39. fundur 14. október 2021 kl. 16:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Hugrún Pétursdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Björk Grétarsdóttir oddviti var forfölluð og stýrði Hjalti Tómasson varaoddviti því fundi. Varaoddviti lagði til að við dagskránna bættist liður 6. Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd 16 og liður 17. Sameiningarkosningar og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

Áður en gengið var til dagskrár óskuðu fulltrúar Á-lista eftir að bóka eftirfarandi:
Fulltrúar Á-lista neyðast til að gera athugasemdir vegna vinnubragða oddvita og sveitarstjóra við undirbúning sveitarstjórnarfunda. Mál koma seint inn á fundargátt og ítrekað gleymist að setja mál á dagskrá líkt og á þessum fundi. Það er ekki boðlegt að fulltrúar í sveitarstjórn fái ekki tíma til að lesa fundargögn til að geta tekið upplýsta ákvörðun við afgreiðslu mála.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 10

2109006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 1.1 2103043 Styrkvegir 2021
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 10 Lagt er til að framlög til Styrkvega verði dreift samkvæmt framlagðri tillögu. Verkefnin verða Hólsárbakkavegur, Þjófafossvegur, Reynifellsvegur og lagfæring á brú, Fossvegur og Króksvegur um Faxa.
  Nefndin áréttar að nýr vegur um Biksléttu, tenging milli Hekluvegar eystri og Krakatindsleiðar verði komið inn á aðaskipulag við fyrsta tækifæri.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillögu Samgöngu- og fjarskiptanefndar þannig að framlög til styrkvega ársins verði nýtt í verkefni við Hólsárbakkaveg, Þjófafossveg, Reynifellsveg og lagfæringu á brú, Fossveg og Króksveg um Faxa. Jafnframt verði stefnt að því að bæta nýjum vegi um Biksléttu, tengingu milli Hekluvegar eystri og Krakatindsleiðar, inn á aðalskipulag við fyrsta tækifæri.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.2 1611023 Snjómokstur
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 10 Nefndin leggur til að útboði verði skipt niður í allt að þrjú svæði.
  Fram kom að eftirlit þarf að vera skilvirkt.
  Lagt er til að halda sér fund um framkvæmd snjómoksturs þegar drög útboðsgögn verði tilbúin.

  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Rangárþings ytra - 40

2109004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 40 Lagt til að auglýsa lóðir við Kjarröldu 1-6 lausar til umsóknar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 40 Verðkönnunargögn vegna framkvæmda við götur og lagnir í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum voru send á 10 aðila á Suðurlandi. Tvö tilboð bárust, frá Þjótanda ehf og Nautási ehf. Tilboð Nautás ehf var 45.278.200 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 30.212.282 kr. Tilboð Þjótanda ehf var 61.536.116 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 36.286.698 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 65.564.650 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 42.029.187 kr. Lagt er til að ganga til samninga við Nautás ehf og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Jafnframt ákveðið að undirbúa viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2021 fyrir þann hluta framkvæmdanna sem fellur á yfirstandandi ár. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagður fram samningur við Nautás ehf um gatnagerð á Rangárbökkum. Kostnaður Rangárþings ytra vegna samningsins er 30.2 mkr. Jafnframt er lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur í sér að bætt verði við fjárfestingu ársins liðnum gatnagerð á Rangárbökkum að upphæð 35 mkr. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða og flutt af óskiptum lið - Allir skólar. Viðaukinn hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2021.

  Lagt er til að sveitarstjórn samþykki samninginn við Nautás ehf og viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2021.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 40 Lagðir fram minnispunktar frá fundi hesthúseigenda þar sem fram koma óskir um tvær breytingar á útfærslu átaksverkefnisins. Lagt er til að tekið verði tillit til þessara óska og sú breyting verði gerð á útfærslu verkefnisins að tveimur eða fleiri hesthúseigendum í eldra hverfi verði heimilt að taka sig saman um byggingu á einu sameiginlegu hesthúsi í hinu nýja hverfi. Jafnframt verði leyfilegt að nýta hús í eldra hverfi, sem samið hefur verið um, fram til ársloka 2026 að því gefnu að lóðaleigusamningar séu þá enn í gildi.

  Samþykkt með tveimur atkvæðum (HT,ÁS), einn situr hjá (MHG).
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HP,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,ST,YH).

  Bókun Á-lista:
  Fulltrúar Á-lista styðja heilshugar að flutningur hesthúsahverfis sé gerður í sátt en sitja hjá þar sem málið er ekki nægilega vel undirbúið til að geta gefið vilyrði um að hús séu nýtt til ársloka 2026.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson

3.Oddi bs - 44

2110001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn vill vekja athygli á að nú stendur yfir endurskoðun á skólastefnu Odda bs og hvetur sveitarstjórn íbúa til að kynna sér hana og koma ábendingum á framfæri.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 20

2110003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 20 Nefndin leggur til að verkefnin "tilraunaeldhús í Þykkvabæ", "slagorð sveitarfélagsins" og "kynning svæðis og störf án staðsetningar" verði unnin líkt og lagt er upp með í stefnunni. Einnig er lagt til að fresta verkefninu Helluþon fram á vor 2022 og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2022. Áfram verður unnið með stefnuna á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillögu Atvinnu- og menningarmálanefndar og að verkefnin "tilraunaeldhús í Þykkvabæ", "slagorð sveitarfélagsins" og "kynning svæðis og störf án staðsetningar" verði unnin líkt og lagt er upp með í stefnunni. Jafnframt að fresta verkefninu Helluþon fram á vor 2022 og vísa fjármögnun þess til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43

2109009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • 5.2 2110017 Múli landskipti.
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á afmörkun Múlalands L165049 né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd telur að áform séu í samræmi við ákvæði kafla 2.3.8 um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028. Þar sem samþykki allra hagaðila liggur nú þegar fyrir samþykkir nefndin áformin og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa verið lögð fram. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri matsáætlun. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við grein 5.9.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og að allir lóðarhafar við Nestún verði kynnt áformin formlega. Frestur til athugasemda skal vera 4 vikur frá útgáfudegi bréfs. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd leggur til að mænisstefna verði felld út úr skilmálum sökum stærða á lóðum og ríkjandi vindátta á svæðinu. Nefndin samþykkir tillöguna að öðru leyti og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar og samþykkir endurbætta tillögu landeiganda að deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags 17.9.2021 til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en hún verður send til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að sveitarstjórn þurfi að setja skýrar reglur um starfsemi svæðisins við gerð deiliskipulagsins. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Í greinargerð segir: Þrátt fyrir að landsskipulagsstefna miði eingöngu að uppbyggingu utan þéttbýlis vegna staðbundinnar atvinnu þá styrkir heilsársbúseta viðhald og rekstur veitukerfa sem halda þarf út auk þess að það eykur gæði byggðar vegna nálægðar við náttúru. Verið er að byggja upp í nágrenni við núverandi vega- og veitukerfi.
  Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Í ljósi athugasemdarinnar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands leggur Skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps meti stöðuna gagnvart vatnsvernd umrædds vatnsbóls og veiti rökstudda umsögn um tilhögun eða nauðsynlegar aðgerðir telji hún þess þörf. Nefndin leggur til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir. Nefndin telur að brugðist hafi verið við öðrum ábendingum og athugasemdum sem borist hafa. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar og að óskað verði eftir umsögn frá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps varðandi vatnsvernd nærliggjandi vatnsbóls.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust í kynningu lýsingarinnar og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 44,4 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL15 í greinargerð aðalskipulagsins Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd telur ekki forsvaranlegt að lóðir verði felldar út úr skipulagi og aðrar stækkaðar og byggingarmagn frekar aukið. Nefndin telur að ekki hafi verið viðhaft nægilegt samráð við sveitarfélagið við gerð núverandi tillögu. Nefndin leggur því til að skipaðir verði fulltrúar frá sveitarfélaginu til frekara samráðs um tillöguna. Nefndin frestar erindinu.

  Bókun fulltrúa Á-lista:
  Undirrituð finna að því að formaður skipulags- og umferðarnefndar sitji fundinn undir umræðum þessa máls þar sem undirrituð telja hann vera hagsmunaaðila að málinu.
  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Yngvi Harðarson
  Bókun fundar Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur tekið til skoðunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Landmannahelli og fyrir liggja frekari skýringar sem óskað var eftir, frá Umhverfisstofnun, varðandi atriði er snúa að því að fella út byggingarlóðir af núverandi skipulagi. Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína frá 38. fundi 9.9.2021 og telur að framkomnar tillögur að breytingum á deiliskipulaginu séu flestar til bóta en getur ekki samþykkt að óbyggðar lóðir skv. gildandi deiliskipulagi verði felldar út. Sveitarstjórn hafnar því deiliskipulagsbreytingunni að sinni. Jafnframt er fulltrúum meiri- og minnihluta í skipulags- og umferðarnefnd falið að leita eftir fundi með Umhverfisstofnun varðandi frekari skrefi í málinu.

  Samþykkt samhljóða

  Bókun fulltrúa Á-lista:
  Undirritaður tekur undir bókun fulltrúa Á-lista í skipulags- og umferðarnefnd um að formaður nefndarinnar hefði átt að víkja af fundi undir umræðum málsins, þar sem hann er einn úr hópi þeirra aðila sem reka blómlega ferðaþjónustu á svæðinu.

  Steindór Tómasson
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem nauðsynleg gögn hafa ekki borist. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur áherslu á að meginveitur eru fyrirhugaðar utan svæðis en ef svo er að einhverjar muni lenda innan svæðis, þá komi fram kvaðir um slíkt á mæliblöðum sbr. kafla 3.3. í greinargerð deiliskipulagsins.
  Þá komi það fram í aðalskipulagi og í meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi að starfsemi geti flætt milli svæða. Því sé ekki þörf á breytingu á afmörkun svæða í aðalskipulagi. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • 5.22 2109053 Fossabrekkur
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd hefur fjallað um skilmála í lýsingu og telur að öllum megináherslum séu gerð góð skil. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning standi yfir í tvær vikur frá auglýsingu.

  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða

6.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 16

2110002F

Lagt fram til kynningar.

7.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Tillaga að breytingu á samþykktunum - seinni umræða.
Lögð fram til seinni umræðu tillaga um að breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra nr. 1275/2014 með síðari breytingum nr. 197/2016 og nr. 806/2020. Eftir breytingarnar orðist 14. gr. samþykktanna svo: "14. gr. Fjarfundabúnaður.
Sveitarstjórnarmanni er heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Þegar sveitarstjórnarmaður tekur þátt í fundi með rafrænum hætti skal hann vera staddur í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum sveitarfélagsins. Að öðrum kosti skal varamaður boðaður á viðkomandi fund. Tryggja skal jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku á fundi og í atkvæðagreiðslu, óskerta möguleika þeirra til að fylgjast með því sem þar fer fram og öryggi samskipta milli fundarmanna. Fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins hafa sömu heimildir og sveitarstjórnarmenn skv. 1. mgr. Um framkvæmd fjarfunda að öðru leyti gildir auglýsing um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga."
Jafnframt verði gerð sú breyting á 8. grein samþykktanna að ný 2. mgr. komi þar inn sem hljóði svo "Sveitarstjórnarfundi er heimilt að halda með rafrænum hætti þannig að hluti sveitarstjórnarmanna eða allir taki þátt með rafrænum hætti."

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma breytingunum áfram til formlegrar birtingar.

8.Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra 2021

2109056

Uppfærðar og endurskoðaðar samþykktir til staðfestingar.
Lögð fram tillaga að uppfærðri og endurskoðaðri samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra 2021.

Tillagan samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Rangárþingi ytra 2021

2109055

Uppfærð og endurskoðuð gjaldskrá til staðfestingar.
Lögð fram tillaga að uppfærðri og endurskoðaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Rangárþingi ytra 2021.

Tillagan samþykkt samhljóða.

10.Úthlutun lóða - uppfærðar reglur

2109049

Uppfærðar og endurskoðaðar reglur um úthlutun lóða í Rangárþingi ytra til staðfestingar.
Lögð fram tillaga að uppfærðum og endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Rangárþingi ytra.

Tillagan samþykkt samhljóða.

11.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Yfirlit vegna atvinnulóða, fyrirspurnir vegna lögboðins mats og vegna samstarfs um Langekru.
11.1 Fyrirspurn varðandi úthlutun og stöðu atvinnulóða í Rangárþingi ytra frá 37. fundi sveitarstjórnar með viðbótum

Lagt fram ítarlegra yfirlit um óbyggðar atvinnulóðir eftir landnúmerum.

11.2 Fyrirspurn um lögboðið mat vegna fyrirhugaðrar byggingu nýs leik- og grunnskóla.
Á 34. fundi sveitarstjórnar 12/5 2021 var sveitarstjóra falið að láta vinna lögboðið mat á áhrifum fyrirhugaðrar fjárfestingar nýs leik- og grunnskóla á fjárhag sveitarfélagsins til næstu ára. Hvar er þessi vinna stödd og hvenær er áætlað að fá niðurstöðu úr mati?

Svar sveitarstjóra: Samið var við PW Coopers um að framkvæma matið og gert ráð fyrir að því ljúki samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2022-2025.

11.3. Langekra - samstarf (1706044)
Á 17. fundi sveitarstjórnar 12/12 2019 var tillögu meirihluta um að afhenda húsið Langekru til Oddafélagsins frestað til næsta sveitarstjórnarfundar. Nú eru liðin tæp 2 ár og hefur tillagan ekki enn verið afgreidd í sveitarstjórn. Hver er staða málsins?

Svar sveitarstjóra: Nokkuð dróst á langinn að ríkið sem landeigandi gæti gengið frá formlegum landskiptum þar sem skipta þurfti s.k. Oddatorfu upp þ.e. í Odda, Langekru og Sólvelli. Því er nú nýlega lokið og einnig búið að stofna sérstakt landnúmer fyrir land undir íbúðarhúsið í Langekru. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að klára fyrrgreint mál fljótlega.


12.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Samningur um forsteyptar einingar.
Lagður fram samningur við Steypustöðina ehf um framleiðslu, flutning og uppsetningu á forsteyptum einingum í 1. áfanga verkefnisins. Samningurinn hljóðar upp á 73.337.772 kr m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

13.Ósk um yfirlýsingu vegna jarðakaupa

2109044

Pétur Guðmundsson lögmaður f.h. Kristins Guðnasonar, Helgu Fjólu Guðnadóttur og Fjólu Runólfsdóttur óskar eftir yfirlýsingu sveitarfélagsins í samræmi við 36. gr. Jarðalaga nr. 81/2004 vegna landkaupa.
Eigendur og afkomendur þeirra hafa staðið fyrir búrekstri á jörðunum Skarði, Skarðsseli og Króktúni um árabil. Þeir hafa setið jarðirnar vel að því er best er vitað og sveitarfélagið mælir með því að þeir fái land það keypt sem tilheyrði jörðunum áður, en var afsalað til Landgræðslunnar til uppgræðslu á sínum tíma. Sveitarstjóra falið að undirrita viðeigandi yfirlýsingu þessa efnis.

Samþykkt samhljóða.

14.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2021

2109026

Fundarboð.
Til kynningar.

15.Barnvæn sveitarfélög - bréf frá UNICEF

2109013

Minnisblað.
Til kynningar.

16.Breyting á reglugerð 12122015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

2110020

Upplýsingar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Til kynningar.

17.Sameiningarkosningar 2021

2109008

Minnisblað um niðurstöður kosninga um sameiningartillögu 25. september 2021
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?