Sveitarstjórn Rangárþings ytra

43. fundur 13. janúar 2022 kl. 16:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár kannaði oddviti með hvort væru athugasemdir við fundarboðið. Fulltrúar Á-lista ítreka beiðni um að mál nr. 2109056 Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra 2021 verði sett aftur á dagskrá. Oddviti skýrði út að fyrirspurn Á-lista er tekin fyrir undir lið 17. Í upphafi fundar fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 22

2112005F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 22 Nefndin þakkar öllum sem tóku þátt. Niðurstaða kosningarinnar er að slagorð Rangárþings ytra er Rangárþing ytra - Fyrir okkur öll. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að hafa samband við vinningshafa. Bókun fundar Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með hið nýja slagorð sem beinir athygli að mikilvægum gildum hjá sveitarfélaginu og er til þess fallið að efla góðan anda og samstöðu meðal íbúa.

  Samþykkt samhljóða.

2.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 219

2201001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12

2112004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 3.2 1611023 Snjómokstur
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12 Kynntar voru niðurstöður verðkönnunar snjómoskurs. Fjórir aðilar gáfu verð og var gengið til samninga við tvo aðila. Nefndin lýsir ánægju með niðurstöðu verðkönnunar.

  Nefndin leggur til að sveitarstjórn sendi vegagerðinni áskorun um frekari snjómokstur og hálkuvarnir á helstu tengivegum.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun samgöngu- og fjarskiptanefndar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

  Samþykkt samhljóða.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46

2112002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin leggur til að heiti lóðarinnar skuli breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag í Miðvang 1 eins fljótt og hægt er. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd telur að það sé ekki hlutverk nefndarinnar eða sveitarstjórnar að úrskurða um landamerki á milli jarða í einkaeigu ef um ágreining er að ræða á milli viðkomandi landeigenda. Slíkt þurfi landeigendur sjálfir að útkljá sín á milli.
  Skipulagsnefnd getur því ekki, á þessum tímapunkti, tekið afstöðu til leiðréttra marka á milli jarðanna nema fyrir liggi staðfesting beggja aðila um að mörk hafi verið ranglega skráð.
  Samhliða leiðréttingu á mörkum, ef af verður, telur nefndin að í kjölfarið þyrfti að breyta mörkum á milli sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og því kallar nefndin eftir fullu samráði við sveitarstjórn Ásahrepps um afgreiðslu á þessu erindi.
  Nefndin leggur því til að erindi þessu verði frestað.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggt verði út fyrir byggingareiti að lóðamörkum við Helluvaðsveg. Nú þegar hefur verið gróðursett heilmikið af trjám og runnum þannig að útsýni er þegar skert. Fjarlægð frá lóðamörkum að Helluvaðsvegi er jafnframt meiri en hefðbundið getur talist og því engin fyrirstaða til að heimila byggingar út fyrir reit. Nefndin leggur til að áform umsækjanda verði samþykkt. Jafnframt leggur nefindin til að sveitarfélagið ráðist í gerð deiliskipulags eða hverfisskipulags fyrir Nestúnssvæðið á allra næstu misserum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill árétta að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi skv. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar en telur ekki þörf á frekari grenndarkynningu þar sem staðfesting hlutaðeigandi lóðarhafa barst sveitarstjórn eftir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulgsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en óskar eftir nánara samráði um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 46 Skipulgsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en óskar eftir nánara samráði um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Skýrsla PwC um mat á áhrifum fjárfestingar í leik- og grunnskóla og útboð vegna fyrsta áfanga.
Lögð fram til kynningar skýrsla PwC um mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag Rangárþings ytra. Niðurstaða mats PwC er að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins ráði við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er við nýjan leik- og grunnskóla á Hellu.

Lögð fram fullnaðarhönnun fyrsta áfanga verkefnisins frá ARKÍS arkítektum og útboðsgögn.

Lagt er til að bjóða út fyrsta áfanga verkefnisins í samræmi við útboðsgögnin og greinargerð um fyrirhugað útboðsferli.

Samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2022

2111045

Til afgreiðslu
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2022.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá 2022 - Rangárljós

2201022

Til afgreiðslu
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá 2022 fyrir Rangárljós.

Samþykkt samhljóða.

8.Erindi frá Jósep Benediktssyni um sorpurðun

2112031

Frágangur sorpurðunar í landi Varmadals á árum áður.
Sveitarstjóra falið að taka saman gögn um málið og leggja fyrir sveitarstjórn á marsfundi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Stafræn þróunarverkefni

2201001

Yfirlit um stafræn þróunarverkefni sem sveitarfélagið tekur þátt í og staðfesting á þátttöku í valkvæðum verkefnum.

Lagt fram minnisblað um þau stafrænu þróunarverkefni sem sveitarfélagið tengist en þau eru: Stafrænt Suðurland; Stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi; Stafræn sveitarfélög og Stafrænt Ísland. Reiknað er með að verkefninu Stafrænt Suðurland ljúki í maí og er þátttaka bundin við vinnuframlag starfsmanna sveitarfélagsins í hópastarfi en annar kostnaður er greiddur af jöfnunarsjóði. Taka þarf afstöðu til umfangs þátttöku í verkefninu Stafræn sveitarfélög árið 2022. Lagt er til að sveitarfélagið verði áfram þátttakandi í verkefninu Stafræn sveitarfélög og taki þátt í verkefnunum sem falla undir stafræna innviði auk lausnum og upplýsingum inn á stafraen.sveitarfelog.is. Heildargreiðsla er þá 727.185 kr á árinu 2022 og er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins undir málaflokk 21.

Samþykkt samhljóða og jafnframt ákveðið að óska eftir því við verkefnisstjóra Stafrænt Suðurland að koma inn á næsta sveitarstjórnarfund og kynna verkefnið.

10.Samningur við N4

2201021

Tilboð um þáttagerð og umfjöllun í sjónvarpi.
N4 ehf ætla að hefja að nýju samstarf við sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi og óska eftir samstarfi við sveitarfélagið. Lagt fram minnisblað markaðs- og kynningarfulltrúa um málið.

Lagt er til að ganga að samningi við N4 fyrir árið 2022 að upphæð kr. 1.600.000. Verkefnið rúmast innnan fjárhagsáætlunar og færist að 2/3 á menningarmál og 1/3 á kynningarmál.

Markaðs- og kynningarfulltrúi verði tengiliður við verkefnið og hafi Atvinnu- og menningarmálanefnd sér til samráðs varðandi hugmyndavinnu fyrir væntanlega þáttagerð og samstarf við N4.

Samþykkt samhljóða.

11.Sala íbúða við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10

2201017

Til auglýsingar
Lagt er til að íbúðir sveitarfélagsins við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10 verði auglýstar til sölu.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

12.Kauptilboð - Giljatangi 3

2201016

Kauptilboð
Lögð fram 6 kauptilboð sem borist hafa í eignina. Lagt er til að ganga að hæsta tilboðinu og sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

13.Bogatún 1. Fyrirspurn um breytingu í parhús

2112019

Margrét Erla Eysteinsdóttir sem fékk úthlutað lóð nr. 1 við Bogatún til að byggja á henni einbýlishús, óskar eftir að fá henni breytt til að byggja á henni parhús.
Sveitarstjórn hefur farið yfir óskir lóðarhafa eg metur það svo að ekki sé heppilegt að ráðast í breytingu á skipulagi þannig að hægt sé byggja parhús í stað einbýlishúss eins og gert er ráð fyrir. Niðurstaða sveitarstjórnar er því að hafna erindinu eins og skipulags- og umferðarnefnd hafði áður lagt til.

Samþykkt með 5 atkvæðum (BG,HT,HE,ÁS,YH), 2 sitja hjá (ST,MHG).

14.Bogatún 2. Fyrirspurn um breytingu í parhús

2112020

Erla Brimdís Birgisdóttir sem fékk úthlutað lóð nr. 2 við Bogatún til að byggja á henni einbýlishús, óskar eftir að fá henni breytt til að byggja á henni parhús.
Sveitarstjórn hefur farið yfir óskir lóðarhafa eg metur það svo að ekki sé heppilegt að ráðast í breytingu á skipulagi þannig að hægt sé byggja parhús í stað einbýlishúss eins og gert er ráð fyrir. Niðurstaða sveitarstjórnar er því að hafna erindinu eins og skipulags- og umferðarnefnd hafði áður lagt til.

Samþykkt með 5 atkvæðum (BG,HT,HE,ÁS,YH), 2 sitja hjá (ST,MHG).

15.Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til

2201024

Listi sbr lög nr 129/2020.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða skrá yfir störf hjá sveitarfélaginu sem verkföll ná ekki yfir.

16.Auðlindastefna

2201026

Undirbúningur að vinnslu auðlindastefnu.
Lagðar fram upplýsingar frá sveitarfélögum sem hafa sett sér Auðlindastefnu. Heitir hún ýmist Auðlindastefna, Orku og auðlindastefna eða Umhverfis- og auðlindastefna.

Lagt er til að vinna við Auðlindastefnu hefjist haustið 2022 áður en vinna við endurskoðun atvinnu- og nýsköpunarstefnu hefst. Stefnunnar verði svo unnar saman og verði tilbúnar í nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða.


Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista fagna framtaki fulltrúa D-lista að gera tillögu Á-lista um auðlindastefnu að sinni, en fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu þess efnis á síðasta fundi sveitarstjórnar, 9. desember 2021, sem þá var hafnað af meirihluta D-lista. Fulltrúar Á-lista benda á niðurlag fyrri tillögu og telja að vönduð stjórnsýsla sé að fresta úthlutun auðlinda sveitarfélagsins þar til vinnu við auðlindastefnu er lokið.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

17.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2022

2201023

Fyrirspurn um gatnagerðargjöld.
Óskað er eftir yfirliti um greidd gatnagerðargjöld lóða í sveitarfélaginu fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 14. október 2021 og fyrir tímabilið 15. október 2021 til 7. janúar 2022.

Sveitarstjóra falið að láta taka saman þessar upplýsingar og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs eða sveitarstjórnar eftir atvikum.

18.Landmannalaugar, beiðni um umsögn vegna veitingareksturs

2102040

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Sverris Kristinssonar fyrir hönd Fjallafangs ehf um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegund "E" í söluvögnum félagsins í Landmannalaugum í Rangárþingi ytra.
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna endurskoðaðrar umsagnar um rekstrarleyfi. Ástæða þess að umsögnin var tekin til endurskoðunar var sú ábending sýslumanns að skv. 3. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 m.s.br. skal í umsókn tilgreina fastanúmer og skráð heiti þeirrar fasteignar þar sem fyrirhuguð starfsemi muni fara fram. Sveitarstjórn getur því ekki gefið jákvæða umsögn til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegund E, í söluvögnum Fjallafangs ehf í Landmannalaugum í Rangárþingi ytra, þar sem húsnæði með fastanúmer er ekki til staðar fyrir slíka starfsemi sbr. 3. mgr. 24. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 m.s.br. Sveitarstjórn gerir þó engar athugasemdir við rekstur veitingastarfsemi í flokki I eins og verið hefur undanfarin ár og hefur jafnframt gefið út tímabundið vínveitingaleyfi þegar óskað hefur verið eftir því.

Samþykkt samhljóða.

19.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 904 fundur

2112052

Fundargerð
Til kynningar.

20.HES - stjórnarfundur 214

2112049

Fundargerð
Til kynningar.

21.HES - stjórnarfundur 215

2112047

Fundargerð
Til kynningar.

22.Aðalfundur HSL 2021

2112048

Fundargerð
Til kynningar.

23.SASS - 576 stjórn

2112046

Fundargerð
Til kynningar.

24.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

1706013

Til upplýsingar vegna varamanna
Lagt fram til kynningar.

25.Breytt skipulag barnaverndar

2112059

Bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Til kynningar.

26.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Verkfundir
Til kynningar.

27.Gatnahönnun Rangárbökkum

2101044

Verkfundir
Til kynningar.

29.Erindi vegna skólavistar í öðru sveitarfélagi

2112037

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

30.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

1910043

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?