstjórnar taki þátt í kynnisferðinni en fulltrúar verða frá sveitarfélögum í Árnessýslu og Ásahreppi auk fulltrúa frá Skipulagsstofnun. Kynning á skipulagi vindlunda er megintilgangur ferðarinnar. Kostnaður greiðist af lið 21011 (sveitarstjórn).Samþykkt með 5 atkvæðum, tveir sitja hjá (MHG,SO)Undirritaðar sitja hjá þar sem engin fundargögn fylgja og því ekki nógu skýrt hver tilgangur og hagur Rangárþings ytra er af þessari ferð.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

6.Ósk um samstarf - EAB New Energy GmbH

1503026

Fyrir liggur erindi frá EAB, New Energy Europe, en félagið hefur áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um græna orku og leggur fram hugmynd að viljayfirlýsingu (Memorandum of understanding)
Sveitarstjórn tekur jákvætt í frekari viðræður við fyrirtækið um mögulega sameiginlega viljayfirlýsingu (Memorandum of understanding) um samstarf um græna orku. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og undirbúa viðræðufund með fulltrúum EAB.Samþykkt samhljóða

7.Vinnureglur um upptökur af sveitarstjórnarfundum

1503037

Tillaga frá Á-lista
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn óska eftir að sveitarstjóri komi í framkvæmd þeim tilmælum sveitarstjórnar frá síðasta kjörtímabili ( á 48. og 58. fundi hreppsnefndar) að koma með drög að vinnureglum um myndbandsupptökur á sveitarstjórnarfundum. Drög að reglum verði lögð fram í síðasta lagi fyrir næsta fund byggðarráðs í mars 2015.Samþykkt samhljóða

8.Til umsagnar frá Alþingi - 338 mál

1502086

Þingsályktun um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Þingsályktun um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi aukinnar birtu fyrir Íslendinga almennt en tekur ekki afstöðu til þess hvort betra sé að bjart sé árla morguns eða síðdegis.Samþykkt algjörlega samhljóða

9.Byggðarráð Rangárþings ytra - 8

1501009

Vísað er til afgreiðslu einstakra mála en fundargerð að öðru leyti staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 8 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram koma í umsögn þess til umhverfis- og samgöngunefndar 18.2.2015. Um er að ræða gjaldtöku í gegnum sveitarfélögin en eðlilegra væri að fjármagna þau verkefni, sem gjaldtökunni er ætlað að standa undir, með tekjum ríkisins vegna umhverfis- og auðlindaskatta. Sveitarstjórn leggst eindregið gegn samþykkt frumvarpsins.

  Samþykkt samhljóða
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 8 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir þá hörðu gagnrýni sem fram kemur í vandaðri umsögn SASS um frumvarpsdrögin. Drögin eru ónothæfur grundvöllur fyrir almenningssamgöngur og farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

  Samþykkt samhljóða

10.Íþrótta og tómstundanefnd 4 fundur

1502087

Fundargerð 25022015
10.1 Útnefning Íþróttamannseskju ársins í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar að útnefna árlega Íþróttamanneskju Rangárþings ytra. Íþrótta- og tómstundanefnd er falið að halda utan um verkefnið og kostnaður færist á lið 0601 (Íþrótta- og tómstundanefnd).Samþykkt samhljóða

10.2 Fleiri bekki við göngustíga

Sveitarstjórn samþykkir að beina því til eignaumsjónar að leita leiða til að fjölga bekkjum við göngustíga í sveitarfélaginu eins og kostur er. Eignaumsjón hafi samráð við formenn Íþrótta- og tómstundanefndar og Umhverfisnefndar.Samþykkt samhljóða

11.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 2

1501013

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

12.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

1502004

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

13.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

1502007

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti til kynningar

14.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 79

1502006

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti staðfest

15.Samtök orkusveitarfélaga - 19 stjórnarfundur

1503014

Fundargerð 12012015
Lagt fram til kynningar

16.Lundur stjórnarfundur 10

1503015

Fundargerð 03032015
Lagt fram til kynningar

17.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 825 fundur

1503029

Fundargerð 16022015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

18.237.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

1503023

Fundargerð 26012015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

19.Fundur 13 í Félags- og skólaþjónustu

1503027

Fundargerð 04022015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

20.Vatnsveita 33. fundur stjórnar

1503034

Fundargerð frá 06032015
Lagt fram til kynningar

21.Skýrsla um starfsemi Félagsþjónustunnar

1503028

Yfirlitsskýrsla janúar 2015
Lagt fram til kynningar

22.Sóum minna - nýtum meira

1503038

Ráðstefna um lífrænan úrgang í Gunnarsholti 20 mars n.k.
Lagt fram til kynningar

23.Auðlindir - Skipulag - Atvinna

1503039

Ráðstefna um skipulagsmál á Hótel Stracta Hellu 25 mars n.k.
Formaður byggðarráðs leggur til að næsta fundi byggðarráðs verði frestað frá miðvikudegi 25 mars til fimmtudags 26 mars kl. 15:00 vegna ráðstefnunnar en mikilvægt er að góð þátttaka verði frá Rangárþingi ytra.Samþykkt samhljóða.

24.Fyrirspurnir og erindi frá Á lista 11022015

1502049

Fyrirspurn um kostnað við gámavöll
Lagðir voru fram útreikningar Eignaumsjónar á stofn- og rekstrarkostnaði við Gámavöll í Þykkvabæ.Til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?