31. fundur 11. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:00 í ZOOM fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Hugrún Pétursdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Áður en gengið var til dagskrár gaf oddviti orðið til sveitarstjóra sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 31

2101008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 1.2 2101007F Umhverfisnefnd - 8
    Byggðarráð Rangárþings ytra - 31 Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka ábendingar í fundargerð Umhverfisnefndar til skoðunar og eftir atvikum bæta úr verkferlum til að tryggja að mál sem eiga skv. erindisbréfi nefnarinnar að berast henni til umfjöllunar skili sér þangað.

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 31 Óskað er eftir afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings ytra gagnvart tillögu stjórnar um að aðildarsveitarfélög Lundar gangist í ábyrgð fyrir tímabundinni hækkun yfirdráttarheimildar á rekstrarreikningi Lundar í Arionbanka. Yfirdráttur verði
    hækkaður um 10 milljónir króna, fari úr 10 milljónum í 20 milljónir króna.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 31 Lagt fram minnisblað um málið. Í ljósi aðstæðna og þess að hér er um sameignlegt hagsmunamál margra varðandi búsetu á svæðinu þá er lagt til að sveitarfélagið styrki umbeðna framkvæmd sem nemur 50% af kostnaði eða 1.300.000 kr. Varðandi þátttöku sveitarfélagsins í slíkum framkvæmdum til framtíðar litið þarf hins vegar að reikna með að gerðir séu sérstakir samningar um þetta og að fyrirfram liggi fyrir mat á þörf og kostnaði. Kostnaði verði mætt með því að ganga á handbært fé og lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2021.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 31 Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið Rangárþing ytra taki þátt í að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands Íslenskra sveitarfélaga með þeim kostnaði sem kynntur var skv. meðfylgjandi kostnaðaráætlun fyrir árið 2021.

    Samþykkt samhljóða og kostnaður rúmast innan málaflokks 21.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

2.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 215

2101012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 215 Stjórn fór yfir drög að Suðurlandskafla aðgerðaáætlunar í sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vesturlandi, Suðvesturlandi og Suðurlandi. Ágústi og Huldu falið að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti athugasemdir og ábendingar sem fram koma hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs varðandi drög að Aðgerðaráætlun Suðurlands í sorpmálum.

    Samþykkt samhljóða.

3.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 2

2101011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35

2101003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Nefndin leggur áherslu á að unnið verði sameiginlegt deiliskipulag af tilteknum lóðum í það minnsta. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu umræddra umferðarmerkja og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa listann til birtingar í B-deild stjórnartíðinda til staðfestingar eftir yfirferð og samþykki lögreglustjórans á Suðurlandi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komna tillögu og telur að búið sé að taka tillit til áður innsendra umsagna. Nefndin samþykkir meðfylgjandi tillögu að matsáætlun og leggur til að hún verði send til Skipulagsstofnunar í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 198,5 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd telur að uppfæra þurfi viðeigandi skipulagsáætlanir til að unnt verði að koma umræddum lóðum í not. Nefndin samþykkir að umræddar íbúðarlóðir verði staðfestar sem slíkar og leggur til að þær verði auglýstar til úthlutunar þegar skipulagið leyfir. Í stað leiksvæðis á Baugöldu leggur nefndin til að útbúnar verði tvær lóðir undir einbýlishús og gerður gangstígur á milli þeirra frá Bolöldu að Baugöldu. Nýtt leiksvæði við Bergöldu 7 verði sett á skipulag. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum nærliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 35 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna en telur að vegna tímamarka í skipulagsreglugerð skuli hún endurauglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur einnig rétt að vikið verði frá ósk um umsagnir til umsagnaraðila þar sem allar umsagnir liggja fyrir frá fyrri afgreiðslu. Skipulagið skal birt í B-deild að loknum auglýsingatíma. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

5.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Erindi vegna ráðningar.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar hefur óskað eftir breytingu á ráðningu sinni og láta af störfum sem forstöðumaður á næstu mánuðum.

Málinu vísað til byggðarráðs og afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

6.Framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga

1801014

Minnisblað til umræðu
Minnisblaðið lagt fram og rætt. Lagt er til að vísa minnisblaðinu til Heilsu- íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar og álitsgerðar. Jafnframt er lagt til að forstöðumaður íþróttamiðstöðvar taki fullan þátt í starfi vinnuhóps um þróun skólasvæðis á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Hugmyndir vinnuhóps lagðar fram.
Til kynningar og umræðu.

8.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Verðkönnun og undirbúningur framkvæmda
Lagt er til að farið verði í verðkönnun á gatnahönnun fyrir síðasta hluta Ölduhverfis sem er nú þegar deiliskipulagður. Er um að ræða 11 raðhúsalóðir, 4 parhúsalóðir og 12 einbýlishúsalóðir við 4 íbúðahúsagötur og tengiveg, Helluvang sem mun liggja meðfram núverandi reiðstíg.

Hluti af áðurnefndri verðkönnun skal innifela gerð útboðsgagna og magntölur fyrir eina götu (Kjarröldu) með 5 raðhúsum og einu einbýlishúsi.

Samþykkt samhljóða og byggðarráði falið að stilla upp tillögu að viðauka þegar niðurstöður verðkönnunar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

9.Bjargshverfi - hugmyndavinna

2102020

Minnisblað til kynningar og umræðu.
Í greinargerð með endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins er fjallað um landið Bjarg vestan Ytri-Rangár sem íbúðahverfi - Bjargshverfi. Heildarstærð svæðisins er talið vera rúmir 11 ha og gert ráð fyrir að þarna gætu verið 80 íbúðir en svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt. Í framhaldi af samráðsfundi Vegagerðarinnar og starfsmanna Rangárþings ytra þann 25. janúar s.l. varðandi tengingu Árbæjarvegar og Þykkvabæjarvegar annarsvegar og starfsemi fyrirtækja sem tengjast þjóðveginum milli Árbæjarvegar að Hellu hinsvegar er talið rétt að fara í hugmyndavinnu sem hámarkar nýtingu á Bjargshverfi. Mikilvægt er að sveitarfélagið fái aðila til að vinna með sér skipulagsvinnu fyrir áætlað íbúðahverfi, til að hámarka nýtingu byggingarlóða með tilliti til gatnagerðar og aðkomu að lóðum og starfsemi sem er milli Árbæjarvegar og Rangárbrúar.

Tillaga er um að setja verkefnið af stað og fela sveitarstjóra að skipuleggja verkefnið og leggja fram tímasetta vinnuáætlun á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða

10.Íbúafundur um atvinnumál

2102021

Tillaga að næsta íbúafundi
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur ályktað um að tímabært væri að halda almennan íbúafund um atvinnumál í sveitarfélaginu. Lagt er til að fela sveitarstjóra að undirbúa slíkan fund í samráði við nefndina og miða við að fundartími verði í seinni hluta marsmánuðar n.k. Í ljósi samkomutakmarkana gæti fundarformið verið blanda af fjarfundi og staðarfundi. Tillaga að dagskrá verði lögð fram á næsta byggðarráðsfundi.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

2102003

Flugbjörgunarsveitin á Hellu kt. 410775-0269 óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti árið 2020 og 2021 á húsnæði sveitarinnar að Dynskálum 34.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti áranna 2020-2021. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

12.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

2102013

Oddasókn óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti árið 2021.
Oddasókn óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti ársins 2021. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

13.Skógasafn stjórnarfundur 11 - 2020

2102022

Taka þarf fyrir staðfestingu sveitarfélagsins á lántöku Byggðasafnsins í Skógum.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Byggðasafnsins í Skógum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 28.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við fyrirliggjandi lánsumsókn. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafninu í Skógum. Sveitarstjórnin veitir Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána 2020 og 2021 hjá sjóðnum auk fjármögnun á framkvæmdum Byggðasafnsins 2018, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing ytra selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing ytra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra, kt. 311064-4879 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Fyrirspurnir um Hellubók, beinar útsendingar og vatnslögn.
14.1 Hver er heildarkostnaður við ritun og útgáfu á Hellubókinni? Hvað voru prentuð mörg eintök, hvað er búið að selja mörg eintök og hver er innkoman fyrir seld eintök?

Svar sveitarstjóra: Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram á 56. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 2010-2014 þann 10. janúar 2014 voru heildargreiðslur vegna söguritunar frá árinu 2008 um 32. m. kr. Sömu upplýsingar voru lagðar fram á 32. fundi sveitarstjórnar þann 11.1 2017. Enginn kostnaður hefur bætst við söguritunina frá fyrrgreindum tíma.

Á 27. fundi byggðarráðs þann 27.8 2020 kom fram að prentuð yrðu 700 sett af bókum og kostnaður við frágang, próförk, setningu og prentun bókanna væri samtals 6.3 mkr. Þessi tölur eru allar óbreyttar.

Þann 10.2 2021 höfðu verið seldar bækur fyrir 3.225.068 kr. eða tæpur helmingur upplagsins.

14.2 Hver er kostnaður við beinar útsendingar síðustu sveitarstjórnarfunda?

Svar sveitarstjóra: Eini kostnaðurinn þegar um fjarfundi er að ræða eins og síðustu sveitarstjórnarfundir hafa verið er mánaðarlegt gjald fyrir Zoom fjarfundabúnaðinn 25.404 kr og 2-4 yfirvinnutímar tæknistjóra eftir lengd funda.

14.3 Hver er staðan á nýrri vatnslögn og miðlunartanki til að tryggja afhendingaröryggi vatns í Þykkvabæ?

Svar frá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs: Síðan fyrir áramót hefur verið unnið að því að bæta vatnsafhendingu til Þykkvabæjar. Yfirfall á vatnsbólunum á Selalæk gefa til kynna að þar er töluvert vatn sem hefur ekki verið nýtt. Nýrri dælu var bætt inn í dæluhúsið á Selalæk sem hefur þann tilgang að auka afköst og koma auknu magni til Þykkvabæjar. Dælan var tengd og gangsett þann 29.01.2021. Enn er verið að stilla hana inn á kerfið en nú þegar hefur magnið aukist um ca. 1 L/sek. Enn er verið að stilla dæluna inn og samræma og er stefnt að því að auka magnið meira. Gert er ráð fyrir að með þessu móti sé nægt vatn til afhendingar í Þykkvabæ. Nýr miðlunartankur og vatnslögn vegna stækkunar Lækjarbotnaveitu hefur ekki áhrif á afhendingu vatns í Þykkvabæ nema sem varaleið þegar fram líða stundir.

15.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Jóbrekku

2102002

Eigendur Grenja 4 úr landi Þjóðólfshaga, Hilmar Knútsson Larsen og Jónína Berglind Ívarsdóttir, óska eftir að breyta heiti lóðarinnar í Jóbrekku.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við nafnið Jóbrekku.

Samþykkt samhljóða.

16.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál; Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Lagt fram til kynningar.

17.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Skipulagsstofnun óskar umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum brennsluofns.
Tillaga er um að sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu og telur hana fullnægjandi.

Samþykkt samhljóða.

18.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 892 fundur

2102016

Lagt fram til kynningar.

19.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 893 fundur

2102017

Lagt fram til kynningar.

20.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 894 fundur

2102018

Lagt fram til kynningar.

21.SASS - 566 stjórn

2102023

Fundargerð.
Lagt fram til kynningar.

22.Stefna í úrgangsmálum - drög

1907051

Innleiðing hringrásarhagkerfis í samráðsgátt
Lagt fram til kynningar.

23.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

24.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2021

2102024

Óskað eftir framboðum til stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerðin yfirlesin og staðfest með rafrænum hætti í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?