35. fundur 10. júní 2021 kl. 16:00 - 18:59 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár gaf oddviti orðið til sveitarstjóra sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 36

2105001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 36 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir 2.84 mkr nettókostnaði vegna atvinnuátaks en átakið er að stærstum hluta fjármagnað í gegnum atvinnuátak Vinnumálstofnunar. Viðaukinn gerir einnig ráð fyrir auknum launakostnaði á skrifstofu 2.7 mkr vegna launauppgjörs og 850 þkr kostnaði vegna vinnu við Hólsárós. Þá gerir viðaukinn ráð fyrir auknum tekjum af útseldri vinnu vegna starfsmanns hjá byggingarfulltrúa 2 mkr.

    Viðaukinn að fjárhæð 4.39 mkr kemur til lækkunar á handbæru fé.

    Viðaukinn samþykktur samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 36 Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 36 Lögð fram tillaga starfshóps sveitarstjórnar vegna ráðningar Heilsu-, Íþrótta-, og Tómstundafulltrúa. Starfið var auglýst í Morgunblaðinu, Dagskránni og Búkollu og á heimasíðu Rangárþings ytra með umsóknarfrest til 16. apríl 2021. Umsækjendur voru 13 talsins. Umsóknir voru flokkaðar með tilliti til þess hversu vel umsækjendur uppfylltu menntunar- og hæfniskröfur og ljóst að mjög góðar umsóknir lágu fyrir. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að leitað væri eftir öflugum einstaklingi til að bera ábyrgð á íþrótta- og tómstundamálum sveitarfélagsins og hafa forystu um heilsueflandi verkefni á vegum þess. Ennfremur að vera yfirmaður íþrótta- og félagsmiðstöðva í Rangárþingi ytra og vinna að stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun og þróunarstarfi í íþrótta- og tómstundamálum á vegum sveitarfélagsins. Gerðar voru þær menntunar- og hæfniskröfur að umsækjandi hefði háskólamenntun sem nýttist í starfi og byggi að farsælli reynslu af íþrótta- og tómstundastarfi. Önnur atriði sem lögð voru til grundvallar voru m.a. góðir forystu-, skipulags og samskiptahæfileikar. Ákveðið var af sveitarstjórn Rangárþings ytra að fela Björk Grétarsdóttur oddvita, Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa að taka viðtöl við umsækjendur. Umsækjendur mættu í viðtöl á tímabilinu 5-17 maí 2021 og hvert viðtal tók allt að 1 klst. Viðtölin fóru fram á Hellu en einnig í gegnum Zoom fjarfundi.

    Það var samdóma álit þeirra sem viðtölin tóku að hæfastur til að gegna starfinu væri Ragnar Ævar Jóhannsson. Haft var samband við samstarfsaðila úr fyrri störfum og fékk hann góða umsögn þar til að gegna starfinu. Ragnar Ævar Jóhannsson er 46 ára og er starfandi deildarstjóri við Leikskólann Heklukot og býr með fjölskyldu sinni á Hellu.
    Ragnar Ævar er menntaður tómstunda- og uppeldisfræðingur frá háskólanum í Linköping í Svíþjóð en hefur einnig lagt stund á Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur veitt forstöðu tómstundaheimili í Svíþjóð og félagsmiðstöðinni Igló í Kópavogi ásamt því að hafa umsjón með unglingastarfi í félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík og gegna stöðu íþróttastjóra Skautafélags Reykjavíkur. Þá hefur hann sinnt starfi deildarstjóra í leikskólunum Núpi, Hlíðarborg og Heklukoti. Ragnar Ævar hefur einnig starfað við málun, unnið sem verktaki við pípulagnir auk þess að vera háseti til sjós. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á tómstundastarfi og íþróttahreyfingunni, hefur setið í stjórnum íþróttafélaga, þjálfað börn og unglinga og verið virkur í foreldrastarfi íþróttafélaga.

    Í samráði við fullskipaða sveitarstjórn er tillaga vinnuhópsins samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 40

2105007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 41

2105008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 41 Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og mögulegt er. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2021-2022 og var það samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun Odda bs.

    Samþykkt samhljóða.

4.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 23

2106019

Fundargerð með fylgiskjölum. Taka þarf fyrir liði 4.1 og 4.4.
4.1 Ársreikningur 2020
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga bs fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

4.4 Skóladagatal 2021-2022
Tillaga er um að sveitarstjórn stafesti fyrir sitt leyti skóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga bs. fyrir skólaárið 2021-2022.

Samþykkt samhljóða.

5.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 15

2105013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 15 Skýrsla um framtíðarsýn í íþróttamálum var unninn árið 2018 þar sem sett voru fram skammtímamarkmið til 3ára og langtímamarkmið til 10 ára. Nú er orðið tímabært að hefja vinnu við frekari framtíðarsýn, setja ný markmið og móta stefnu til framtíðar í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar.

    Lagt er til að vinnuhópur verði skipaður til að endurskoða framtíðarsýn í íþróttamálum og aðstöðumálum til íþróttaiðkunar. Í hópnum verði fulltrúar íþróttafélaga í Rangárþingi ytra, heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi og heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd.
    Bókun fundar Lagt er til að Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd stýri málinu ásamt Heilsu-, íþrótta-, og tómstundafulltrúa og óskað verði eftir því að fulltrúar íþróttafélaganna komi að vinnunni með nefndinni eins og kostur er. Stefnt er að því að nefndin skili af sér í október n.k.

    Samþykkt samhljóða.

6.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 8

2008003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
ÁS vék af fundi undir lið 7.12

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40

2105003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir allar fram komnar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu tillögunnar. Nefndin telur að öllum efnislegum erindum sé svarað að fullu og sé í samræmi við meðfylgjandi samantekt athugasemda og umsagna ásamt greinargerð frá Eflu Verkfræðistofu dags. 10.12.2020 m.br. 31.5.2021. Nefndin telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda.
    Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd líst vel á fram komnar hugmyndir og telur að vel sé gerð grein fyrir afmörkun og legu lóða og gatnakerfis á svæðinu.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Erindinu frestað þar til samkomulag liggur fyrir við eiganda lands. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda.
    Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 40 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Öllum þinglýstum eigendum viðkomandi lóða verði jafnframt send lýsingin til umsagnar. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.

8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 17

2106002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 17 Nefndin fór yfir stefnuna og lagði til smávægilegar breytingar sem markaðs- og kynningarfulltrúa var falið að leiðrétta. Nefndin samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Þórður Freyr Sigurðsson og Eiríkur Sigurðarsson komu til fundar og kynntu lokatillögu að nýrri atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir Rangárþing ytra. Sveitarstjórn þakkar fyrir þá góðu vinnu sem liggur að baki stefnunni. Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar. Stefnutillagan verði jafnframt sett á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar og athugasemda fyrir íbúa.

    Samþykkt samhljóða.

9.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Samningur um fullnaðarhönnun 1. áfanga.
Fyrir liggur samningur um fullnaðarhönnun 1. áfanga skólabygginga á Hellu. Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

Samþykkt samhljóða.

10.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Lýður Skúlason, Guðmundur Ingi Hjartarson og Finnur Björn Harðarson óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um langtímaleigu eða eftir atvikum kaup á landi sem liggur að efri hluta Eystri Rangár vegna áforma um uppbyggingu í tengslum við laxveiði.
Lagt fram tilboð um kaup eða leigu á jörðunum Fossi og Árbæ á ákveðnum forsendum. Lagt er til að hafna tilboðinu en fela jafnframt sveitarstjóra að ræða við bjóðendur og kanna hvort aðrar leiðir séu færar.

Samþykkt samhljóða.

11.Fjallskil 2020

2103067

Niðurstaða vinnuhóps um fjallskilamál
Fyrir liggur niðurstaða vinnuhóps um fjallskilamál í Rangárþingi ytra. Lagt er til að hugmyndir vinnuhópsins um endurskoðun á fjallskilakostnaði verði kynntar fyrir fjallskilanefndum áður en til afgreiðslu kemur.

Samþykkt samhljóða.

12.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Til afgreiðslu
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi Svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir lýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

13.Skipan byggðarráðs

2006025

Skipan sveitarstjórnarfulltrúa í byggðarráð.
Tillaga er um að skipan byggðarráðs verði óbreytt út kjörtímabilið.

14.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2021

2011051

Fundaáætlun og sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2021 verði frá 10. júní til 12. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 22. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 26. ágúst n.k.

Samþykkt samhljóða.

15.Umsókn um lóð á atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2106021

Ólafur Einarsson fyrir hönd Þjótanda ehf óskar eftir iðnaðarlóð á nýju atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar til að reisa um 1.500 fm atvinnuhúsnæði fyrir starfsemi sína.
Lagt er til að úthluta Þjótanda ehf lóð fyrir starfsemi sína syðst á hinu nýja athafnasvæði (merkt I26 á meðfylgjandi teikningu) í samræmi við 9. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins og með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag sem nú er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

16.Erindi vegna akstursíþrótta

2106022

Opið bréf frá Dögg Þrastardóttur um að koma upp svæði til akstursíþrótta fyrir vélhjól í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar erindið. Til upplýsingar þá er vinna við undirbúning aðstöðu fyrir vélhjólaíþróttir langt komin og er í eðlilegu og nauðsynlegu skipulagsferli sem ætti að ljúka nú síðsumars. Ekki er neinn seinagangur á málinu en skipulagsferlið tekur einfaldlega sinn tíma. Stofnuð hefur verið vélhjóladeild innan Umf. Heklu og er góð samvinna milli hinnar nýju deildar við sveitarfélagið um undirbúning á hinu nýja svæði. Málið er því í góðum farvegi og leiðir vonandi til mikilla framfara þegar upp verður staðið.

17.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

18.Tillaga Á-lista um frístundastyrki

2106024

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að komið verði á fót frístundastyrkjum barna og ungmenna frá og með næstu áramótum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillögunni vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs og afgreiðslu frestað.

19.Tillaga Á-lista um leiktæki

2106023

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að könnuð verði þörf leikskólanna til kaupa á útileiktækjum við leikskóla sveitarfélagsins á Laugalandi og Hellu með það í huga að töluverðu fjármagni verði varið í kaup á nýjum leiktækjum á komandi fjárhagsári.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Greinargerð: Leikskólalóðir á Hellu eru vanbúnar útileiktækjum og hefur afar litlu fjármagni verið varið í kaup og endurnýjun á leiktækjum þar s.l. ár þrátt fyrir opnun nýrra deilda í nýju húsnæði. Eins hefur leikskólabörnum á Laugalandi fjölgað töluvert á síðustu árum án þess að fjárfest hafi verið í leiktækjum á útileiksvæði og því kominn tími til að bæta útiaðstöðu þar.

Tillögunni vísað til stjórnar Odda bs til úrvinnslu.
Samþykkt samhljóða.

20.Lundur - stjórnarfundur 8

2106002

Fundargerð frá 31052021
Til kynningar.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista lýsa yfir áhyggjum af skuldum byggingarsjóðs Lundar og hvetja stjórn til að finna lausn á þeirri stöðu. Einnig furða fulltrúar Á-lista sig á því að hugmyndir um stofnun sjálfseignarstofnunar, sem kynntar voru s.l. haust fyrir sveitarstjórn, séu ekki til umræðu í stjórn Lundar. Gott væri að stjórn Lundar upplýsi sveitarstjórn um stöðu þessara mála.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

21.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2021

2101051

Fundargerð
Til kynningar.

22.Fréttabréf Rangárþings ytra

2103066

Kynning á verkefninu.
Til kynningar.

Tillaga Á-lista:
Fulltrúar Á-lista leggja til að útgáfu fréttabréfs verði hætt í núverandi mynd og frekar verði unnar og birtar reglulega fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins. Með því verður heimasíðan meira lifandi og áhugaverðari ásamt því að netvæðing nútímans býður upp á þann möguleika.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 voru samþykkir (MHG,ST,YH).

23.Stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi

24.Kynningarfundur um flokkun landbúnaðarlands

2106025

Skipulagsstofnun, í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, stendur fyrir opnum kynningarfundi um flokkun landbúnaðarlands.
Til kynningar.

25.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:59.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?