40. fundur 11. nóvember 2021 kl. 16:00 - 19:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11

2110011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundrgerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 1.1 1611023 Snjómokstur
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Lagt er til að boðið verði út helmingaskipta- og heimreiðamokstur sem opið útboð. Verkinu skipt niður í 4 svæði. Lögð voru fram drög að útboðsgögnum sem voru samþykkt með smá breytingum.

  Rætt var um snjómokstur á tengivegum sem vegagerðin sér um. Nefndin leggur áherslu á að mokstursdögum verði fjölgað þar sem einungis er mokað 2-3 daga í viku.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir tillögu Samgöngu- og fjarskiptanefndar um opið útboð á helmingaskipta- og heimreiðamokstri þar sem verkinu er skipt upp í 4 svæði.

  Samþykkt samhljóða.

2.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 14

2110013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 14 Lagt fram yfirlit um rekstur veitunnar janúar til september. Jafnframt lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun 2021 samtals að fjárhæð 40 mkr til hækkunar á fjárfestingu ársins. Viðaukinn er vegna tæknibúnaðar í hinum nýja vatnstanki í Fögrubrekku og vegna nýrra lagna á Hellu. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og skammtímaláni frá eigendum að fjárhæð 10 mkr sem verður gert upp 2022.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti viðauka 1 við rekstraráætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2021.

  Samþykkt samhljóða.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 14 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2022. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 101,1 mkr og rekstrarniðurstaða 18,9 mkr. Fjárfesting ársins verði 25 mkr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2022.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Fjárhagsáætluninni vísað til formlegrar afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 14 Lögð fram umsögn Jónasar Ketilssonar jaðreðlis- og vélaverkfræðings sem hefur að beiðni vatnveitunnar lagt mat á vatnsverndarsvæði vatnsbólanna við Selalæk. Samkvæmt fyrrgreindri umsögn er ljóst að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi norðan við Hróarslæk þar sem breytingar eiga sér stað á skilgreiningu íbúðar- og frístundabyggðar varðar ekki líklega legu fjarsvæðis né heldur stækkun grannsvæðis. Af þeim sökum er ástæðulaust að fresta afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi við Gaddstaði á þeim forsendum að fjarsvæði vatnsbóla við Selalæk skorti þar sem ljóst má þykja að svæðið við Gaddstaði liggur utan við líklega legu fjarsvæðisins.

  Samþykkt samhljóða að senda sveitarstjórn Rangárþings ytra þessa niðurstöðu ásamt greinargerð Jónasar Ketilssonar.
  Bókun fundar Fyrirliggjandi greinargerð Jónasar Ketilssonar lögð fram og vísað til afgreiðslu undir dagskrárlið 7.6.

3.Húsakynni bs - 15

2110012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 15 Rekstraráætlun fyrir 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Ákveðið að bæta við fjárhagsáætlun framkvæmd við endurnýjun á gólfi í íþróttahúsi 15 mkr sem fjárfestingu. Framlög sveitarfélaganna til fjárfestingar skiptast þannig: Rangárþing ytra 10.087.500 kr og Ásahreppur 4.912.500 kr.

  Rekstraráætlun samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Rekstraráætluninni vísað til formlegrar afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

4.Byggðarráð Rangárþings ytra - 41

2109012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 41 Lögð fram tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir kostnaðarauka en hækkun tekna sem hefur áhrif til hækkunar á rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 37,6 mkr. Greinargerð fylgir viðaukanum.

  Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2021.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 41 Farið yfir ýmis atriði vegna fjárhagsáætlunar 2022. Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2022 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um umræðurnar undir þessum lið og láta fylgja fundargerðinni til sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 41 Lagt er til að úthluta lóð nr. 2 við Faxaflatir til New Horizon ehf til uppbyggingar í samræmi við gildandi deiliskipulag. Jafnframt er lagt til að gatnagerðargjöld fyrir Faxaflatir 2 verði með 50% álagi skv. heimild í 6. gr. samþykkta um byggingargjöld nr. 1191/2021.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og að gatnagerðargjöld fyrir Faxaflatir 2 verði með 50% álagi.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 41 Fyrir liggur umsókn um styrk til vegahalds í frístundabyggð frá Vatnshólum, félagi sumarhúsaeigenda kt. 451007-1571. Sótt er um 50% af kostnaði við vegagerð sem fram fór í ágúst 2021. Heildarkostnaður var 1.008.120. Lagt er til að styrkja Vatnshóla, félag sumarhúsaeigenda um kr. 504.060 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Rangárþingi ytra.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og samþykki fyrirliggjandi umsókn um styrk til vegahalds í frístundabyggð í Vatnshólum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 41 Lögð fram drög að umsögn. Sveitarstjóra falið að fullvinna umsögnina í samráði við byggðarráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lögð fram tillaga að umsögn sveitarstjórnar varðandi fyrirliggjandi drög, í samráðsgátt stjórnvalda, að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu. Samþykkt samhljóða að senda fyrirliggjandi umsögn inn í samráðsgáttina.

5.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 21

2110010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 21 Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Tillögum nefndarinnar vísað til vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 21 Nefndin þakkar fyrir frábæra þátttöku í samkeppni um slagorð Rangárþings ytra, alls bárust 71 tillögur. Nefndin leggur til að haldin verði kosning þar sem valin verða þrjú bestu slagorðin og hún standi yfir í viku, 12. - 19. nóvember.

  Þau slagorð sem nefndin leggur til að kosið verði um eru:
  Rangárþing ytra - Brosandi byggð
  Rangárþing ytra - Fólkið, fjöllin, fegurðin
  Rangárþing ytra - Friður, fegurð og fjölbreytileiki
  Rangárþing ytra - Fyrir okkur öll
  Rangárþing ytra - Hjarta Suðurlands
  Rangárþing ytra - Þar sem óður fjallanna ómar
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og felur nefndinni að láta fara fram kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins milli fyrirliggjandi tillagna.

  Samþykkt samhljóða.

6.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 218

2111001F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 218 Rekstraráætlun 2022 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 189,6 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 194 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 30,9 m.kr. og fjárfestingar verði 27 m.kr. Samþykkt samhljóða.

  Framkvæmdastjóra falið að taka saman greinargerð um reynsluna af fyrirkomulagi sorphirðu. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að gera verðkönnun við útvistun verkefnisins sbr. við eigin reynslu við reksturinn.
  Bókun fundar Rekstraráætluninni vísað til formlegrar afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 218 Lagðar fram tillögur að upptöku aðgangskorta að móttökustöðinni á Strönd þann 1.1.2022. Lagt er til að allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjöld fái hvert ár úthlutað korti með 5m3 inneign fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir fyrir sitt leyti að tekin verði upp aðgangskort að móttökustöðinni á Strönd frá og með ársbyrjun 2022 í samræmi við þær reglur sem stjórn Sorpstöðvarinnar hefur lagt fram.

  Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44

2110004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á nýrri lóð. Nefndin telur að umrædd áform um nýtingu lóðarinnar sé í samræmi við stefnu aðalskipulagsins um landnotkun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Sveitarfélagið leggur áherslu á gott framboð lóða til uppbyggingar, í þéttbýli sem dreifbýli, svo framarlega sem það spilli ekki verndarsvæðum og sé í samræmi við stefnu í aðalskipulagi. Að öðru leyti og sem svar við öðrum athugasemdum eða ábendingum er vísað í texta meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingar.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu þar sem tekið hefur verið tillit til fram kominna ábendinga og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar. Nefndin telur að gera verði nánari grein fyrir breyttri legu á Gunnarsholtsvegi í fyrirhuguðu deiliskipulagi. Nefndin ítrekar fyrri bókun sína.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Nefndin telur að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi norðan við Hróarslæk þar sem breytingar eiga sér stað á skilgreiningu íbúðar- og frístundabyggðar varði ekki líklega legu fjarsvæðis né heldur stækkun grannsvæðis í samræmi við skýrslu frá Jónasi Ketilssyni jarðeðlisfræðingi. Af þeim sökum er ástæðulaust að fresta afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi við Gaddstaði á þeim forsendum að fjarsvæði vatnsbóla við Selalæk skorti þar sem ljóst má þykja að svæðið við Gaddstaði liggur utan við líklega legu fjarsvæðisins. Niðurstaða frá fundi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps styður við ofangreint álit.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Umsagnaraðilum verði jafnframt send niðurstaða fundarins.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

8.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2022

2111024

Til afgreiðslu
Tillaga er um að útsvarshlutfall fyrir árið 2022 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

9.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Tillaga að leigusamningi
Lýður Skúlason, Guðmundur Ingi Hjartarson og Finnur Björn Harðarson kynntu sl. vor fyrir sveitarstjórn hugmyndir sínar um möguleika til fiskiræktar í efri hluta Eystri-Rangár með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu tengdri laxveiði. Í framhaldinu sendu þeir inn erindi til sveitarstjórnar um möguleg kaup á landi sem liggur að efri hluta Eystri-Rangár. Sveitarstjórn hafnaði því en ákvað jafnframt að kanna hvort aðrar leiðir væru færar t.d. einhver útfærsla á leiguleið. Málið var til formlegrar umfjöllunar á 33. og 35. fundi sveitarstjórnar þann 15.4.2021 og 10.6.2021. Í samræmi við samhljóða ákvörðun sveitarstjórnar á 35. fundi þá hefur málið verið skoðað áfram og nú liggur fyrir tillaga að mögulegum leigusamningi í drögum.

Lagt er til að samningsdrögin verði lögð fram til opinnar kynningar fram til næsta fundar sveitarstjórnar en verði þá tekin til formlegrar afgreiðslu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir uppfærðri greinargerð um áformin frá þeim sem standa að verkefninu, ásamt öðrum gögnum í takt við umræður á fundinum, og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Fyrirliggjandi drög að leigusamningi eru með þeim hætti að fulltrúar Á-lista geta ekki samþykkt þau óbreytt. Undirrituð vænta þess að ítarleg gögn sem málið varðar verði sett í fundargáttina sem fyrst svo fulltrúar sveitarstjórnar hafi tíma til að kynna sér þau.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

10.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Erindi frá Skaftárhreppi
Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Skaftárhrepps þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórnir Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra að hefja að nýju könnun möguleika á sameiningu sveitarfélaganna.

Lagt er til að fresta afgreiðslu erindisins en láta fara fram könnun á afstöðu íbúa í Rangárþingi ytra til sameiningar. Spurt verði hvort íbúar vilji skoða sameiningu með sveitarfélögunum Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra; skoða sameiningu með Rangárþingi eystra eða láta staðar numið með skoðun á sameiningu að sinni. Leitað verði til sérhæfðra aðila með undirbúning og framkvæmd könnunarinnar og stefnt að því að leggja niðurstöður fyrir sveitarstjórn á reglulegum fundi í desember n.k.

Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HT,HFG,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,ST,YH). Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

11.Erindi og fyrirspurnir frá Á-lista 2021

2102027

Fyrirspurnir um orlof og verkbókhald
11.1 Fyrirspurn um orlof sveitarstjóra
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra óska eftir að fá yfirlit yfir orlofstöku og stöðu á orlofsrétti sveitarstjóra á yfirstandandi kjörtímabili.

Svar: Lagt fram yfirlit frá fjármálastjóra sveitarfélagsins um orlofstöku og stöðu á orlofsrétti sveitarstjóra.


11. 2.Fyrirspurn um verkbókhald
Er búið að innleiða verkbókhald hjá öllum deildum sveitarfélagsins? Er tímaskráningarkerfi (stimpilklukka) hjá öllu starfsfólki sveitarfélagsins? Ef ekki, er áætlað að innleiða slíkt kerfi í öllum deildum sveitarfélagsins?

Svar sveitarstjóra: Verið er að innleiða tímaskráningarkerfið Vinnustund hjá sveitarfélaginu og Byggðarsamlaginu Odda bs. Kerfið hefur þegar verið tekið í notkun hjá skrifstofu sveitarfélagsins, skipulags- og bygginarfulltrúa og hjá íþróttamiðstöð á Hellu og Laugalandi. Kerfið verður tekið í notkun hjá þjónustumiðstöð um leið og uppsetnig á verkbókhaldi er lokið, en það er í vinnslu. Sorpstöðin er einnig að hefja notkun á kerfinu. Næst á dagskrá er að hefja innleiðingu hjá Odda bs. og áætlað að þar verði allar stofnanir farnar að nota kerfið í síðasta lagi í mars. Verkbókhald er í notkun hjá þjónustumiðstöð og hefur það verið unnið í exel. Nú er verið að vinna í að koma því yfir í Vinnustund. Ekki er á dagskrá að svo stöddu að taka upp verkbókhald hjá fleiri stofnunum sveitarfélagsins þar sem engin þeirra er að selja út vinnu sína skv. tímagjaldi. Áhersla er lögð á innleiðingu vinnustundar.

12.Aðalfundur Bergrisans bs 2021

2111026

Aðalfundarboð og kjörbréf
Tillaga er um að fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs þann 24. nóvember n.k. verði sem hér segir: Aðalfulltrúar verði Björk Grétarsdóttir, Hjalti Tómasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Steindór Tómasson og varafulltrúar verði Ágúst Sigurðsson, Haraldur Eiríksson, Yngvi Harðarson og Yngvi Karl Jónsson.

Samþykkt samhljóða.

13.Landsnet. Jarðstrengur frá Hellu að Landeyjafjöru

2107019

Landsnet óskar eftir því að Rimakotslína 2 verði færð inn á aðalskipulag Rangárþings ytra.
Erindinu vísað til Skipulags- og umferðarnefndar til umfjöllunar og tillögugerðar um afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

14.Lundur - stjórnarfundur 9

2110137

Fundargerð frá 25.10.2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 901 fundur

2111012

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 902 fundur

2111016

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Félagsmálanefnd - 92 fundur

2111020

Fundargerð og fylgigögn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.SASS - 573 stjórn

2111025

Fundargerð frá 8102021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð 14 - 03112021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111014

Hvatning til sveitarfélaga frá stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Til kynningar.

22.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

2111013

Frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Til kynningar.

23.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

2111015

Frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga
Til kynningar.

24.Skipulagsdagurinn 2021

25.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmiss skjöl og tilkynningar
Til kynningar.

26.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Teikningar 1 áfangi
Tómas Haukur Tómasson sviðsstjóri eigna- og framkvæmda kynnti byggingarnefndarteikningar fyrir 1 áfanga og greindi frá undirbúningi við bygginguna.

Vinna við hönnun 1. áfanga, sem er viðbygging við Grunnskólann á Hellu, er á áætlun og öll útboðsgögn eiga að vera tilbúin um næstu áramót. Reiknað með því að unnt verði að bjóða út jarðvinnu fljótlega í janúar 2022. Einingar fara í framleiðslu í apríl 2022, gert er ráð fyrir að búið verði að reisa húsið í lok júní 2022 og að það verði tilbúið til notkunar í lok árs 2022.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?