Sveitarstjórn Rangárþings ytra

38. fundur 09. september 2021 kl. 16:00 - 17:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Magnús H. Jóhannsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna bættist liður 11. Þróun skólasvæðis og liður 19. Faghópur um þróun skólasvæðis og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 39

2108001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Lögð fram tillaga að samræmdum reglum varðandi garðslátt. Sveitarstjóra falið að vinna þær áfram og leggja fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lögð fram endurbætt tillaga að samræmdum reglum varðandi garðslátt. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Fyrir liggur samningur við Þjótanda ehf um gatnagerð í Kjarröldu. Samningurinn hljóðar upp á 40.3 mkr og er hlutur Rangárþings ytra alls 26.5 mkr. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn staðfesti samninginn og að gerður verði viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.

  Samþykkt með 2 atkvæðum, 1 situr hjá (MHG).
  Bókun fundar Lagður fram samningur við Þjótanda ehf um gatnagerð í Kjarröldu. Kostnaður Rangárþings ytra vegna samningsins er 26.5 mkr. Jafnframt er lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur í sér að bætt verði við fjárfestingu ársins liðnum gatnagerð í Kjarröldu að upphæð 26.5 mkr. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða og flutt af óskiptum lið - Allir skólar. Viðaukinn hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2021.

  Lagt er til að sveitarstjórn samþykki samninginn við Þjótanda ehf og viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2021.

  Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,ST,MHJ)


  Bókun Á-lista:
  Byggðarráð ákvað að leita tilboða í umrætt verk á meðal verktaka í Rangárvallasýslu á fundi 22. júlí s.l. Í umræðum á þeim fundi lagði fulltrúi Á-lista til að leita tilboða út fyrir sýslumörkin þar sem ekki væri víst að tilboð fengjust frá verktökum í Rangárvallasýslu. Ákveðið var að byrja að leita tilboða innan sýslunnar en munnlega rætt að ef ekki kæmu fleiri en eitt tilboð þá væri sjálfsagt að leita utan sýslu til að tryggja eðlilega samkeppni. Aðeins eitt tilboð barst í verkið. Var það lagt fram á sveitarstjórnarfundi 12.ágúst síðastliðinn og sveitarstjóra falið að leita samninga við tilboðsgjafa. Fulltrúar Á-lista telja að eðlilegt hefði verið að leita fleiri tilboða í samræmi við umræður í byggðaráði og hafa ekki átt aðkomu að þeim samningi sem nú liggur fyrir og sitja því hjá.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Magnús Hrafn Jóhannsson
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Lagt er til að aukið verði við malbikun á Þrúðvangi að Guðrúnartúni alls 19 mkr. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur í sér að aukið verði við malbikun á Þrúðvangi að Guðrúnartúni alls 19 mkr. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða og flutt af óskiptum lið - Allir skólar. Viðaukinn hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2021.

  Lagt er til að sveitarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2021.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Lögð fram áætlun um gatnagerð og lagnir á Rangárbökkum. Tillaga um að gera verðkönnun meðal jarðvinnuverktaka á Suðurlandi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Lagðar fram upplýsingar frá sameiginlegum fundi fulltrúa Rangárþings ytra og Rangárþings eystra með fulltrúum Landsnets þar sem rætt var um nýja jarðstrengslögn í héraðinu og möguleika á samliggjandi göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Tillaga er um að Rangárþing ytra taki þátt í starfshópi, til að kanna samlegðarhagkvæmni við framkvæmd göngu- og hjólastígs og jarðstrengslagnar, sem skili frumniðurstöðum í september n.k. Lagt er til að Eiríkur Vilhelm Sigurðarsson starfi með hópnum fyrir hönd Rangárþings ytra.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Lagt er til að gengið verði að tilboðinu og sveitarstjóra verði falið að ganga frá sölunni.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti kauptilboð eignarinnar að Giljatanga 5 að upphæð 31 mkr og veiti sveitarstjóra umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignarinnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 39 Tillaga er um að gjaldskrá byggingarleyfisgjalda verði tekin til endurskoðunar og að endurskoðuð gjaldskrá verði lögð fyrir sveitarstjórnarfund í október.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42

2108002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd telur að gerð hafi verið grein fyrir ástæðum þess að aðkoma að útskiptri lóð getur ekki verið á öðrum stað. Nefndin telur æskilegast að ný aðkoma að efnistökusvæðinu verði frá heimreið að Hraunhóli og hún hafi því ekki áhrif á fyrirhugaða aðkomu að nýju spildunni. Nefndin telur jafnframt að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari og skýrari gögnum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð en leggur áherslu á að breyting verði jafnframt gerð á gildandi deiliskipulagi þar sem ný lóð bætist við núverandi aðkomu á svæðinu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir lóðarhafa í nágrenni fyrirhugaðra lóða. Nefndin telur að ekki stafi sú hætta af jarðskjálftasprungu þeirri sem áhrif hafði á gerð fyrra deiliskipulags, að teknu tilliti til framkomins álits jarðfræðings. Hvað varðar athugasemdir nærliggjandi lóðarhafa við grenndarkynninguna þá tekur nefndin undir margt sem þar kemur fram í sjálfu sér en við ýtarlega skoðun fellst nefndin ekki á þau neikvæðu grenndaráhrif sem þar eru nefnd. Nefndin leggur því til að landeiganda verði heimilt að leggja fram endurbætta tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem tekið verður á þeirri náttúruvá sem af sprunguhreyfingum getur orðið og staðsetning byggingareita innan lóðanna verði fyrir komið þar sem mannvirki í nálægð við sprunguna verði fyrir sem minnstum áföllum vegna hennar. Velja skal staðsetningu mannvirkja þar sem hraunbreiðan er sléttust og minnst sprungin svo takmarka megi áhrif af völdum hreyfingar og mögulegra skjálfta. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að fella burt óbyggðar lóðir af svæðinu. Nefndin hafnar því erindi umsækjenda. Bókun fundar Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur tekið til skoðunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Landmannahelli. Sveitarstjórn telur að framkomnar tillögur að breytingum á deiliskipulaginu séu flestar til bóta en getur ekki samþykkt að óbyggðar lóðir skv. gildandi deiliskipulagi verði felldar út. Sveitarstjórn hafnar því deiliskipulagsbreytingunni að sinni.

  Samþykkt með 6 atkvæðum (HE situr hjá)
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Íslenskra orkurannsókna um breytta afmörkun grannsvæðis á viðkomandi vatnsverndarsvæði. Skipulagsfulltrúa verði falið að gera viðeigandi breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til kynningar.

3.Alþingiskosningar 2021

2109007

Staðfesting á kjörská.
Farið var yfir kjörgögn frá Þjóðskrá Íslands. Tillaga um að staðfesta og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá vegna Alþingiskosninganna sem fram munu fara laugardaginn 25. september n.k.

Samþykkt samhljóða.

4.Sameiningarkosningar 2021

2109008

Staðfesting á kjörskrá
Farið var yfir kjörgögn frá Þjóðskrá Íslands. Tillaga um að staðfesta og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá vegna Sameiningarkosninga sem fram munu fara laugardaginn 25. september n.k.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalfundur SASS 2021

2109005

Tilnefning fulltrúa á aðalfund SASS sem haldinn verður á Stracta Hóteli á Hellu 28-29 október 2021
Lögð fram aðalfundarboð frá Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem áætlað er að fram muni fara á Stracta Hótelinu á Hellu dagana 28-29 október n.k. Tillaga er um að fulltrúar sveitarsfélagsins verði eftirtalin: Aðalfundur SASS Aðalmenn: Björk Grétarsdóttir, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Steindór Tómasson Varamenn: Haraldur Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Yngvi Harðarson og Yngvi Karl Jónsson Aðalfundur HES Aðalmenn: Haraldur Eiríksson, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Yngvi Harðarson Varamenn: Björk Grétarsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Steindór Tómasson og Yngvi Karl Jónsson.

Samþykkt samhljóða.

6.Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands 2021

2109009

Ungmennaráð Suðurlands óskar eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands. Í ráðinu situr einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi á Suðurlandi, samtals 15 aðalmenn og 15 varamenn.
Lagt er til að leitað verði eftir tillögu frá Ungmennaráði Rangárþings ytra og fela Byggðarráði að staðfesta tilnefninguna.

Samþykkt samhljóða.

7.Barnvæn sveitarfélög - bréf frá UNICEF

2109013

Kynning á samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytisins en markmið verkefnisins er að styðja sveitarfélög í því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um hvað þarf til að taka þátt í verkefninu og leggja fram minnisblað á næsta fundi sveitarstjórnar og leita eftir að fá sérstaka kynningu.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjallskil 2020

2103067

Endurskoðun fjallskilakostnaðar
Tillögur vinnuhóps sveitarfélagsins um fjallskilakostnað hafa verið kynntar í fjallskiladeildum Rangárvalla- og Landmannaafrétta. Ekki komu fram neinar beinar athugasemdir við tillögurnar. Sveitarstjórn leggur því til að kostnaðaráætlun fyrir smölun afréttanna haustið 2021 taki mið að tillögum vinnuhópsins og grunnframlag sveitarfélagins til smölunar verði 1.000.000 kr á afrétt og að upphæð til niðurjöfnunar á hvert lögbýli verði ekki hærri en 8.000 kr. Jafnframt verði lögð fram tillaga á vettvangi Héraðsnefndar um að fjallskilareglugerð Rangárvallasýslu verði tekin til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

9.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Tillaga uppfærslu í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum frá 13. júní 2021.
Tillagan lögð fram til fyrri umræðu.

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Svar við fyrirspurn frá fundi 37 varðandi úthlutun og stöðu óbyggðra atvinnulóða í Rangárþingi ytra.
10.1 Fyrirspurn varðandi úthlutun og stöðu atvinnulóða í Rangárþingi ytra frá 37. fundi sveitarstjórnar
Lagt fram yfirlit um óbyggðar atvinnulóðir eftir landnúmerum.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista óska eftir því að svör við öllum spurningum í fyrirspurn um atvinnulóðir verði svarað og yfirlit lagt fram á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Magnús Hrafn Jóhannsson


10.2 Suðurlandsvegur 1-3 hf.
Hefur lokaúttekt á húsnæði Suðurlandsvegar 1-3 hf. (Miðjunni) farið fram?

Samþykkt samhljóða að vísa fyrirspurninni til stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 hf.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista þakka fyrir óformlegt svar oddvita, sem jafnframt er stjórnarformaður Suðurlandsvegar 1-3 hf., um að lokaúttekt hafi ekki átt sér stað. Sjálfsagt er að fá formlegt svar frá stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Magnús Hrafn Jóhannsson


10.3 Hugmyndagáttin
Fulltrúar Á-lista óska eftir skýringum á að tillögum Á-lista um skráningar í hugmyndagátt, sem samþykktar voru samhljóða á 8. fundi sveitarstjórnar 14/2 2019, sé ekki framfylgt.

Svar sveitarstjóra: Með tillögunni sem samþykkt var á 8. fundi 2019 var ákveðið að hugmyndagáttin yrði staðsett á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins; að skráningar gætu verið nafnlausar kjósi íbúar að skrá þær þannig og að allir aðalfulltrúar í sveitarstjórn fái afrit af skráningum í rauntíma. Því er til að svara að hnappur fyrir hugmyndagáttina er staðsettur á miðri heimasíðu sveitarfélagsins, það er hægt að senda inn hugmynd með valfrjálsu nafni t.d. NN og allt sem berst í hugmyndagáttina er sett jafnóðum undir næsta fund byggðarráðs eða sveitarstjórnar og aðgengilegt sveitarstjórnarfulltrúum þar.

10.4 Eldri fundargerðir
Hver er ástæða þess að eldri fundargerðir eru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins?

Svar sveitarstjóra: Allar fundargerðir hreppsnefndar Rangárþings ytra eiga að vera aðgengilegar í fundagáttinni sem sveitarstjórnarfulltrúar hafa aðgang að. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir þannig að þessar eldri fundargerðir frá árunum 2002-2014 séu aðgengilegar á áberandi stað á heimasíðunni.

11.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Samningur um forsteyptar einingar í fyrsta áfanga.
Lagðar fram upplýsingar um verðtilboð innlendra framleiðanda í forsteyptar einingar fyrsta áfanga. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við þann sem býður hagkvæmustu lausnina fyrir verkefnið og leggja samninginn fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

12.Austurkrókur. Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

2108046

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Albrecht Ehmann fyrir hönd félagsins Panorama Glass Lodge ehf, kt. 670516-0160, um endurnýjun / breytingu á rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "C" á lóð félagsins, Austurkróki í Svínhaga, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 26.8.2021.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis til Panorama Glass Lodge ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund C, á lóð félagsins Austurkróki í Svínhaga í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

13.Landmannahellir. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II

2109014

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Engilberts Olgeirssonar fyrir hönd félagsins Hellismenn ehf, kt. 610793-2319, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "E" í húsnæði félagsins í Landmannahelli, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 6.9.2021.
Haraldur Eiríksson víkur af fundi.

Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins Hellismenn ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund E, í húsnæði félagsins í Landmannahelli í Rangárþingi ytra.

Samþykkt með 6 atkvæðum, einn greiðir ekki atkvæði (HE).
Haraldur Eiríksson tekur aftur sæti á fundinum.

14.Bergrisinn bs - fundir 2021

2103034

Fundargerð nr. 31
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 900 fundur

2109010

Fundargerð frá 26082021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fjallskiladeild Landmannaafréttar 30082021

2109015

Fundargerð frá 30082021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar 9 fundur - 23082021

2109017

Fundargerð frá 23082021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.HES - stjórnarfundur 213

2109018

Fundargerð frá 27082021 og samþykkt um vatnsvernd.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð frá 8092021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Skýrsla með stöðugreiningu og fundargerðir frá fundum 11 og 12 en auglýsingu um íbúafundi má finna á www.svsudurland.is.
Sveitarstjórn vill hvetja íbúa til að kynna sér þau ítarlegu gögn sem liggja fyrir um allar hliðar mögulegrar sameiningar á heimasíðu verkefnisins www.svsudurland.is. Ennfremur hvetur sveitarstjórn íbúa til að taka þátt í kynningarfundi sem fram fer í Íþróttahúsinu á Hellu miðvikudaginn 15. september n.k. en fundinum er jafnframt streymt á netinu.

21.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

2109004

Bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga varðandi innleiðingu á lögunum.
Lagt fram til kynningar.

22.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmiss gögn og tilkynningar vegna COVID19
Lögð fram til kynningar margvísleg gögn frá sóttvarnaryfirvöldum með leiðbeiningum og skýringum á þeim reglum og tilmælum sem í gildi eru varðandi COVID19. Sérstakar COVID19 leiðbeiningar yfirvalda vegna gangna og rétta liggja fyrir. Þar er m.a. kveðið á um sérstaka aðgæslu og eftirfylgni við fjöldatakmarkanir gagnvart réttarstörfum. Sveitarstjórn vill árétta við fjallskilanefndir og leitar- og réttarstjóra sveitarfélagsins að fylgja þessum leiðbeiningum og sjá m.a. til þess að sérstakur sóttvarnafulltrúi sé skipaður við réttarstörfin.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?